Morgunblaðið - 04.11.1954, Page 2

Morgunblaðið - 04.11.1954, Page 2
18 MORGUHBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. nóv. 1954 landaríkin iremur þjóiusainr en samstæð þjóðarheild „ÓRIR sat við ritstörf, er tíð- indamaður Mbl. hitti hann að máli. Þórir er þrítugur að aldri «g verður yngsti kennarinn við Iláskólann. Kona Þóris er Inger Schiöth, dóttir Aage Schiöth, lyf- sala á Siglufirði, og Guðrúnar konu hans, sem lézt 1938. Þórir er sonur hjónanna, Þorbjargar Baldursdóttur, vistkonu að Beykjalundi, og Þórðar Nikulás- sonar, vélstjóra, sem lézt árið Rætt við Þóri Þórðarson, dósent MíÐVIKUDAGINN 20. okt. kom hingað til lands frá Bandaríkjunum Þórir Þói’ðar- son, hinn nýbakaði dósent við guðfræðideild líáskóia fslands. Þórir hefur und- anfarin þrjú ár stundað sérnám við Chicago-háskóia í almennum Austurlandafræðum og guðfræði. því að koma heim til íslands eða einna helzt íslands 19. aldarinn- ar, og víða er íslenzkan þar töluð hreinni en gerist í Reykjavík f dag. ------9-------- Við þökkum Þóri rabbið, bjóð- um hann velkominn heim og óskum honum velgengi í starfi sínu. — G. St. 1942. — Þá ertu nú kominn á fornar slóðir aftur — — Já, það er gott að vera kom- inn heim aftur, en samt er eins og það taki nokkurn tíma að iinna sjálfan sig aftur og venj- ast umhverfinu. En ég er sér- staklega þakklátur fyrir þá starfs möguleika, er ég verð aðnjótandi hér við Háskólann og fyrir að fá þannig tækifæri til að helga mig iræðistörfum og kennslu á svo ungura aldri. BYRJUNARÖRÐUGLEIKAR — SÉRSTAKLEGA HÚSNÆÐI — Það eru að sjálfsögðu alltaf nokkrir byrjunarörðugleikar að glíma við -—• sérstaklega húsnæði, er virðist vandfengið. En það er nú líka tími til kominn að eitt- hvað bjáti á, hingað til hefur allt leikið í lyndi, segir Þórir bros- andi. Þórir hefur nú stundað nám undanfarin 10 ár í Svíþjóð, Dan- mörku, við Háskóla íslands og síðast í Bandaríkjunum. — ★ — * — Sýnist þér mikill munur vera á námstilhögun í Banda- xíkjunum og á Norðurlöndum? — Aðalmunurinn liggur í því •að þar vestra er gefið langtum víðara yfirlit yfir allt, er ritað liefur verið og unnið í faginu í lielztu menningarlöndum, en hins vegar má segja, að á Norðurlönd- um sé yfirferðin þrengri en ræki- legri. Kennslan fer svo að segja ■eingöngu fram í fyrirlestrum og mámsmönnum gert að skyldu að íara yfir mjög mikið lestrarefni «ftir ýmsa höfunda og vísinda- menn. Með slíku fyrirkomulagi xeynir auðvitað meira á náms- manninn sjálfan um hversu ræki- lega hann gerir efninu skil. Einn- jg má benda á það, að með viða- meiri efni, verður vandameira iyrir námsmanninn að vinsa úr þær skoðanir, er hann sjálfur vill tileinka sér um efnið. BÆÐI HIÐ LÉLEGASTA OG HIÐ BEZTA — Annars er raunverulega •ekki hægt að tala um háskóla- mám í Bandaríkjunum almennt. Skólar þar eru mjög misjafnir. IÞar sem háskólanám gerist bezt þar, er það ákaflega fullkomið og á mjög háu stigi og jafnvel meira svo en menn almennt telja hér heima, sem sagt þar er bæði þið lélegasta og bezta. Hins vegar er tungumálakunnátta banda- lískra stúdenta heldur lakari en gerist á Norðurlöndum, en meiri áherzla lögð á nýrri fög, þjóð- ■félagsfræði, sálarfræði, heimspeki og almenna bókmenntafræði. — Álítur þú að íslenzkir stúd- entar ættu að gera meira af því að leggja leið sína í vesturveg? — Því er erfitt að svara, en mjog er örðugt — ef ekki allt að því'ókleift — að stunda nám þar án þess að hafa styrk og hann m. þ. s. góðan, því að nám er þar mjdg dýrt. —• ★ —• — Hvernig féll ykkur hjónun- vm vistin þar vestra? — Ekki er því að neita, að ým- islegt, sem fyrir augun bar í þandarísku þjóðlífi, féll okkur illa í upphafi. Öll mótun þjóð- lífsins þar er svo gjörólík því, íem gerist á NorðUrlöndum. Stór .sótug borg eins og Chicago er líká fráhrindandi fyrst í stað. — En þegar fram liðu stundir féll okkur mjög vel. Það vill líka löngum verða svo, að hver maður velur sér vina- og starfshóp eftir ^ínú eigin hæfi, smekk og áhuga- málum og veitir þá minni athygli því, sem honum var í fyrstu síður geðfellt. BANDARÍKIN EKKI EITT LAND — HELDUR HEILT MEGINLAND — Þú segir að öll mótun þjóð- lífsins sé svo gjörólík-- — Já, aðalsjónarmiðið er þetta, að Bandaríkin eru raunverulega ekki eitt land í okkar skilningi, heldur heilt meginland og hinir ýmsu flokkar þjóðfélagsins, bæði þjóðabrot og starfsflokkar, hafa með sér sérkenni, sem eru svo ólík að allflestu leyti, að við frek- ari kynni kemur lanaið fremur fyrir sjónir sem þjóðasafn en sem ein samstæð þjóðarheild. Aftur á rxóti þegar litið er á eitthvert Evrópulandanna verður fyrir okkur land og þjóð, sem mótað er í ákveðna átt af langri sögu og fastri hefð í menningarmálum og þjóðháttum. Þessu er ekki til að dreifa í Bandaríkjunum. — ★ — — Þótti þér Bandaríkjamenn taka kynþáttavandamálið æski- legum tökum? — Allir þræðir, sem að því liggja eru svo flóknir, að lítil skil er hægt að gera því í stuttu máli. Víða í Suðurríkjum Bandaríkj- anna er afstaða til svertingja mótuð af aldagamalli hefð um lægri stöðu blökkumannsins í þjóðfélaginu, sjónarmið, sem Ev- rópumenn geta ekki fellt sig við, enda eiga þeir ekki við neitt sam- bærilegt vandamál að etja. STENDUR TIL BÓTA — Hins ber að geta, að nýlega hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðað að aðskilnaður svartra og hvítra barna í skólum sé ó- samkvæmur stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Þrátt fyrir rótgróna and stöðu sumra Suðurríkjamanna á þessari lausn, er því ekki að neita, að mörg gleðileg tákn hafa orðið, er benda til þess, að af- staða þeirra muni með tímanum breytast. — Eru aðstæðurnar nokkuð aðrar í Norðurríkjunum? — Öðru máli gegnir um stór- borgir Norðurríkjanna, þangað söfnuðust hundruð þúsunda af svertingjum árlega, einkum á stríðsárunum, vegna hinnar geisi- legu eftirspurnar eftir vinnuafli í iðjuverum stórborganna. Með þessu sköpuðust tröllaukin vanda mál, þegar fátækt fólk af svarta kynþættinum þyrptist saman í ófullnægjandi húsnæði og við kröpp kjör. GRÓÐRARSTÍUR GLÆPA OG HVERSKYNS ÓFAGNAÐAR — Þessi hverfi, þar sem fólkinu er hrúgað saman eins og flugum, verða gróðrarstíur glæpa og hverskyns ófagnaðar, og því er ekki að furða, að nokkurrar and- stöðu gæti af hálfu hvítra manna gegn þessum þjóðflutningum. Fremur en nokkur önnur borg Norðurríkjanna, er Chicago gott dæmi upp á þetta ástand, en unna verður Chicago-íbúum sannmælis í því, að þrátt fyrir óyfirstígan- lega örðugleika, hefur tekizt að ráða mikla bót á þessu vanda- máli, og heil fátækrahverfi hafa verið rifin niður og byggðar stór- byggingar til afnota fyrir þetta fólk. YNGRI KYNSLÓÐIN FRJÁLSLYNDARI — Er ekki talsverður munur á afstöðu eldri og yngri hvítra manna til kynþáttavandamálsins? —Jú, yngri kynslóðin er tví- mælalaust miklu frjálslyndari í þessum efnum, t. d. flestir há- Þórir Þórðarson. skólastúdentar setja svarta' og hvíta félaga sína alveg að jöfnu. Hins vegar fyrirfinnst það ennþá meðal eldri kynslóðarinnar að líta á svertingja sem óæðri mann- tegund. ÍSLENÐINGAR í CHICAGO — Er margt íslendinga í Chicago? — Já, og einkum mætti segja, að þar væri margt ágætra manna. Mætti þar fyrstan nefna Gissur Brynjólfsson prófessor í læknis- ftæði við læknadeild Loyola- háskólans í Chicago. Gissur er ættaður frá Hlöðutúni í Borgar- firði og er kvæntur konu af sænskum ættum. Þau hjón og tengdaforeldrar þeirra Axel og Svea Söderland hafa sýnt íslenzk um stúdentum frábæra hjálpsemi og fyrirgreiðslu og takmarka- lausa gestrisni. Einnig vorum við hjónin tíðir gestir hjá Guðnýju og Þráni Sigurðssyni, sem búsett cru í Evanston, þeim Ástu Agn-1 arsdóttur og bræðrunum Kjart- ani og Eiríki Vigfússonum. Og ekki lágu þá hinn mikli fram- kvæmdamaður Árni Helgason, ræðismaður íslendinga, og kona hans Kristín, á liði sínu við ís- lenzka stúdenta. — Margt annað fólk af íslenzk- um ættum býr í Chicago og hefur með sér félagsskap, er kallast Taflfélag íslendinga. Ekki er starfandi í Chicago neitt almennt íslendingafélag, þar sem margir er áður bjuggu þar hafa flutzt burtu. — ★ — — Var ykkur hjónunum ekki boðið á íslenzkt kirkjuþing í Winnipeg? — Okkur var boðið á 70. árs- þing íslenzk-lúterska kirkjufé- lagsins og stóð það yfir um mán- aðamótin júní og júlí. Gafst okk- ur þar kostur á að kynnast hinu þróttmikla og öfluga kirkjulífi og þjóðræknisstarfi með Vestur-ís- lendingum í Kanada og Banda- ríkjunum. Kynntumst við þar m. a. dr. Valdimar Eylands, sem er sóknarprestur Fyrstu Lút- hersku Kirkjunnar í Winnipeg og er forseti Þjóðræknisfélagsins. Á þingiilu var dr. Valdimar tendur- <. • i f : : - 3: j i I í i kjörinn forseti íslenzk-lútherska kirkjufélagsins. ÍSLENZKAN TÖLUÐ IIREINNI EN í REYKJAVÍK — Að kirkjuþinginu loknu fórum við í ferðalag til Manitoba- fylkis, nutum við þar gistivin- áttu séra Roberts Jack og konu hans að Árborg. — Við ókum með séra Robert Jack frá Winnipeg til Árborgar, og mér er það ógleymanlegt, er hann stöðvaði bílinn við benzín- stöðina á Gimli, vatt niður rúð- una og kallaði á íslenzku út um gluggann: „Láttu mig hafa ofur- lítið benzín, Óli minn!“ Einnig sóttum við heim séra Braga Friðriksson og konu hans Katrínu Eyjólfsdóttur að Lund- um, og fékk ég tækifæri til að prédika á íslenzku í kirkjunni þar. Við sátum þar fund Lundar- deildar Þjóðræknisfélagsins og hittum þar margt ágætra forvíg- ismanna íslenzkrar tungu og menningar, m. a. Ólaf Hallsson, formann Lundardeildarinnar og Skúla Sigfússon, fyrrverandi þingmann á þingi Manitoba, og marga aðra, sem of langt yrði að telja. Það var stórkostlegt að koma þarna norður eftir, það var líkast Höfðingleg gjöf !il Hainarfjarðarkirkju HINN 22. þ. m. komu systkinin Þorleifur Guðmundsson, verkstj. og Kristín Guðmundsdóttir til mín og færðu mér kr. 4.000.00 — fjögur þúsund krónur — acS gjöf í orgelsjóð Hafnarfjarðar- kirkju, frá þeim og systkinum þeirra Sigríði, Ólafíu, Hjördísi, Guðmundi og Ásgeiri og fóstur- bróður Marteini Marteinssyni. Gjöfina gáfu þau í minningu foreldra þeirra og fósturforeldra Guðmundar Ásgeirssonar og Kristínar Þorleifsdóttur, en þau voru mikil dugnaðar- og sæmd- arhjón, bjuggu lengi í Hafnar- firði og dóu þar. En þennan dag bar upp á níræðisafmæli Krist- ínar. Fyrir safnaðarins hönd, vil ég þakka þessa höfðinglegu gjöf, er í senn lýsir ræktarseíhi við minn- ingu góðra forelara og hlýjum hug til sóknarkirkju þeirra. Hafnarfirði, 28. okt. 1954. Garðar Þorsteinsson. Kirkjukórasöngmót á Austurlandi ÞAÐ þótti mikill og nýstárlegur viðburður, er það fréttist hér í fámenninu, að kirkjukórasöng- mót ætti að halda á Reyðarfirði 29. sept. s.l. Að vísu höfðu menn fylgst með því, að Eyþór Stefánsson, söngstjóri, hafði undanfarið ferð- ast á milli nokkurra kirkjukóra hér eystra, að tilhlutan söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, Sigurðar Birkis, — þjálfað þá og haldið með þeim hljómleika, hvern í sínu lagi, og tekist vel, — en hann lét ekki þar við sitja, held- ur stefndi hann kórunum saman til samsöngs á Reyðarfirði eins og áður er getið 29. sept. s.l. Þessi haustdagur var yndislega fagur, — og mannmargt þar þenn an dag á Reyðarfirði. Söngfólkið var rúmlega 70 manns. Þessir kórar tóku þátt í söng- mótinu: Kirkjtikór Búðasóknar, Fáskrúðsfirði, organisti Elinborg Gunnarsdóttir; Kirkjukór Eski- fjarðar, Eskifirði, organisti Guð- ríður Guðnadóttir; Kirkjukór Búðareyrarkirkju, Fáskrúðsfirði, organisti Bergþór Þorsteinsson. Söngstjóri söngmótsins var Ey- þór Stefánsson og stjórnaði hann öllum kórunum. Söngmótið hófst með almenn- um söng, og sungu allir viðstadd- ir sálminn ,,Ó, syng þínum drottni". Var það hrífandi stemn- ing. Þar næst flutti séra Ingi Jóns- son, prestur í Neskaupstað, stutta ágæta ræðu, — að henni lokinni sungu svo allir „Faðir andanna“. Þá gengu kórarnir á söng- pallinn hver á eftir öðrum og sungu sín þrjú lögin hver, og svo að síðustu allir sameiginlega fimm lög. Elinborg Gunnarsdótt- ir og Bergþór Þorsteinsson að- stoðuðu með orgelundirleik. Áður en síðasta lagið var sung- ið ávarpaði söngstjóri söngfólkið og áheyrendur. Fór hann lofsam- legum orðum um samstarfið við söngfólkið, áhuga þess og dugn- að, og þann góða árangur er náðst hefði á svo skömmum tíma, sem, — eins og hann komst að orði, væri söngfólkinu að þakka en ekki sér, hve vel hefði tekist. Þar næst las séra Ingi Jónsson upp 2 símskeyti er borizt höfðu, annað frá Sigurðu Birkis, söng- málastjóra, en hitt frá Kirkjukór Sauðárkróks. — Að því búnu var þessu söngmóti slitið með því að allir kórarnir sungu þjóð- sönginn. Á eftir 6auð svo Kirkjukór Búðareyrarkirkju söngfólkinu og fleirum til kaffidrykkju og voru þar framreiddar veitingar af mik illi rausn og höfðingsskap. —. Jón Kerúlf bauð gesti velkomna og flutti söngstjóranum þakkir söngfólksins. Einnig töluðu Bjarni Ólafsson, kennari frá Eskifirði og Páll Gunnarsson, Fáskrúðsfirði, en Eyþór Stefáns- son þakkaði og flutti um leið hvatningarorð til söngfólksins. Það má með sanni segja, að þetta söngmót hafi tekist með ágætum, og vel hafi verið unnið af öllum aðilum, og sannast hér vel að mikið er hægt að gera, ef viljinn er fyrir hendi, — og mætti segja mér, að í hugum hinna mörgu áheyrenda, muni þessi kvöldstund verða sem bjartur sólskinsblettur í minningunni, og vel sé þeim mönnum, er skilja slíkar minningar eftir sig í hug- um samborgara sinna. Hér sannast einnig hve giftu- drjúg sú ráðstöfun var fyrir kirkjusönginn í landinu, — er embætti söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar var stofnað, og Sig- urður Birkis ráðinn til þess starfa með sinn eldlega áhuga og kunn- áttu, þar af mætti fræðslumála- stjórnin læra, hvað viðvíkur söngkennslu í fjöldamörgum barnaskólum þessa lands. En það er önnur saga. — K. S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.