Morgunblaðið - 04.11.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.11.1954, Qupperneq 8
24 M O R G V N B L 4 fít Ð Fimmtudagur 4. nóv. 1954 Ekki of seint, en sannarlega tími til kominn segir Spaak um varnir vestrœnna þjóða DAG nokkurn fyrir síðustu heimsstyrjöldina var ungur róttækur sósíalisti illa tii reika úr götubardögum dreginn fyrir Paul- Emile Janson, er þá var dómsmálaráðherra Belgíu. TJngi maðurinn var Paul-Henri Spaak, núverandi forsætisráðherra Belgíu, og Jan- son var móðurbróðir hans. „Ungi maður,“ áminnti Janson frænda sinn hátíðlega. „Þetta endar með því að ég verð að láta setja þig í fangelsi.“ Spaak svaraði reigingslega: „Einhvern tíma mun ég hefna mín.“ TÓK VIÐ AF FRÆNDA SÍNUM SEM FORSÆTISRÁÐHERRA í vissum skilningi gerði hann það. Árið 1936 varð Spaak utan- ríkisráðherra í stjórn frænda síns og árið 1938 tók hann við af frænda sínum sem forsætisráð- herra Belgíu — fyrsti sósíalistinn, er gegnt hafði forsætisráðherra- i embættinu í Belgíu, og þar eð hann var aðeins 39 ára að aldri, var hann einn yngsti forsætis- ráðherra í sögu Evrópu. EINING í EVRÓPU ER HANS HJARTANS MÁL Spaak er einn af síðustu svo- kölluðu „evrópsku" stjórnmála- mönnum, sem enn láta nokkuð að sér kveða. Hann var kosinn íorseti fyrsta allsherjarþings S. Þ. árið 1946 og síðar fyrsti forseti þings Evrópuráðsins, er stendur nær því en nokkur önnur stofn- un að vera allsherjarþing Ev- rópu. Viðleitni Spaak til að koma á einingu í Evrópu nálgast of- stæki. Enda var Spaak einn af skeleggustu fylgismönnum hins nýja varnarbandalags vestrænna þjóða, er sniðið var upp úr Brússel-samningnum á Lundúna- ráðstefnunni. „Mér finnst ég verða að gerast stjórnmálamaður," segir Spaak. „En allar dyr voru mér lokaðar og eina leiðin var að gerast öfga- maður.“ Þó að Spaak væri kom- inn af borgaralegum ættum að langfeðgatali, gerðist hann útgef- andi uppivöðslusams sósíalisks tímarits, L’Action Socialiste. — Hann varð þekktur undir nafn- inu „sósíaliski ófriðarseggurinn“, fór til Moskvu og átti langar við- ræður við Trotsky í París. ★ ★ ★ En Spaak gat aldrei alveg flúið uppruna sinn. Hann gekk við staf og notaði einglirni. i Einu sinni fór hann í farar- broddi óeirðarseggja til að gera aðsúg að blaði íhaldsflokksins, Nation Belge, með göngustafinn í annarri hendi og rauðan fána í hinni. Félagar hans rifu upp götu- hellurnar og þeyttu þeim í gegn- um gluggana, en Spaak stakk stafnum sínum kurteislega í gegnum eina rúðuna. Blaðið sál samt að sér og setti járngrind-l verk fyrir gluggann, almennt kallað „Spaak-grindverkið." EKKI HIRÐMAÐUR HELDUR SÓSÍALISTI Þó að Spaak væri sósíalisti veigraði hann sér ekkert við að spila tennis við hefðarkonur í Leopold-klúbbnum, en þær upp- nefndu hann Fifi. Eldri og virðu- legir meðlimir klúbbsins gáfu honum heitið „bolsévíkkinn í kjólfötunum." En klúbburinn gerði Spaak fljótlega ljóst, að hann væri ekki réttur maður á réttum stað. — Mörgum árum seinna eftir að Spaak var orðinn forsætisráðherra og sjálfsagður meðlimur klúbbsins, vann hann Gústaf VI. Svíakonung í tennis- leik, en slíkt er ekki beinlínis hirðsiðum samkvæmt. Þegar hann var minntur á það, hreytti hann út úr sér: ,,Ég er enginn hirðmaður. Ég er sósíalisti.“ Spaak var einnig framúrskar- andi lögfræðingur. Viðskiptavin- ir hans voru einkum verkamenn, er ekki höfðu efni á að borga greiðann. Hann vogaði sér jafn- vel að verja fyrir rétti mál rót- tæks ítala, er reyndi að skjóta — en skotið geigaði — Umberto prins af ftalíu, þegar hann kom til Brússel til að opinbera trúlof- un sína og Marie-José, belgísku prinsessunnar. Tilræðismaðurinn slapp með nokkurra vikna fang- elsisvist. ★ ★ ★ Spaak varð þingmaður 33 ára gamall, en vakti fyrst á sér at- bygli árið 1935, þá 36 ára. Var Paul-Henri Spaak hann þá skipaður póst- og síma- málaráðherra. Hann símaði þeg- ar til móður sinnar, er var fyrsta konan, sem sat á þingi Belgíu (og sat þar enn þó að hún væri orðin 81 árs gömul), og sagði við hana með mikilli ákefð: „Ef síminn þinn bilar, láttu mig vita eins og skot. Ég er nýi samgöngumála- ráðherrann.“ Svartur hattur með breiðum börðum (flambard) er Spaak bar löngum — er var næstum því einkenni sósíalista í Evrópu fyrir stríð — kringluleitt andlit hans, söðulnef, engilfagurt bros og 200 punda þyngd gerði hann að uppá- haldi skopteiknara. í New York skömmu eftir stríðið var hann einu sinni tekinn í misgripum fyrir La Guardia borgarstjóra. „HYPJIÐ YÐUR ÚT —“ Skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari gerðist Spaak mikill vinur Leopolds konungs. Til þessarar vináttu átti rót sína að rekja hlutleysisstefna Spaak í byrjun styrjaldarinnar. Síðar sá hann mjög eftir að hafa fylgt Leo- pold og kom fljótt auga á, hvílíka - villu hann hafði gert. Þegar þýzki sendiherrann heimsótti hann til að tilkynna honum innrás Þjóðverja í Belgíu 10. maí 1940, fékk sá þýzki held- ur ómjúkar viðtökur. Eftir að Spaak hafði sagt honum skoðun sina snarlega og án nokkurrar yfirborðskurteisi, leit hann hvasst á sendiherrann yfir svörtu horn- spangagleraugun og bætti við stillilega: „Og hypjið yður svo út héðan þegar í stað.“ „BETRA AÐ FARAST HETJULEGA —“ Vinátta hans og konungs rofn- aði 18 dögum síðar, er Leopold skipaði hernum að hætta að berj- a$t og neitaði að fylgja Spaak í útlegð. „Styrjöldinni er ekki lok- ið,“ sagði Spaak við konunginn. „Stundum er betra að farast hétjulega, en að lifa eftir í eymd ódrengskaparins." Þeir fyrirgáfu hvor öðrum aldrei. Tíu árum síð- ar, er konungurinn kom heim úr útlegð, klæddist Spaak aftur gervi óeirðamannsins bitur í skapi og lagði allan sinn stjóm- málaferil í framtíðinni í hættu til að koma til leiðar afsögn Leo- polds. Eftir blóðugar óeirðir, er næstum ollu borgarastyrjöld í Belgíu, steig Leopold niður úr há- sæti sínu, og Spaak klæddist aft- ur gervi stjórnmálamannsins. ★ ★ ★ Engu þykir Spaak eins gaman að segja frá og undankomu sinni til Englands 1940. Hann var hand tekinn á Spáni og settur í stofu- fangelsi í hóteli 1 Barcelóna. — Brezka leyniþjónustan tók þegar til starfa, og dulbúinn sem Frans- iskusar-munkur haltraði hinn trúlausi Spaak út úr hótelinu inn í bifreið, er beið hans. Fáum mín- útum síðar afklæddist hann dul- argervinu og ferðaðist síðan í botnlausu Rofforti það, sem eftir var leiðarinnar. „VELMEGUN ER DAUÐI KOMMÚNISMANS“ Engum einstökum manni á Belgía eins mikið að þakka ó- venjulega skjóta endurreisn eftir stríðið og Spaak. Aðferðin, er hann notaði, var: Kæfa verðbólg- una með því að kalla inn alla! bankaseðla hærri en 100 franka og láta engan fá aftur meira en 2.000 franka í einu, fylla landið af vörum og hlaupa síðan rösk- lega undir bagga með iðnaðinum. „Velmegun er dauði kommúnism- ans“, sagði Spaak. Fylgi komm- únista í Belgíu er minna en 5%, samanborið við 25% í Frakklandi. Spaak er einna líkastur Churc- hill í andliti, látbragði, kímni- gáfu sinni og fjölhæfni, hann hef- ur fengizt við blaðamennsku, lög- fræði, skáldskap og leiklist. Hann er framúrskarandi ræðumaður — sennilega bezti ræðumaður á franska tungu, er uppi er nú — enda er hann eftirsóttur til ræðu- halda á alþjóðlegum samkund- um. ★ ★ ★ Spaak hefur aðvarað vestrænar þjóðir hvað eftir annað — og löngu áður en það komst „í tízku“ — að hlutlaust og vopn- laust Þýzkaland mundi falla í hendur Rússa. Hann endurtók þessa aðvörun sína á fundi Ev- rópuráðsins í Strassburg í sept- cmber og aftur á Lundúnaráð- stefnunni og enn á fundi Norður- Atlantshafsbandalagsins í París í síðastliðnum mánuði. „Það er ekki of seint að hefjast handa, en það er sannarlega tími til kom- inn,“ bætir Spaak við. Fyrsfa meírapréfs- námsk. bílstj. haldið á Snæfellsnesi STYKKISHÓLMI, 27. október. — Meir ipróf snámskeið bif reiðast j óra stendur nú yfir í Stykkishólmi. | Hófst það 20. okt. s.l. Er þetta fyrsta slíkt námskeið, sem haldið er á Snæfellsnesi. Um 20 bifreiðarstjórar eru þátt- takendur í námskeiðinu og eru flestir þeirra frá Stykkishólmi,1 en nokkrir úr nærliggjandi sveit- um. Forstöðumaður námskeiðsins er Bergur Arnbjarnarson frá1 Akranesi, en aðrir kennarar eru Vilhjálmur Jónsson frá Akureyri og Geir Backmann frá Borgar- nesi. — Árni. T'b'W ,i l ■■ "nirni j mu.ij., u L ...... - •-•■-■' ' .; 7? • ‘ & M'aTÚ . | ~n! \v^*yrrtnnrMfiwtíru 91, «í íi n íi H b íi«íi !!L r y~r\ I;* 1 » Vi i * .. . ■ ** Hjúkrunarkvennaskólinn við Landsspítalann. S' Reisiigildi í tveira stórhý um sem byrjað var á árið ’53 Hjúkrimarkvennaskófi og skrifsfofu- og verzlunarhús að Laugaveg 13 TVENN reisugildi voru haldin hér í Reykjavík um helgina, er iokið var við að reisa þak hins nýja hjúkrunarkvennaskóla og þak stórhýsisins Laugavegur 13, sem Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar h.f. er að láta byggja. HEIMAVISTARDEILDIN í fyrravetur og í vor er leið var lokið við að steypa kjallar- ann undir þann hluta Hjúkrun- arkvennaskóla íslands, sem nú er kominn undir þak. í þessari aðal- byggingu skólans verða nær ein- göngu íbúðarherbergi hjúkrunar nema, en Hjúkrunarkvennaskól- inn verður heimavistarskóli, alls um 100 einbýlisherbergi. í útbyggingunni til vinstri verð ur aðalinngangurinn. Á myndinni sézt skyggnið yfir dyrunum. — í Reykjanesskéfi fek- inn fil starfa ÞÚFUM, 28. okt.: — Reykjanes- skólinn verður settur á morgun og er starfsemi hans áformuð með líku sniði og verið hefur. Barnaskóli fjögurra hreppa fram ti| hátíða, en þrjá fyrstu mánuði áiisins verknámsskóli unglinga sem hefur gefizt mjög vel und- j anfarna vetur. Skólastjóri verður Páll Aðalsteinsson. Páll. Hér sér á hluta hússins Lauga- vegur 13. — Húsið sjálft, fimm hæðir, en turninn sex. þeirri sömu álmu verður aðal- eldhús skólans, en auk þess verða nokkur smáeldhús. í hinni út- byggingunni verður í kjallaran- um leikfimisalur. í heimavist- inni verður stór sameiginleg setu stofa fyrir hjúkrunarnema. KENNSLUSTOFUR í ANNARI ÁLMU Næsta vor mun vera í ráði að gráfa fyrir viðbótarbyggingu, um 400 fermetra álmu, útbygg- ingunni til vinstri handar. Þar verða m.a. kennslustofur, fyrir- lestrarsalur, bókasafn, rannsókn- arstofur og kennslueldhús. ★ ★ ★ Skólann teiknaði Bárður ís- leifsson, arkitekt hjá Húsameist- ara ríkisins. — Olafur Pálsson múrarameistari og Ingimar Har- aldsson trúsmíðameistari hafa byggingu hússins með höndum. Það verður upphitað við geisla- hitun frá Geislalögn h.f. og Jó- hann Rönning rafvirkjameistari hefur annazt raflagnir. Vonir standa til að Hjúkrunar- kvennaskólinn geti tekið til starfa í þessum glæsilega skóla um ára- mótin 1955—56. FIMM HÆÐA VERZLUNAR- OG SKRIFSTOFUIIÚS Þar sem stórhýsið Laugavegur 13 er nú risið, stóð áður timbur- hús. Var það flutt af grunninum í einu lagi inn í Klepþsholt sum- arið 1953. Hófst síðan uppgröftur á 330 ferm grunni þessa nýja húss og var kjallartnn steyptur í desember það ár. Hefur verið unnið óslitið við byggingu húss- ins, sem er fimm hæða, turninn er sex hæða, síðan. Vonir standa til að því verði lokið með vor- inu. Er þetta verzlunar- og skrif- stofuhús. Verður húsgagnaverzl- un á götuhæð, en skrifstofur einkafyrirtækja og hins opinbera á hæðunum fyrir ofan, t.d. skrif- stofur varnarmálanefndar. ★ ★ ★ Byggingu hússins annast þeir Haraldur Bjarnason og Guðbjörn Guðmundsson, en Gunnlaugur Pálsson gerði að því teikningar. Fyrirtækið Amper annast raf- lagnir og Sig. Fjeldsted mið- stöðvarlagnir. Krisfján og Reynlr hluiu 746 stig HAFNARFIRÐI — Tvímennings- keppni Bridgefélags Hafnarf jarð- ar lauk þriðjudaginn 26. okt. — Þeir Reynir Eyjólfsson og Kristján Andrésson báru sigur úr býtum, en þeir hlutu 746 stig. Árni Þorvaldsson og Kári Þórðar son urðu næstir með 682 V2 stig, Hörður Þórarinsson og Ólafur Ingimundarson 672 V2, Jón Guð- mundsson og Björn Sveinbjörns- son 652, Páll Böðvarsson og Haukur Guðmundsson 637 V2, Karl Ágústsson og Jón Andrés- son 620 Vz, Sigmar Björnsson og Jón Pálmason 615, Hilmar Ágústs son og Sigurlaug Ágústsdóttir 614, Kjartan Markússon og Viggó Björgúlfsson 612V2, Sævar Magn- ússon og Gunnar Magnússon 607, Einar Guðnason og Gunnlaugur Guðmundsson 604 V2. Firmakeppni félagsins hefst næstkomandi þriðjudag og er bú- ist við, að þátttakendur verði um 50. Eru væntanlegir þátttakendur beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst. — G.E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.