Morgunblaðið - 08.10.1954, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 8. okt. 1954 J
N I C O L E
Skaldsaga eítir Katherine Gasin
Framhaldssagan 61
,,Nicole“. — Það var einhver
hænartónn og jafnframt ásökun-
artónn í rödd hans. — „Þú elsk-
ar ékki þennan David, er það?
ílg þekki þig. Ég veit hvernig þú
vildir hafa karlmennina. Það,
sem þú leitaðir að, fannstu í fari
Jjloyds Fentons. Það hefur þú
hins vegar ekki fundið í fari
Ðavids Lanfords."
Hún svaraði engu; hún gat
engu svarað.
„Ég sé eftir því að hafa komið
hingað" muldraði hann. „Ég hef
komið þér úr jafnvægi."
Danslagið var á enda og' hljóm-
sveitin tók sér stutt hlé. „Gerry“,
isagði Nicole, „hefur þú nokkurn
tíma óskað þess að þú gætir fært
klukkuna aftur á bak og lifað
vpp aftur liðinn tíma?“
Hann leit á hana með forvitnis-
svip. „Já, oft.“
„Hve langt aftur mundir þú
íæra hana?“
„Fjórtán ár. Ég mundi vilja fá
að endurlifa lífi mínu frá þeim
■degi að við Bren tókum heljar-
Blökkið mikla á hestunum norður
á írlandi. En hvað mundir þú
vilja fara langt aftur í tímann? “
„Ekki langt .... nokkra mán-
-uði. Það mundi verða afdrifaríkt
iyrir mig, ef ég gæti það. Ég
mundi sjá hvað í lífinu hefði
eitthvert gildi og hvað ékki. Þá
xnundi ég vita, hvernig ég hefði
átt að halda í hamingjuna á með-
an hún lék við mig.“
„Hver var að tala um ham-
5ngju?“
Nicole leit við. Elanor Bentley,
konan sem skrifaði samkvæmis-
dálkana er flestir lásu, var þar
komin.
„Ég þykist viss um, kæra ung-
frú, að þér eruð hamingjusamasta
stúlka í heimi.“ Hún pataði með
hendinni til áherzlu orða sinna.
„Lynmara er svo fallegijr og
yndislegur staður. Þér eruð ó-
endantega hamingjusöm stúlka".
„Haldið þér það?“ Nicole tal-
aði lágum rómi, og Gerry hélt
að hún myndi fara að gráta.
„En hvað þér eruð í fallegum
kjól“, hélt Elanor áfram. „Sléttur
er hann og einfaldur .. en yður
fer allt slíkt svo vel“, og hún
raupaði dálítið um tízkuna. „Ég
íór til Parísar á dögunum", hélt
hún síðan áfram. Hún andvarp-
aði ánægjulega: „Ég elska París.
En þó held ég að glaðværðin og
gleðin sé þar ekki eins mikil nú
og í gamla daga, en hvað finnst
yður?“
„Ég veit ekki, hvernig París
var í gamla daga“, svaraði Nicole.
„Ó“, sagði Elanor afsakandi.
„En hvað finnst þér, Gerald?“
Gerry brosti letilega. „Mér
líkar alltaf jafnvel við París.“
Elanor gaut tíl hans augunum.
„Já, já, auðvitað. Það gat ég nú
.sagt mér sjálfSíðan sneri hún
eér að Nicole. „Ég hitti vin yðar
í París, er ég var þar. Ameríku-
manninn. Hann sagði mér, að
hann hefði sagt Upp starfi sínu
hér við sjúkrahúsið. Ég veit eigin
lega ekki hvers vegna? Ég held
að hann sé mjög góður læknir og
rnjög vel metinn. En hvað um
það, hann virtist skemmta sér vel
í París. Hann er ákaflega aðlað-
andi maður. Ég veitti honum
aldrei neina sérstaka athygli áð-
ur fyrr. En mér féll ákaflega vel
við hann, er við tókum tal sam-
an.“
„Hvað ætlar hann að verða
lengi í París?“ Nicole hálf hvísl-
aði.
Spurningin kom dálítið flatt
ujíp á Elanor. „Ég held að ég hafi
nú ekki spurt hann að því.“ Og
hún brosti dálítið íbyggin. „Ég
hef það á tilfinningunni, að dvöl
hans sé dálítið óákveðin. Hann
var með yngstu Bourdonney
stúlkunni. Lucille er sérstaklega
fögur stúlka. Og hve dásamlega
hún klæðir sig. Þau voru saman
að snæða hádegisverð, er við hitt-
um þau. Kjóllinn hennar Lucille
var guðdómlegur. Ég held því
alltaf fram að engar kunni að
klæða sig eins vel og franskar
stúlkur. Eruð þér ekki á sama
j máli? En svo að við snúum aftur
j að Lucille: Ég held að hún elski
I þennan Amerikumann. Að sjálf-
j sögðu sagði hún það ekki við
okkur, en þessar frönsku .. Þær
eru svo ástleitnar .. og Lucille
I er engin undantekning.“
„Er hún mjög fögur, Mrs. Bent-
ley?“ sagði Nicole og var eins og
í leiðslu.
„Fögur!“ endurtók Elanor.
„Hún er alveg dásamleg. Hún er
ákaflega vel vaxin og tíguleg,
gáfuð og hefur sérlega fágaða
framkomu.“
Nicole var algerlega miður sín.
Elanor varð hálf vandræðaleg,
veifaði vasaklút sínum og sagði:
„Jæja, ég held að ég slíti mig nú
frá ykkur og lofi ykkur að halda
áfram að dansa,“
Nicole sá hana hverfa inn í
mannþröngina. Svo snéri hún sér
að Gerry. „Dr. Fenton virðist
hafa fundið góða huggun, finnst
þér ekki?“ Hún hló kaldranaleg-
um hlátri og tár brutust fram í
augu hennar. „Komdu, Gerry, við
skulum dansa. Komdu, það er
verið að leika „Káta ekkjan". Þér
fannst það lag alltaf svo skemmti
legt, eða man ég ekki rétt?“
Hann tók í handlegg hennar.
„Gerðu þig ekki að fífli frammi
fyrir öllu fólkinu, Nicole“, sagði
hann ákveðinn. „Reyndu að vera
róleg, annars færðu alla til að
góna á þig eftir nokkrar mínútur.
Ég skal ná í eitthvað handa þér
að drekka.“
„Nei, farðu ekki. Það er allt í
lagi með mig. Ég haga mér bara
eins og illa upp alinn krakki."
„Elanor Bentley er ekki til að
taka mark á. Hún er....
Hún greip inn í fyrir honum.
„Vissir þú um þetta .... vissir
þú um þennan franska kven-
mann?“
„Reyndu að sjá þetta allt í
réttu ljósi. Ég þekki Lucille mjög
vel; ég hef þekkt hana í mörg ár.
Bourdonney-fjölskyldan er vel
metin — einhver sú bezta í Frakk
landi. En Fenton fór ekki til
Parísar til að njót næturlífsins
þar.“
„En hvers vegna sagðir þú mér
ekki, hvar hann var, þegar ég 1
spurði þig að því?“'
„Til hvers var það?“
Hún leit við. „Hérna kemur
Ralph Holden“, sagði hún kæru-
leysislega. „Ég var búin að lofa
honum þessum dansi.“
„Ég hef verið að leita að yður“
sagði hann og var nú kominn til
þeirra. Svitadropar voru á enni i
hans. „Það er mjög heitt hérna?“
Nicole sá þá að Roger gekk í
áttina til þeirra. Hún vonaði að
hann mundi ganga fram hjá
þeim, en hann nam staðar.
„Er hitinn að fara illa með þig,
Ralph?“ sagði hann brosandi. j
Ralph hló. „Ég er víst búinn
að drekka of mikið whisky, það
er það sem að er.“ Hann sneri sér
að Nicole. „Væri yður illa við ef
ég drægi mig í hlé?“ Hann leit
á Gerry. „Ef til vill mundi Ger-
ald vilja ....“ j
En það var Roger sem gekk
fram. Hann hneigði sig lítið eitt
og bauð henni arminn. „Ég hef
hlakkað til þessarar stundar í
allt kvöld. Má ég?“ Það var ein-
hver stríðnisglampi í augnaráði
hans. |
Hún tók arm hans og þau
gengu að dansgólfinu. Hann kom
varla við bak hennar er þau döns-
uðu og fingur hans snertu varla
hendi hennar þó heita ætti að þau
héldu hönd í hönd. Það var ekki
að sjá að hún væri verðandi
tengdadóttir hans — heldur öllu
frekar einhver bráðókunnug
Skjall-hvítur þvottur
úreynsluluust
Flik-Flak er sjálfvirkt þvottaefni
og þér þurfið hvorki að nudda né
þæfa, en þvotturinn verður samt
skínandi hvítur. Það er tryggt, að
Flik-Flak er laust við klór. Það
hlífir þvottinum, en hreinsar þó
ágætlega. Þess vegna er Flik-Flak
tilvalið til að þvo með viðkvæm-
an og fíngerðan vefnað.
Notagildi Flik-Flaks er ákaf-
lega mikið og er það því allra
þvottaefna ódýrast.
SJÁLFVIRKT
FLIK-
flak
FLIK-
FLAK
Jóhann handfasti
ENSK SAGA
34. í
VI. KAPITULI j
Uin blómaeyjuna Sikiley og hvernig eitt brauð varð til 1
þess að sezt var um mikilláta borg.
Eyjan Sikiley er í sannleika aldingarðurinn Eden að ytra
útliti, svo ríkulega er hún gædd víngörðum, aldingörðum
með eplum og plómum, kastaníhnetum og valhnotutrjám og
appelsínulundum, sem gefa frá sér svo sætan ilm á vorin,
að þá má finna hann nokkrar mílur til hafs.
j Hallirnar í Messína eru fagrar með marmaraskrauti og
gosbrunnum, gólf og loft eru þar prýdd dýrmætum litsteina-
myndum og dýrum steinum. Fagrir lækir renna þar um garð-
ana með þýðum nið. Ennfermur er eyjan umkringd fagur-
bláu hafi og yfir henni hvelfist heiður sólbjartur himin.
J Til allrar ógæfu voru íbúar Sikileyjar okkur óvinveittir
og það spillti vetrardvöl okkar í þessari jarðnesku paradís.
|Við kölluðum eyjarskeggja „gamma“. vegna þess hvað þeir
(sýndu okkur mikla fúlmennsku og ógestrisni. Til þess að
þið, lesendur mínir, skiljið þessa óvináttu fólksins, ætla ég
s að segja ykkur það, að Jóhanna drottning, systir Ríkarðar
j konungs, var ekkja hins látna konungs af Sikiley, og að
hinn nýi konungur, valdaræningi, Tankred að nafni, hafði
í látið kasta Jóhönnu drottningu í fangelsi og slegið eign sinni
á heimanmund hennar. Það var til að bjarga þessari hrjáðu
konu, ekki síður en til að hvíla her sinn, að konungur hafði
ákveðið að hafa vetrarsetu á Sikiley.
|
Unglingur
3
Pilt eða stúlku vantar okkur nú þegar
til innheimtu og sendiferða.
Hverfisgötu 42
IfetfWWWtfaaátov
>«11
rwmaaa
Gólfteppi
Tökum upp í dag gólfteppi
Fallegt úrval
j Verzlunin Vardan
■
: Laugaveg 60 — Sími 82031
■
I.HMHHmiminmm nwiMlimm 8JLM *» • »MÖI