Morgunblaðið - 08.07.1954, Page 14

Morgunblaðið - 08.07.1954, Page 14
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. júlí 1954 1 1 14 Skugginn og tindurinn SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON thc Framhaldssagan 78 «jg inn. Ekki svo að skilja að pað fcýnir hvað áhrifin hafa verið hafi gert nokkuð til. Það bara mikil.“ Hann brosti ánægður. Douglas gekk yfir þvera og f'ndilanga landareignina. Svo gekk hann í stóran hring niður iyrir býlið og út í frumskóginn. Klukkan var orðin sex, rigningin var búin og það var orðið stjörnu bjart. Hann fór aftur upp í skóla- liúsið en Silvia var ekki komin. Klukkan hálf sjö fór hann niður 4-Ctir til Pawley til að segja hon- nm að hún væri týnd. Hann sagði * kki hvers vegna hún hefði farið. Pawley hristi höfuðið og sagði . ð sér hefði svo sem dottig það i hug að þeir mundu ekki geta lvomist af skólatímabilið án þess . ;ð eitthvað hræðilegt kæmi fyrir. 3 'ouglas yfirgaf hann og hélt leit inni áfram, en þegar hann kom að hliðinu, varð hann allt í einu var við svo einkennilega kyrrð • illt í kring um sig að hann varð i<5 nema staðar til að hlusta. Hvergi bærðist nokkurt lauf. Hann hafði staðið hreyfingarlaus iiæstum í heila mínútu, þegar . Ilt í einu brakaði í tré og hann 3>eyrði eitthvert suð í fjarska, sem hann hélt fyrst að væri bifreið á ieið upp brekkuna. En svo .J/arð það of hávært og kom nær svo iiann vissi að það gat ekki verið bíll. Og þá varð honum allt í einu jjóst að þetta var óveðrið sem var að skella á. Hann leit við. Stóru trén sitt livoru megin við voru enn alveg )ireyfingarlaus. Hann leit niður uð býlinu og um leið skall vind- Jiviðan í brekkunni við býlið. Hún færðist hratt eftir brekk- unni og tætti í sundur trén á leið- inni og blöð og greinar hvirfluð- ust í loft upp. Nokkrum sekúnd- vm síðar náði hún í stóru trén við hliðið svo að þau svignuðu og greinar brotnuðu af þeim. Douglas hafi lagst á fjórar fæt- vr, en þegar hann stóð upp sá hann ag hann mundi geta haldið jafnvægi. Hann sá að hliðið hafði verið skilið eftir opið og nú skellt ist það fram og aftur. Hann fór til ag loka því og um leið kom hann auga á Silvíu. Hún var á götunni rétt fyrir Jieðan skólahúsið og streittist á móti vindinum í skjóli við brekk- una. Hún var illa til reika og kjóllinn hennar var rifinn. Hún kom að hliðinu á undan honum og beið þar. Hún hélt sér í stólp- ann til að styðja sig. Hann sá að hún hló ofsalega og hún kallaði eitthvað, en hann heyrði ekkert fyrir vindinum. Þegar hann kom nær heyrði hann að hún kallaði upp aftur og aftur orðið, sem hún hafði skrifað á vegginn heima hjá honum. Hún hélt áfram að kalla og hlæja og gráta allt í einu og tárin sem runnu niður vanga hennar feyktust með vindinum. Hann tók um handlegg hennar og ætlaði að leiða hana heim í skóla- húsið, en um leið og hann snerti hana byrjaði hún að öskra. Hann gaf henni utanundir Hún greip andann á lofti og þagnaði. Svo starði hún á hann. „Ég skal segja þér hvað ég gerði“, sagði hún. „Það ríður skólanum að fullu.“ „Hvað áttu við?“ „Ég var með Joe“, sagði hún. „Það er mátulegt á þig.“ 16. KAFLI Andrúmsloftið J bókasafninu minnti Douglas á loftvarnabyrgi á stríðsárunum og hávaðinn úti íyrir gat líka minnt á sprengju- fikot og flugvéladrunur. Rafljósin £ j voru slokknug ...... þau höfðu slokknað á fyrsta hálftímanum og nú hafði verið kveikt á fjórum I eða fimm olíulömpum, sem stóðu j á borðunum. Börnin lágu á dýn- I um í röðum á gólfinu,'drengirnir öðrum megin og telpurnar hinum megin. Duffield hafði séð um flutninginn úr svefnsölunum. Duffield sat nú í stól við töfluna. Hann hafði þurrkað út hluta af , veðurteikningu Morgans og skrif að meg rauðu krítinni stórum stöfum: „Ekkert ráp“. Morgan sat hinum megin í bókasafninu og lézt vera að lesa bók við einn olíulampann. Hann áleit að þetta óveður væri hans einkaeign, ef ekki beinlínis hans 1 eigin uppfinning og hafði hugsað sér ag allir snéru sér hjálpar- þurfi til hans þegar það skylli á. Nú þegar Duffield hafði tekið við stjórninni og eyðilagt kortið hans í þokkabót, þá var ekki annað að ’ gera en að láta eins og óveðrið ætti sér ekki stað. Hann gat eins ! verið heyrnarlaus fyrir hávaðan- um úti fyrir. Þegar eitthvað skall á húshliðinni með braki og brest- um svo allir hrukku upp í ofboði með hljóðum, lyfti hann aðeins annarri augnabrúninni og hélt svo áfram að lesa. I Aðeins örfá barnanna voru hrædd. Meðal þeirra Rosemary sem hafði alltaf verið gripin skelfingu við hið minnsta þrumu- , veður. Nú var hún orðin náföl I og sat uppi í dýnunni sinni. Hin börnin voru ennþá spennt. Þau höfðu í fávizku sinni hlakkað til , óveðursins og nú var það loksins komið. Douglas sat við borðið sitt í öðrum enda salsins og reykti sígarettur á meðan hann beið eft- ir að Pawley lyki samtali sínu við Joe. Hann hafði nú beðið í meira en hálftíma — eða síðan Joe hafði komið með fjölskyldu sína upp í skólahúsi neðan frá kofa sínum. Hann hafði bundið alla fjölskyldu meðlimina á band til þess að ekkert barnanna týndist í rokinu. Pawley hafði heimtað að fá að yfirheyra hann í einrúmi — hann hélt að þá væru mestar líkur til að hann fengi sannleikann upp úr honum. Hingað til hafði ekki verið mögulegt að komast að hinu sanna í málinu. Frú Morg- an hafði varla verið í standi til að binda um fingursár, hvað þá að hún hefði getað meðhöndlað Silvíui Frú Pawley hafði farið til Silvíu og þag voru ekki rrriklar líkur til að henni tækist betur. Douglas gat ekki gert sér það Ijóst, hvort nokkuð alvarlegt hefði skeð eða ekki. Fyrst hafði hann efast um það .. hann hafði búist við því að þegar Silvía hefði róast eftir kastið, þá mundi koma á daginn að sagan væri tómur til- búningur og hugarburður hjá henni. En Silvía var orðin róleg og meira en það. Hún var mál- laus að kalla af hræðslu. Hún gat ekki sagt neitt annað en það að nú mundi hún eignast barn. Hræðslan var enginn tilbúningur. Hana mátti sjá í augum hennar. Og þá: mundi Douglas eftir því að Joe hafði ekki verið við bílskúr- inn þegar hann fór þar framhjá að leita að Silvíu. Hann hafði heldur ekki verið uppi í skólahús- inu og það var mjög ólíkt Joe að vera fjarverandi í vinnutíma sínum. En þar fyrir var það líka ólíkt Joe ag hlaupa út í skóg með litlum stúlkum. Joe var giftur og hamingju- samur í sínu hjónabandi. Hann var ekki nema rúmlega tvítugur en hann átti konu og sex eða sjö börn. Hann hafði gifzt konunni eftir þriðja eða fjórða barnið, en það var fremur sjaldgæft meðal íbúanna þarna í grendinni. Hann H AIM8 KLAUFI 3 „Já, gerðu það,“ sögðu þeir hlæjandi og riðu áfram. „Hæ, hæ! hér kem ég. Sko, hvað ég fann. Annað eins finn- ur maður ekki hvern dag á götu sinni.“ — Og bræðumir sneru sér við til að sjá hvað það var. „Klaufi!“ sögðu þeir. „Þetta er gamall tréskór, sem efri hlutinn er dottinn af. Á kóngsdóttirin líka að fá hann?“ | „Já, hún á að fá hann,“ sagði Hans klaufi, og bræðurnir riðu hlæjandi frá honum og urðu langt á undan. „Hæ, hæ, hér er ég,“ kallaði Hans klaufi. „Nei, nú versnar og versnar. Hæ, hæ, það er alveg makalaust!“ „Hvað hefurðu nú fundið?“ sögðu bræðurnir. „0!“ sagði Hans klaufi. „Minnumst ekki á það! Hvað hún mun verða fegin, kóngsdóttirin!" „O, svei!“ sögðu bræðurnir. „Það er forarleðja, sem mokað hefur verið upp úr gryfjunni.“ „Já, það er það reyndar,“ sagði Hans klaufi. „Og það af fínasta tagi. „Maður getur ekki haldið á henni.“ — Það var orð að sönnu, og því lét hann hana í vasann. Bræðumir riðu svo hart sem hestarnir gátu farið og urðu því heilli klukkustund á undan. Stigu þeir af baki við borg- arhliðið, og var biðlunum þar raðað eftir númerum, sem þeim voru gefin jafnóðum og þeir komu. Stóðu sex í hverri röð, og var þeim skipað svo þétt, að þeir gátu ekki hreyft handleggina, en það var vel farið, því að annars hefðu þeir skaðskemmt bökin hver á öðrum, einungis af því, að pinn stóð öðrum framar. Allir hinir aðrir landsbúar stóðu umhverfis höllina alla leið að gluggunum til þess að sjá kóngsdótturina taka á móti biðlunum. —★—★—★—★—★—★—★—★—★ Bezt að auglýsa f Morgunblaðinu Nýkomnar Kaffi-kitakönrmr og varaelement, Hekla h.f. Austurstræti 14 FRYS COCOA Fyrirliggjandi í 1 lbs. og % lbs. dósum. J4. Ólafóóon & Bernhöft ..............................••■■■■■■■■■■■...■■■■ Hús til sölu íbúðarhúsið Móakot í Gerðahreppi er til sölu, ásamt fjósi og heyhlöðu. Ábúðarréttur á jörðinni Móakoti fylgir. — Semja ber við eiganda Sigurð Hallmannsson. Símstöð Gerðar. Ávallt fyrirliggjandi í þrem stærðum Ennfremur fljótandi Ávallt verður Mansion-bón fyrir vaiinu Kristján Ö. SkagfjÖrð h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.