Morgunblaðið - 04.11.1954, Síða 6

Morgunblaðið - 04.11.1954, Síða 6
22 M O H C V N B L A Ð 1 fí Fimmtudagúr 4. nóv. 1954 LANGUR VETUR ■fa En hann má styifa mei «9 ánægfnlegri Éþróttal M£l l’, IÞRÓTTAFÉLÖGIN í Reykjavík hafa nú öll hafið vetrarstarf- semi sína. í öllum íþróttahúsum baejarins eru íþróttir iðk- aðar frá morgni til kvölds. Skólar bæjarins hafa afnot af sum- um húsanna miðhluta dagsins, en á kvöldin — allt fram til klukkan 11, eru félagar íþróttafélaganna þar við æfingar — leikfimi, badminton, körfuknattleik, handknattleik, glímu, frjálsar íþróttir, hnefaleik, vikivaka og þjóðdansa o. fl. íþrótta- greinar. Æfingarnar síundar fólk á öllum aldri. Allir finna gleði af íþróttaæfingunum, er þeir einu sinni hafa stigið fæti inn fyrir musterisdyr íþróttanna. íþróttir eru fyrir alla. EITTHVAÐ FYRIR ALLA íþróttafélögin í bænum eru fjölmörg. Markmið þeirra er eitt og hið sama, að stuðla að íþrótta- iðkun almennings, og gefa al- menningi kost á að geta notið þeirrar heilsubótar og þeirrar hollustu er af íþróttaiðkun leiðir. Þetta er höfuðtilgangur félag- anna, og það sem félögin í raun og veru byggjast á. Annar þátt- ur starfseminnar er síðan keppn- isfólkið — að æfa undir keppni þá er fram úr skara og vilja ganga í gegnum stórum aukna íþróttaþjálfun frá því sem al- meningi er nauðsynleg. Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir vetrarstarfsemi íþróttafélaganna hér í bæ og þá stuðst við upplýsingar frá fél. sjálfum. Armann Glímufélagið Ár- mann hefur fyrir nokkru hafið vetr- arstarfsemi sína og er hún að venju mjög fjöl- breytt. Innan fél. starfa nú 10 íþróttadeildir og inn an þeirra deilda er rúm fyrir fólk á öllum aldri, allt frá börnum til frúar- og öldungaflokka. Fjölmennasta og jafnframt um fangsmesta deildin að vetrinum til er fimleikadeildin, sem æfir í 8 flokkum ungra og gamalla. Fimleikakennslu hafa á hendi: Frú Guðrún Nielsen sem kennir bæði telpnaflokki og kvenna- flokkum. Frúarflokki kennir Auð ur Jónasdóttir, Hannes Ingibergs- son kennir drengja og öldunga- flokki, en Vigfús Guðbrandsson kennir körlum áhaldaleikfimi. Allir eru þessir kennarar þekktir að dugnaði í fagi sínu og fyrir hinar glæsi'egu sýningar S':m þeir hafa haft með nemendum sínum. Glímukennslu annast í vetur hinn góðkunni glímusnillingur Guðmundur Ágústsson. Frjálsar íþróttir kennir Stefán Kristjáns- son, sund og sundknattleik kenna nú um stundarsakir ýmsir beztu sundmenn félagsins vegna fjar- veru sundþjálfarans Þorsteins Hjálmarssonar, en hann dvelur nú. í Bandaríkjunum. Körfuknatt leikskennari er Ásgeir Guðmunds gen frá Hvanneyri. Hnefaleik kennir Þorkell Magnússon, róðr- arkennari er Stefán Jónsson, handknattleiksdeild þjálfar undir handleiðslu beztu meistaraflokks manna félagsins. •— Vikivaka og þjóðdansa kennir frú Ólöf Þór- arinsdóttir í vetur. Aðsókn barna og unglinga að þjóðdönsum hjá félaginu hefur verið meiri undanfarin ár en hægt hefur verið að taka á móti, vinsældir þessara flokka eru löngu kunnar fyrir margar glæsi legar sýningar þeirra á undan- förnum árum. Skíðafólkíð mun að sjálfsögðu þjálfa á vetri komandi frá skíða- skála félagsins í Jósepsdal og hin- um ágætu skíSaskálum Ármenn- þjálfa beztu handknattleiksmenn félagsins. Æfa þar bæði flokkar drengja og fullorðinna. Sundæíingar e. u þrisvar í viku í Sundhöllinni. Kcnnaii félagsins í sundi er J ónas Halldórsson. Æf- ingatimarnir eru kl. 7 á kvöldin svo þeir eru hentugir unglingum jafnt sem fuilorðnum, stúlkum sem piltum. I frjálsum íþróttum er áhuginn mikill og margir nýir efnilegir menn í uppsigiingu, sárstaklega þeir yngstu, sem þegar hafa unn- ið stóra sigra. Þjáifari er Guð- munclur Þórarinsson. Farnar voru glæsilegar keppnisferðir út á land. Fyrir stafni eru mörg stór verkeíni. ÞýzkalandsfÖr frjálsíþróttamanna hefur verið undirbúin, og lágmarksafrek fyr- ir þátttöku sett. Verður förin að ; líkindum næsta vor. Er því að j vonum mikið líf í frjáls'þrótta- i deildinni. Flokki ÍR afhentur íslandsbikarinn í körfuknattieik. opið tvö kvöld (mánudaga og föstudaga) í viku, en þar er hægt að spiia, tefla, lesa o, s. frv. — Skrifstofa félagsins er í ÍR-hús- inu og verður opin alla virka daga kl. 5V2—7 slðd., en þar eru veittar nánari upplýsingar um starfsemina. inga í Ólafsskarði og Himnaríki í Bláfjöllum. Eins og áður er sagt er starf- semi Ármanns mjög fjölbreytt og hún höfð þannig að bæði ungir og gamlir geti tekið þátt í henni, enda er alltaf að aukast sá hópur sem vinnu sinnar vegna þarf á •þróttum að halda og kjörorð fé- 1 lagsins er íþróttir fyrir alla. i Allar nánari upplýsingar um sfqr-fcomi félagsins er að fá í skrifstofu félagsins í íþróttahús- inu við Bindargotu. sími 3358. / ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍK Hjá Í.R. starfa 7 ieiltíir og 7 kennar- CfA k j) r eru starfandi hjá llW JI 'élaginu. 1 körfu- 'X. knattleik eru Í.R.- ingar íslandsmeist- arar sigtuðu einnig í öðrum aldursflokki. Edwald Mikson Pjau-r Karlaflokinn, Ingi Þór Stefánsson drengjaflokk og Hrefna Ingimarsdóttir kvenna- flokkinn, sem nýlega er íekinn til starfa og er mikill áhugi þar, eins og hjá karla og drengjaflokkun- um. Fimleikakennari karla er Davíð Sigurðsson. Þar er mikil áherzla lögð á áhaldaleikfimi, bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru kqmnir. Björn Pálsson þjálfar drcngjaflokkinn, en Björn er ný- brautskráður íþróttakennari. Iirefna 1’n.gimarsdóttir þjálfar kvennaflokkinn, en þar æfa ein- göngu byrjendur. í handknattleiksdeildinni Badminton iðka allmargir ÍR- ingar og er vaxandi áhugi á þess- ari grein innan félagsins. Skiðadeiidin er ein þróttmesta deild félagsins. Hún er fjölmenn og hefur verið mjög sigursæl á undanförnum árum. Unnið er að því að bæta aðstöðu ÍR-inga til skíðaiðkana. Hvað félagslífinu viðvíkur hef- ur verið ákveðið að hafa kvöld- KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðstaða KR- inga til vetrar- s'tarfsemi hef- ur stórkostlega bætzt með hinu nýja félags- og æfingameimili þeirra við Kapla- skjólsveg. Þar hefur KR-ingum a. unnu á s.l. ári alla meistara- titlana á íslandsmótinu innan- húss (4), færðu félaginu heim flest stig á stigakeppnismótinu (Reykjavíkurmeistaramótinu) og flesta íslandsmeistaratitlana á útimótinu eða 9 samtals. Á Ungl- ingamótinu hlaut KR einnig flesta meistara eða 7 talsins og settu þeir 6 unglingamet. KR- ingar fóru í 2 keppnisferðir út á landsbyggðina, báðar vel heppn- aðar og félagsmenn deildarinnar settu 6 ísl. met á árinu. í vetur æfa deildarmenn 4 sinn um í viku til áramóta en þá mun æfingum verða eitthvað fjölgað. Þjálfarinn, Benedikt Jakobsson, veitir upplýsingar þeim er bætast vilja í hópinn, en hann hefur að- setur í íþróttahúsi Háskólans, sími 80390. Skíðadeildin er þróttmikil og býður upp á góð æfingaskilyrði í Skálafelli. Sundæfingar félagsins fara fram í Sundhöllinni og eru þrisvar í viku á hentugum tímum. Handknattleiksmenn á félagið góða í öllum flokkum, sem hafa oröið sigursælir á mótum að und- aníörnu. Nú sem fyrr er mikið líf í handknattleiksdeildinni. Hnefaleika kennir Birgir Þor- valdsson, en KR hefur um fjöl- mörg ár átt góða hnefaleikamenn. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í KR-heimiiinu við Kapla- sicjoisveg. Ásmúndur, KR, slítur snúruna i 100 m hlaupi. vökur einu sinni til tvisar í mán- uði í vetur. Fara þær fram í Vetrargarðinurn og rnunu félags- menn sjálíir að mestu sjá um skemmtiatriðin. Kvöldvökur þess ar munu ávallt fara fram á þiiðju dagskvöldum. — Félagsheimilið í ÍR-húsinu mun einnig verða Einn af 8 fimleikaflokkum Ármanns. veið búið framtlðarheimili, stórt og gott. KR-ingar leggja stund á vel- flestar íþróttagreinar, friálsar íþróttir, knattspyrnu, sund, hnefa leika,* handknattieik, fimleika o, fl. Áður hefur starfsemí fimleiká- ! deildarinnar. verið getið, en þar er áhugi mikill í karlaflokkinum. Fór deildin utan í sumar og hlaut flokkurinn góða dóma. Kennari I er Bentcikt Jakobsson. Knattspyrnudeildin starfaði í surnar með miklum blóma. Hlutu KR-inPar íslandsmeistaranafnbót í 1., 3. og 4. aldursflokki og I meistaraflokkslið félagsins var i ætíð meðal hinna beztu, t. d. nr. 2 í íslandsmótinu. Sérstaka at- hygli vakti og utanför 3. flokks félagsins. Gruntívöllur undir starf næsta sumars verður lagð- ur með innanhússæfingum í fé- lagshúsinu í vetur. I Frjálsíþróttamenn félagsins æfa í vetur sem áður undir stjórn j Benedikfs Jakobssonar. Á deildin * á að skipa mörgum beztu frjáls- íþróttamönnum landsins, sem m. §** Wá ÖNNUK FÉLÖG MEÐ FÆRRI GREINAR Knattspyrnufélögin Fram, Val- ur, Þróttur og Víkingur iðka öil innanhússknattspyrnuæxingar á vetrum, auk þess sem innan þeirra allra starfa öflugar hand- knattleiksdeildir karla og kvenna á öllum aldri. Öll hafa þessi félög komið sér upp aðstöðu til félags- lífs, Valur og Fram eiga þegar sín félagsheimili, Víkingar eiga sitt í byggingu og Þróttur hefur afnot af .húsnæði, sem að vísu er ekki gott, en eigi að síður er félagslif þar með miklum blcma. Auk þessara félaga koma svo allmörg önnur. Mó þar nefna Sundfélagið Ægi, sem býður góða aðstöðu til sundæfinga, Skotfélag Reykjavíkur, sem hef- ur reglulegar og tíoar skotæfing- ar, sem áreiðanlega margir hafa áhuga á. Skíðafélag Reykjavíkur býður upp á góða aðstöðu til skiðaiðkana í Hveradölum, íþróttafélag kvenna starfar af krafti og þannig mætti lengi telja, t. d. Skylmingafélag, skiðasveit skáta o. fl. o. fl. . Allar upplýsingar um starf- semi þessara félaga er hægt að fá i skrifstofu íþróttabandalags Reykjavíkur, Hólatorgi 2, sími 80655. Þannig vinna öll íþróttafélögm Frh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.