Morgunblaðið - 21.09.1954, Page 8
8
MÚRGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. sept. 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.gtj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
með bændaglímu 40 snanna
Á GOLFVELLINUM hér í
Reykjavík uppi á Öskjuhlíð leik- !
ur fjöldi fólks golf á hverju
sumri. Félagið er fjölmennt, um
240 félagar starfandi að meira
eða minna leiti. Þessi vinsæla
íþrótt á vinsældir sínar vafalaust
mikið að þakka því, hve lítið þarf
Aðild Breta ú vörnum Evrópu
FALL Evrópuhersins í franska falli Evrópuhersins. Þjóðir Vest-
þinginu var e. t. v. ekki annað ur-Evrópu sjá það að vísu, þeg-j
en það sem búast mátti við. Samt ar þær líta vandamálið rökrænt
verður ekki gengið framhjá þeirri að þátttaka Vestur-Þjóðverja í!
staðreynd, að utanríkisstefna samtökunum er nauðsynleg. Má j
allra hinna vestrænu ríkja var þar minna m. a á ummæli Hal-
byggð á því að Evrópuherinn vard Lange utanríkisráðherra j
kæmist á. Það hafði að vísu dreg- Norðmanna nýlega um það að
izt úr hömlu, menn sáu að sterk þátttaka Vestur-Þjóðverja sé ó-
mótspyrna var í franska þinginu. hjákvæmileg. En hinsvegar er
Þrátt fyrir það var stjórnarstefn- það e. t. v. engin furða, þegar
an miðuð við að þessum sameig- enn er svo skammt liðið frá lok-
inlegu varnarsamtökum yrði um síðustu styrjaldar, að menn
komið á. hafi enn nokkurn beyg af Þjóð-
Þegar franska þingið skar verjum og þannig hafa Frakkar
svo endanlega upp úr með at- nú látið tilfinningarnar ráða.
kvæðagreiðslunni, þýddi það
að eitt grundvallaratriðið í
stefnu Vesturveldanna var
skyndilega fallið í burtu. Þetta
er staðreynd, sem vert er að
'I
veita athygli. Utlitið í varnar-
málum Vestur-Evrópu er mjög
alvarlegt og nú er unnið hams-
laust að því að reyna að ná
samkomulagi milli hinna ýmsu
þjóða, sem þar eiga hlut að
máli.
★
Það má þegar sjá hve þýð-
ingarmikið þetta mál er af
daglegum fréttum um ferðir
hinna áhrifamestu stjórnmála-
Þegar umræður um varnar-
samtök Evrópu hófust, lögðu
Frakkar þegar frá upphafi
mikla áherzlu á það, að Bretar
ættu einnig aðild að þeim og
að brezkt herlið yrði staðsett
á meginlandinu. Ætlunin með
þessari beiðni Frakka var að
fá skapað nokkuð mótvægi
gegn áhrifum Þjóðverja. Bret-
ar hafa margsinnis hafnað því
álgerlega og borið því við að
virk þátttaka þeirra i vörnum
meginlandsins geti ekki sam-
rýmst skuldbindingum þeirra
gagnvart samveldislöndunum.
Þannig slær Axel Konráðsson
kúluna.
að hafa fyrir því að stunda hana.
Maður fer bara í strætisvagni
upp á Öskjuhlíð, sækir kylfupok-j
ann sinn í skálann, en þar hafa
flestir sína eigin skúffu fyrir dót-
ið sitt, og fer út á völlinn og:
byrjar að slá og elta boltann. |
Þetta er ekki eins kjánaleg íþrótt
og ætla mætti eftir því hvernig
hún kemur ókunnugum fyrir
sjónir. Það er ákaflega spennandi
að reyna að koma kúlunni ofan í
holu, sem er í talsverðri fjar-
lægð, með sem allra fæstum högg
um. Og það þarf bara þó nokkra
leikni til þess, í fyrsta lagi að
hitta kúluna, að ekki sé nú talað
um að hittta í holuna, þegar kúl-
an er komin nálægt henni. Það
getur vafist fyrir mörgum að slá
kúlu ofan í holu, sem er ekki
nema í 1 m fjarlægð!
Golffélag Reykjavíkur verður
tvitugt á þessu ári. Það hefur
dafnað vel á þessum 20 árum og
byggt ágætan skála yfir starf-
semi sína og gert sæmilega góðan
völl, sem þó er of lítill. Golf-
völlur af réttri stærð hefir 18
holur, en völlurinn hér í Reykja-
vík hefur ekki fleiri en 9 holur.
En nú stendur 'jafnval til að
félagið láti gera nýjan völl og
verður hann væntanlega með 19
holum.
S. 1. laugardag og sunnudag
fór fram á vellinum keppni, sem
nefnd er bændaglíma. Er það síð-
asta keppni ársins. Þá velur sér-
stök keppnisnefnd bæði liðin og
er raðað niður í liðin með tilliti
til þess að þau verði sem allra
jöfnust að styrkleika. Það er gert
til þess að keppnin verði sem
mest spennandi. Tveir fyrirliðar
eru skipaðir og nefnast þeir
bændur. Venjulega eru liðin
skírð, en svo var þó ekki í þetta
sinn. í fyrra hétu þau Fjörulall-
ar og Fiskifælur.
Bændur í þessa árs .glímu vöru
þeir Ólafur Ólafsson og Ingólfur
Iseliarn. Höfðu þeir hvor um sig
röskiega ■ 20 vinnumenn, V íem
þreyttu keppnina af miklum
þrótti og húsbóndahollustu. Ekki
þykir það neinn álitshnekkir í
þessari keppni að verða undir í
viðureigninni. En hér gildir það
sama og í annarri golfkeppni að
henni er aldrei frestað. Það er
sama þó það rigni eldi og brenni-
steini ekki fresta „golfistar“
keppni, enda iðulega að leik-
menn verða gegnblautir þegar
rignir mikið. Þó hefur það cinu
sinni komið fvrir að fresta varð
bændaglímu, en það var vegna
þess að það tók að snjóa, en þeg-
ar snjór er á jörðu er svo gott
sem ógerlegt að leika golf vegna
þess að boltarnir eru hvítir og
sjást þá illa eða ekki. En í þetta
En þegar Eden utanríkisráð-
uu andi óhripar:
manna. Eden utanríkisráð-
herra Breta fer í ferðalag til
allra helztu aðildarríkja _ _ _
Evrópuhers-samningsins til að herra Breta fór nýlega í ferð sína
reyna að finna nýja lausn á tn meginlands Evrópu vekur það
vandamálum Evrópu og DuIIes n°kkra athygli að hann gerði til- f
utanrikisráðherra Bandaríkj- löSur um nýtt fyrirkomulag varn
anna fer skyndiferð til Þýzka- armálanna þar sem Bretar verði
lands og Bretlands, þar sem aðilar að varnarsamtökum
hann ræðir einkum um það Evrópuþjóðanna. Er það tillaga
með hvaða móti Þjóðverjar hans að samningurinn um Brussel
geti tekið þátt í varnarsam- bandalag frá 1948 verði útvíkk-
tökunum. Nú þegar Evrópu- aður svo að hann geti tekið til
þingið kemur saman, er það fleiri landa. Þ- e- Þýzkalands og
einmitt varnarmál Evrópu, Italíu. |
sem er aðal dagskrárefnið. ■ Þessar tillögur bar Eden m. a.
Sérstök áherzla er lögð á það undir Mendés France á fundi
að nú verði að hraða þessu eins Þeirra í París. , I
og mögulegt er. Það sé ábyrgðar- Nú hefur Mendés-France gefið
hluti hve þetta þýðingarmikla svar sitt- Hann hefur lýst sig
mál, sem snertir velferð milljóna samþykkan Eden-tillögunum, en
manna hafi dregizt úr hömlu. leggur megináherzlu á það að
Bretar taki á sig ákveðnar skuld-
^ bindingar, sem hindri að áhrif
Austan járntjalds hafa Rússar Þjóðverja verði of mikil í sam-
vígbúið öll leppríki sín og sam- , tokunum.
einað herafla þeirra allra undir
sterkri rússneskri herstjórn. Að-
gerðir þessar hafa farið fram að
mestu þegjandi og hljóðalaust.
Flestir yfirforingjar tékkneska
og pólska hersins hafa að vísu
verið fjarlægðir í víðtækum
hreinsunum, en að öðru leyti
hafa leppþjóðirnar ekki haft
tækifæri til að vera á annarri
skoðun en valdhafarnir í Kreml.
Einn þáttur í þessum aðgerðum
er endurvígbúnaður Austur-
Þjóðverja. Það hefur ekki kost-
að neinar deilur, við t. d. Pól-
verja þótt 300 þúsund manna
þýzkur her hafi verið settur á
fót. Á þessum slóðum var ekk-
ert tækifæri til að mögla, hern-
aðarbandalag Austur-Evrópu er
þögul en óhugnanleg staðreynd.
Gagnvart þeirri staðreynd er
það alvarlegt mál að varnarað-
gerðir Vestur-Evrópu skuli enn
vera að miklu leyti í molum.
Ósamlyndi og þjóðernisrembing-
ur í viðkvæmum milliríkjamál-
um á sök á því.
Hann krefst þess m. a. að
Bretar auki herafla sinn á
meginlandinu og einnig flug-
her sinn. Síðan vill hann að
sameiginleg yfirstjórn varn-
arherjanna verði stofnuð und-'
ir valdsviði Atlantshafsbanda-
lagsins.
Fyrst og fremst var það ótti
Frakka við Þjóðverja, sem olli
Það er Ijóst að Mendés-
France mun ekki veita tillög-
um Edens stuðning, nema
gengið sé að þessu skilyrði og
það er einnig Ijóst að ekki
næst meirihluti í franska þing
inu fyrir neinum tillögum
nema með stuðningi forsætis-
ráðherrans.
Bretar eru því í miklum
vanda staddir. Eden mun ekki
hafa haft í huga svo ákveðinn
og virkan stúðning við varn-
arbandalag Evrópuþjóða sem
Mendés-France fer fram á. En'
nú hefur hinn franski forsætis'
ráðherra lagt þrautina fyrir
hann og mun þess nú beðið
með mikilli eftirvæntingu,
hvaða ákvarðanir brezka
stjórnin tekur í þessari viku.
Erfitt fyrir unga
listamenn.
TSKRIFAR:
„Mig langar til að koma til-
lögu á framfæri til Ríkisútvarps-
ins: Hér á landi er mikill fjöldi
ungra listamanna á ýmsum svið-
um, sem erfitt á með að koma
verkum sínum á framfæri. Til-
tölulega betri er aðstaða þeirra,
sem fást við að skrifa ljóð eða
sögur enda mikill fjöldi allskyns
tímarita gefinn út. Þeir, sem
hafa hallað sér að tónlistinni
eiga öllu erfiðara uppdráttar,
ekki sízt þeir, sem ekki eru komn
ir það langt, að þeir hafi getað
fengið verk sín gefin út á prenti
og komizt þannig í samband við
almenning.
Sérstakur
útvarpsþáttur.
MÉR finnst, að eitthvað þurfi
að gera til að auðvelda þess-
um ungu listamönnum að
koma verkum sínum fyrir al-
menningsdóm. Til þess eru auð-
vitað ýmsar aðferðir en sú, er
mér kom í hug, er þessi: Ríkis-
útvarpið hefji dagskrárþátt í
einskonar tímaritsformi, þar sem
að mestu leyti ungir listamenn
komi fram með verk sín, tón-
skáld, rithöfundar og ljóðskáld,
ásamt ungum söngvurum og
hlj óðf æraleikurum.
Með þessum þætti væri lista-
fólkinu auðveldað að láta alþjóð
heyra til sín og enginn vafi held
ég að leiki á því, að þessi þáttur
yrði vinsæll og mikið á hann
hlustað. Efninu mætti blanda
hæfilega saman þannig, að í
sama þætti kæmu fram Ijóðskáld
og rithöfundar, ásamt verkum
eftir tónskáld, söngvurum eða
hl j óðf æraleikurum.
Þeirra er framtíðin.
ÞÁTT þennan væri ekki ástæða
til að hafa oftar en þriggja
vikna eða mánaðarlega eða þá
alveg eftir því, hve mikið efni
bærist að. I
Með því að hafa slíkan þátt í
útvarpinu væri stigið spor í átt-
ina til að auðvelda ungum lista-
mönnum baráttuna við tregðu
útgefenda hér til að gefa út,
nema bækur eftir kunna innlenda
höfunda. Þessir ungu listamenn
eru þó alltaf þeir, sem í framtíð-
inni eiga að kokka hið andlega
fóður ofan í íslenzku þjóðina '
rp <<
!
Kaldlyndur september. 1
SEPTEMBER hefur verið held-
ur kaldlyndur það sem af
honum er. Fyrir norðan og vest-
an hefur hríðað niður í byggð og
umhverfið er orðið hið vetrar-
legasta. Hér syðra hefur gengið á i
kuldastormum undanfarna daga !
— það er auðséð, að sumarið er j
á förum, hversu treg, sem við er-
um jafnan á að viðurkenna þessa
síendurteknu staðreynd.
Reyndar er þetta með fyrsta '
móti, sem okkur finnst að köld
og válynd veður eigi nokkurn J
rétt á sér, jafnvel þótt okkar
kalda land sé annars vegar. —
September er oft einn yndisleg-
asti mánuður ársins með mild
tunglskinskvöld, bleik engi og
sölnuð tré. Ef til vill á hann eftir j
að skipta um skap, hver veit
nema síðasta vikan færi okkur
bjarta og sólríka daga — til að
bæta upp kuldana og storminn
að undanförnu?
★—•—★
Vor er indælt, ég það veit,
þá ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin. '
(Steingr. Thorsteinsson).
Ólafur (t. v.) og ísebarn.
(Ljósm.: H. Teits).
skipti fór svo, að þegar tveir
vinnumenn voru búnir að leika
tvær holur og missa fimm bolta,
að þeir gáfust upp. Og lái þeim
hver sem vill þegar tillit er tekið
til þess að hver bolti kostar 15—
18 krónur.
Ólafur bóndi og vinnumenn
hans urðu hlutskarpari að þessu
sinni. Si^ruðu þeir með 5 stiga
mun. Ekki er kunnugt hversu
margir boltar töpuðust í þessari
keppni, en vafalaust verður ekki
verri uppskera hjá strákunum,
sem alltaf eru að leita að boltum
í skurðum og kafgrasi, heldur en
eftir aðra leiki þarna á vellinum.
Strákarnir finna sem sé mikið af
boltum, sem þeir svo selja þeim
sem hafa vilja á 5 krónur stykk-
ið. Einu sinni reyndi einn golf-
leikari að venja hund til þess að
finna boltana, sem hann missti
sjónir á, en hundurinn vildi aug-
sýnilega ekkert við þetta eiga og
varð eigandinn að gefast upp við
að venja sinn hund.
En sem sagt, nú er allri golf-
keppni lokið á þessu ári, en
starfsemin mun hefjast aftur með
vorinu af meirl krafti en nokkru
sinni fyrr, því golfíþróttin er allt
^f að sækja sig, sem von er með
svona góða og skemmtilega
íþrótt.
Frá Bridgefélagi
kvenna
BRIDGEFÉLAG kvenna hélt ný-
lega aðalfund. Stjórn félagsins
var endurkosin, en hana skipa:
Rósa ívars, formaður; Lovísa
Þórðarson, gjaldkeri; Laufey Þor
geirsdóttir, ritari; til vara Guð-
ríður Guðmundsdóttir og Vigdís
Guðjónsdóttir.
Vetrarstarfsemin hefst með
tvímenningskeppni næstkomandi
föstudag í Skátaheimilinu.
Monty heimsækir Tito
BELGRAD — Montgomery hers-
höfðingi fór fyrir helgi til Belg-
rad é fund Titos einræðisherra.
Álitið er að för hans standi í
sambandi við tilraunir þær sem
gerðar eru nú til þesaað fá Júgó-
slavíu inn í Atlantshafsbanda-
lagið. — Reuter. j