Morgunblaðið - 14.07.1954, Blaðsíða 8
8
MORGVIS iSLAÐIB
MKSvikudagur 14. júlí 1954
uttMnritáfe
Útg.: H.f, Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
★★ VIÐ mennirnir höfum alltaf
haft tilhneigingu til að gera til-
veru okkar flókna með tækni-
legri þekkingu og vélrænum
hjálpartækjum. Skarar fólks hafa
yfirgefið sveitir og haldið til
kaupstaða og borga — og til að
reyna að njóta hinna mörgu þæg-
inda borgarlífsins. Þar er fólkið
sett til að gæta véla — og til-
hneigingin til að dýrka tæknina
vex vegna vona um aukin fjár-
ÞAÐ er góður vinur íslands, sem horfið frá hlutleysinu, enda er'ráð og undir kynda hernaðar-
hefur komið hingað í fárra daga j það eðlilegt þegar um er að ræða þarfir, vegna ástands heimsmál-
þá alheimsbaráttu, sem stendur anna. í klofnum heimi er okkur
yfir milli frelsis og einræðis- nauðsyn að einbeita kröftum okk
stjórnar kommúnismans. Það er ar til að gæta lífs vors og vernda
ekki örðugt að velja þar á milli frelsi vort.
Heimsókn Ismays lávarðar
? ÚR DAGLEGA LÍFINU
heimsókn um þessar mundir. <—
Ismay lávarður, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
maðurinn sem mesta þáttinn hef-
ur átt í því hve samstarf Vestur-
Evrópuþjóðanna um hervarnir
hefur tekizt giftusamlega.
Ismay lávarður varð heims-
kunnur maður, er hann var
herráðsforingi Breta í síðustu
heimsstyrjöld. Er hann hóf
starf sitt var illa ástatt fyrir
Bretum. Hinir öflugu herir
nasista stóðu sunnan Ermar-
sunds gráir fyrir jámum, með-
an brezki herinn flúinn frá
Dunkerque lá í sárum með 10
skriðdreka í eigu sinni.
Eitthvað álíka var útlitið í
landvamarmálum V.-Evrópu
er Atlantshafsbandalagið var
stofnað 1949. En við vonum
að eins og Ismay lávarði og
samstarfsmönnum hans tókst
að velta hinni þungu vofu ótt-
ans af Bretum eins takist hon-
um að styrkja svo varnir vest-
rænna þjóða, að þær geti starf-
að óttalausar í friði og frelsi.
Hann segir sjálfur: — Ég er
ekki lengur Breti, — nema að
1/14 hluta, eins og ég tel mig
eiga að þjóna öllum þeim þjóð-
um, sem aðild eiga að Atlants-
hafsbandalaginu. Og í rauninni
er starf hans og Atlantshafs-
bandalagsins unnið fyrir enn
fleiri þjóðir, því að það miðar að
því að halda við friði í heimin-
um.
En hvernig má slíkt verða,
kunna menn að spyrja. Er ekki
Atlantshafsbandalagið á sviði
hermála? — Jú, það er yfirlýst
markmið bandalagsins að koma
upp slíkum hervörnum Vestur-
Evrópu, að ef Rússar skyldu
leggja til ofbeldislegrar hernað-
arárásar, þá megi takast að tefja
sókn þeirra og stöðva unz liðs-
auki berst. Sá er þó e. t. v. enn
þýðingarmeiri þáttur að sterk rök
benda til þess að hinar sterku
varnir vestrænna þjóða komi í
veg fyrir að útþennsluveldið
hefji nokkru sinni árásina. Því
að líkt og óróaseggur verður
gæfur sem lamb í nærvist krafta-
legs lögregluþjóns, eins vonum
við að Rússar hugsi sig um að
minnsta kosti tvisvar áður en þeir
leysa úr læðingi gagnaðgerðir
Vestur-Evrópuþjóða sameinaðra.-
og ekki nóg með það, heldur
sjá smáríkin ef þau vilja komast
hjá endurtekningu sögunnar úr
síðustu heimsstyrjöld, að þau
verða að sameina krafta sína.
Þetta hafa þau gert með stofnun
Atlantshafsbandalagsins, þar hef-
ur sameiginlegur vilji að einu
marki þegar lyft grettistökum.
★★ EN tækni og hernaðarmátt-
ur geta ekki til langframa tryggt
tilveru okkar. Um skeið má kom-
ast af með atomtækni og flug-
vélar, sem fara hraðar en hljóð-
ið. Til langframa er allt komið
undir manninum sjálfum og sál-
arstyrk hans. Þegar allt kemur
til alls verðum við að meta alla
okkar þekkingu, allar okkar
Það er eitt grundvallarlögmál framfarir eftir áhrifum þeirra á
Atlantshafsbandalagsins að það rnannkynið. Þegar við einbeitum
er myndað aðeins til varnar. — okkur að þvi að auka efnahags-
Hinar vestrænu lýðræðisþjóðir legan Qg hernaðarlegan mátt
hafa ekki i hyggju að utbreiða okkar um vig ekki gleyma
lyðræðishugsjonir sinar með of- þvi gem oll bar4ttan stendur um
beldi. Er ekki erfitt að leiða rök
að þessu, því að þetta er fólgið í
staðreyndum, sem allir þekkja.
Þjóðskipulag lýðræðisríkja
er með þeim hætti að útilokað
er að þau hef ji nokkurs staðar
stórfelida árásarstyrjöld. Slíkt
fyrirtæki sem undirbúningur
til árása hefði slíkan sligandi
kostnað í för með sér, að ekki
myndi linna óánægjuröddum
almennra borgara, sem yrðu
manninn sjálfan.
Vd
emm
•r
Á
œf'iA, ómiróir
OKK,
i
★★ ANDRUMSLOFTIÐ sem við
í dag lifum í — hver áhrif mun
það hafa á niðja okkar? Það hef-
ur fljótvirkari áhrif en jafnvel
þau atomvopn hafa, sem koma
til með að marka framtíð og á-
kveða örlög okkar. En um leið og
við tökum að fjalla um mannlega
eiginleika, þá höldum við ekki
lengur fast við hinn vísindalega
grundvöll. Við getum gert okkur
hugmynd um gildi mannsins með
því að reikna út vinnuafköst og
tekjumöguleika hans í tölum. En
hvernig má reikna út andleg
gæði sem maðurinn nýtur t.d. af
trú, fórnarlund o. fl.
—□—□—
★★ FRAM til þessa hefur árang-
ur vísindanna einkum verið
efnisleg. Við höfum metið fram-
farir okkar eftir þessum efnis-
lega árangri — ekki eftir þeim
áhrifum, sem þær hafa haft á
okkur sjálf. En við skulum
minnast þess, að það var ekki
máttur né veldi Rómaríkisins,
\Jeluahandi áLrifar:
„Enn um Hótel Borg“
PSKRIFAR:
„Fyrir nokkru birtust hér í
dálkum Velvakanda bréf frá
af svo mörgum þægindum frið tveimur ónefndum mönnum, sem
arara- I þó bæði gengu út á það sama:
Þjóðir Atlantshafsbandalagsins ' a& lofsyngja Hótel Borg, að því
hafa tekið á sig nokkrar fórnir er mér skildist í einskonar vörn
og borið herbúnaðarkostnað sem gegn ummælum brezks ferða-
þeim hefur virzt þungur. Herbún- | málasérfræðings, sem skömmu
aðurmn hefur þó aðeins verið sá 1 áður hafði verið hér á ferð og
hmn minnsti, sem hægt hefur ver , látið þau orð falla i blaðaviðtali,
ið að komast af með til að að jjótel Borg yrði að skipa í
í viðtali er Ismay lávarður
átti við blaðamenn, sagði hann
m. a., að fsland hefði mikla
hernaðarlega þýðingu. Eins
og högum væri nú háttað í
heiminum með nútíma vísind-
um og tækni. Taldi hann þess
vegna að íslendingar tækju á
sig stórkostlega áhættu, ef
engar vamir væru hér á landi.
Hér virðist vera um að ræða
bæði áhættu fyrir fslendinga
sjálfa, því að land okkar er
þvi miður orðið gimilegt fyr-
ir árásaraðila, sem vildu ota
herskörum sínum yfir hafið
til Ameríku, og einnig er hér
um að ræða ábyrgð gagnvart
lýðræðisþjóðum þeim, er við
höfum kosið samstöðu með.
í stuttu máli, hér er um það
að ræða hvort smáríki nútímans
geti verið hlutlaus. Nú er svo
komið að flest smáríkin hafa
styrkja varnir landanna.
★
Frumskilyrði til þess að valda-
fíknir stjórnmálamenn geti und-
irbúið árásarfyrirætlanir hefur
jafnan verið að þeir geti þaggað
niður gagnrýni og hvers konar
óánægjuraddir þjóðar sinnar. Þá
fyrst þegar þjóðin er múlbundin
geta þeir beitt henni fyrir stríðs-
vagn hins algera árásarvígbúnað-
ar.
Þó ekki væri nema einræðis
kúgun Rússa ein, þá hlýtur
hún að vekja grun og ugg um
að ekki sé allt með felldu.
Hvers vegna mega þegnar
landsins ekki gagnrýna stjórn-
arstefnuna? Er það e.t.v.
vegna þess að hinn mikli víg-
búnaður hefur um langt ára-
bil skert kjör borgaranna? —
Það er nær að halda að svo
sé, því að hvemig hefðu Rúss-
ar ella átt að geta smíðað 20
þúsund þrýstiloftsflugvélar á
þremur árum, eins og ýtarleg-
ar upplýsingar hafa fengizt
um.
Það er lokamarkmið með
Atlantshafsbandalaginu að víg
búnaður þátttökuríkjanna
verði að lokum óþarfur, vegna
þess að allar þjóðir geti lifað
saman í sátt og samlyndi. Það
er örðugt að segja um hvenær
því marki verður náð. En svo
mikið er óhætt að fullyrða, að
þegar málfrelsi kemst á í nú-
verandi löndum kommúnism-
ans, frelsi til að gagnrýna og
kveða niður vígbúnaðarkapp-
hlaup valdhafanna, þá hefur
heimurinn færst nærri því
marki að friður ríki um ver-
öld alla.
flokk með góðum sveitagistihús-
um í Englandi eða 2. fl. B gisti-
húsum, ef dæmt væri á alþjóða
, mælikvarða. Þessir menn, sem
svo duglega tóku upp hanzkann
fyrir Borgina virtust báðir þekkja
. til gistihúsa erlendis og er það
i því furðulegra, að þeir skildu
I leyfa sér að skipa henni í sama
, flokk og hin beztu á Norðurlönd-
um og þótt víðar væri leitað. Það
er vitanlega hrein fjarstæða og
tel ég okkar bágbornu gistihúsa-
menningu lítinn greiða gerðan
með því að hlaða oflofi á þetta
eina gistihús höfuðborgarinnar,
sem samanburðarhæft er við
gistihús erlendis.
Á lágu stigi.
HITT má til sanns vegar færa,
að Hótel Borg myndi vafa-
laust teljast til fyrsta flokks gisti-
húsa ef við íslendingar ætlum að
taka þann kostinn, svo viturleg-
ur sem hann nú er, að ganga fram
hjá hinum alþjóðlega mælikvarða
á þessu sviði og halda okkur við
okkar eiginn, sem reyndar er eng-
inn til hjá okkur — á svo lágu
stigi stöndum við enn í þessum
efnum.
Ég var staddur inni á Hótel
Borg skömmu eftir að ég las um-
manni var neitað um alla þjón-
ustu, hann fékk hvorki matar-
bita eða drykkjarsopa. Það var
orðið of seint — klukkan var
nokkrar mínútur yfir 9 að kvöldi.
Var slík frammistaða afsakanleg
af fyrsta flokks veitingahúsi —
og það einmitt á þeim tíma árs-
ins, þegar hér er helzt von er-
lendra gesta?
0'
rædda hólpistla og varð sjónar-
og heyrnarvottur að því, að
Ömurleg reynsla.
G nú er hið langþráða vín-
veitingaleyfi komið til fram-
kvæmda, að vísu aðeins á einu
veitingahúsi enn sem komið er,
en vonir standa til að fleiri komi
á eftir innan skamms. Það er
ekkert álitamál að með þessu er
stigið spor fram á við í veitinga-
húsmenningu okkar eftir ömur-
lega reynslu af pelapukri og
hverskonar skrílsháttum, sem vín
bannið hefir haft í för með sér.
Væri hálf kaldhæðnislegt, ef
sú spá rættist, sem þegar hefir
heyrzt fleygt, nú eftir að Hótel
Borg hefir opnað vínveitingasölu
á ný, að hið geypiháa verð á vín-
um verði til þess, að haldið verði
upptekinni óvenju. — Hvernig
skyldi standa á því, að verð á
gosdrykkjum er þar óbreytt, nú
eftir að vínveitingar eru hafnar,
þó að vitað sé, að hið háa verð
á þeim var leyfilegt, aðeins í
skjóli vínbannsins. — P.“
Hreinlæti ábótavant.
HÚSMÓÐIR ein í Bústaðahverf-
inu kvartar yfir því, að hrein-
lætisreglum heilbrigðiseftirlitsins
sé ekki framfylgt sem skyldi í
mjólkurbúð þeirri sem hún skipt-
ir við. Engar hreinlætisreglur —
segir hún — eru prentaðar og
festar upp í þessari búð eins og
tíðkast í öðrum mjólkur- og
brauðbúðum og stúlkurnar, sem
eru við afgreiðslu hafa enga
kappa. Mjög þröngt er í búðinni
og má heita, að stúlkurnar verði
að troða sér meðfram opnum
mjólkurbrúsunum. Væri full
þörf á, að heilbrigðiseftirlitið
kæmi hér til skjalanna.
—□—□—
Aldrei pretta breið á blett,
beittu stéttar valdi,
mál til sóttu, svo hver nett
sinum rétti haldi.
(Úr Varabálki).
heldur innri máttur kristindóms-
ins, sem lifði lengst.
—□—□—
★★ MEÐ öðrum orðum: Ég trúi
því, að lausn allra vandamála
heimsins búi í okkur sjálfum —
í gildi okkar sem manna. Lausn-
arinnar er ekki að leita í stjórn-
málaflokkum — heldur í þróun
mannsins sjálfs; ekki í æ flóknari
tilveru, heldur í því að gera hana
auðveldari. Flokkar og hreyfing-
ar, lög og reglur hafa að sjálf-
sögðu mikla þýðingu, en þau eiga
aðeins að vera ytri svipmynd af
innri verðmætum okkar. En
margar lítt hugsaðar athafnir
mannanna eru spegilmynd hinn-
ar yfirdrifnu efnishyggju þeirra
tima er við lifum.
—□—□—
★ ★ VIÐ lifum í heimi, sem ein-
kennist af ringulreið. Við erum
sjónar- og heyrnarvottar að
hverri árangurslausri ráðstefn-
unni af annari og við finnum að
mannkynið býr ekki yfir þeim
þroska, sem nauðsynlegur er til
að leysa innbyrðis deilumál þess.
En ef við vopnum okkur með trú
og þolinmæði, mun framtíðin
blasa bjartari við okkur og við
munum komast að raun um að
innan þeirra takmarka er nátt-
úrulögmálin marka, eru menn-
irnir sjálfir sinnar gæfu smiðir.
Mannkynið átti ósk um tækni-
lega þjóðmenningu — þróunin
hófst og mannkynið fékk ósk
sína uppfyllta. Og ef við eigum
heiðarlega og sanngjarna ósk
um þjóðmenningu, sem byggir á
mannlegum verðmætum, mun
okkur einnig takast það. — Þá
munum við lifa það að máttur vís
inda okkar, iðnaðar og hernaðar
mun smám saman beinast að því
að þessi ósk okkar geti rætzt —
og verður þá okkur stoð í stað
þess að vera harðstjóri okkar.
—□—□—
★★ EN þetta má ekki vera ósk,
sem við aðeins látum í ljósi af
og til, þegar við finnum þörf hjá
okkur til þess. Hún verður að
skjóta rótum svo djúpt inni í okk-
ur, að hún hafi áhrif á allar gerð-
ir okkar. Hún verður að ná þeim
tökum á okkur, að maðurinn
sjálfur vinni að lokum sigur yfir
tækninni — að við ekki látum
þrælbinda okkur við efnisleg
gæði, sem við sjálf höfum skap-
að. Alltaf verðum við að vera
þess meðvitandi að það eru menn
irnir — þú og ég — sem er kjarni
allrar þjóðmenningar, sem ætlað
er að vara.
Brezkir togarar
á Grænlandsmið
FISHING NEWS skýrir frá því,
j að útgerðarmenn í Grimsby
neyðist nú til að senda togara
sína á Grænlandsmið, vegna
minnkandi afla við ísland. Segir
blaðið að Grænlandsmiðafiskur-
inn þyki ekki sérstaklega eftir-
sótt vara á fiskmarkaðinum
vegna þess hve hann sé gamall
orðinn er hann kemur á markað-
inn. — Tveir Grimsby-togarar
hafa verið við Grænland og sá
þriðji er nýlega farinn af stað.
Afómsföð byggð
í Svfþjóð
STOKKHÓLMUR 13. júlí. —
Fyrsta atómstöð Svíþjóðar var
opnuð í dag í húsakynnum vís-
indaakádémíisins í Stokkhólmi.
Er það raforkumálastofnun lands
ins sem gengizt hefur fyrir smíði
stöðvarinnar. Þessi atómstöð er
aðeins í tilraunaskyni. Með meiri
æfingu vænta Svíar þess að
smíða atómstöð sem er til gagns.
— NTB—TT,