Morgunblaðið - 27.08.1954, Síða 1
41. árgangur.
194. tbl. — Föstudagur 27. ágúst 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
103 dæmdir til dauða
LONBON 26. ágúst. Moskva-
útvarpið tilkynnti að 193
gagnbyltingarmenn héíðu
verið dæmdir til dauð'a í
Shensi-fylkinu í Kína. Menn
þessir eru sakaðir um að hafa
ætlað að fremja landráð og
steypa stjóm Mao-Tse-tungs!
Þeir voru og sekir um að
breiða út falska orðróma.
— Reuíer-NTB.
EVANSTONE 27. ágúst. — For-
maður í altieimssamtökum
KFUM manna John S. Payton
lézt í dag af hjartaslagi. Hann
er skozkur maður og var 71 árs
að aldri. — Reuter-NTB.
Um leið og norsku Iistamennirnir stigu hér á land, hófust þeir handa við undirbúning norsku list-
sýningarinnar. Hafa þeir verið önnum kafnir við að koma sýningunni fyrir í húsakynnum Listasafns
ríkisins, en þar verður sýningin cpnuð á sunnudaginn kemur. Hér að ofan eru nokkrar myndir, teknar
í gær, er listamennirnir voru við vinnu sína. — Á efstu myndinni eru þeir myndhöggvararnir, Stin-
ius Frederiksen og Odd Hilt, þar sem þeir eru að ganga frá einni höggmyndlnni, en hún er eftir
myndhöggvarann Kjeld Rasmussen. Miðmyndin er af málaranum Sigurd Winge, þar sem hann er að
koma fyrir einni af svartlistarmyndum sínum. Á neðstu myndinni sjást þeir málararnir, Harald Dal
og Reidar Aulie, vera að velja stað fyrir eina af myndnm þess fyrrnefnda. — Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.
Noíska listsýningin seif upp
Stendur Evrópuherinn
eíla fellur hann?
Ti! tfðinda dregur í franska þinginu
^ Flakkadrættir og hótanir
Paris 26. águst. — Fra NTB-Reuter.
UTANRÍKiSRÁÐHERRA Belgíu Paal Henri Spaak gerði í dag
síðustu tilraunina til að hindra að franska þingið vísaði á bug
áætluninni um Evrópuherinn, en allt útlit er fyrir að sú tilraun
hans verði árangurslaus. Spaak sendi Mendez-France bréf og atriði
bréfsins voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í París í dag.
★ SAFNAÐ LIÐI I (íhaldsmaður), Raymond (hæg-
Sérfræðin.gum ber saman
um það, að áætlunin um
Evrópuherinn verði felld í
franska þinginu. Mikill áróð-
ur er hafður í frammi innan
þingveggjanna og utan. Með-
mælendur og mótmælendur
Evrópuhers reyna að vinna
þá sem "reikulir eru á mein-
ingunni, á sitt band.
★ 5 LÖND SAMMÁLA
Góðir vinir forsætisráð-
herrans hafa látið hafa eftir
sér að hinar nýju miðlunar-
tillögur Spaaks hafi ekki haft
nein áhrif í samkomulagsátt. j
Mikil leynd er um efni miðl-
unartillögu Spaaks, en sagt er
að öll löndin 5, er saman
standa um Evrópuherssáttmál
ann hafi samþykkt hana.
Umræðan ' um sáttmálann
hefst á laugardaginn. — Pinay
f&ra hægri maður), Rene Meyer
(radikali) og Bidault (kaþólski
flokkurinn), hafa myndað eins-
konar félag með sér til að reyna
að koma því til leiðar að sátt-
málinn verði samþykktur. Munu
þeir mæla með samþykkt sátt-
málans til reynslu — þannig að
hægt sé að segja honum upp eftir
vissan tíma og æskja breytinga.
★ HÓTANIR
Alþýðuflokksmenn eru skipt
ir hvað skoðun snertir. Flokks-
stjórnin hefur sent ákveðin boð
til þingmanna sinna um að
greiða atkvæði með samningn-
um, og er þeim ýmsu hótað, ef
þeir ekki gera svo. Er hótun þess
ari einkum þeint til þeirra 59
þingmanna — af 104 þingmönn-
um flokksins — sem tilkynnt
hafa að þeir séu mótfallnir
Evrópuher.
Viet-minh kommúnistum
hugnast illa að skyndi-
legri innrás Kínverja
Saigon 26. ágúst. Einkaskeyti frá NTB.
BARDAGAR hafa brotizt út á nokkrum stöðum á Rauðárslétt-
unni milli indó-kínverskra kommúnista og imirásarsveita kín-
verskra kommúnista, sem nú hafa sótt suður á bóginn í fyrstu
með samþykki Ho Chi Minhs, en nú er talið að vera þessara kín-
versku hersveita vekji upp mikla mótspyrnu landsmanna.
BARDAGAR SJÁST ÚR LOFTI
Flóttamenn frá svæðunum um-
hverfis Hanoi hafa borið fregnir
af þessari úlfúð milli innfæddra
sveita Viet-Minh manna og inn-
rásarsveita Kínverja. Fregnir'
þessar eru einnig staðfestar af
flugmönnum, er flogið hafa yfir
svæðið. Segja þeir að augljóst
sé að bardagar standi yfir við
borgirnar Phu Ly og Nam Dinh. j
Hafa þeir séð að liðssveitir hafa1
tekið sér stöðu og grafið skot-
grafir og lítil varnarvirki á þessu
svæði.
ÓHUGUR VEGNA ÍHLUTUNAR
KÍNVERJA
Það er talið að Ho Chi-minh
og stjórn kommúnísku uppreisn-
Viet-minh menn einkum að Kín-
verjar ætli að verða fyrri til að
taka höfuðbccgina Hanoi, þegar
Frakkar yfirgefa hana.
Friðsamleg nofkun
kjarnorku
© WASHINGTON, 26. ágúst —
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins lýsti því yfir í dag,
að Bandaríkin væru'nú að ræða
við bandamenn sína, um hvernig
nota mætti kjarnorkuna á friðar-
tímum.
# Talsmaðurinn sagði ennfrem-
ur að aldrei hefði borizt svar frá
armannanna séu mjög áhyggju- j Rússum við tillögum Eisenhow-
fullir yfir þessari skyndilegu ers forseta, um alþjóðanotkun
íhlutun Kínverja. Kínverskt lið, kjarnorku í þágu friðarins, en
mun hafa verið á Rauðárslétt- j þessi uppástunga var fyrst kunn-
unni áður, en eftir að vopnahlé gerð er hún var tekin fyrir á
var samið hafa margir kínversk-, þingi Sameinuðu þjóðanna í
ir herflokkar bætzt við. Óttast 1 fyrra. — Reuter-NTB. > ,