Morgunblaðið - 04.11.1954, Blaðsíða 10
26
MORGV NBLAÐlfí
Fimmtudagur 4. nóv. 1954
Kristmann Guðmundsson skrirar um
Andvökur Sfephans C
Andvökur II. binði.
Eftir Stephan G. Stephans-
son.
Þorkell Jóhannesson bjó til
prentunar.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
ÚTGÁFA Menningarsjóðs af
„Andvökum“ Stephans G. Step-
hanssonar er vönduð og falleg —
og hið ágætasta fyrirtseki. Verk
þessa stórskálds hafa um langt
skeið verið ófáanleg. En það
sæmir lítt íslendingum, sem eiga
ekki aðra landvörn en bókmennt-
ir, listir og vísindi, að bækur
ar.
Annað bindið af „Andvökum"
hefst á kvæðinu: ,,Hirðskáldið“,
sem er skemmtileg hugvekja, og
ádrepa, ber mörg af einkennum
Stephans, en hann er, sem kunn-
ugt er, sérstæður mjög.
„Hirðskálds nafn varð ýmsum
auðkeypt —
ennþá mun það til.
Reglan var að kunna að kveða
kónginum í vil
.— fyrir „kónginn", lagsi ljúfur!
lestu ,,fólkið“ nú —
hugsa það sem heyra vildi ’ann,
hafa sömu trú“.
Stirður er hann alloft og
strembinn, en ósjaldan tekur
skáldafákur hans þýðan sprett:
„Konungs sveit í svaðilförum
samfylgd hans var góð,
vel í ferð hann kæta kunni,
kveða í þreytta móð.
Bændum fannst sem geisli í
glugga
gisting kvæðamanns.
Heimasætum sjáleg þóttu
svörtu augun hans“.
Næst er kvæðaflokkurinn: „Á
ferð og flugi“, sem að mestu
fjallar um ógæfusama íslenzka
stúlku, Ragnheiði að nafni, og
hefst á þessu alkunna erindi:
„Til framandi landa ég bróður-
hug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein,
en ættjarðar-böndum mig grípur
hver grund,
sem grær kringum íslendings
bein“.
Flokkur þessi hefur bæði galla
og kosti Stephans og þó einkum
gallana: víða stirður, málaleng-
ingar talsverðar. En tilþrif eru
og tíð, og enda þótt saga Ragn-
heiðar, sem dreifð er um gamlar,
skemmtilegar ferðaminningar,
nái nauraast miklum tökum á
lesandanum, Jþá er fyrir margra
hluta sakir gaman að lesa flokk-
inn. Landneminn íslenzki í ann-
ari heimsálfu tekur vel eftir og
segir frá á sérstæðan hátt, þótt
tyrfinn sé textinn á stundum.
Auðfundið er að skáldið hefur
átt í tálsverðum brösum við mál
og rím, en það tekur ekki á sér
mútur, gefst aldrei upp, og hefur
alloft svo glæsilegan sigur, að
hjarta lesandans gleðst af nautn
tærrar listar. Til dæmis má taka
kvæði eins og: „Hrymur ekur
austan“:
„Þú, sem fyrir Ijóssins leiðir
lokum skýtur snæs og frosta,
sinujarðar sem að eyðir
sólskinsþrá og daggarþorsta.
Þú, sem heldur ill-sætt erfi
yls og skjóls á lögðum hyljum,
yfir hjarnsins kulda-hverfi
kyrjar jólasálm af byljum“.
Stephan var heimspekingur
allmikill og bera þess vott mörg
af kvæðum hans, t.d. „Ársreikn-
ingurinn" og hið fallega kvæði
,,Draupnir“; einnig „Sannleikur",
„Tíundir", „Deiglan", „Heljar-
hlið“ og fleiri. Frumlegur er
hann í því sem öðru, en kannski
Stephan G. Stephansson
ekki að sama skapi víðfeðma. —
Hann er fyrst og fremst skyn-
semistrúarmaður og hefur þjóð-
vit gott. (Þjóðvit vil ég kalla
„Common sense“ og það, sem
Norðmenn nefna „folkevett"). í
heimspeki sinni og ádeilu, — en
ádeilukvæði orkti hann mörg, —
minnir hann allmjög á forngríska
höfundinn Hesíódos, sem einnig
var bóndi — og þeir hvor á ann-
an! En öll hugsun Stephans ber
ljós merki uppruna hans úr góðri
íslenzkri bændamenningu, eins
og hún gerðist um aldamótin sið-
ustu og fyrir þann tíma. Að vísu
hefur æfidvöl hans meðal er-
lendra, og ekki sízt heimþráin,
skírt og dýpkað bugarheim hans,
gefið honum meiri yfirsýn og
víðtækari skilning en almennt
gerist meðal heimaalinna. Og
þótt hann yrði aldrei heimsborg-
ari á sama hátt og t.d. Einar
Benediktsson, gerðist hann í
bændastétt svo stórmerkilegt fyr-
irbæri, að ég myndi vilja kalla
hann heimsbónda!
í bindi þessu kennir margra
grasa og ekki eru það allt líf-
grös. En víða glitrar í gullið hjá
þessu furðulega skáldi, þótt hann
einatt kveði um hversdagsleg-
legustu hluti: veðrið, búskapinn,
nýjustu fréttir og árstíðirnar. —
Sumt hefði mátt missa sig, en
vandi þó að velja og hafna. Hér
er fjöldinn allur af kvæðum um
ýmsa menn, frá Tolstoj og Björn-
son, til nágrannanna á bæjunum
í kring. Og þótt lesandanum
blöskri stundum orðamergðin, þá
fvrirgefur hann skáldinu allt
vegna hinna snjöllu hendinga,
sem hvarvetna er að finna. Og
loks eru kvæði, sem maður les
tvisvar — og kemur síðar til að
lesa oft, — eins og t.d. hið glit-
fagra: „Svipir i skuggsjá hausts-
ins“. Þar er Stephan hvorki stirð-
ur né tyrfinn, en fer á kostum
snillingsins:
„Seztu í hornið hjá mér
hauststund þessa, góði!
en ég ætla að ljá þér
augun mín í ljóði.
Og ef augun duga,
út um þrönga skjáinn
oft má horfa úr huga
harma sína í bláinn.
Út í breiðablikið
blámóðurmar fljóttu.
Sé í viðsýn vikið
veru þinni, og njóttu!
Sjáðu í haustsins hljóði,
hvernig aftni miðar,
sem með litaljóði
laðar allt til friðar.
Gleymir flissi gjöllu
grósku ofsahlátur.
Bros er yfír 0‘llu,
eins og þerrður grátur.
FjallahTðin húmar,
hillir skörðin tinda.
Hvitaroði um rúmar
rekkjur þíðuvinda.
Sem á haugum hljóðum
hrókar gullsins bleika:
Trén að gulum glóðum
gylltra blaða leika.
Þegar í stráum stynja
stopulvinda hviður,
haust-fjölvingar hrynja
herðar þeirra niður.
Skyggir nótt. En nær gljá
njósnaraugu stjarna,
bjartast blika þær frá
bládimmustu þarna!
Ljós og Ijóðakliðinn
lúr og blundur slökkva. —
Eitt sinn út í friðinn
allir strengir hrökkva“.
Sumir myndu segja, að betur
hefði mátt vanda fyrri hluta
þessa síðasta erindis. En við nán-
ari athugun býst ég við, að fæstir
kysu að breyta því? Og svo er
um fleiri hjá Stephani: Við
. fyrstu kynning verður mörgum
lesanda að hnjóta um hnökra
• margan, en þegar kynningin er
1 orðin að vináttu, lærist manni að
meta ýmislegt í skáldskap hans,
sem áður töldust gallar.
Guðm. Salomon Jóitas-
son í Bolungarvsk
Landsvcitin
Vatnsból hafa þornað
í þurrkum
/
MYKJUNESI, 24. okt.: — Unnið
er nú að því að leggja síma upp
Landssveit, frá Skammbeinsstöð-
um í Holtum að Múla. Með þessu
verki er náð þeim áfanga að
tengja Landsveitina í eitt síma-
kerfi, en til þessa hefur sveitin
verið tengd við tvær símastöðv-
ar, hefur þetta valdið miklum
óþægindum og erfiðleikum þar
sem símasambandið hefur verið
slæmt. Nú verður úr þessu bætt,
því gert mun ráð fyrir því að
sveitin öll verði í símasambandi
við landssímastöðina að Meiri-
Tungu hér í Holtum. Meiri-
Tungustöðin er 2. fl stöð, en nú
er símakerfið að verða svo stórt
að ekki verður við það unað leng
ur að stöðin verði ekki breytt í
1. fl. stöð. Ráðgert er að leggja
síma að Akbraut í Holtum nú í
haust og eru því eftir tveir bæj-
ir í sveitinni er ekki hafa síma.
FERMINGARKYRTLAR
Kvenfélagið Einingin hér í
sveit samþykkti á fundi í haust
að koma upp fermingarkyrtlum í
vetur og taka þá í notkun við
fermingu í kirkjum sveitarinnar
í vor. Virðist sá siður ætla að
breiðast út og verða almennur
innan tíðar.
VATNSBÓL ÞORNA
í ÞURRKATÍÐ
í hinum þrálátu þurrkum og
kuldum í haust hefur borið á því
á nokkrum stöðum, að vatnsból
hafi þornað og hefur það að
sjálfsögðu valdið ýmsum erfið-
leikum. Að sjálfsögðu er vatns-
leiðsla á hverjum bæ, en í sumar
hafa nokkrir bændur endurbætt
vatnsleiðslurnar og sumir leitt
vatn um alllangan veg úr góðum
og öruggum vatnsbólum, er nú
farið að nota holræsaplóg, sem
jarðýta dregur og er þannig mjög
fljótlegt að koma rörunum í jörðu
og kostnaðurinn við verkið hverf-
andi lítill á móti því.að handgrafa
þau niður, eins og gert hefur ver-
ið til skamms tíma.
Veturinn heilsar heldur kulda-
lega, með frosti, en hreinviðri.
Her heíur ekki ennþá fallið snjór
svo heitið geti i haust.
— M. G.
Mínnmgarorð
í ÁGÚSTMÁNUÐI EÍðastliðnum
andaðist í Bolungarvík, merkis-
maðurinn Guðmundur Salómon,
en svo var hann jafnan nefnd-
ur. Hann var fæddur í Svansvík
í Reykjarfjarðarhreppi í ;iúlí
1884, sonur hjónanna Jónasar
bónda Jónssonar bónda þar og
konu hans Rannveigar Þórarins-
dóttur fyrrum bónda í Svansvík.
Ólst Guðm. upp :neð foreldrum
s;num og allfjölmennum systkina
hóp, en missti föður sinn og fór
1 vist til annarra ungur að árum.
Fór hann úr föðurgarði um
fermingaraldur og réðist til séra
Stefáns í Vatnsfirði, hins mikla
búhöldar og merkismanns. Vissu-
lega var holt og gagnlegt ungum
tápmiklum mönnum að vera að
störfum við jafn dugmikla bú-
sýslu og umfangsmikla, sem þar
var rekin, enda kunni séra Stefán
vel að meta táp og dugnað hjúa
sinna. Vandist hann því íljótt
gagnlegum störfum og hörðum
skóla lifsins til gagnlegraathafna.
Fór hann um ferjniugaraldur iil
sjóróðra á vertíðum, en var jafn-
an við heyskanarstörf að sumr-
inu. Fljótt gerðist hann íormað-
ur, fyrst fyrir húsbónda sinn,
en siðan' á eigin bát og um tíma
i félagi við Janus bróður sinn í
Æðey, en um mjög langt árabil
formaður á mótorbát fyrir Pétur
Oddsson útgerðarmann í Bolung-
arvik og síðustu árin á Irtlum
bát er hann átti, er heilsa hans
bilaði og kraftar dvínuðu. Alla
hans löngu Tormannstíð ein-
kenndust athafnir hans og sjó-
sókn á dugmiklu og farsæ'lu
! starfi. Um langt skeið var hann
í fremstu röðum hinna a'ikunnu
dugnaðar og aflamanna í Bolung-
arvík. Var útkoma hans ’hð sjó-
sókn og fiskivejðar ávallt reist
á traustum grunni þó á ýmsu
gengi með aflabrögð, eins og
ávallt er. Þótti útgerð hans ávallt
sérlega farsæl, mikill þrifnaður
og nytni, og vel farið með skip
og veiðarfæri. Taldi Pétur Odds-
son, útgerðarm., Guðm. Salomon
jafnan einn hinna beztu og traust
ustu formanna sinna, enda hagur
hans báts jafnan ágætur. Hjá
Guðm. Salomon voru sömu há-
^ setar árum saman svo var hann
vinsæll og vel metinn af háset-
um sinum.
j Um aldamótin fluttist hann bú-
ferlum til Boluigarvíkur og átti
þar heimili til dauðadags, en
nokkur sumur var hann um tíma
í kaupavinnu í Vatnsfirði hjá
| föður minum, og hafði þá á hendi
verkstjórn og umsjón við hey-
skap, er mér ávalt minnisstæð
hans framkoma öll, sem stjórnað-
ist af sérstakri prúðmennsku,
dugnaði og góðri útsjón við öll
störf, var gott unglingum og öðr-
um með honum að vera. Bundust
þá með okkur vináttubönd or
aldrei slitnuðu, og að leiðarlok-
um minnist ég þeirra kynna með
| þakklæti og virðingu, og tel
Guðm. Salomon einn hinna merk
ari og bestu manna er ég hefi
haft kynni af, og margt í fari
hans fágætra eiginleika, sem
hvern mann prýða, sem er und-
irstaða að manndómi og góðra
samskipta við samtíð sína.
Guðm. Salomon kvæntist góðri
konu, Sigriði Sigfreðsdóttur, ætt-
aðri af Rauðasandi, var hún syst-
ir Guðm. hreppstjóra þar, íöður
dr. Kristins utanríkisráðherra og
þeirra systkina, en látin er Sig-
riður fyrir nokkrum árum. Þau
áttu tvær dætur, hinar efnileg-
ustu konur, sem báðar eru á lífi.
Þess var jafnan minnst hér í sveit
og víðar, hversu myndarlegur
hópur systkinin frá Svansvik
voru. Fór þar saman stórmynd-
arlegt fólk í sjón og framúrskar-
andi dugandi fólk og vel verki
^farið.
Systkini hans voru Kristján,
fyrrum bóndi í Svansvík, Jónas
útgerðarm. í Æðey, Þórður fyrr-
um bóndi í Vogum, Halldór sjó-
maður og verkamaður í Bolung-
arvik og Sigurður bóndi í Svans-
vík og Anna, ekkja Kristm. frá
Þjóðólfstungu og Rannveig ekkja
Tómasar yfirslátrara í Revkjavík.
Fór mikið orð af þeim sem dug-
andi og myndarlegu fólki.
Með Guðm. Salomon er geng-
inn einn bezti fulltrúi sinnar
samtiðar, sem tók mikinn og
merkilegan þátt í að leggja grund
völl að og koma :nikið áleiðis
þeirri breytingu að bættum lífs-
kjörum og hinni miklu þróun sem
orðið hefir á atvinnuháttum
þjóðarinnar. Páll Pálsson.
Styrklr fi! néms við
Á HVERJU hausti er nokkrum
íslenzkum námsmönnum veittir
styrkir til náms við háskóla í
Bandaríkjunum. Styrkir þessir
eru veittir af ýmsum stofnunum,
skólum og öðrum opinberum að-
ilum fyrir milligöngu Internat-
ional Institute of Educatión í
New York og íslenzk-ameríska
félagsins hér á landi.
Átta íslenzkir námsmenn hlutu
styrki fyrir það skólaár sem nú er
eð hefjast, og eru þeir allir farnir
vestur um haf.
Umsóknir um styrki þá er veitt
ir verða fyrir skólaárið 1955—56
verða að berast stjórn íslenzk-
ameríska félagsins ekki síðar en
10. nóvember næstkomandi.
Þeir styrkir, sem hér um ræðir,
eru:
1. Styrkir veittir af skólum og
stofnunum víðsvegar um Banda-
ríkin. Þeir nema flestir ókeypis
. skólagjöldum og stundum einnig
fæði og húsnæði. Þessir styrkir
eru bæði fyrir síúdenta og
kandidata.
2. Styrkir á vegum stúdenta-
skipta Bandaríkjastjórnar, sem
eru mjög ríflegir og nema ferða-
, kostnaði og öllum nauðsynlegum
dvalarkostnaði í eitt ár. Þessir
styrkir eru aðeins fyrir þá, sem
lokið hafa háskólaprófi er sam-
svarar að minnsta kosti AB prófi.
Eru þeir einkum ætlaðir starf-
andi fólki í ýmsum greinum.
| 3. Sérstakur styrkur, sem veitt-
| ur er til tveggja ára náms af
Chicagodeild Norræna félagsins
(American Scandinavúan Found-
ation). Námsmenn, sem lokið
hafa fyrrihluta prófi. eða stund-
að hafa nám við Háskóla íslands
1 2—3 ár, ganga fyrir við veit-
■ ingu þessa styrks. Styrkurinn
nemur 1500 dollurum og greidd-
um skólagjöldum.
I Við veitingu þessara styrkja
koma aðeins til greina íslenzkir
borgarar innan 35 ára aldurs, sem
búa við góða heilsu, hafa gott
vald á enskri tungu og vilja fara
vestur eingöngu til náms.
Umsóknareyðublöð um styrki
þessa eru afhent á skrifstofu ís-
lenzk-ameriska félagsins í Hafn-
arstræti 19, II. hæð. á þriðjudög-
um kl. 5,30—6,30 og á fimmtudög-
um frá kl. 6—7, sími 7266.
(Frá Ísl.-ameríska félaginu).
Negri gerður
hershöfðingi
WASHINGTON, 28. okt. — Negi
| var nýlega skipaður hershöfðiní
í Bandaríkjunum. Er han
, Benjamín Oliver Davis, 41 ár
gamall, en hann er nú yfirmaðu
herdeildanna í hinum fjarlægai
Austurlöndum.
Faðir hans var fyrsti sverting
inn, sem skipaður var hershöfS
ingi í Bandaríkjunum. Davis hei
ur hlotið ýmis heiðursmerki fyri
| hreysti og vasklega framgöngu
. herr.um. — Reuter-NTB.