Morgunblaðið - 18.11.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.11.1954, Qupperneq 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. nóv. 1954 1 Marso dei úusdice um háskólaiífiB MíaMr ©Jfefe? I^TALIR eru alls ekki kynntir á réttan hátt með öðrum þjóð- um. Flestir hugsa sér ítali ýmist sem kvennabósa, leikandi angur- vær lög á mandólín eða hámandi i sig makkaróní eða spaghetti. Sjálfur bragða ég aldrei spag- hetti, segir Mario del Guidice, ítalskur stúdent, er leggur stund á norrænu við Háskóla íslands. En á Ítalíu eru svo sem misjafnir sauðir í mörgu fé eins og annars staðar. KEMUR FRÁ PARADÍS FERÐAMANNANNA Mario kemur frá paradís ferða- manna á Ítalíu, Neapel við fló- ann bláa, er heillað hefir margan manninn eins og sjá má af því, sem einum ferðalangnum varð að orði: „Sjá Neapel og dey síð- an“. í héraðinu við Neapel-flóann er líka eitthvað fyrir alla. Þeir sem njóta vilja náttúrufegurðar- innar fara til eyjarinnar Capri, sem fræg er fyrir bláu hellana, er vart eiga sinn líka í víðri veröld, eða eyjarinnar Ischia með gufuhverum og skógarlundum. Aðrir, sem hafa áhuga á vísinda- legum efnum leggja leið sína til Pozzuoli. Og síðast en ekki sízt er Pompei, sem grófst undir ösku og hraunleðju eldfjallsins "Vesuvíusar fyrir um 200 árum síðan, og nú hefir verið grafin út og endurbyggð og er bezta lieimild, sem til er um lifnaðar- háttu Forn-Rómverja, svo að livergi hefir hnífur fornfræðing- anna komizt í feitara. Nú er í ráði að sýna í hring- leikahúsinu í Pompei gamanleiki Plautusar, forn-rómverska leik- ritaskáldsins, er sýndir voru þar áður en borgin grófst undir hraun leðjunni, svo að ítalir munu sjá sömu leikrit í sama leikhúsi og Porn-Rómverjar sóttu, bætir Mario við. ÐRAMB ER FALLI NÆST — ftalir hljóta að vera stolltir af sinni fornu frægð? — Slíkt er ekki hyggilegt. Dramb er falli næst. Við höfum engan rétt til að vera stoltir af l>ví, sem forfeður okkar afrekuðu. ítalir eru mjög fjölmenn þjóð, 48 Tnilljónir, þó að núverandi stjórn Jandsins hafi miklu komið til leið ar, er það samt ekki nóg. Efna- hagslífið beið mikinn hnekki í heimsstyrjöldinni, við misstum mikið af nýlendum okkar og þrátt Tyrir næga framleiðslu í mörg- um greinum iðnaðarins eru út- flutningsmöguleikar ekki nægi- lega miklir. — Neapel t. d. hefir átt við mikla efnahagsörðugleika að stríða, húsnæðisvandræðin þar eru gífurleg. Það á rót sína *að rekja til þess, að um 99% af iðnfyrirtækjum borgarinnar voru jöfnuð við jörðu í heimsstyrjöld- inni. ★ ★ ★ — Þér lögðuð leið yðar til ís- lands aðallega til að læra nor- trænu? — Mig hefir alltaf langað til að sjá ísland, því að íslendingar eru raunveruleg þjóðarheild. líinar Evrópuþjóðirnar eiga all- ar meira eða minna sameiginlegt. íslendingar aftur á móti hafa sérstöðu, þeir eru ekki aðeins -eýj'a landfræðilega, heldur einnig þjóðfræðilega. .1 SANNIR LÝÐRÆÐISSINNAR — Island hefir verið kallað vagga lýðræðisins og íslendingar -eþu sannir lýðræðissinnar. Hér er engin stéttaskipting. Síðan ég höm, hefi ég reynt að blanda geði við sem allra flesta, verka- menn, stúdenta og prófessora, ég yil' kynhast íslendingum sem IfCZt. Þeir eru sjálfstæðir í hugs- un. Eitt bezta dæmið, sem hægt er að taka í því sambandi, er byggingarstíllinn'hér í bæ. allir byggja eítir sínum smekk. Einnig íinnst mér áberandi, hvað börnin hér eru miklu frjálslegri, en ég á að venjast á rneginlandi Evrópu. — Svo að þér fellur vel? — Já, einkum er ég þakklátur menntamálaráðuneytinu fyrir alla sína greiðasemi. Eitt af því Frh. af bls. 17. mun nægja minna en 13—14.000 krónur til vetrardvalar við nám.1 Peningaráð margra þeirra hafa og rýmkazt á síðustu tveimur árum og er það að þakka góðum tekjum, einkum við varnarliðs-j vinnu. Garðarnir sjálfir eru aft- ur á móti í fjárþröng, skuldir þeirra nema tæpri 1 millj. króna og eru það byggingarskuldir og húsgagnaskuldir, en ný húsgögn voru þangað keypt fyrir tveim- ur árum. \lario del Guidice: „ítalir eru ekhi rélt kynnlir . . viðfelldasta við íslendinga er, að þeir eru svo einlægir í sinni I kurteisi. Mario hefir fengizt við kenn- arastörf í Neapel, og einnig , nokkuð við þýðingar og blaða- mennsku. Hann stundaði þar nám í þýzkri tungu og bókmenntum. Einnig hefir hann stundað nám við háskóla í Þýzkalandi og Sví- þjóð og farið í námsferðalög til Danmerkur, Hollands og Austur- ríkis. Má segja að viðfangsefni hans hafi verið tungumál, menn- ing og þjóðarhættir Vestur- Evrópu og býst hann við að Ijúka námi næsta sumar. Mario ætlar að stunda hér nám í einn vetur og fara síðan til Bandaríkjanna í tveggja vikna ferðalag. ALVÖRUGEFNIR — OG ÞO — Er norrænan örðug við- fangs? — Verst er að verða að lesa íslenzku málfræðina á ensku. En ef tækifæri gefst ætla ég að leggja frekari stund á íslenzka tungu og bókmenntir. Mér líkar háskólanámið hér vel þó að segja megi, að háskólinn sé ungur að árum og gætir þess sumsstaðar í starfi hans. Stúdent- arnir vinna meira en við marga háskóla, sem ég hefi stundað nám við í Evrópu og á Ítalíu. Þeir eru alvörugefnir eins og íslendingar yfirleitt, en ef þeir ætla að gera sér glaðan dag, skortir fjörið ekki hjá þeim. Stundum má jafnvel segja, að þeir búi yfir sams kon- ar óstýrilæti bg einkennir ítali. Mér finnst satt að segja, að ís- lendingar gætu verið fyrirmynd annarra þjóða. Ég er ekki að slá meiningarlausa gullhamra. ítalir segja yfirleitt það sem þeim býr í brjósti. Fyrir nokkru fóru er- lendir stúdentar við Háskólann austur fyrir fjall um Þingvelli, Reyki í Ölfusi, Hveragerði og skoðuðu Sogsvirkjunina, sem mér finnst stórkostleg og gott dæmi þeirra framfara er ísland hefur tekið á síðari árum. — Hvernig lýst þér á íslenzku stúlkurnar? — Þær eru mjög glæsilegar, en nokkuð alvörugefnar. Hinsvegar eru þær kjarkmeiri og bjartsýnni, en stúlkur eru yfirleitt á megin- landi Evrópu. Vonandi verður vistin á fslandi Ríario sem allra ánægjulegust og árangursríkust. — G. St. — , f^ÉLAGSLÍF háskólastúdenta Sl' hefur jafnan verið heldur dauft og fábrotið. Hafa margir harmað það, en fæstum tekizt úr að bæta. Er líka svo, að nám í flestum deildum er svo strangt, að lítill tími gefst aflögu til ann- arra iðkana, og má segja, að fremur bætist ávallt við náms- efnið en úr dragi. Félög starfa þó innan allra deildanna, en starfs- svið þeirra er ekki vítt. Laga- stúdentar erd þeir einu, sem gefa út tímarit, Úlfljót að nafni, lög- fræðilegs efnis, leikfélag er ekk- ert starfandi, málfundafélag ekki, hvorki tónlistarfélag né bókmenntafélag, og starfsgrund- völlur bindindisfélags ekki fyrir hendi. Stjórnmálafélögin hrista af sér doðann á hverju hausti fyrir stúdentaráðskosningar, en að þeim loknum virðast stúdent- ar hafa takmarkaðan áhuga á stjórnmálum og þrasa lítt um þau sín á milli. Þá er það og svo, að í Háskóla njóta stúdentar hins svonefnda akademiska frelsis, en það hefur verið mjög umdeilt hugtak innan skólans á undanförnum árum og sætt nokkurri gagnrýni. Að und- irlagi Háskólaráðs, sem deildar- forsetar skipa, ásamt rektor, var borið fram á þingi í hitteðfyrra frumvarp, er skylda átti með stúdenta til að sækja alla fyrir- I Giíð úæðincmar hlýða á fyrirlestur próf. Bjcrns Magnússonar. námi sínu eftir eigin geðþótta, sem bezt á við hvern einstakling. Rektor skýrði frá því fyrir tveimur árum, að af þeim st.úd- entum, sem innrituðust, lykju að- j eins 40% lokaprófi. Fjarri er þó, að þetta beri vott um hyskni við nám. Hitt er sannara, að fjöl- j margir stúdentar innritast aðeins til málamynda og samkvæmt upplýsingum háskólaritara ljúka r.ær undantekningarlaust allir þeir prófi, sem eru enn við nám á þriðja háskólaári. Einsdæmi; eru það, ef stúdent hættir námi1 vegna slarks, en allmargir stað- | festa ráð sitt, hverfa frá námi og taka að vinna fyrir sér. m MESTA breytingin á lífi há- skólastúdenta frá því ég tók hér við störfum, segir Pétur Sig- urðsson háskólaritari, er sú hve margir þeirra eru nú kvæntir. Pétur hefur gegnt ritarastörf- um í aldarfjórðung og notið ein- stakra vinsælda stúdenta, enda gerður að heiðursprófessor ný- lega fyrir dyggilega unnin störf. í skóla. Nefna má og það að fyrir nokkru voru niðjar stúdenta í tannlæknadeild fleiri talsins en allir, sem í deildinni sátu. Þá munu stúdentar nú jafnvel eldri en áður fyrr, og er það öfugt við það, sem margir halda. Mun meira er nú um roskna menn við háskólanám, allt til fimmtugs aldurs. Önnur breyt- ing mikil hefur og orðið. Nú má ætla, að allt að helmingur há- skólastúdenta stundi einhverja vinnu, og sumir vinna fullan vinnudag með námi. Eðlilega tefur það þá nokkuð frá námi, margir hafa fyrir fjölskyldum að sjá. en það veitir mönnum einnig ábyrgðartilfinningu og skyldu- rækni. Áður fyrr var það og áberandi hve stúdentar fóru betur með skotsilfur sitt en nú, og skemmtu sér minna, enda voru tækifærin ekki eins mörg þá. En ekki sækja stúdentar síður námið á síðustu árum, þótt auðvitað sé misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur og gerist. Þannig komst Pétur ritari, eins og stúdentar nefna hann, að orði um þessi efni, en þau þekkip hann manna gerzt. ÖM í kennsluhléum safnast stúdentarnir saman í hinu rúmgóða anddyri Háskólans, reykja og skeggræða saman. lestra prófessora, en ella væri þeim meinað prófs. Það sætti hinni hörðustu andspyrnu flestra stúdenta og náði aldrei fram að ganga. Var hinu alcademiska frelsi þar með við haldið, og er stúdentum nú sem fyrr í sjálfs- vald sett, hvort þeir sækja íyrir- lestra og ganga upp hjá prófess- orum. Hins vegar mun þeim flestum ljóst, að í hugtakinu aka- demiskt frelsi felst ekki frelsi til að svikjast um og skrópa, heldur frelsi til þess að vejja námsgreinar og hafna og hága Á háskólaárum mínum var það algjör undan- tekning, ef stúd- ent staðfesti ráð sitt meðan hann var enn við há- skólanám, og mér er í fersku minni hverja at- hygli það vakti, er einn af merkustu læknum bæjarins kvæntist þá á fyrsta háskólaári. Nú hygg ég, að nær helmingur stúdenta séu kvæntir OG enn fjölgar í Háskólanum, brátt eru þar nær 800 við nám, og í sumum fyrirlestrar- stofunum er svo þröngt, að stúd- entarnir þurfa að standa og sitja uppi í gluggakistunum, rétt eing og niðri í Alþingishúsi í gamla daga. Gleðskapurinn er helduu ekki horfinn, þótt lesturinn taki flestar stundir, stúdentakvöld- vökur eru annálaðar fyrir líf og fjör, Rússagildi þykir dýrleg veizla og Garðsböllin láta hvergi undan síga. Og þeir, sem falla í vor, reyna aftur að hausti og þeir sem loka fá sitt láð eða háð, ganga út uni dyrnar, en gleyma þó ekki þeim gamla stúdentasöng, er Ragnap Jóhannesson eitt sinn orkti: En reyndu svo að geyma þína glöðu stúdentslund, þótt gangi seint með eksamen og gróða, sem studiosus perpetuus alla ævistund, ver aðdáandi kvenna, víns og Ijóða. ggs. Wirrnie rannsakar ieiknimyndir ★ LONDON, 15. nóv. — Sir Winston Churchiil hefur sýnt áhuga fyrir að rannsaka frekar „hryllings" teiknimyndir þær, er fluttar eru inn til Bretlands frá Bandaríkjunum. Hlátur glumdí við í neðri deild brezka þingsins við tilhugsunina um, að forsætis- ráðherrann fengist við rannsókn teiknimynda. Umræður hófust um teiknimyndir bessar eftir að innanríkisráðherrann, Gwilyn Lloyd George, var spurður í þaula um þær á fundi neðri deildarinnar. — Myndirnar eru álitnar hafa óholl áhrif á siðferði barna og unglinga. — NTB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.