Morgunblaðið - 18.11.1954, Síða 3
Fimmtudagur 18. nóv. 1954
MORGUNBLAÐIÐ
19
Réttarmorðið er snart samvizku alls heimsins
★
NÚ eru rétt 60 ár síðan Dreyfus-málið skók máttarstólpa franska
réttarfarsins. Alfred Dreyfus, kapteinn í franska hernum, var
handtekinn og dæmdur á fölskum sönnunum fyrir landráð. Eftir
10 ára píslarvætti Dreyfusar á Djöflaeynni náði réttlætið loks fram
að ganga, m. a. vegna hinnar liarðorðu blaðagreinar Émile Zola:
„Ég ákæri . . . .“
★
Dómur kveðinn upp yfir Dreyfus fyrir framan herskólann 5. jan. 1895.
málafulltrúanum í sendiráðinu í samleg í garð Gyðinga, höfðu nú
París, en njósnadeiltíin i franska ] fundið blóðlyktina. Áróðursskrif,
er hvergi eiga sinn líka, hófust
Ef Dreyfus-málið hefði ekki
komið fram á sjónarsviðið á eins
kyrrlátu og friðsamlegu tímabili
og síðasti tugur 19. aldarinnar
var, hefði tæplega staðið sá
styrr um málið, er raun varð
á. En væri ekki líklegt — því
miður — að nú á dögum mundi
slíkt hverfa eins og loftbóla í öllu
því sem á gengur?
Síðari hluta október-mánaðar
fyrir 60 árum síðan hófust mála-
ferlin og rót það, er myndaðist í
sámbandi við þau, jókst koll af
kolli, unz vakin var athygli alls
hins siðmenntaða heims á ákær-
unum og hinum óljósu tengslum
þeirra við stjórnmál — varla mun
nokkuð hafa hvílt af meiri þunga
á samvizku þeirrar kynslóðar. —
Afleiðingar þessara réttarmistaka
voru örlagaríkar, svo mjög að
jafnvel til þessa dags verða menn
bljúgir við umhugsunina um það.
Án þess að gera sér nokkuð háar
hugmyndir um betrun mannkyns
ins, veitir það mikla ánægju, að
slíkir viðburðir róta rækilega
upp í gruggi þeirrar sljóu van-
rækslu, er annars einkennir rás
viðburðanna! Þeir verða líka upp
spretta fallegra sagna og hug-
sjóna! Emil Zola með sinni þrum-
andi grein um Dreyfus-málið:
„Ég ákæri....“ varð lýsandi fyr-
irmynd margra þeirra, sem vegna
stöðu sinnar í þjóðfélaginu hafa
áhrif á almenningsálitið, og jafn-
vel þó að fæstir geti lifað sam-
kvæmt fyrirmyndinni, er það ó-
metanlegt, að fyrirmyndin hefir
fest rætur í hug margra.
★ ★ ★
Málaferlin hófust kyrrlátlega,
næstum lævíslega, einna líkast ó-
drengskap milli embættisbræðra
«— mannvonzkulegt ráðabrugg, er
beindist að því að breiða yfir
sök hins seka og sakfella hinn
saklausa, en að öllum líkindum
hefir ekki upphaflega verið ætl-
unin að eyðileggja líf og ham-
ingju hins síðarnefnda. Á áhrifa-
mikinn hátt hefir Carl G. Laur-
in, sænski sagnfræðingurinn,
sagt frá tildrögum málsins. Málið
var að hans áliti, afleiðing stétt-
ardrambs og sómagirni her-
mannastéttarinnar í Frakklandi
á þeim tímum, en það var þjóð-
rækni og útlendingahatur, er var
hin raunverulega orsök þess. Það
væri óréttmætt að álíta þá liðs-
foringja herforingjaráðsins, er
ullu ógæfu Alfreds Dreyfusar,
venjulega þorpara, í daglegu lífi
hafa þeir sennilega verið nokk-
urn veginn sannorðir og heiðar-
legir menn, en urðu lygarar og
falsarar vegna gífurlegra áhrifa
þess óheppilega andrúmslofts, er
ríkti innan hersins.
ÚTLENDINGAHATUR
OG TORTRYGGNI
Útlendingahatur og tortryggni
frönsku þjóðarinnar á síðustu
tugum 19. aldarinnar átti rót sína
að rekja til óánægju þjóðarinnar
eftir ósigurinn í fransk-þýzka
stríðinu 1870. Það varð að láta
einhverja syndaseli gjalda ósig-
ursins og skella skuldinni á
njósnara og landráðamenn, svo
að sjálfstraust hins auðmýkta
Frakklands gæti risið undir nið-
urlægingunni. Þar af leiðandi
komu fram í Frakklandi hávær-
ar kröfur um að gera útlæg úr
landinu öll þjóðarbrot. Og auð-
vitað létu ótal raddir til sín
heyra, er hrópuðu: „Dauðadóm-
ur yfir Gyðingnum!“
★ ★ ★
Alfred Dreyfus var Gyðingur,
sonur auðugra foreldra í Elsass,
er bundnir voru Frakklandi
mjög sterkum böndum. Dreyfus
var franskur ríkisborgari. Hann
var 35 ára og kapteinn í stór-
skotaliðinu, er örlögin komu inn
í líf hans í mynd hins fræga og
margumtalaða bordereau Dreyf-
us-málaferlanna — skjalsins er
notað var til að sakfella Dreyfus.
Var hér um að ræða afrit af
nokkrum skjölum, er fengin
höfðu verið í hendur þýzka her-
hernum hafði síðar komizt yfir
afritin.
PERSÓNULEG ÓVILD
Einn af liðsforingjum herfor-
ingjaráðsins franska, Fabre
ofursti, er ekki gat þolað Dreyf-
us, m.a. af því að hann var Gyð-
ingur, hélt því fast fram, að rit-
höndin á afritinu líktist mjög rit-
hönd Dreyfusar, og málinu var
vísað áfram til formanns herfor-
ingjaráðsins, de Boisdeffre her-
foringja, og að síðustu til hermáia
ráðherrans, Mereier hershöfð-
ingja. Leitað var álits rithöfund-
arsérfræðinga, en álitsgerð
þeirra var mjög mótsagnakennd.
Dreyfus var kallaður fyrir her-
málaráðuneytið 15. okt. til að
skrifa með eigin rithönd afritið
eftir upplestri de Paty de Clams
majórs. Sá majórinn ekki beíur
en að hönd Dreyi'usar skylfi og
skipaði þegar svo fyrir, að hann
Alfred Dreyfus: „fc’g er saklaus . .“
væri handtekinn. Dreyfus, er
neitaði statt og stöðugt að hann
væri sekur, var settur í fangelsi
í Cherche-Midi.
ÁRÓÐURSSKRIF
í ALGLEYMINGI
Það kom fljótlega í Ijós, að
ýmis öfl vildu fá Dreyfus dæind-
an, hvað sem það kostaði. Hinn
29. okt. lét Henry majór þeim
blöðum, er óvinveitt voru Gyð-
ingum í té upplýsingar um sök
Dreyfusar, og lauk bréfi sínu
á þessa leið: „Israel er að gleypa
okkur“, og Parísarblöðin, fjand-
nú á móti Dreyfus. Svo að tekið
sé dæmi, skrifaði víðlesnasta blað
Parísarborgar, „Le Petit Journ-
al“, að réttast væri að nota kín-
verskar pyntingar í málinu. Þar
að auki birti blaðið grein undir
nafninu „Sannur föðurlandsvin-
ur“, þar sem stungið var upp á
því, að Dreyfus yrði settur í járn-
búr, því næst skyldu raðir liðs-
foringja ganga fram hjá og
hrækja á hann! Siðan yrði hann
skotinn!
★ ★ ★
Dómurinn féll 22. des. 1894
eftir málaferli, er fóru fram fyrir
lokuðum dyrum. — Aðalvitnið,
Henry majór, gaf ofstækisfulla
yfirlýsingu fyrir herréttinum:
„Það er hann, ég veit það, ég er
viss um það, ég sver það!“ Dreyf-
us fékk ekki eitt einasta tæki-
færi til að sanna sakleysi sitt og
frammi fyrir hinum ólöglærðu
dómurum herréttarins mátti
verjandi hans, Demange mála-
flutningsmaður, sín einskis þrátt
fyrir sinn mikla dugnað og hæfni.
Síðar kom það í ljós, að Mercier
hermálaráðherra hafði sýnt dóm-
urum herréttarins leyniskjöl án
þess að skýra Dreyfusi eða verj-
éndum hans frá því. Skjöl þessi
höfðu verið rangfærð, þannig að
raunverulega áttu þau ekki við
Dreyfus, heldur þann er sekur
var um njósnirnar!
BROTTREKSTUR
MEÐ SKÖMM
Dómur Dreyfusar var brott-
rekstur úr hernum með skömm
og ævilöng útlegð, og hinn veik-
lundaði Mercier, er svo mjög
hafði óttazt blöðin, er óvinveitt
voru Gyðingum, varð einskonar
þjóðhetja!
Skríllinn varð samt sem áður
fyrir vonbrigðum, hann hafði bú-
izt við dauðadómi, og til þess að
róa skrílinn var ákveðið að
senda Dreyfus til hinnar ill-
ræmdu Djöflaeyjar fyrir utan Ca-
yenne, og öll meðferð hans skyldi
vera með hinni mestu grimmd.
Áður en Dreyfus var fluttur í út-
legð, átti hinn smánarlegi brott-
rekstur sér stað — hinn kval-
ræðisfulli og óhugnanlegi atburð-
ur fyrir framan herskólann 5.
jan. 1895, er greipti sig í hug þeirr
ar kynslóðar, er þá lifði, og enn
í dag hefir þjakandi áhrif á alla,
er lesa um það og hafa nsegilegt
ímyndunarafl til að gera sér
hann í hugarlund.
ÉG ER SAKLAUS —“
Meðan herlúðrarnir voru þeytt
ir stóð Dreyfus niðurbrotinn fyr-
ir framan fylkingarbrjóst her-
mannaraðanna, og Darras hers-
höfðingi las dóminn með hárri
röddu: „Alfred Dreyfus, þér eruð
þess óverðugur að bera vopn. í
nafni frönsku þjóðarinnar svipti
ég yður hermannstign yðar og
lýsi yður brottrækan úr hern-
um!“ Svar Dreyfusar varð að
sársaukafullu ópi: „Ég sver við
höfuð konu minnar og barna, að
ég er saklaus. Frakkland lifi!“
Með heiftarlegu látbragði braut
liðsforingi sverð hans, og Dreyfus
var leiddur meðfram röðum her-
manna og æsts skríls, er æpti:
„Svikari, Júdas — drepið hann“.
Fangelsisstjórinn, Forzinette
majór, var sá eini, er var sann-
færður um sakleysi Dreyfusar,
hann gekk djarflega fram og
þrýsti hönd hans!
Emile Znla: „Eg ákteri . » . .“
FANGI Á DJÖFLAEYJU
Dreyfus sætti þrælslegri með-
ferð á Djöflaeyjunni. Honum var
ekki leyft að hafa konu sína hjá
sér eins og öðrum föngum, hann
í L’Aurore sína frægu grein, er
hófst með orðunum: „Ég ákæri
. . .“ Snerist Zola þar með hvöss-
um orðum gegn Esterhazy og
klíku hans. Greininni lauk með
þessari ákefðarfullu yfirlýsingu:
„Ástríða mín er þrá eftir ljósi í
nafni mannkynsins. Mín hörðu
mótmæli eru aðeins óp frá hjarta
mínu. Menn mega draga mig fyrir
mátti ekki yrða á fangaverðina,
bréf hans voru stytt Hann vartf
að sætta sig við ruddalega hrekki.
Eftir margra ára einangrun á
eynni, fékk hann einu sinni sím-
skeyti um, að kona hans hefði
alið barn!
★ ★ ★
Árið 1895 heppnaðist vini
Dreyfusar, Picquart ofursta, a®
sanna, að afritið, er var aðalsönn-
unargagnið gegn Dreyfusi, var
ritað af Esterhazy majór, en her-
málaráðherra og herforingjaráðið
voru andvígir því, að málið yrði
tekið upp á nýjan leik. Næsta ár
voru afhjúpaðar þær hneykslan-
legu aðferðir er notaðar höfðu
verið í málaferlunum, þ.e. að her-
málaráðherrann án þess að láta
Dreyfus eða verjendur hans vita,
hafði framvísað og "misnotað
leynskjöl, og Parísarblað nokk-
urt birti rithöndina á afritinu.
Afleiðingin varð sú, að 11 rit-
handarsérfræðingar í Eviópu
lýstu eindregið yfir því, að
Dreyfus hefði ekki skrifað af-
ritið. Yfirvöldin neituðu statt og
stöðugt kröfum um málsrann-
sókn — og Dreyfus varð áfram að
þola óbærilegar þjáningar á
Djöflaeyjunni!
„ÉG ÁKÆRI . . .“
Þegar hér var komið tók Emilé
Zola að láta að sér kveða og ritaði.
lög og dóm, og láta fara fram
opinbera rannsókn! Ég vænti
þess!“
Zola þurfti ekki að bíða ár-
angurslaust. „Zola hefir verið
mútað, honum er borgað fyrir
þetta!“ var æpt út um allt Frakk-
land, og Zola var ákærður og
dæmdur til eins árs fangelsisvist-
ar. Þegar dómurinn var kveðinn.
upp, hrópaði hann til æsts,
tryllts skrílsins í réttarsalnum:
„Einhvern tíma mun Frakkland
þakka mér, því að ég hefi bjarg-
að heiðri þess!“
SÝKNAÐUR!
Nú var komið slíkt rót á málið,
er dugði til að knýja fram rétt-
læti. Picquart, er fórnaði öllum
tíma sínum til að sanna sakleysL
vinar síns, og hafði þess vegna
verið vísað úr hernum, heppnað-
ist að sýna fram á, að öll ákæran
gegn Dreyfusi hefði verið byggð
á fölsun skjala.
Afritið var skrifað af Est-
erhazy og sönnunargögnin gegn
Dreyfus voru sett fram á ólög-
legan hátt af vini Esterhazýs,
Henry majór. Henry var tekinn
fastur, en framdi sjálfsmorð. —
Málið kom fyrir yfirdóm, er úr-
skurðaði að herréttur skyldi sett-
ur að nýju í Rennes, og Dreyfus
var fluttur heim frá Djöflaeyj-
unni. En þó sakleysi Dreyfusar
væri raunverulega fyllilega sann-
að, var ekki hægt að sýkna hann,
aðeins náða hann. Með reiði al-
heimsins vofandi yfir höfðf sér
dæmdi herrétturinn árið 1899-
Dreyfus enn á ný sekan og til I0>
ára fangelsisvistar, en bauð hon-
um þegar í stað uppgjöf saka.
Dreyfus þáði það eftir nokkurt
hik til að geta unnið að því að"
sanna sakleysi sitt. Loks sumarið"
1904 var felldur úrskurður þess.
efnis, að ekkert af þeim ákærum,
er beint hafði verið gegn Dfeyf-
us, væru sannar. Hann var sýkn-
aður fyrir rétti og sæmdur
majórstitli og krossi heiðursfylk-
ingarinnar.
★ ★ ★ .
Þessi tíu ár í helvíti höfðu.
orðið Dreyfus slikt áfall, að hann.
beið þess aldrei bætur. Skömmu.
eftir þá uppreisn sinna mála, er
hann loksins hlaut, yfirgaf hann
Frakkland og settist að ásamt
íjölskyldu sinni í Sviss. — MáL
þessa liðsforingja hafði komið
öllum heiminum í mikla geðs-
hræringu, en hann var sjálfun
orðinn lotinn, gráhærður og hlé-
drægur. Hann gat aldrei notið
neinnar lífshamingju — menn.
geta þjáðst óverðskuldað svo.
Frh, á bls. 27. ,