Morgunblaðið - 27.08.1954, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ 1
Föstudagur 27. ágúst 1954
— Mlnning Héltn-
iríðar Þorláksd.
Frh. af bls. 7.
í HÚSINU Bergstaðastræti 3
hér í bæ, er húsfreyjan, Hólm-
fríður Þorláksdóttir, áttræð í
dag. Hún hefir búið í þessu húsi
í hálfa öld með mönnum sínum,
Ásgrími Magnússyni, skólastjóra
og ísleifi Jónssyni, skólastjóra og
sjúkrasamlagsgjaldkera, en þeir
eru nú báðir látnir. Fyrri mann
sinn missti hún 1912 og hinn síð-
ari fyrir nokkrum árum.
í húsi frú Hólmfríðar hefur
V.erið unnið merkt brautryðj-
endastarf á sviði menningar og
félagsmála og tók hún þátt í því
afj lífi og sál með mönnum sín-
um. Það er engin tilviljun að
hún giftist ung kennara og
nokkrum árum eftir lát hans
öðrum kennara, og það er heldur
engin tilviljun að hún hélt einka-
skóla með mönnum sínum hátt
á þriðja tug ára. Því að hugur
hennar hefur frá blautu barns-
beini staðið til lærdóms og and-
legs þroska og hún heldur
dauðahaldi í þá trú á lífið, að
því betur sem menn viti því bet-
ur vilji þeir og vinni, eða ættu
a.m.k. að gera. Að hennar dómi
eiga þeir mikla skuld að gjalda
við lífið, sem eru svo lánsamir að
fá tækifæri til menntunar. Þeg-
ar hún var ung stúlka að Snart-
arstöðum í Núpasveit stóð hugur
hennar allur til mennta og henni
auðnaðist að afla sér góðrar
menntunar og fræðast um margt.
En það var henni eigi nóg, það
urðu fleiri, helzt allir, að njóta
hins góða hlutskiptis. Og þess
vegna var skólinn að Bergstaða-
stræti 3 stofnaður og haldinn. í
þá daga átti fátækt og fróðleiks-
þyrst æskufólk þess lítinn kost
§ð afla sér framhaldsmenntunar
og greip því feginshendi tæki-
færið er þau Ásgrímur og Hólm-
fríður stofnuðu skóla sinn, enda
vönduðu þau til kennslu og kenn-
araliðs. Úr skóla þeirra braut-
skráðust margir með þakklátum
huga til þeirra, sem fórnuðu
krÖftum sínum og fjármunum til
þess að fræða þá undir þaki sínu.
Mér er kunnugt um að frú Hólm-
fríður minnist samstarfsins við
báða eiginmenn sína að skóla-
málunum með einlægri gleði,
sem aldrei verður frá henni tek-
in. Margir nemendur úr þessum
skðla eru fyrir löngu orðnir
þióðkunnir menntamenn og á-
hrifamenn í þjóðfélaginu og
þeim er sumum fullljóst að Lýð-
skólinn að Bergstaðastræti 3
opnaði þeim leið til mennta, sem
án hans hefði verið lokuð á
þeirri tíð. Er ekki að efa að þeir
hugsi með hlýju og þakklæti til
frú Hólmfríðar Þorláksdóttur í
dag, og til látinna eiginmanna
hennar, sem báðir voru mætir og
merkir menn.
Auk brautryðjendastarfs í
skólamálum var brautin rudd í
húsi frú Hólmfríðar í mannúðar-
máli, sem einnig hefur nú verið
borið fram til sigurs eins og
skólamálin, og á ég þar við, að
Sjúkrasamlag Reykjavíkur starf-
aði þar lengi áður en ríkið tók
Sjúkratryg: ingar í sínar hendur.
Hólmfríður Þorláksdóttir er
minnisstæð kona, skarpleg og
skörp, ræðin og reynd. Hún er
trygglynd og hjálpsöm að eðlis-
fari og gerir aldrei neiít til hálfs.
Gestrisin er hún með afbrigðum
og hefur ekki aðeins boðið vini
sína velkomna í hús sitt heldur
og skotið skjólshúsi yfir þau mál-
efni, sem henni hafa, verið hjart-
fólgin. Þess mættu nú margir
minnast, sem hafa notið góðs áf
hennar hálfu. Ég er einn beirra
og margir með mér. Og ég þakka
henni fyrir samstarf að sameig-
inlegum áhugamálum, þakka
hverja stund í húsi hennar og
óhvikula vináttu frá því að fund-
um okkar bar fyrst saman. Og
síðast allra orða bið ég henni
blessunar í dag og alla daga.
Emil Björnsson.
Fræpr maður látinn
WASHINGTON 26. ágúst. —
Hinn frægi bandaríski orustu-
flugmaður kapteinn McCannel,
er skaut niður 16 MIG—15 vélar
í Kóreustríðinu beið bana í dag,
er hann var í tilraunaflugi með
nýja gerð af Sapre-þrýstilofts-
flugvélum. — Reuter.
un l!l ágéla fyrir
fátæka berkla-
sjúklinga
FÉLAGIÐ Berklavörn í Reykja-
vík heldur útiskemmtanir í Tívolí
næstkomandi laugardag og sunnu
dag ef veður leyfir. Til skemmt-
ananna verður mjög vel vandað
og koma fram fjölmargir lista-
menn m. a. Emilía Jónasdóttir,
Áróra Ilalldórsdóttir, Nína
Sveinsdóttir, Sigfús Halldórsson,
Gestur Þorgrímsson, Anný Ól-
afsdóttir, Svavar Benediktsson,
Baldur og Konni, Alfreð Clausen
og Ólafur Magnússon.
Dansað verður á upplýstum
palli bæði kvöldin og leikur
Tríó Jenna Jónssonar fyrir dans-
inum.
j Fyrirhugað er að hafa sér-
staka barnaskemmtun á sunnu-
dag. Öllum ágóða af skemmtun-
um þessum verður varið til
styrktar fátækum berklasjúk-
lingum og fjölskyldum þeirra.
Framh. af bls. 8
sambandsins, dr. Bauwens, dr.
Xandry, framkvæmdárstjóra
DFB, dr. Erbach, Geilenberg,
Gustav Schönfeldt og öðrum vin-
um mínum í Þýzkalandi, sem á-
.vallt eru reiðubúnir til þess að
styðja og efla þessa samvinnu á
sviði knattspyrnunnar. — Hefur
okkur ávallt verið tekið af mik-
illi vinsemd og höfðingsskap —
en gestrisni Þjóðverja er óvið-
jafnanleg. — Á þessum nærri
tuttugu árum hefur margt
breytzt í Þýzkalandi — en gest-
risni þeirra, trygglyndi og vin-
átta í okkar garð, er ávallt hin
sama.
— Naufgrfparækfin
Framh. af bls. 9
íslenzk kýr er nú skepna, sem
gefur tiltölulega mikið af sér,
og að miklu leyti er þessi breyt-
ing Búnaðarfélagi íslands að
þakka. Ávallt síðan 1925 hefir
það beitt sér fyrir kappsamlegri
viðleitni bændanna til þess að
efla mjólkurframleiðsluna og að
gera hverja kú sem nythæsta.
Þessi áróður hefir borið góðan
árangur, að því er mjólkurmagn-
ið varðar, en kynbæturnar
stefndu að því einu, að nythæðin
yrði sem mest, og nú er ekki
hikað við að viðurkenna það, að
bændur lögðu of litla áherzlu á
hitt að kúakynið yrði sem fegurst
sem bezt að sköpulagi og sem
hraustast. Nú má sjá hér afleið-
ingarnar. Hér eru kýr, sem til
þess eru gerðar að mjólka vel,
en hafa of veikbyggða beinagrind
og skrokk, til þess að þola þá
áreynslu, sem þetta hefir í för
með sér.
Framh. af bls. 9
lagðir, hægri fótur yfir þann
vinstri.
Þannig er það ekki margt
merkra muna, sem upp hefur
komið. Biskupar húmanista-ald-
arinnar hafa ekki talið nauðsyn-
legt að taka gullbauga og virð-
ingartákn með sér í gröfina.
★ GRÖF BRYNJÓLFS
BISKUPS EKKI ROFIN
AÐ SINNI
Hér hefur eingöngu verið um
að ræða uppgröft á leifum síð-
ustu þriggja alda. Hinsvegar
varð allt annað uppi strax og
tekið var til að grafa utan við
grunn dómkirkju Brynjólfs, í
grunni miðaldakirkjunnar. Þar
komu menn niður á hina merku
steinkistu Páls biskups, sem enn
býr yfir leyndum dómum með-
an hún hefur ekki verið opnuð.
Og að þessu sinni fæst ekki held-
ur vitneskja um það hvort bib-
líuþýðing Jóns biskups Arasonar
hvilir á brjósti Brynjólfs bisk-
ups Sveinssonar. Hann liggur
utan kirkjugrunnsins og verður
legstað hans ekki raskað að þessu
sinni. En þar er jarðvegur hvað
þurrastur í kirkjugarðinum og
mætti því vænta að þær leifar
hefðu geymst betur en þessar,
sem nú hafa verið upp grafnar.
Þ. Th.
— Minning
Framh. af bls. 7
af munni fram svO að segja.
Hann var fyndinn og gamansam-
ur og hnyttinn í svörum, hafði
gaman af öllu skoplegu. Mun og
stundum hafa komið fyrir að
undan sviði vísum hans og til-
svörum, og að hann væri grun-
aður um græsku. En oftast held
ég að gleðin og gamanið hafi orð-
ið ofan á, fljótlega komist sættir
á, og allt endað í spaugi og
hlátri.
Þorsteinn fékkst talsvert við
leililist, einkum á yngri árum
og hafði góða leikarahæfileika.
Hefði hann vafalaust getað kom-
ist langt í þeirri grein og orðið
leikari góður, ef hann hefði átt
þess kost að nema og stunda leik-
list. Hann stjórnaði oft leiksýn-
ingum bæði innan félaga og
skóla, er voru hin bezta skemmt-
un og þóttu takast vel.
Þorsteinn var mjög greiðvik-
inn maður og bóngóður og vin-
ur vina sinna, er hann tók á
annað borð tryggð við. Hann
var vel lagtækur og stundaði
oft á sumrum ýms iðnaðarstörf
svo sem húsamálningu og fleira
og var gott til hans að leita Og á
heimili sínu lagfærði hann, gerði
við og dyttaði að öllu sjálfur,
hjálpaði til við heimilisstörf og
barnagæzlu, ef svo bar undir, t.
d. í veikindum og var góður eig-
inmaður og mjög umhyggjusam-
ur faðir.
Ég vil að lokum þakka þér,
Þorsteinn, fyrir löng og góð
kynni og samstörf, þakka þér
fyrir margan greiða, hjálpsemi
og vinsemd við mig og móður
mína, þakka fyrir marga glaða
stund og smellna vísu og sam-
eiginlegar kvæðaglettur. Bið ég
guð að gleðja sál þína á hinu
nýja, óþekkta landi, sem þú nú
ert fluttur til. Ástvinum þínum,
sem nú syrgja góðan maka og
ástríkan föður og afa, votta ég
innilega samúð og bið þeim allr-
ar blessunar.
Margíét Jónsdóttir.
Átthagafélag Sandara I
■
■
. Lagt verður af stað í fyrirhugaða berjaferð á sunnu- ;
■
dagsmorgun n. k. kl. 9 frá Varðarhúsinu. i
m
Tilkynnið þátttöku yðar ekki síðar en fyrir kl. 10 í «
kvöld í símurn 7194, 5213 og 80932. ■
■
Fjölmennið. i
UU"
Stjórnin.
■ ■ ■■■ ■ ■ ■■■■■
■ ■'■■■'■■ ■ ■'m
Söngstjóri Jón Þórarinsson.
amsöngur
í Austurbæjarbíó mánudaginn 30. ágúst
klukkan 7,15
Einsöngvari: Kristinn Hallsson
Undirkikari: Carl Billich.
Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal.
Gömlu dansarnir
REIflflRÐINGAMá
í kvöld klukkan 9.
Hijómsveit Svavars Gests.
Dansstjóri Baldur Gunnarsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8.
Félagsgarður í Kjós
Bögglauppboð og dans
laugardaginn 28. ágúst. — Ferð frá Ferðaskrifstof-
unni klukkan 9.
Kvenfélag Kjósarhrepps.
Notið
KIWI
-skóáburð
KIWI
og gljáinn
á skónum verður
bjartari, og dýpri
Kíwiáburðurinn er
framleiddur úr úrvals
vaxefnum og ósvikn-
um Sútaralitum. Þetta
er megin orsök þess,
hversu djúpur og lang-
varandi Kiwigljáinn er
og enn fremur skýrir
þetta hin óvenjulegu
gæði Kiwi, þegar um
er að ræða að verja
skóna og viðhalda
þeim.Reynið eina Kiwi
dós í dag. Skórnir
munu verða snyrti-
legri og þeir munu
endast betur.
Gæðin ern á heimsmæli-
kvarða. — Fæst í 10 Iitum.
Aðalnmboðsmenn á íslandi: O. JOHNSON & KAABER hj.
Hafnarf jörður
Hafnarf jörður
|
Berjaferð |
... I
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði efna til berjaferðat n. k. ;3
sunnudag. — Allar nánari uppl. verða veittar í skrif-
stofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu. Sími 9228.
Þátttaka verður að tilkynnast í dag kl. 2—10.
Sjálfstæðisfélögin.
- AUGLYSING ER GULLS ÍGUDI -