Morgunblaðið - 31.10.1954, Qupperneq 16
Veðurúflii í dag:
A og NA-kaldi. — Hiti um
frostmark.
Reykiatfíisr&fél
er á l»to. I
Virðnleg minningarathöfn um
Einar Jónsson myndhöggvara
AÐ TILHLUTUN ríkisstjórnar íslands fór í gær fram minningar-
athöfn um próf. Einar Jónsson myndhöggvara. Hófst hún í
Dómkirkjunni kl. 2 e. h. Var kirkjan troðfull út úr dyrum.
Dr. Páll ísólfsson lék forspil,
fantasíu í C-moll eftir Bach. Þá
söng dómkirkjukórinn sálminn
„Vakna, Zions verði kalla“. Næst
söng kórinn „Vertu guð faðir,
faðir minn“. Þá flutti Asmundur
Guðmundsson biskup, minningar-
ræðu um Einar Jónsson. Kvað
bann listamanninn hafa verið eitt
mesta skáld þjóðar sinnar. En
hann hefði ekki orkt rímað mál,
heldur mótað ljóð sín í stein.
Verk Einars Jónssonar myndu
um allar aldir halda uppi minn-
ingu hans meðal íslenzku þjóðar-
innar.
Þá lék Björn Ólafsson fiðlu-
leikari, „Maríubæn", lag dr. Páls
Isólfssonar við ljóð Davíðs fré
Fagraskógi, en Páll ísólfsson lék
„Pílagrímskórinn“ eftir Wagner.
Þá var sunginn sálmurinn „Lofið
vorn drottinn“ og loks þjóðsöng-
urinn. Að síðustu var leikið
sorgargöngulag eftir Handel.
VIRÐULEG ATHÖFN
Minningarathöfnin fór í öllu
hið virðulegasta fram. Meðal við-
staddra voru forsetahjónin, flest-
ir ráðherrar með konum sínum,
sendiherrar erlendra ríkja, for-
setar Alþingis og margir alþingis-
menn.
isl. flugflotanum bætist
ný Skymaster-flugvél
Kaupves&ið er 5—6 miíljénir króna
EINS OG skýrt var frá í fréttum á dögunum fékk Flugfélag ís-
lands heimild ríkisstjórnarinnar til að festa kaup á nýrri
Skymasterflugvél erlendis. í fyrradag undirritaði Örn Ó. Johnson,
framkvæmdastjóri, kaupsamning í Kaupmannahöfn við Fred Olsen
útgerðarmann í Noregi. Kaupverð vélarinnar mun vera 5—6 millj.
króna. —
★ 60 FARÞEGA
Þessi flugvél er Flugfélagið nú
hefur keypt, hefur eingöngu ver-
ið notuð til leiguflugferða. Flug-
vélin er af sömu gerð og Gull-
faxi, eða DC 4. Tún tekur 50
farþega.
Flugvélin er komin til K|iup-
mannahafnar og fer hún til skoð-
unar og smávægilegra breytinga
til SAS í Kastrup. Hingað mun
flugvélin koma í næsta mánuði.
Er ráðgert að hún muni eitthvað
notuð til leiguflugferða, en um
áramótin mun hún taka við af
Gullfaxa, sem sendur verður í
tveggja mánaða allsherjarskoðun
til Kaupmannahafnar.
9 FLUGVÉLAR —
272 FARÞEGAR
í s.l. viku fóru fjórir starfs-
menn Flugfélagsins, þeir Jóhann-
es Snorrason yfirflugstjóri, rBand
ur Tómasson yfirvélamaður, Jón
N. Pálsson flugvélaeftirlitsmaður
og Jóhann Gíslason loftskeyta-
maður til að skoða hina nýju flug
vél. Þeir eru aftur heim komnir
og fara lofsamlegum orðum um
þessa nýju flugvél, sem íslenzka
flugflotanum hefur bætzt. Flug-
vélaeign Flugfélags íslands er nú
9 flugvélar, 2 skymastervélar, 4
Douglasvélar, 2 Katalinaflugbát-
ar og 1 Grunmanflugbátur. Sam-
tals geta þær flutt 272 farþega
samtímis.
Maður skersl
MAÐUR nokkur stórskarst á
enni í gærdag, er hann rak höf-
uðið gegnum framrúðu á bíl, í
árekstri vestur á Sólvallagötu —
Bræðraborgarstígs-gatnamótum.
Var maðurinn, sem er gestkom-
andi hér í bænum, í sendiferðabíl
en hinn bíllinn var leigubíll. —
Maðurinn var fluttur í sjúkra-
hús. — Nokkuð stór flipi hafði
skorizt frá enninu og lá hann
frammi á vélahúsi bílsins eftir
áreksturinn. — Var flipinn tek-
inn með, er maðurinn var flutt-
ur til læknis. Saumaði hann
stykkið, þaðan sem það hafði
skorizt í þeirri von að takast
muni að græða það í sárið.
Þess skal getið að framrúða
sendiferðabílsins var ekki úr
öryggisgleri, svo sem vera ber.
Allsnarpur jarð-
skjálffakippur
KLUKKAN laust fyrir þrjú í gær
varð allsnarpur jarðskjálftakipp-
ur hér í Reykjavík. Kipour þessi
mun einnig hafa fundizt fyrir
austan Fjall og blaðinu er kunn-
ugt um að hans varð einnig vart
á Akranesi.
Kippur þessi og jarðhræringar
þær sem urðu í gær í Hveragerði
og hér, en þær voru mjög vægar,
eiga upptök sín, að því er Veð-
urstofan telur, um 5—10 km til
norðvesturs frá Hveragerði.
Stúdentaráðskosningar
ÚRSLITIN urðu kunn kl. 11 í
gærkvöldi. Þátttakan varð minni
nú en í fyrra, 623 greiddu atkv. |
af 835 á kjörskrá og féllu færri
atkvæði á alla lista.
A-listi, Alþýðuflokksmanna og'
Framsóknar fékk 119 atkv. og
2 fulltrúa kjörna.
B-listi Þjóðvarnar hlaut 80
atkv. og 1 fulltrúa.
C-Iisti kommúnista hlaut 125
atkv. og 2 fulltrúa.
D-Iisti vöku hlaut 283 atkv. og
4 fulltrúa.
í fyrra urðu úrslitin sem hér
segir:
Alþýðuflokksmenn og Fram-
sókn fengu 138 atkv. á tveimur
listum og 2 fulltrúa.
Þjóðvarnarmenn 86 atkv. og
1 íulltrúa.
Kommúnistar 130 og 2 fulltrúa.
Vaka 301 og 4 fulltrúa.
[jrellir veslur
í Rifshöfn
DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir,
mun strax og veður leyfir, verða
dregið vestur í Rifshöfn. — Þar
hefur framkvæmdum miðað svo
í sumar og haust, að Grettir fer
þangað til þess að dýpka rennuna,
sem skip og bátar eiga að sigla
eftir, upp að bryggjunni.
Þá eru tilbúin nokkur ljósdufl
til þess að merkja innsiglinguna
í þessa nýjustu höfn landsins.
Við aðaldyr Landsbankans.
að klukkan slái þrjú.
Skólabörnin bíða óþreyjufull eftir
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Um 1500 skólaböm dsm
uðnst bankabók í gærdag
Sparifjársöfnun skólabarna í framkvæmd
UM 1500 SKÓLABÖRN af þeim 6700, sem fengið höfðu ávísanir
á sparisjóðsbók, opnuðu í gær bankareikning sinn í sparisjóðs-
deildum banka og sparisjóða í Rvík. Flest börnin komu í Lands-
bankann og var þar þvílík þröng barna, að 20 bankastarfsmenn
unnu langt fram eftir kvöldi í gær við að skrásetja þessa nýju
viðskiptamenn sína. — Einnig komu mörg börn í Útvegsbankann,
Búnaðarbankann, Iðnaðarbankann og Sparisjóð Reykjavíkur og
nágrcnnis.
AFGREIÐSLUSALURINN
FULLUR
Börnin þyrptust í Landsbank-
ann. Um hálftíma áður voru þau
farin að hópast við dyr bank-
ans og lítilli stundu eftir að
opnað var, fylltist hinn stóri af-
greiðslusalur fyrir framan sþari-
sjóðsdeild bankans, en fjöldi
bankaritara vann við afgreiðslu-
störfin.
ÞRÖNG Á ÞINGI
Við öll borð var þröng skóla
barna, sem voru að útfylla
evðublcð. —.Sum þeirra voru
fljót að skrifa eins og æfðustu
verzlunarmenn, en önnur voru
kafrjóð og heit orðin, er þau
höfðu útfvllt eyðublað sitt. —
Það er stórt spor sem stigið
er, að eignast bankabók.
— ÉG KEYPTI ENGA
KARAMELLU
verður framvegis veitt viðtöku í
bönkunum og sparisjóðunum á
venjulegum afgreiðslutíma
þeirra. Þar verða einnig til sölu
sparimerki, en bráðlega mun al-
menningur geta féngið þar ókeyp
is sparimerkjabækur gegn því að
kaupa sparimerki fyrir 5 krónur.
24 ær flæða
STYKKISHÓLMI, 28. október. —
Maður hér í Stykkishólmi, Ásgeir
Jónsson, hefur í haust geymt í
svonefndum Akureyjum, 24 ær,
sem hann átti. Fyrir nokkru gerði
hér mikið óveður. Skömmu eftir
að því slotaði, fór Ásgeir út í
Akureyjar. Fann hann þá allar
ærnar með tölu dauðar í grjót-
urð í fjörunni. Geta menn sér
þess til að ærnar hafi hrakið
undan veðrinu niður i grjóturð-
ina í fjörunni. Þar hafi þær flætt.
Byijað að taka
olínna úr Hatliða '
SIGLUFIRÐI, 30. okt. — Vonif
standa til að togarinn Hafliði
muni nást á flot í dag. — í kvöld
var byrjað á því að létta skipið.
Til þessa hafa tilraunir til þesa
að draga Hafliða á flot mistekizt,
en er hann strandaði var háflóð.
í dag voru fengnir þrír snurpu-
nótabátar. Hefur olíu verið dælt
í þá úr geymum skipsins, en hér
í höfninni er svo dælt úr þeim
í olíugeyma Síldarverksmiðjanna.
-— Bátarnir geta borið allmikið
af olíu, enda er veður sæmilegt
og óhætt að hlaða þá vel.
Ekki er vitað hve mikið þarl
að létta togarann. En á flóði seint
í kvöld mun varðskipið Ægir gera
enn eina björgunartilraun. — Eí
hún heppnast ekki, verður að
sjálfsögðu haldið áfram að flytja
olíuna úr togaranum í land, una
tekizt hefur að létta hann eina
og með þarf.
★
Sjóréttur mun ekki taka mál
þetta fyrir til rannsóknar fym
en togarinn er kominn á flot.
Botn hans mun nú vera orðinn
mjög dældaður, þó ekki hafi
fregnir borizt fregnir um frekari
leka, en þann sem gerði vart við
sig í netalestinni í gær.
— Stefán.
Fyrsla lending
í myrkri
EGILSSTÖÐUM, 29. okt. — Flug-
vél frá Flugfélagi íslands lentl
hér í fyrsta skipti í myrkri á
upplýstum flugvellinum á Egils-
stöðum kl. 17 í gær. Flugstjórl
var Aðalbjörn Kristbjarnarson.
Fólk hér fylgdist með þess-
ari nýjung, er flugvélin flaug
hér yfir í myrkrinu áður en hún
tók völlinn. — A. B.
Engin sýki í
Breiðabólsstaða-
i
fénu
AÐ fyrirlagi sauðfjársjúkdóma-
nefndar hefur öllu fé að Breiða-
bólsstað á Fellsströnd, hátt á ann-
að hundrað fjár, verið slátrað f
varúðarskyni, vegna hins sýkta
hrúts frá Valþúfu. Ekki fannst ein
einasta sýkt kind í Breiðabóls-
staðarfénu.
Isfiskur fyrir 9,6 millj.
kr. til Þýzkalands í haust
tj
IMýtt söSumet Jóns forseta
Meðan börnin biðu eftir af-
grciðslu röbbuðu þau saman
um sparimerkjabækurnar sín-
ar, því sala merkjanna fer nú
almennt að hefjast. — Sum
sögðu frá því, að þau hefðu
haft svo og svo margar krónur
undir höndum. — Og veiztu
hvað. — Ég keypti merki fyrir
túkallinn en en-a karamellu,
sagði 10 ára hnáta, sem sat í
leðurbekknum í afgreiðslu-
salnum, við stöllu sína, er hjá
henni sat.
Við eina stoðina í banka-
húsinu stóðu nokkrir strákar
í hnapp. Einn beirra, rauð-
hærður. stríbærður, sagði: Ég
ætla að verða ilega ríkur.
eins og bessi gríski sem á öll
olíuskipin!
Þegar afgreiðslunni var lokað
kl. 5 höfðu 850 bækur verið af-
greiddar í Landsbankanum. — í
hinum bönkunum var ekki eins
mikið að gera enda komu þangað
ekki nema milli 100—250 börn. —
En sem kunnugt er af fregnum
um sparifjársöfnun þessa, er hún
ekki bundin viðskiptum við
Landsbankann frekar en hina
bankana og sparisjóðina.
SPARIMERKI SELD
Ávísununum á b^nkabækurnar
IGÆRMORGUN seldi togarinn
Jón forseti í Bremerhaven,
232 tonn af ísvörðum fiski fyrir
134,230 mörk. Er þetta hæsta afla-
salan í Þýzkalandi á þessu ári.
Var þetta þriðja söluferð Jóns
forseta til Þýzkalands og hefur
hann selt í þeim fyrir rúmlega
342,000 þýzk mörk.
NÚ OG í FYRRA
íslenzkir togarar hafa farið 26
söluferðir til Þýzkalands. — Alls
nemur fisksala þeirra þar 2.472,
000 mörk, en það jafngildir 9,657
millj. kr. Á sama tima í fyrra
höfðu togararnir farið 15 sölu-
ferðir og selt fyrir nær 5,9 millj.
kr.
Næstu landanir í Þýzkalandi
verða: Skúli Magnússon, á mánu-
daginn, Ingólfur Arnarson, þriðju
dag og Egill Skallagrímsson á
miðvikudaginn.
AKURFYRI
ABCD EFGHJ
ABCD EFGH
REYKJAVlK
12. leikar Akureyringa: 1
Bf8—d6 J
I