Morgunblaðið - 14.07.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1954, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 14. júlí 1954 | — Samtal við Ismay | Framh. af bla. 1 i en ekki ef herkostnaður þeirra væri svo mikill að þær gætu ekki risið undir honum og ! efnahagsmái þcirra kæmust í 1 öngþveiti af því. Hafa verð- nr þctta tvennt í huga, annars vegar að æskilegt er að styrkja hervarnirnar sem mest, en hins vegar að efnahagsgeta ' þjóðanna í þessum efnum er mjög takmörkuð. í BANDALAGINU AF FÚSUM VILJA Framkvæmdastjórinn sagði að Atlantshafsbandalagið væri al- jíjóðasamtök þjóða, þar sem hver wteðlimsþjóð yrði að leggja nokk- •uð af mörkum, fórna nokkru til •að ná sameiginlegu marki. —‘En meðlimsþjóðirnar fórna •engu af sjálfsákvörðunarrétti sín- um. Þær gengu í bandalagið og starfa í því af frjálsum vilja. l>ær hafa falið yfirstjórn herja «inna alþjóðastofnun og hefur wtíkt að vísu sært stærilæti sumra, því að slíkt framsal her- stjórnar af fúsum vilja ,er ein- siætt á friðartímum. TÍSINDI OG TÆKNI GERA VEGALENGDIR AÐ ENGU Er Ismay var spurður, hver jiauðsyn væri á dvöl herliðs á ■íslandi, svaraði hann: o — Erlent herlið hefur bækistöðvar í fieiri löndum. Það er einföld og skýr ástæða fyrir því að staðsetning þess hefur reynzt óhjákvæmileg. Ástæðan er að ef styrjöld brýzt út, þá gerist það mjög skyndilega og að óvörum. Er þá nauðsynlegt að herlið sé á staðnum til varnar og til að ' búa í haginn fyrir aukiðhjálp- arlið. • Það er staðreynd, sem við skulum ekki gleyma að vísindi og tækni hafa gert vegalengdir að engu. Við lif- ’ um ekki á sömu tímum og 1 þeim þegar sóknarhraði var ákveðinn af gönguhraða fót- gönguliða, því að nú eru flug- vélarnar komnar til sögunnar, ' sem geysast áfram með 500 xnílna hraða á klst. eða meir. i MIKIL ÁHÆTTA • ísland hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Það er staðsett mitt á milli tveggja heimsálfna, Evrópu og Amer- íku, við lífæðina yfir Atlants- I hafið. Eg álít þess vegna, sagði ' Ismay lávarður, að íslending- ar tækju á sig stórkostlega á- hættu, ef ekkert varnarlið væri hér. KÚSSAR MÆTA Á FUNDUM — Álítið þér að stefna Rússa uíðustu mánuðina hafi breytzt í líiðsamlegra horf. — Þetta er spurning, sem Rúss- au- einir geta svarað, það er ekki éott fyrir mig að segja hvað þeir aetla sér fyrir. Þeir hafa að minnsta kosti breytt um aðferð- ir. Nú hafa þeir fengizt til að koma á fundi með fulltrúum "vestrænna rikja og ræða við þá Tim deiluefnin. En ennþá hefur hvergi orðið vart við raunveru- lega stefnubreytingu. Vestur- •vcldin munu jafnan vera fús að .ganga hálfa leið íil móts við Sovétríkin. Um þessar mundir stendur -yfir Genfar-ráðstefnan. San er eftir að sjá hvort Rússar •vilja samkomulag en það væri óskandi að svo væri. STÓRKOSTLEGUR ■VTGBÚNAÐUR RÚSSA Hann gat þess að Rússar hefðu lítið aukið herstyrk sinn að tölu. Ilins vegar hefðu þeir varið stór- kostlegu fé til að endurbæta her- i>m og búa hann nýtízku tækjum. Sarrt dæmi nefndi hann að fjöldi xússneskra herflugvela hefði síð- ustu ár haldizt nokkuð stöðugur ctg jafn kringum 20 þúsund. — IFyrir þremur árum hefðu að- jeins 3% flugvéla þeirra verið knúnar þrýstiloftshreyflum, en risaátak þeirra í vígbúnaði mætti sjá af því að nú væru nær allar þessar 20 þúsund herflugvélar knúnar þrýstiloftshreyflum bæði orustuflugvélar og sprengjuflug- vélar. Þá sagði hann að Rússar hefðu enn 175 herfylki landhers viðbú- in og hefðu komið upp á síðustu árum um 80 herfylkjum í lepp- ríkjum sínum. Móti þessu réðu Vesturveldin yfir um 90 herfylkj- um, sem væru reiðubúin með 30 daga fyrirvara. Þarna er að vísu mikill styrkleikamunur, en samt ekki eins mikill eins og áður en A-bandalagið var stofnað, þegar varnir Vestur-Evrópu voru sama og engar. EF FRIÐUR KEMST Á Að lokum mælti Ismay lávarð- ur á þessa leið: -— Fólk álítur að Atlantshafs- bandalagið sé eingöngu varnar- bandalag á hernaðarvísu. En það er mikilvægt að benda á það að í 2. grein stofnsamningsins er tekið fram að bandalagið leggi áherzlu á samstarf í félagsmál- um, menningar- og efnahagsmál- um. •k Ef sú bæn okkar skyldi ræt- ast að friðsamlegra verði í heiminum og við þurfum ekki að eyða eins miklu fé í víg- búnað, þá er ekki þar með sagt að hlutverki bandalagsins sé lokið, heldur munu þjóð- irnar þá starfa saman að mál- efnum friðarins og samstarfið mun einnig gera þau sterk í friði. Þannig munu Atlants- hafsþjóðirnar geta lifað sam- an eins og stór fjölskylda. — Þetta er þó aðeins byrjunin, því að lokatakmarkið hlýtur að vera að allar þjóðir heims geti lifað saman í ást og ein- drægni. - Rigningarnar Frh. af bls. 1. Austurríki kostað 33 mannslíf. Nær Þýzkalandslandamærunum hafði vatnið nokkuð sjatnað, en s.l. nótt rigndi mikið í Suður- Þýzkalandi og óttast menn að það kunni að hafa mjög alvar- legar afleiðingar. Engin af stærri vatnsstíflum í Bæjaralandi hefur enn gefið sig, en óvíst hvort þær þola svo mikinn vatnsþunga þeg- ar til lengdar lætur. Prag-útvarpið tilkynnti í dag, að gcysimikið tjón hefði orðið á uppskeru í landinu. Auk þess sem flóð er i Dóná hafa ýmsar smærri ár flætt yfir bakka sína með þeim afleiðingum að herlið hefur orðið að flytja íbúa fjölda þoii>a á brott. Frá Budapest ber- ast fregnir um að stórir bæjar- hlutar hafi verið yfirgefnir, þar sem ljóst þykir að flóðið nái þeim í nótt. Flóð eru í Austur-Þýzka landi og haía að minnsta kosti 12 manns látið lífið. Dr. Sigurði Helgasyni boðin staða við einn stærsfa verk- fræðiháskóla Bandarfklanna DR. SIGURÐUR Helgason fór í gærkvöldi með flugvél til Ameríka eftir að hafa dvalizt hér á landi í nokkrar vikur. Sigurður tók meistarapróf í stærðfræði í Kaupmannahöfn 1952, og þar hlaut hann einnig gullverðlaun háskólans fyrir stærðfræðilega ritgerð, eins og blaðið hefur áður getið. Síðan hefur hann verið í 2 ár við háskólann í Princeton í Bandaríkjunum, en sá skóli telur í starfs- liði sínu marga kunna stærðfræðinga. DOKTORSRITGERÐ SIGURÐAR Sigurður vann þar m. a. að doktorsritgerð ,sem heitir „Ban- ach algebras and almost periodic functions". Eru „Banach algebr- as“ kenndar við frægan pólskan lijólkin í mesti smitberi berklaveikinoar i VESTUR-ÞÝZKALANDI veiktust síðast liðið ár 41 þús. manns af berklum. Sama ár dóu 18 þúsundir af sjúkdómum. Orsök svo mikillar útbreiðslu berklanna er talin vera mjólkin. í Vestur- Þýzkalandi eru sárafá býli, sem búsmalinn er ekki meira eða minna smitaður af berklum, sérstaklega nautgripir. Veikin berst síðan með mjólkinni inn á heimilin og veikin breiðist út. I héraðinu Bayern kom í ljós við rannsókn að í öllu héraðinu voru aðeins 26 heilbrigðar kýr, og í Schleswig-Holstein aðeins 16. Ekki voru samt sem áður allar veiku skepnurnar smitbérar. í mörgum tilfellum eru aðeins hangandi sverð yfir bæði heim- einn eða tveir gripir á hverjum búgarði sem eru smitberar, en þeir eru samt sem áður eins og Slysið við Hiðfjarðará: Tveir mannanna i sjúkra- húsi á Hvammstanga O Bíliinn bilaði í braffri brekku og fór í ána SLYSIÐ við Miðfjarðará í fyrradag vildi til með þeim hætti, að bíllinn bilaði í brattri brekku, og fékk bílstjórinn ekkert að gert til að forða slysinu. — I gær voru tveir hinna þriggja manna, sem í bílnum voru, enn í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. HEMLARNIR I OLAGI Mennirnir í bílnum voru að fara í sumarfrí. Bílinn á Jón Tryggvason, kaupmaður að Búr- felli í Miðfirði. Piltarnir höfðu veitt því eftirtekt, að hemlar bílsins voru í ólagi. Ætluðu þeir þá að aka heim að Laugarbökk- um, en þar er bifreiðaverkstæði. Er þetta rétt hjá Miðfjarðarár- brúnni. BILNUM IIVOLFIR Þegar ekið er heim að Laugar- bökkum, verður að aka yfir all- bratta brekku, en í henni drap bíllinn á sér. Bíllinn, sem var að mestu hemlalaus, rann niður að brúnni og norður fyrir hana, en þar er bakkinn snarbrattur. Hvolfdi bílnum þar og kom hann á hjólin út í ána. Þar stóð hann að mestu í kafi í vatni, því að þakið á bílnum lagðist inn í velt- unni. Rétt hjá brúnni var af hend- ingu staddur á jeppabíl sínum, Ingólfur Guðnason, bifvélavirki, sem vinnur á verkstæði því, sem þeir félagar ætluðu að láta lag- færa bílinn. Sá Ingólfur er slysið varð og fór mönnunum þegar til hjálpar. Óð Ingólfur út í ána að bíln- um og kom fyrst að Jóni Har- aldssyni, Mávahlíð 22. — Lá hann að nokkru út úr bílnum og var efri hluti líkamans undir vatnsborðinu. Var Jón þá með öllu meðvitundarlaus. Félagar hans tveir, Leifur Jónsson, Skógargerði 4 og Halldór II. Þorgrímsson, Há- teigsvegi 17, voru inni í bíln- um og virtust hvorugur vera með fullri meðvitund. Ingólf- ur dró þá báða út úr bílnum og upp á árbakkann, þar sem þeim var borgið. Allir voru þeir meira og minna meiddir. í SJÚKRAHÚSINU I sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga gerði Hörður Þorleifsson cand. med., áðstoðarlæknir, að sárum þeirra. — Leifur Jónsson hafði gengið úr mjaðmarlið og gekk vel að koma í liðinn eftir að Leifur hafði verig svæfður. Jón Haraldsson hafði skorizt illa á höfði, hlotið skurð á enni og hnakka og fengið heilahristing. Þeir voru báðir enn í sjúkrahús- inu í gær og voru við góða líðan. Mun Leifur þurfa að liggja rúm- fastur í hálfan mánuð en Jón í nokkra daga. Félagi þeirra, Hall- dór, slapp lítið meiddur, en fékk taugaáfall. Það er skoðun manna, sem bezt þekkja til, að Ingólfur Guðnason, bifvélavirki, hafi sýnt frábært snarræði og dugnað, og bjargað mönnunum þrem frá drukknun. ilisfólki og öðrum búsmala. Mjólk þessara kúa, er ef til vill helit saman við aðra mjólk og smitar hana um leið. Mest hætta er vit- anlega búin þeim sem hirða grip- ina og svo börnum sem neyta mjólkurinnar. KOSTAR LANDIÐ OF FJAR Þessir nautgripaberklar hafa kostað Vestur-Þýzkaland of fjár á hverju ári, fyrir utan líf mörg þúsund manna. Á síðustu árum er talið að 275 milljónir marka hafi tapazt beinlínis vegna þess- arar sýki í nautgripunum. Mikil gremja hefur gert vart við sig meðal mjólkurneytenda, gagnvart því að stjórnarvöldin skuli ekki taka málið alvarlega fyrir og ráða á einhvern hátt bót á þessu. HORFIR TIL VANDRÆÐA Ýmiss konar ráðstafanir hafa verið gerðar, þótt ekki séu full- nægjandi, til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu berklanna. En óttinn við mjólkina er orðinn svo mikill, að fólk þorir varla að kaupa hana. Rétt fyrir utan Ham- borg er til dæmis stórt mjólkur- bú, sem framleiðir 20 þús. lítra á dag. Öll þessi mjólk er frá , heimilum þar sem nákvæm rann- sókn hefur farið fram á kúnum og þær eru ekki smitberar. Yfir- völdin bönnuðu þessari mjólkur- stöð samt sem áður að selja nokk- urn líter af mjólkinni vegna hræðslu við sýkina þar sem vitað var að hún kom frá heimilum, þar sem veikin var til í kúnum. Fjöldi annarra landa hefur átt í miklu stríði með að útrýma berklum í nautgripum, til dæmis Danmörk og Svíþjóð, og einnig Bandaríkin. Það tók Bandaríkin 25 ár að lækka tölu berklaveikra kúa úr 55% niður í 0,5%. stærðfræðing, sem er látinn fyrir nokkrum árum, en „almost peri- odic functions" heitir á ensku stærðfræðigrein, sem Harald Bohr í Kaupmannahöfn, bróðir eðlisfræðingsins Niels Bohr, var NEW YORK, 13. júlí. — Hin nýja ríkisstjórn Guatemala hef- ur sent Öryggisráðinu skeyti þar sem þess er óskað að kæra fyrr- verandi stjórnar vegna uppreisn- arinnar í Guatemala verði tekin út af málefnaskrá. Skýrir núver- andi herforingjastjórn frá því að komin sé kyrrð á í landinu. — Reuter. Dr. Sigurður Helgason. upphafsmaður að, en fjölmargir aðrir stærðfræðingar hafa aukið og umbætt. — Tengir Sigurður þessi tvö svið saman í ritgerð MUN VINNA AÐ SJALF- STÆÐUM RANNSÓKNUM Að loknu doktorsprófi fékk Sigurður tilboð um starf við Massachusetts Institute of Technology, sem er annar tveggja stærstu verkfræðihá- skóla Bandaríkjanna, en þar eru stundaðar margvíslegar háskóla- greinar auk venjulegrar verk- fræði. Kennir Sigurður þar hærri stærðfræði, en mun auk þess hafa rúman tíma til sjálfstæðra rann- sókna, og önnur skilyrði til a3> vinna að þeim eru að sjálfsögðu góð. Ekki mun enn fullráðið, a9 hann verði þarna nema eitt ár, og er vonandi, að ísland megi í framtíðinni njóta hæfileika hans, en Sigurður hefur þegar unnið sér mikinn frama í námi sínu og rannsóknum. Frelstsstyffan r a M ÞETTA nýja frímerki var gefic út af Bandaríkjastjórn 8. aprí s. 1. Er það af hinu fræga líknesk. Frelsisgyðjunnar við innsigling orðin „treystum Guði“ boga yfh höfði gyðjunnar. Frímerkið er prentað í rauð um, hvítum og bláum lit. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.