Morgunblaðið - 08.07.1954, Page 1

Morgunblaðið - 08.07.1954, Page 1
lé síður 41 áigangax. 152. tbl. — Fimmtudagur 8. júlí 1954 PrentsmiSja Morgunblaðsins Kuldakröm og úrheiHs- rigning á megnlandinu Næiurfresfa vart í Ardennafjöllum PARÍS 7. júlí: Einkaskeyti frá Reuter ÞETTA er kaldasta sumar í Vestur Evrópu sem menn muna eftir. Parísarbúar vakna á hverjum morgni við dynj- andi rigningu á húsþökum og er þeir ganga um göturnar grípur þá kuldahrollur og skjálfti. Rorgarbúar eru nú næstum orðnir úrkula vonar um að nokkuð sumar komi, einkum þar sem veðurfræð- ingar hafa spáð því að út þenn an mánuð verði kalsaveður og rigning í Frakklandi. ] SUMARLEYFAFERBUM *FRESTAÐ Sumarkuldarnir.gera það að verkum, að fólk reynir að fresta sumarleyfum sínum eins lengi og bægt er í þeirri von að haustið verði sólríkara. Hef ur sú frestun alvarleg áhrif í för með sér fyrir ferðaskrif- stofur og strætisvagnafélög. Orðið hefur að aflýsa flestum sumarleyfaferðum vegna þess að væntanlegir þátttakendur afpöntuðu farseðlana. [B NÆTURFROST ^ I BELGÍU Menn muna aldrei eftir svo köldu sumri í París. í Haag hefur ekki verið svo kalt síðan 1903. í Brússel er hitinn undir tíu stigum og í Ardennafjöll- um ofar í landinu hefur gætt næturfrosta. ] HITABYLGJA YFIR RÚSSA Aðrar fregnir berast frá löndunum austan járntjalds. Moskvu-útvarpið tilkynnir að hitabylgja gangi um Rúss- land. í Moskva var 34 stiga hiti og í borginni Arkangelsk norður við Ishaf mældist hit- inn í skugga 33 stig á Celsius. Raforka sennilega leidd - ' s frá Laxá til Austurlands Fallin stjarna Lysenko prófessor í líffræði var í 7 ár sú stjarna, sem hæst skein á himni vísinda Sovétríkjanna. Hann naut lengi hylli valdhaf- anna. Nú eru kenningar hans sagðar falsspádómar. Liffræðitímaritið rússneska lýsir kenn- ingar Lysenkos falskenningar einar, sem valdið hafi stórkostlegu tjóni Hafist handa um sérvirkjanir á Vest- fjörðum í sumar. ALLAR LÍKUR benda nú til þess, að raforka verði leidd frá Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu til Austurlands. Mundi þá verða horfið frá virkjun Lagarfoss í bili eins og rætt hefur verið um. Það er nýung í flutningi raforku, sem gerir það kleift að flytja hana svo langa leið milli Landshluta eftir streng, án háspennu- stöðva á leiðinni. Þá hefur Mbl. og áreiðanlegar heimildir fyrir því, að samvirkj- un fyrir Vestfirði við Dynjanda sé í bili ekki talin hagkvæm lausn á raforkumálum Vestfjarða. Er því talið líklegast að ráðist verði þar í sérvirkjanir fyrir einstök byggðarlög í Barðastrandasýslu og ísafjarðarsýslum. Eiga Kínveriar heinsa í S.Þ.? Gagnvart þeirrf staðreynd að rússneskum landbúnaði hefur hrakað. ætfa rússneskir vaidsmenn að skella skuldinni á Lysenkó. LONDON, 7. júlí. — Einkaskeyti frá Reuter. NÚ ER svo komið að rússneski vísindaskrumarinn Trofin Lysenko, sem naut svo mikillar hylli á dögum Stalins, á ekki upp á pallborðið hjá stjórn Malenkovs. Virðist nú allt útlit fyrir að sovét-Iíffræðikenningar hans, sem eitt sinn voru sagðar grunci- völlur allra sovétskra vísinda, verði opinberlega yfirlýstar kák eitt og gersamlega rangar að niðurstöðum. j LYSENKO ÞÓTTIST BÚA TIL NÝ BLÓM Meginefnið í kenningum Lys- enkos var að plöntur, sem og allar aðrar lifandi verur gætu gerbreyzt að eðli til eftir því í hvaða umhverfi þær væru. Þótt- ist Lysenko þannig geta fram- leitt algerlega nýjar tegundir nytjajurta með fitli á einstokum plöntum. u SAMRÝMDIST ÓSKUM VALDHAFANNA Forsprökkum kommúnista geðjaðist einkar vel að þess- um kenningum Lysenkos, vegna þess að samkvæmt þeim virtist ljóst að með því að halda fólki um langt ára- bil undir kúgun kommúnista- stjórnar, myndi bráðlega myndast nýtt mannkyn, sem sætti sig við kúgun valdhaf- anna, hefði enga dulda frels- isþrá til að bera, en sætti sig möglunarlaust við það að vera vélrænt stykki í fram- tíðar-skipulagi kommúnista. Helxti ávöxturinn af kenning- lim Lysenkovs er að öll rússnesk blöð hafa verið yfirfull af grein- um og frásögnum um að rúss- neskir vísindamenn hafi fundið upp undra-korntegundir og undra-ávexti, sem gefi margfalda uppskeru á við það, sem áður hafi verið, frásagnir af því að kornrækt sé framkvæmanleg með nýjum tegundum í freðmýrum heimskautalandanna o. s. frv. FLÓÐ LYSENKO-ÁRÓBURS En þrátt fyrir margra ára áróð- ur neyddust valdhafarnir til að viðurkenna það síðastliðinn vet- ur, að ástandið í landbúnaði hefði aldrei verið verra en ein- mitt nú. Kornrækt hefði stór- hrakað svo að Rússar, sem áður voru stærsta kornræktarþjóð heimsins hafi nú ekki' nóg korn fyrir sjálfa sig. HEFUR VALDID STÓRTJÓNI Um leið og rússnesku vald- hafarnir viðurkenna mistök þau, sem orðið hafa i landbún aðinum, virðast þeir vera æ betur að sjá að líffræðikenn- ingar Lysenkos eru skrum eitt, sem alls ekki styðjast við veru leikann. Hefur þess gætt síð- ustu mánuði að allmargar greinar hafa birzt í blöðum og tímaritum, þar sem kenningar Lysenkos eru lýstar falsaðar. Vekur það sérstaka athygli að höfuðgreinin í síðasta hefti tímarits rússneskra líffræð inga fjallar um þetta mál og er því slegið þar föstu, að allar kenningar Lysenkos séu alger- lega rangar og falsaðar af á- settu ráði. Segir í greininni, að það hafi valdið rússneskum landbúnaði stórkostlegu tjóni að menn aðhylltust kenningar Lysenkos um tíma. Washington 7. júlí Einkaskeyti frá Reuter. EISENHOWER lýsti því yfir á blaðamannafundi að eins og á stæði í alþjóðamálum gætu Bandaríkin ekki fallizt á að kínverska kommúnistastjórn- in fengi inngöngu í Samein- uðu Þjóðirnar. Hann kvað það álit Banda- ríkjastjórnar að framkoma Kínverja í viðskiptum milli þjóða væri slík að það sam- rýmdist ekki efni og anda stofnskrár S.Þ. Hann sagði að Samkvæmt eitt frumskilyrðið fyrir inn- göngu í S.Þ. væri vilji til að leysa alþjóðadeilur. Kín- verska kommúnistastjórnin hefði hinsvegar komið fram með slíkum ofstopa á alþjóð- vettvangi, að það sýndi lítinn sáttavilja. « FRAMKVÆMDIR HEFJAST Eins og kunnugt er hefur ver- ið ráðgert að hefjast handa um raforkuframkvæmdir samtímis á Vestfjörðum og Austurlandi. Má telja fullvíst að það verði gert í sumar jafnskjótt og endanleg ákvörðun hefur verið tekin um, hvernig virkjunum skuli hagað. Hefur raforkumálastjórnin unnið að því af kappi undanfarna mán- uði að undirbúa þessar fram- kvæmdir og gera samanburð á þeim leiðum, sem til greina hafa komið við lausn raforkumála þess ara landshluta. Skviidiráðstaf- anir Dana í gjald- eyrismálum KAUPMANNAHÖFN, 7. júlí: — Danska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að sérstakar ráðstafanir yrðu þegar gerðar vegna gjald- eyrisskortsins. Er hér aðeins um að ræða framkvæmdaatriði, sem geta gengið í gildi án aðgerða löggjafarþingsins. Virðist sem andstöðuflokkarnir séu samþykk- ir þessum aðgerðum. Helztu að- gerðir eru sem hér segir: 1) Ríkisútgjöld verða skorin niður um 150 milljónir króna á yfirstandandi fjárhagsári. 2) Gjaldeyrir sem úthlutað er til kaupa á bílum s&al seldur á Framh. á bls. 2 Kommúnistar boða fall Hanoi eftir viku HANOI, 7. júlí. — Einkaskeyti frá Reuter. FLUGUMENN kommúnista í borginni Hanoi dreifðu s. 1. nótt nokkrum fjölrituðum flugmiðum, þar sem þeir staðhæfa að Hanoi verði fallin innan viku, eða fyrir þjóðhátíðardag Frakka 14. júlí. Yfirhershöfðingi Frakka í Indó-Kína, Paul Ely, kom í dag til Hanoi frá Saigon. Hann mun hafa í skjalatösku sinni hernaðaráætlun frönsku stjórnarinnar. Enginn veit, hvað hún felur í sér, en almenningi í borginni er það Ijóst, að þar getur verið um að ræða að Frakkar yfirgefi Hanoi vegna þess að þeir geti ekki varið járnbrautarlínuna frá ströndinni. Er búizt við að 70 þúsund manna lið kommúnista geri tilraun á næstunni til að rjúfa sambandið og einangra Hanoi. SPARAR MIKIÐ FE Líklegast er að byrjað verði þegar í sumar að leggja streng- inn frá Laxá til Austurlandsins. upplýsingum sem blaðið hefur fengið mun þessi framkvæmd sennilega spara yfir 20 millj. króna við lausn raforku mála Austurlands, miðað við að Lagarfoss hefði verið virkjaður. Síðar er svo hægt, ef nágrenni Laxárvirkjunarinnar skortir raf- orku að leiða rafmagn þangað frá Lagarfossi eftir að hann hefði verið virkjaður. En mikil orka er nú ónotuð í hinu nýja orkuveri í Laxá. Á Vestfjörðum er sennilegt að hafist verði í sumar handa um virkjunarframkvæmdir í Bol- ungarvík og e. t. v. fleiri stöðum. En virkjun í Fossá hefur þar ver- ið undirbúin í áratugi. Haile keisari á flakki AÞENA 7. júlí: — Haile Selassie keisari Etíópíu er nú á ferðalagi um Vesturlönd. Ákveðið er að hann heimsæki bæði einræðis- herrann Tito og Grikklandskon- ung. Hann mun ferðast nokkra stund um Grikkland og sækja m. a. heim munkana á Athos-fjalli. AUGLYSINGAR sem birtast eiga f Sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.