Morgunblaðið - 04.11.1954, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. nóv. 1954
MORGUNBLAÐIÐ
29
Bygging
FUNDUR Sjálfstæðisfélaganna
skorar á ríkisstjórnina að veita
Útgerðarfélagi Akureyrar h. f.
stuðning til lánsútvegunar í þessu
efni. Allir fundarmenn skrifuðu
sig fyrir hlutafjárloforðum í sam
handi við hlutafjáraukningu fél-
agsins til byggingar hraðfrysti-
hússins.
Undanfarin ár hefir gætt vax-
andi áhuga fyrir byggingu hrað-
írystihúss hér á Akureyri. Vegna
Sflabrests á síldveiðunum hér fyr
ir Norðurlandi hefir útgerðin héð
an úr bænum barist í bökkum
að undanförnu. Útgerð togar-
anna hefir því verið eini lífvæn-
legi atvinnureksturinn á sviði
sjávarútvegsins. Breyttar aðstæð
ur þeirrar útgerðar, svo sem lönd
unarbannið í Bretlandi o. fl., hafa
orðið þess valdandi að nú má
telja brýna þörf fyrir hraðfrysti-
hús hér á staðnum. Það hefir og
raunar komið í Ijós að við ís-
lendingar höfum raunverulega
grætt á löndunarbanninu í Bret-
landi. En því aðeins höfum við
grætt á því að við getum unnið
úr togarafiskinum seljanlega
vöru á erlendum markaði. Sem
betur fer eigum við orðið tals-
vert af allfullkomnum hraðfrysti
húsum, sem unnið geta úr nokkr-
Jónas G. Rafnar, alþm.
um hluta þess fisks, sem hér
berst á land
AKUREYRINGAR HAFA ENGA
MÖGULEIKA ENNÞÁ
En ennþá höfum við Akureyr-
ingar farið algerlega varhluta af
frystihúsagróðanúm, ef svo má
að orði kveða, Og það er í raun
og veru óviðunandi lengur að
stærsti útgerðarbær á Norður-
landi skuli ekki hafa getað kom-
ið sér upp hraðfrystihúsi og ekki
einu sinni góðu írystihúsi, sem
annað gæti frystingu þeirra mat-
væla, sem við þurfum að eiga
hér liggjandi. Það litla frystihús,
sem við eigum hér nú fullnægir
enganveginn þeim stórauknu
verkefnum, sem hér liggja nú
fyrir. Það getur ekki einu sinni
annað þörfum landbúnaðarins í
þessum efnum, ef fjárfjölgun
bænda eykst hér að nokkrum
fnun, hvað þá að það geti sinnt
nokkru af verkefnum sjávarút-
vegsins.
VINNSLUMÖGULEIKA VANT-
AR FYRIR AFLA ÚR
5 TÖGURUM
Svo sem kunnugt er, eru nú
gerðir út héðan íimm togarar,
Sem að langmestu leiti verða að
leggja upp afla sinn annars stað-'
ar en í heimahöfn, vegna þess
að hér vantar möguleika til þess 1
að vinna úr aflanum. Hér er að
sönnu verkunarhús fyrir salt- :
fisk, en það er á engan hátt full-
komið enn sem komið er. Þar
\"antar enn geymslur fyrir salt-!
fisk’nr. og ýmislegt til þess að
fullkomið geti talizt.
BREYTTAR MARltAÐS-
HORFUR
Það hefir og komið í ljðs að
markaðshorfur eru nú orðnar
stórum breyttar frá því sem áður
var. Hraðfrysti fiskurinn er nú j
orðin fullt svo vel seljanleg vara
hraðfrystihúss á Akureyri er fjöregg
atvinnulífsins í bænum
sem saltfiskurinn. Skreiðarfram-
leiðsla hefir og verið hér nokk-
ur, en ekki neitt nálægt því að
hún géti tekið við afla þessara
mörgu togara Það er því aug-
ljóst mál að bygging hraðfrysti-
húss er orðið lang þýðingar-
Helgi Pálsson, bæjarfulltr.
mesta atriðið í atvinnumálum
Akureyringa. Hér hefir á und-
anförnum árum verið nokkurt
tímabundið atvinnuleysi og hefir
noltkuð borið á því að menn
flyttust úr bænum af þeim sök-
um. Þetta sýnir enn frekar hve
stórkostlegt nauðsynjamál hrað-
frystihúsbygging er fyrir þetta
bæjarfélag.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN
RÆÐA ATVINNUMÁLIN
Sjálfstæðisfélögin hér í bæ
hófu vetrarstárfsemi sína með
sameiginlegum fundi um atvinnu
málin. í skörulegu framsögu-
erindi, sem Helgi Pálsson bæjar-
fulltrúi flutti um þessi mál í heild
komst hann að þeirri niðurstöðu
að hraðfrystihúsmálið væri í
þeim efnum mál málanna. Hann
kvað togaraútgerðina vera aðal-
lyftistöng bæjarfélagsins í at-
vinnulegu tilliti Má í því sam-
bandi nefna að vinnulaunagreiðsl
ur hennar hafa verið á annan
milljónatug hin síðustu ár. Er
auðsætt hve gífurleg atvinnu-
aukning væri að myndarlegu
hraðfrystihúsi hér, þar sem að-
eihs lítið brot af afla togaranna
fer hér á land Helgi Pálsson
ræddi að sjálfsögðu allar greinar
atvinnumálanna hér í bænum og
kom víða við í sinni ágætu fram-
Söguræðu. En hér er ekki að-
sinni rúm til þess að gera ræðu
hans betri skil, þar sem ætlunin
er að ræða hraðfrystihúsmálið
sérstaklega.
ÁLIT FRAMKVÆMDA-
STJÓRA ÚTGERÐARFÉLAGS
AKUREYRAR H.F
Að lokinni ræðu Helga tók Guð
mundur Guðmundsson, forstjóri
Ú.A., til máls. Hann kvaðst ræki-
lega vilja taka undir það álit
frummælanda að hraðfrystihús-
málið væri í dag mál málanna
hér í bænum. Sagði hann áð tog-
araútgerðin hefði lengi vel verið
eina tegund útgerðar, sem sæmi-
lega afkomumöguleika hefði
haft, en nú hið siðasta ár hefði
stöðugt hallað undan fæti fyrir
hana og við síðustu samninga-
gerð hefði hver togari orðið að
taka á sig ekki minná en 300 þús.
króna álag til viðbótar vTið fyrri
byrðar. Hann sagði og að Þýzka-
landsmarkaðurinn vaéri hæpið
gróðafyrirtæki, því að aðeins fáir
af þeim togurum, sem þangað
sigldu, seldu fyrir kostnaði.
VIÐHORFIN HAFA
STÓRUM BREYTZT
Guðmundur gat þess og að við-
horfin til byggingar hraðfrysti-
húss hefðu nú stórum breytzt frá
því er fyrstu kostnaðaráætlanir
um það mál hefðu verið gerðar.
Væru nú afkomumöguleikar slíks
fyrirtækis miklum mun betri m.
a. vegna breyttra viðskiptahátta
og þess að verð hefði verulega
hækkað á fiski.
Steinn Steinsen, bæjarstjóri,
kvað lánsfjárskortinn til bygg-
ingar dráttarbrautar og hrað-
frystihúss vera stærstan þránd í
götu þessára framkvæmda. Sagði
hann að skortur á lánsfé væri hin
eina orsök þess að ekki hefði tek-
izt að koma hér upp þeim hafnar-
mannvirkjum, sem hér væru fyr-
irhuguð.
UMSÖGN ÞINGMANNS
BÆJARINS
Næst tók Jónas Rafnar, alþm.,
til máls. Vék hann fyrst að höfn-
inni. Benti hann á, að fyrir 5 ár-
um síðan hefði Akureyrarbær átt
yfir 800 þús. kr. inni hjá ríkis-
sjóði fyrir- framkvæmdir við
hafnargerðina, en nú væri skuld
hans kringum 300 þús. Síðustu 5
árin hefði höfnin fengið úr ríkis-
Guðm. Guðmundsson, forstj.
sjóði um 1,6 millj. kr. Jónas
sagði, að ef hafnarframkvæmdir
yrðu ekki auknar hér í bænum,
myndi það leiða til þess, að Ak-
ureyrarbær fengi óverulegt fram
lag á næstu árum, þar sem við
úthlutun væri fyrst og fremst
miðað við inneign viðkomandi
hafnar. Taldi hann þetta mjÖg
óheppilegt, þar sem út af fyrir
sig væri mjög nauðsynlegt að
stækka og bæta höfnina. Höfnin
hefði miklar tekjur fram yfir út-
gjöld og hefði því meiri þróunar-
möguleika en flestar aðrar hafn-
ir. Ræðumaður taldi hraðfrysti-
húsmálið mál málanna hér í
bænum. Hann taldi að fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélagsins
og stjórn þess hefðu fært fram
rök fyrir því, að rekstrargrund-
völlur væri hú fyrir slíkt hús
hér í bænum. Kvaðst hann sem
þingmaður myndi gera allt til
þess að greiða fyrir því, að lán
fengist til byggingarinnar. Taldi
hann mjög óþægilegt að fá ekki
ákveðið svar frá Framkvæmda-
bankanum við lánbeiðni og litla
möguleika á, að úrlausn fengist
annars stáðar fyrri en það lægi
fyrir.
FUNDURINN GERÐI TVÆR
ÁLYKTANIR
Að lokum fjörugum umræðum
þar sem margir tóku til máls og
sumir tvisvar, samþykkti fundur-
inn tvær eftirfarandi ályktanir,
er Helgi Pálsson lagði fram:
1. Sameiginlegur fundur Sjálf
stæðisfélaganna á Akureyri, hald
inn 4. okt. 1954, telur bráðnauð-
synlegt til tryggingar atvinnulífi
í bænum og til tryggingar útgerð
Akureyringa, að Útgerðarfélagi
Akureyringa h.f. verði sem allra
fyrst gert kleift að koma upp
fyrirhugaðri hraðfrystihússbygg-
ingu og skorar á ríkisstjórnina að
veita Útgerðarfélaginu fyllsta
stuðning við útvegun lánsfjár til
frystihússbyggingarinnar og legg
ur áherzlu á, að málið fái af-
greiðslu á þessu hausti.
2. Þá telur fundurinn, að ann-
að mest aðkallandi framfaramál
sé, að Akureyrarbæ verði gert
mögulegt að koma upp sem allra
fyrst dráttarbraut, er taki tog-
arana ög skip a.m.k. með 1200
tonna þunga. Fáist ekki lán inn-
anlands til þessara framkvæmda,
telur fundurinn rétt, að leitað
verði eftir lánsfé erlendis, og
væntir fyllsta stuðnings ríkis-
stjórnarinnar í þeim efnum.
Er þess að vænta að ríkis-
stjórnin sjái sér fært að verða við
þessum tilmælum Akureyringa.
Það má segja að þetta mál sé
ekki lengur ágreiningsmál hér í
bæ og er því óhætt að fullyrða
að þetta er sameiginlegt hags- -
munamál allra borgara þessa
bæjar og þá um leið þjóðarheild-
arinnar. — Vignir.
Kvenfélag Keflavíkur
ininnlsf 10 ára' afmælis
KEFLAVÍK, 26. okt.
KVENFÉLAG Kéflavíkur minntist 10 ára afmælis síns með
veglegu samsæti í ungmennafélagshúsinu í Keflavík síðastl.
laugardag. Formaðurinn, frú Guðrún Ásberg, setti hófið og bauð
félagskonur og gesti velkomin.
EITT Ap BEZT STARFANDI
félöGum bæjarins
Félagið var stofnað 15. október
1944 og voru stofnendur þá 30.
Nú er Kvenfélag Keflavíkur eitt
fjölmennasta og bezt starfandi
beitt ser fyrir
MARGVÍSLEGUM
MENNINGARMÁLUM
Minntist hún á stofnun fé-
lagsins, sem var að mestu leyti
fyrir forgöngu þeirra frú Guð-
rúnar Pétursdóttur og Aðal- j félag bæjarins og hefur nú fyrir-
bjargar Sigurðardóttur. Frú
Jónína Einarsdóttir, varaformað-
ur, rakti starfssögu félagsins í
stórum dráttum, en félagið hefur
beitt sér fyrir og komið í fram-
kvæmd margvíslegum fram-
kvæmdum og menningarmálum í
Keflavík.
GAF LJÓSLÆKNINGATÆKI
Á fyrsta ári stofnaði félagið
til kaupa á ljóslækningatækjum,
sem það gaf sjúkrahúsinu í Kefla-
vík. Þá hefur félagið starfrækt
dagheimili fyrir börn og síðastl.
sumar var lokið við byggingu á
húsi fyrir dagheimilið, sem |
Tjarnarlundur heitir og er jafn-ýr trúarhæð er horfum við
framt félagsheimili kvenfélags-1 nú; hjartans
ins.
ætlanir um mörg ný verkefni.
Hefur komið til orða meðal ann-
ars að félagið gefi Keflavíkur-
kirkju fermingarkirtla að vori.
Guðrún Magnús-
dótlir
f. 21. jan. 1874_d. 2. nóv. 1953.
Kveðjuorð frá vinum hennar.
Að líta yfir liðinn dag
hve ljúft og sælt er það,
þá sólarlagið svo er blítt,
að sorgin kemst 'ei að.
við sjáum
þeim unaðsljóma slær.
vina kær,
á þitt æfikvöld
HEFUR LÍKNARSJÓÐ
Félagið hefur haldið sauma- og
matreiðslunámskeið, skemmtan-
ir fyrir börn og gamalmenni, og
einnig hefur félagið á vegum sín-
um líknarsjóð, sem veitt er úr
til bágstaddra. Öll starfsemi þess
hefur verið þróttmikil og árang-
ursrík og orðið Keflavík til mik-
illa heilla.
INNT MIKIÐ STARF AF
HÖNDUM
í afmælishófinu fluttu ræður,
auk formanns og varaformanns,
frú Guðrún Pétursdóttir og færði
formanni fagran blómvönd frá
Kvenfélagasamb. íslands. Séra
Björn Jónsson mælti fyrir minni
félagsins og kvenna og Valtýr
Guðjónsson bæjarstjóri þakkaði
kvenfélaginu fyrir hið mikla
starf, sem það hefur innt af hönd-
um í þágu bæjarfélagsins.
ÁNÆGJULEG
SAMKOMA
Fór hóf þetta hið ánægjuleg-
asta og virðulegasta fram. Var
mikið sungið undir borðum og
stjórnaði söngnum Friðrik Þor-
steinsson. Þá skemmtu undir
borðum. Frúrnar þrjár og Fúsi
við ágætar viðtökur. Veizlustjóri
var frú Sesselja Magnúsdóttir.
SETIÐ í STJÓRN FRÁ
STOFNUN FÉLAGSINS
Núverandi stjórn félagsins
skipa þær frú Guðný Ásberg
form., sem verið hefur form. frá
upphafi félagsins, frú Vilborg
Ámundadóttir gjaldkeri, hefur
einnig verið það frá stofnun, frú
Vigdís Jakobsdóttir rrtari, frú
Jónína Einarsdóttir og frú Eiríka
Arnadóttir.
Því helgrar trúar guðleg gjöf
var gegnum allt þitt líf
þitt blíða, skæra leiðarljós
og léði kraft og hlíf.
Já, vina kær, þín vegferð öll
því vitni fagurt bar
að Guði vígðir hug og hönd
og hann þinn styrkur var.
Að æfistörfum ánægð gekkst,
þó að kallaði margt
og hjá þér ætíð okkur fannst
svo yndislega bjart.
Þú vildir öllum gera gott
og gleðja einkum þá,
sem vissir eiga eitthvað bágt
og unnt var til að ná.
Hve móðir varstu mild og blíð,
við megnum éi að tjá,
en geymum þinnar ástar yl,
er æ þér streymdi frá.
Nú fyrirheiti Frelsarans
í fylling bíða þín.
Að lesa blessuð lífsorð hans
var ljúfust iðja þín.
Og aldrei mætst í síðsta sinn
hans sönnu vinir fá,
því breytist sorg og söknuður
í sælu fyrir þá.
Við lofum Guð, sem gaf og tók,
hann geymir börn sín kær.
í örmum Jesú ekkert þeim
um eilífð grandað fær.
Ei okkar hjartans ástarþökk
með orðum verður skírð.
í Jesú nafni hittumst heil
í himna sælu dýrð,
M. Á. G.