Morgunblaðið - 21.09.1954, Side 4
MORGVISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. sept. 1954 j
Nælonfæri með
S
GðMSLðmEITUM
og fleygsökku.
\
Veiðarfæri þessi hafa reynzt ein merkasta nýjungin,
sem um áratugi hefur komið fram á sviði handfæraveiða.
Fást nú í flestum veiðarfæraverzlunum landsins.
Framleiðendur:
O. Nilssen & Sön A/S, Bergen.
Aðalumboð á íslandi:
O. Johnson & Kaaber h.f.
Aukið aflann
Aukið hagnaðinn
Fyrirliggjandi
Kjólatölur — Blússutölur — Tautölur
Heklugarn, hvítt — Fatakrít
Gardínutakkar — hvít teygja á spjöldum
Heildverzlun
Kr. Þorvaldsson Co.
Þingholtsstræti 11 — Sími 81400.
Perlon hdrnet
fyrirliggjandi.
HEILDVERZLUN
j^orvaldóóon CJ Cdo.
Þingholtsstræti 11 — Sími 81409
DOUGIAS^
:
1
S
*
jDagbóh
I dag er 264. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 1,13.
Síðdegisflæði kl. 13,59.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Apótek: Næturvörður er frá kl.
6 í Ingólfsapóteki, sími 1330. —
Ennfremur eru Apotek Austur-
bæjar og Holts Apótek opin dag-
lega til kl. 8, nema laugardaga
til kl. 4.
'□ MÍMIR 59549277 — Fjhst.
I.O.O.F. - Ob. 1P. - 136921814
-□
• Veðrið •
t gær var norðaustan átt um
allt land, rigning norðan- og aust-
anlands, en bjart sunnanlands og
vestan.
1 Reykjavík var hiti 8 stig kl.
15,00, 6 stig á Akureyri, 3 stig á
Galtarvita og 8 stig á Dalatanga.
Mestur hiti hér á landi í gær kl.
15,00 mældist 13 stig á Loftsölum
og minnstur 3 stig, á Galtarvita.
1 London var hiti 14 stig um
hádegi, 13 stig í Höfn, 15 stig í
París, 17 stig i Berlín, 8 stig í
Osló, 14 stig í Stokkhólmi, 10 stig
í Þórshöfn og 20 stig í New York.
D----------------------□
• Afmæli •
60 ára er í dag Hólmfríður Guð-
jónsdóttir frá Ármúla í Önundar-
firði, nú til heimilis að Nesi við
Seltjörn.
Fimmtugur verður í dag Arn-
björn Sigurgeirsson, kaupmaður á
Selfossi.
Myndin hér að ofan er af hinum
þekkta franska næturklúbba-
söngvara Bobby Damase og etnni
af stúlkunni úr franska bailett-
flokknum, en bau eru meðal ann-
ara góðra skemmtikrafta, sem
koma fram í KR-kabarettinum. f
dag verður aðeins ein sýning, en
annars tvær sýningar á kvöldi
alla þessa viku.
ÍBURÐARMEST
Lang íburðarmestu og þægilegustu farþegaflug-
vélar heimsins eru hinar risastóru DC—6 og DC—
6B, sem notaðar eru á öllum helztu flugleiðum,
hvar sem cr.
■rauaumuuiaaMaaM ■**■■■■«•>■.*«■■■ vr.«a.a.uuuuuiiiaiuMi«iuiJUUiaiua.«aj>
• Brúðkaup •
S. 1. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Garðari
Svavarsyni ungfrú Halldóra
Karlsdóttir og Þorsteinn Nikolajs-
son bifreiðaviðgerðarmaður. Heim-
ili þeirra er á Lindargötu 58.
S. 1. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Garðari
Svavarssyni ungfrú Ester Magn-
úsdóttir og Alexander Alexanders-
son skrifstofumaður. — Heimili
þeirra er að Skúlaskeiði 14, Hafn-
arfirði.
• Hjónaefni •
S. 1. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Helga Sigurðar-
dóttir, Litla Hvammi, Mýrdal, og
Erlendur Vilmundarson, Sandfelli,
Blesugróf, Reykjavík.
S. 1. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Erla Óskars-
dóttir verzlunarmær, Hamrahlíð 3,
og Friðrik Ásmundsson, skipverji
á m.s. Drangajökli og enn fremur
ungfrú Guðný óskarsdóttir,
Hamrahlíð 3, og Páll Sæmunds-
son, rafvirki.
• Flugferðir •
MILLILANDAFLUG:
Loftleiðir h.f.:
Edda, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykjavík-
ur kl. 19,30 í dag frá Hamborg,
Kaupmannahöfn, Osló og Stav-
angri. Flugvélin fer áleiðis til
New York kl. 21,30.
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykiavík-
ur kl. 11,00 á morgun frá New
York. Fiugvélin fer héðan kl.
12,30 áleiðis til Stavangurs, Osló-
ar, Kaupmannahafnar og Ham-
borgar.
Pan American:
Pan American flugvél er vænt-
anleg til Keflavikur frá Helsinki
um Stokkhólm og Osló í kvöld kl.
19,45 og heldur áfram til New
York eftir skamma viðdvöl.
I,
í blaðinu
I s. 1. laugardag var mishermt, að
Jóhanna Þorsteinsdóttir væri yfir-
ljósmóðir Fæðingardeildar Lands-
spítalans. Hún er þar deildarljós-
móðir.
Kvenfélag Hallgrímskirkju.
Gjöf frá Gnðrúnu og Carli Ry-
den 500,00; gjöf frá G. í. 100,00;
áheit frá J. S. 20,00. Þuríðarsjóð-
ur: Áheit frá L. T. 100,00; áheit
frá S. J. 20,00. — Móttekið með
þakklæti. — St. G.
Slysavarnadeildin
Hraunprýði
heldur fund í Sjálf slaóis«
húsinu næst komandi miðviku*
dag, 22. sept., kl. 8,30 e. li.
Fundarefni: Formaður segir frá
Noregsför sinni, kvikmynd,
kaffidrykkja. — Konur eru
heðnar að fjölmenna.
Haustfermingarbörn.
Haustfermingarbörn sér Jóna
Auðuns komi til viðtals í Dóm*
kirkjuna á fimmtudaginn kl. 6
e. h.
Haustfermingarbörn séra Ósks
ars J. Þorláksonar komi til við-
tals í Dómkirkjuna föstudag kl. 6
e. h.
Haustfermingarbörn í Laugar-
nessókn eru beðin að koma til við-
tals í Laugarneskirkju (austur-
dyr) fimmtudaginn næst komandi,
23. þ. m., kl. 6 e. h. Séra Garðar
Svavarsson.
Haustfermingarbörn í Háteigs-
prestakalli eru beðin að koma til
.viðtals í hátíðasal SjómannaskóL
ans föstudaginn 24. þ. m. kl. 6
síðdegis. Séra Jón Þorvarðarson.
Fermingarbörn í Langholts-
prestakali á næst komandi hausti
eru beðin að koma til viðtals í
Langholtsskólanum n. k. mánu-
dagskvöld, 27. sept., kl. 6 síðd. —-
Árelíus Níelsson.
I Fermingarbörn í Bústaðapresta-
kalli eru beðin að koma til viðtals
á Digranesvegi 6, Kópavogi, á
morgun, miðvikudag, kl. 6—7 síð-
degis. Séra Gunnar Árnason.
Farsóttir í Reykjavík
vikuna 5.—11. sept. 1954 sam-
kvæmt skýrslum 20 (20) starfandi
lækna. 1 svigum tölur frá næstu
viku á undan: Kverkabólga 20
(10), kvefsótt 108 (60), iðrakvef
16 ()8, mislingar 27 (35), hvot-
sótt 2 (0), kvefiungnabólga 5 (6),
rauðir hundar 6 (1), kikhósti X
(3), hlaupabóla 2 (5).
Skandinavisk Boldklub
fer í skemmtiferð í Þórsmprk
n. k. laugardag—sunnudag. Upp-
lýsingar hjá Avel Piihl (sími
3203).
• Utvarp •
19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms-
um löndum (plötur). 20,30 Erindi:
Síldveiðarnar í sumar (Davíð Ól-
afsson fiskimálastjóri). 21,00 Ut-
varp frá Dómkirkjunni: Samleik-
ur á celló og orgel. Mstislav Ro-
stropovitsj og Páll Isóifsson leika
tónverk eftir Bach, Hándel og
Schubert. 22,10 „Fresco", saga
eftir Ouida; IV. (Magnús Jónsson
prófesor). 22,25 Þýzk dans- og
dægurlög (plötur). 23,00 Dag-
skrárlok.
PRJONAGARN
100% ull,
í fallegum litum
fyrirliggjandi.
H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT
Sími 82790.
Öll starfsemi
tafl og Bridgeklúbbs
Rcykjavíkur verður í Breiðfirðingabúðinni þennan vetur.
Æfingar alla miðvikudaga eftir klukkan 8 og hefst starf-
semin miðvikudaginn 22. þ. m.
Skráning í tvímenningskeppni félagsins er sama kvöld.
Stjórnin.
RENNISMIÐUR
Vanur rennismiður óskast, sem gæti tekið
að sér verkstjórn í rennismiðju af meðalstærð
Tilboð, sem tilgreini starfstíma, leggist inn á afgr.
blaðsins fyrir 25. sept. merkt: ,,Rennismiður“ —576.