Morgunblaðið - 08.07.1954, Page 9
Firamtudagur 8. júlí 1954
MORGVNBLAÐIÐ
9 1
Friðrik frá Homí:
- HGLLAIMDSBRÉF
Hilversum, 26. júní 1954.
KAUNVERULEGIR Síams-tví-
burar og pólitískir Síams-tvíbur-
ar er eitt af því, sem umræður
manna í Hollandi, hafa snúizt
mest um undanfarinn mánuð, en
aðfaranótt hins 7. nóvember s. 1.
fæddi hollenzk kona, frú Vries
tvíbura, tvær stúlkur, sem vógu j
toáðar samans hálft sjöunda kíló. |
í>ær voru eðlilega skapaðar að,
öllu öðru leyti en því, að þær
voru vaxnar saman á dálítilli
„brú“ frá brjósti niður að nafla. ■
En þessi 8 sentrimetra langa
holdbrú var samt mikið vanda-
mál við að eiga. Hvað var inni
í henni? Sú spurning var mjög
mikilvæg fyrir læknana, sem
aetluðu að freysta þess að gera
aðgerð á þessum Síams-tvíbur-
um. Skömmu áður hafði læknir
einn í Lundúnum, dr. Ian Aird
gert svipaða aðgerð á Síams-
tvíburum frá Nigeríu, með þeim
árangri, að annað barnið dó en
hitt lifði, enda var þeirra sam-
gróningur sínu erfiðari viðfangs
en litlu hollenzku stúlknanna,
Folkje og Tjitske frá Oenkerk í
Fríslandi.
—★—★—
Því var fljótlega veitt eftir-
tekt, að litlu tvíburasysturnar
voru mjög ólíkar í skapgerð.
Folkje var síhlæjandi og skríkj-
andi, einstaklega glaðlyndur barn
ungi. Hún gat ekki legið kyrr
Btundinni lengur og vissara þótti
að setja á hana hanzka til að
forða frá því, að hún klóraði
eystur sína. Þegar aðgerðin á
Síamstvíburar — Vel heppnuð læknisaðgerð — Pólitískir Síamstvíburar
— Flokkaskipting í Hollandi — Ástandið í Indónesíu — Nýjung í atóm-
vísindum — Neðanjarðargöng í Amsterdam.
Aðgerðinni
hvoru lagi.
er lokið. Litlu systurnar una sér hið bezta sín
svo aðgerðin ákveðin hinn 12.
júní s. 1. Allar hugsanlegar varúð
arráðstafanir voru gerðar til að
hún mætti fá farsælan endi.
Föður tvíburanna var tekið blóð,
ef til þess kæmi, að þeir þyrftu
á blóðgjöf að halda.
Sjónvarp, blaðamenn, innlend-
ir og erlendir, og vísindamenn,
þyrptust utan um sjúkrahúsið þar
Tvíburasysturnar Folkje og Tjitake áður en hin örlagaríka aðgerð
íór fram.
hafði verið gerð, svo að búið var
til sérstakt tvíburarúm fyrir þær
til að þær væru eins nálægt hver
annarri og mögulegt var. — Þá
undu þær sér rólegar og sáttar
við tilveruna.
—★—★—
Hinn mikla áhuga og samúð þá,
sem fjölskylda þessara hollenzku
Síámstvíbura nýtur má marka af
því, að læknar þeir, sem hlut
áttu að aðgerðinni stofnuðu sér-
stakan sjóð þeim til styrktar og
framdráttar. Hið sama má ráða
af teiknimyndum þeim, sem birzt
hafa í ýmsum hollenzkum blöð-
um. Ein slík skopmynd sýndi til-
raun Vesturveldanna til að skilja
í sundur „Siams-tviburana“,
Malenkov og Mao-tse-tung. Önn
ur átti að tákna stjórnmálasam-
band Kaþólska flokksins og
Verkamannaflokksins hollenzka.
Þessi samsteypa hefir farið með
stjórn Hollands síðan styrjöld-
inni lauk og hefir þótt verða
mörg alvarleg mistök á í stjórn
sinni.
—★—★—
Auk þessara tveggja stóru
stjórnmálaflokka í Hollandi eru
tveir mótmælenda flokkar, komm
únistaflokkur og nokkur smærri
flokksbrot, og svo .frjálslyndi
flokkurinn sem lætur aðallega
til sín taka í stjórnarandstöð-
unni.
Sterkustu öflin í núverandi
ríkisstjórn eru enn sósíalistar og
kaþólskir. Nú hefir það lengstum
verið svo, að kaþólsku biskuparn-
ir hafa bannað kaþólskum mönn-
um að vera aðili að hverskonar
kommúniskum samtökum að við-
lagðri útilokun frá hinu heilaga
sakramenti. Kaþólskir menn hafa' eru gjörspilltir, þar sem óaldar
til skamms tíma haldið fast sam-
an í sínum eigin flokki. En eftir
styrjöldina hefir Verkamanna-
flokkurinn dregið að sér fylgi
margra kaþólskra og nú hafa
yfirmenn kaþósku kirkjunnar
skyndilega lýst því yfir, að
kaþólskum mönnum sé bannað
að lesa sósialistisk blöð, hlusta
á útvarpsstöð sósialista eða vera
meðlimur í verkalýðsfélögum
sósialista.
—★—★—
Þessi yfirlýsing kaþólsku
biskupanna hefir vakið harðar og
flóknar umræður og jafnaðar-
mannaflokkurinn hefir óbeinlínis
hótað að slíta samvinnu sinni við
kaþólska flokkinn. Ýmsir aðrir
flokkar myndu una vel þeim
málalokum, ekki sízt frjálslyndi
flokkurinn, eins og marka mátti
af einni skopmynd, sem sýndi
biskup einn í óða önn við að
skilja að hina ráuð-kaþólsku
Síams-tvíbura.
Er ég drap, rétt áðan á mis-
tök samsteypustjórnarinnar, átti
ég fyrst og fremst við Indónesíu-
málið. Eins og kunnugt er fékk
Indónesía sjálfstæði árið 1949 eft-
ir grimmileg átök og óeirðir, og
hryllilegan glundroða. Sú sjálf-
stæðisbarátta var ekki háð á
stjórnmálalegum og réttarlegum
grundvelli, heldur var til henn-
ar stofnað af ábyrgðarlausum
óeirðarseggjum sem æstu þjóð
sína upp til ofbeldis og hryðju-
verka gagnvart Hollendingum og
hverjum þeim, sem léðu þeim lið.
Þar sem ástandið í Indónesíu var
miklum mun betra en í öðrum
nýlendum var meirihluti íbúanna
Hollendingum ekki fjandsamlega
sinnaður, endá hafði Vilhelmina
drottning, árið 1942, heitið þeim
fullu sjálfstæði.
—★—★—
Ráðstafanir þær, sem reyndust
undanfari atburðanna árið 1949
voru gerðar af mönnum, sem ekki
þekkja Indónesíu og íbúa henn-
ar, svo óra ólíka í skapgerð sinni
og viðhorfum vestrænni menn-
ingu og hugsunarhætti. Afleið-
ingin varð sú, að Indónesía er nú
undir villustjórn, sem enn kyndir
undir hatur til Hollendinga, þótt
allur efnahagur landsins hvíli að
hálfu leyti á hollenzkum höfuð-
stóli og öll fræðslustarfsemi
þeirra og heilbrigðisþjónusta á
hollenzku framtaki.
Þetta land þar sem fyrir styrj-
öldina margir þjóðfiokkar og
kynþættir lifðu saman í friðsemd
og reglu undir hollenzkri stjórn
er nú sem stjórnlaust fley, þar
sem stjórnmálaforsprakkarnir
þeim hófst, þoldi hún deyfilyfin
mun betur en Tjitske systir henn-
ar.
Tvíburarnir nutu nákvæmrar
umönnunar í sjúkrahúsinu í
Leeuwarden, þar seip. læknar
gerðu stöðugar rannsóknir á,
hvernig samgróningnum væri
háttað. Röntgenmyndir sýndu, að
íill helztu líffæri barnanna voru
íullkomlega eðlileg. Æðakerfi,
blóðrás og lungu voru aðskilin.
Tilraunir leiddu ennfremur í Ijós,
eð meltingarfæri tvíburanna voru
á engan hátt samgróin. Eina
vandamálið — en það að vísu
aivarlegt vandamál — var starf-
Eemi hinna mikilvægu kirtla, svo
sem lifrarinnar og magakirtlanna,
læknúnum fannst ýmislegt. benda
til, að þar væri um samgróning
að ræða.
—★—★—
í þessari óstaðfestu vissu var
sem hin vandasama aðgerð fór
fram. Hún stóð yfir í aðeins 13
mínútur og reyndist mun auð-
veldari en gert hafði verið ráð
fyrir af læknunum. Grunur
þeirra reyndist réttur. Aðal sam-
vöxturinn var á milli lifranna
tveggja, þó að ýmis önnur líf-
færi væru að meira eða minna
leyti samvaxin. Brúin sem tengdi
tvíburana að framan var skorin
í sundur og þar með var aðgerð-
inni iokið.
Allir Hollendingar fylgdust af
áhuga með afdrifum tvíburanna
o gandvörpuðu af f eginleik í hvert
skipti, sem góðar fréttir bárust
af líðan þeirra að aðgerðinni lok-
inni. Litlu systurnar lifa nú og
dafna hið bezta sín í hvoru lagi,
en þó er það svo, að sé önnur
tekin burt frá hinni fara báðar
samtímis að gráta. Þessu var veitt
eftirtekt strax eftir að aðferðin
Vesturveldin leggja á ráðin um, hvernig unninn verði bugur á
hinum „Síamska samgróning" Malenkovs og Mao-tse-tung.
menn myrða og ræna ekki aðeii'.s
Evrópumenn heldur einnig landa
sína og bræður. Indónesía hlaut
sjálfstæði sitt of snernma, áður
en hún var fær um að vera sjáif-
stæð og stjórn hennar var hrifs-
uð undir sig af mönnum, sem á
engan hátt reyndust starfi sínu
vaxnir og hafa nú leitt yfir land-
ið alvarlega efnahagskreppu.
Nýlendum -sínum í Vestui'
Indíum hafa Hollendingar veitt
sjálfstæði en þar eru engir
æsingaforsprakkar, sem vinna að
því að reka alla Hollendinga úr
landi. Curacao og aðrar-Antillu-
eyjar og Surinam á meginland-
inu hafa kosið heldur að vera
áfram í sambandi við Holland
undir stjórn Júlíönu drottning-
ar.
—★—★—
En svo að við víkjum nú frá
stjórnmálunum. — Hollenskit*
vísindamenn hafa nú fundið upp
nýja aðferð til að framleiða orku
með klofningu atómsins. Fram til
þessa hafa kjarnorkustöðvar not-
azt við úraníumstengur, sem.
orkugjafa. Nú hefir verið fundinn.
annar orkugjafi, í fljótandi formi,
sem þykir hafa ýmsa kosti fram
yfir hinn, bæði frá tæknilegu Og
fjárhagslegu sjónarmiði. Þessi
orkugjafi samanstendur af smá-
um kornum úr úraníum-oxvd.
sem hengd eru upp í þungu vatni.
Hingað til óþekktur kostur þess-
arar aðferðar er sá, að með henni
er hægt að draga úr og auka
orkumyndunina eftir þörfum.
Önnur aðferð ekki ósvipuð er
byggð á úraníum-dufti, sem.
dreift er um orkugeyminn með
þéttuðu gasi, en þessi nýja að-
ferð er enn á tilraunastigi.
—★—★—
Að lokum nokkur orð um neð-
anjarðargöngin í Amsterdam.
Þessi miljón íbúa borg og stór-
höfn hefir enga fasta samgöngu-
braut milli hinna tveggja hiuta,
sunnan og norðan við Norðui-
sjávar skurðinn. Yfir þennan
skurð fer fjöldi af ferjum, sem.
eru bæði of smáar og of litlar til
að komizt verði hjá vandræðum
í umferðinni. Mikill fjöldi bif-
reiða verður stöðugt að bíða eftir
hinum stutta ferjuflutningi en.
hver mínútubið hefir í för með
sér fjártap. Nú eru ráðagerðir
um að byggja neðanjarðargöng,
en framkvæmd slíks mannvirkis
mun taka svo langan tíma, að
borgarstjórnin hefir ákveðið, að
byggja brú jafnframt, sem yrði
ódýrari en samt ekki fullnægj-
andi til lengdar.
Vistmenn á Litla ;
Hrauni hjálpuðu 1
við slökkvlsfarfið
Hr. ritstjóri!
í MORGUNBLAÐINU, miðviku-
daginn 30. júní, er sagt frá bruna
á Eyrarbakka, er húsið Merki-
steinsvellir, eign Karls Jónasson-
ar, stórskemmdist af eldi. Er þess
getið, að alllangan tíma hafi tek-
ið að vekja fólk af svefni til
hjálpar. í því sambandi vil ég
upplýsa eftirfarandi.
Klukkan tæplega 2 um nóttina
var forstjóri Vinnuhælisins að
Litla Hrauni vakinn, var þar
komin kona Karls Jónassonar á
Merkisteinsvelli, er sagði hvern-
ig komið væri og bað um hjálp.
Forstjóri heimilisins brá skjótt
við og lét varðmann vinnuhælis-
ins vekja alla vistmenn til hjálp-
arstarfsins. Fuilyrði ég að ekki
hafi liðið nema 5—6 minútur unz
allir vistmenn frá Litla-Hrauni
voru kornnir á vettvang, með oll
þau áhöld sem tiltækileg voru og
j hægt var að útvega til slökkvi-
I Framh, á bls. 12