Morgunblaðið - 04.11.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. nóv. 1954
MORGUNBLAfílÐ
27
Er
r i**
ussolinis nú loks fundin?, Bré!;
í Sfrastdferlimar
wgnima a§ h'aðtEiRean á velivonf;
H V A R E R gröf Mússólínis niður komin?
Allt til þcssa heíur einungis fámennur hcpur manna haft
minnstu hugmynd um það. ítalska stjórnin hefur gert allt, s°m í
hennar vaidi stóð til þess að halda málinu leyndu, vegna þess,
að hún óskaði s’zt eftir því, rð einhvsr þjcðsaga skapaðist um
gröfina, eða ný-íasistar færu að l'ta á hana sem einhvern helgi-
stað. Hvað tftir annað háfa sögusagnir um gröfina skotið upp
kollinum, en jafnan hafa þær reypzt tóm vitleysa.
Nú hefur ítalska myndablaðið „Le ore“ komið fram með þá íuR-•
yrðingu, að það hafi komizt að því, hvar gröf „il duce“ sé. Hún
sé undir aitarinu í mínóríta-munka-kirkjunni í Mílanó.
m Forsaga málsins si þsssi: Ritstjórn blaðsins fekk dag nokkurn
nafnlaust bréf þess efnis, að ef hún hefði hug á að komast
að því hvar gröf Mússólínis væri, skyldi hún fyigjast með ferðum
Teodorani greifa, er hann færi til Míianó.
Greifinn, srm annars er búsettur í Róm, er kvæntur bróðurdótt-
ur Mússólínis. Þ;ir bræður voru afar kærir hvor öðrum, og þegar
Teodorani greifi kom í fjölskyiduna kynntist hann ,il duce“ mjög
vel. í dag er grtifinn mikill áhrifamaður innan hins nýstofnaða i
fasistaflokks, „Movimento Sociale Italiano", sem á fimm árum hefur |
tvöfaldað atkvæðamagn sitt, og er nú fjórði stærsti flokkur lands- |
ins. —
j
m Fyrsta daginn, sem blaðamsnnirnir fylgdust með ferðum
greifans, gerðist ekkert markvert, og þeir voru í þann veginn
að gefast upp. Næsta dag fóru þeir snemma á fætur og biðu fyrir
utan hótel greifans.
Um sjö-lsytið kom hann út, fékk sér leigubifreið og ók af stað.
Blaðamennirnir frá „Le ore“ veitti honum eftirför. Klukkutima
seinna höfðu þeir fundið gröf Mússólínis — ef upplýsingar Teodorani
greifa voru áreiðanlegar.
i
Engin vitneslcja liggur fyrir um hinn nafnlausa bréfritara, en
ýmsum getum hefur verið að því leitt. Að minnsta kosti hafa ný-
íasistarnir sýnt fullan áhuga á því að komast eftir hvar gröf þeirra
liðna foringja sé niður komin.
Án þess að bafa hugmynd um, að honum væri veitt eftirför fékk
Teodarni sér bifreið og ck til Corso Porta Nuova. Þar steig hann
út úr bifreíðinni og gekk inn í hina litlu kirkju Heilags Angelo.
Tveir blaðasnenn cg ijósmyndari eltu greifann inn í kirkjuna,
Greifinn túk sér sæti meðal kirkjugesta og kraup á bæn. Stundar-
korni seinna stóð hann á fætur, gekk upp að altarinu, þar sem
hann kraup að nýju og virtist niðursokkinn í bænargjörð.
Eftir guðsþjónustuna gáfu blaðamennirnir sig á tal við greixann, I
sem að lokum lýsti því yfir, að tilgáta þeirra væri rétfc. Einræðis-
herrann fyrrverandi lægi grafinn undir altarinu. Hann þyrði ekki
að segja, hvaðan hann hefði þær upplýsingar, en bersýnilega þótti
honum ekkert fyrir Jiví, að málinu hefði verið Ijóstrað upp.
Mússólíni var tekinn af lífi 28. apríl 1945 við Como-vatn. Sá atburð-
ur er til á sannsögulegri kvikmynd ítalskra blaðamanna, og úr
þessari kvikmynd eru þessar myndir. Stígvélaklæddi maðurinn
er Benító Mússólíni. Konan við hlið hans er Clara Petacci.
Snemma morguns voru þau sótt í fangaklefa sína. Honum var
stillt upp við vegg og vélbyssum beint að honum. Andartaki iður
en skotin riðu af sleit Clara Petacci sig af mönnunum, s:m stóðu
vörð um hana. Hún þaut til ástvinar síns og stóð við hlið hans í
dauðanum.
En lík Mússólínis hlaut ekki grafarró. Það var grafið upp hvað
eftir annað unz lögregla lýðveldisins hafði upp á því og lét jarð-
settja það í leyni.
Nú spyrja menn, hvort litla kirkjan í Mílanó verði „pílagrims-
staður" ný-fasistanna.
Blað Slglfitðmga kvartar
yfir ólesfri sínunnálanua
Tækin göraiil cg nýir sÍEsar ófáanlegir
ÞAÐ ER víðar en hér j Reykjavík, sem erfitt er að fá nýja síma.
Nýkominn ,,Siglfirðingur“ segir m. a. frá því að nú séu liðin
mörg ár þar í bæ, svo að einstaklingar hafi ekki fengið nýja síma
heim til sín og engin leið enn opin til þess. Þegar minnzt er á það
að fá nýjan síma er svarið jafnan það sama, að skiptiborðið sé
svo lítið, að það taki ekki fleiri síma.
TÆKIN GÖMUL OG LÉLEG
Nú er ekki nóg með það að
skipíiborðið sé of lítið, því að
það er einnig áberandi hve
skiptiborðið og önnur tæki
viðkomandi bæjarsímanum
em orðin léleg. Fólk hringir
oft Iengi til að ná í miðstöð og
fái fólk samband, bá er eins
og það gleymist að slíta sam-
band aftur.
MJÖG ÞREYTANDI
Blaðið segir að oft á tiðum sé
mjög þreytandi að fást við þetta
og gaeti verið mjög óheppilegt,
ef það þyrfti t. d. snögglega að
ná í lækni, eða ef tilkynna þyrfii
íkveikju.
Síðan sími var lagður í kaup-
staðinn, hafa farið fram stór-
felldar endurbætur á símanum
t.d. í Hafnarfirði, Akureyri, Vest-
mannaeyjum og Keflavík. Telja
Siglfirðingar sig ganga með skarð
an hlut frá borði, þeir séú alveg
settir hjá.
LÉLEGT LANDSÍMA-
SAMBAND
Einnig er kvartað yfir því
hve landsimasambandið sé lé-
legt. Telur Siglfirðingur liarla
einkennilegt, að ætlast til þess
að bær eins og Siglufjörður,
sem barf á mikilli símabjón-
ustu að halda t. d. yfir sUd-
veiðithnann, skuli aðeins hafa
eina llnu til Reykjavikur.
ÆTLA AR HEILSA UPP Á
YFIRSTJÓRNANDANN
Blaðið heimtar leiðréttingu á
bessu og secir að það verði að
fara að heilsa upp á póst og
símamálastjóra um það að láta
nú koma norður þau tæki, sem
fullnægi símþjónustu sem þarna
þarf að vera. Að lokum er tekið
fram til að fyrirbyggja allan mis-
skilning, að með þessu sé ekki
verið að ráðast að póst og síma-
málastióranum né öðru starfs-
fólki símans.
M
k
v
k
k
k II
k ORGUNKAFFINU
ORGUNBLAÐIÐ
MEÐ
ÞAÐ er ekki að undra þótt öll-
um almenningi sé tíðrætt um,
hvað því veldur. þegar íyrirtæki
sem ríkið rekur og ekki er nein
þörf á að séu starfrækt lengur af
því opinbera, skuli ekki vera lögð
niður.
Eftir upplýsingum sem dag-
blaðið Vísir, hinn 4. sept. s. 1.,
hefir fengið hjá Skipaútgerð
ríkisins, þá eiga Norðurlanda-
ferðir M.s. Heklu að hafa „gefið
góða raun“, eins og blaðið orðar
það, og ekki nóg með það, heldur
skilst manni eftir þessum upp-
lýsingum að Skipaútgerðin sé a3
leggja undir sig strandferðirnar
við strendur Noregs og Svíþjóð-
ar, minnsta kosti að einhverju
leyti og einnig að miklu leyti
farþegaflutninga frá Færeyjum
til Danmerkur, ekki má minna
gagn gera, en þeir geta trúað
1 sem vilja.
I En hvað skild.i hafa orðið mik-
, ið tap á hinum æfintýralegu
• Glasgow siglingum Skipaútgerð-
arinnar undanfarin sumur, hver
vill svara því? Ætli Norðurlanda-
ferðir Heklu séu ekki endur-
tekningar og áframhald, ef ekki
verður tekið í taumana.
Hér áðR.r fyrr og allt til stríðs-
loka voru strandferðirnar bráð-
nauðsynlegar, samgöngur á landi
fnjög litlar, vegirnir næstum ekki
annað en troðningar, fáar og
lélegar brýr á ám og vötnum og
allt eftir því. Þess vegna voru
samgöngur á sjó það eina, sem
til greina kom þá. En :nú getum
við sagt: „Nú er öldin önnur og
uppi betri tíð“. Nú eru góðir
vegir komnir um landið þvert og
endilangt, búið að brúa fjölda
fljóta og nú bruna bílar af öll-
um stærðum, með vörur og far-
þega um allt land. Flugvélar
þjóta yfir fjöll og firnindi, með
farþega og jafnvel vörur, og nú
sigla hin ný.iu glæsilegu skip
Eimskips og Sambandsins með
útlendan varning beint ‘ frá út-
löndum, næstum því inn á hverja
höfn í kring um allt iand.
1 Nú er því ekki um neina vöru-
dreifingu frá Reykjavík að ræða,
nema það, sem þar er framleitt.
Það geíur því auga leið, að lítið
er crðið að flytja fyrir strand-
fe. ðaskip Skipaútgerðarinnar.
Ég, sem þessar línur rita, lít
svo á að með áframhaidandi
samgöngum á landi og í lofti sé
hreint ekki þörf á nema einu
hraðskreiðu farþegaskipi til
strandsiglinga og myndi M.s.
Hekla án efa vera mjög heþpileg
til þeirra ferða. Hún er hrað-
skreið, íer hinginn í kringum
landið, í öllu.bærilegu veðri á
ca. 7 dögum, með viðkomu á flest
um höfnum. Hitt er fjárbruðl á
háu stigi, að ætla sér að halda
áfram að hafa tvö skip, Esju og
Heklu,"auk tveggja minni skipa
á stöðugu ferðalagi í kring um
landið þegar alltaf er að draga
úr vöru- og farþegaflutningum
hjá Skipaútgerðinni.
Á síðasta þingi báru tveir af
þingmönnum Sjálfstæðismanna
fram frumvarp, þess efnis að
Skipaútgerð ríkisips skyldi íeyst
upp og skipin fengin í '’hendur
Sambandinu og Eimskip. Ein-
hverra hluta vegna fékkst frum-
varp þetta ekki samþykkt þá.
En það verður að gera allt til
þess að frumvarp þetta gangi í
gegn á næsta bingi.
Mín tillaga er að M.s. Hekla
verði fengin í héndur Eimskip,
en tvö minni skipin afhent Sam-
bandinu, M.s. Esju og M.s. Þyril
ber að selja. M.s. Þyrill er þeg-
ar orðinn stór baggi á Skipaút-
gerðinni, eftir að olíufélögin tóku
dreifingu olíunnar í sínar hendur.
Þetta álít ég heppilegustu leið-
ina, til að losa okkur við þann
bagga sem við höfum ekki þörf
né efni á að bera lengur.
Ríkissjóð munar um minna en
10—15 milljón krónur á ári
hverju.
„Kunnugur á ströndinni“.