Morgunblaðið - 18.11.1954, Síða 12
28
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 18. nóv. 1954
izm a J
unr
Leikbræður!
,rEinvígi í sólinni"
TRÍPÓLIBÍÓ hefur nú hafið sýn-
ingar á amerískri stórmynd er
nefnist „Einvígi í sólinni“ (Duel
in the Sun). Mynd þessa, sem
tekin er í litum, hefur gert hinn
snjatli og víðfraegi kvikmynda-
framleiðandi David O. Selznick,
sá hinn sami, er gerði hina stór-
brotnu og áhrifaríku kvikmynd
„Á hverfanda hveli“, er hér var
sýnd fyrir nokkrum árum við
geysimikla aðsókn og hrifni á-
horfenda. Hefur Selznick varið of
fjár til þessarar myndar, og ekk-
ert til sparað að gera hana sem
bezt úr garði, enda er myndin
stórfengleg að öllum búnaði, og
vel leikin. Hafa aðalhlutverkin
á hendi leikendur sem um langt
skeið hafa verið í fremstu röð
kvikmyndaleikara, svo sem þau
Jennifér Jones, Gregory Peck,
Joseph Colten og Lionel Barry-
more.
Sagan gerist að mestu á stór-
um búgarði í Texas og lýsir
þ-ungum örlögum blóðheitrar og
skapmikitlar ungrar stúlku Pearl
Chavez, sem er kynblendingur,
og ástum hennar og Lewt Mc-
Canles, yngsta sonarins á bú-
garðinum. Átökin á milli þeirra
eru sterk og verða örlagarík áður
en lýkur, en sú saga verður ekki
rakin hér.
J ennifer Jones leikur hina
ungu stúlku af frábærri list.
sterkri innlifun og þrótti, og ó-
venjulegu raunsæi Er hlutverk-
ið bæði mikið og vandasamt, því
að sálarlíf þessarar örgeðja og
btt tömdu stúlku er margslung-
ið, svo að hún hendist öfganna á
milli í tilfinningum sínum.
Gregory Peck fer með hlut-
verk Lewt McCanles, hins sam-
vizkulausa og harðsnúna unga
manns og gerir því ágæt skil.
Einkum nýtur sín þar vel karl
mennska og þróttur þessa glæsi-
lega leikara og kunnugleiki hans
á lífi og háttum manna í hinu
„villta vestri", setur mikinn
raunveruleikablæ á leik hans. _
Jósep Cotten leikur hinn unga
og göfuga lögfræðing Jesse Mc-
Canles, eldri bróður Lewt’s og
kemur hann mikið við sögu.
Cotten er ungur og viðfeldinn
léikari og fer mjög vel með hlut-
verk sitt.
En síðast en kki sízt ber að
nefna Lionel Barrymore í hlut-
verki McCánles öldungadeildar-
þingmanns, föður þeirra I.ewt’s
og Jesse. Gamli maðurinn er
barðstjóri, ráðríkur og ofsafeng-
inn í skapi og h'tt fyrir það að
láta hlut sinn, við hvern sem er
að eiga. Þó á hann sínar mann-
lcgu tilfinningar er á reynir,
eins og ljóst kemur fram í mynd-
inni í lokin.
Af öðrum leikendum má nefna
I'illian Gish, hina gamalkunnu
kvikmyndastjörnu (margir eldri
menn muna sjálfsagt eftir hinum
ungu og fríðu Gish-systrum). en
bún leikur frú McCanles móður
þeirra Lewt’s og Jesse, og Her-
bért Marshall er leikur föður
Pearl Chavez.
Myndin er sem áðnr segir stór
í brotum og auk aðalleikendanna
koma þar fram um 6500 „stat-
istar“.
lögum, sem seljast geypivel í vel-
flestum löndum veraldarinnar. í
nóvemberhefti Modern screen eru
ótal fréttir af leikurum, körlum
og konum. í blaði þessu er m.a.
einn fastur dálkur, sem kunn
fréttakona í Hollywood, Louella
Parson, sér um og nefnir Góðar
fréttir. Er það einskonar kjafta-
sögudálkur með myndum.
★ *★
MEÐAL frétta er þarna að finna
frásögn af því að nú sé Susan
Hayward og Jess Barker skilin
að lögum. Hjónaband þeirra fór
algerlega út um þúfur eftir mikil
slagsmál þeirra í milli úti í garð-
inum í kringum hús þerrra. Þar
sló Jess konu sína og kaffærði
hana í sundlauginni. Hún hróp-
aði á hjálp Og nágrannar hringdu
á lögregluna, sem kom skjótt og
skarst í leikinn. Sagt er að Susan
hafi boðizt til að greiða Jess eigin
manni sínum 100 þús. dali ef hann
vildi fallast á skilnað hávaða-
laust. Hann neitaði og fór með
málið fyrir dómstólana. Fyrir
bragðið varð hann af fjárupp-
hæðinni. Susan er ákaflega fræg
leikkona og á stóran hlut í kvik-
myndafélagi og er sjóðrík. En
Jess er fremur lítt kunnur sem
leikari, en mun þó hafa fengið
einhver smáhlutverk í nokkrum
kvikmyndum. En sem sagt: þau
Susan og Jess eru skilin og hún
segist vera fullkomlega ham-
ingjusöm núna, en hann kvað
vera heldur auralaus pilturinn,
því Susan greiddi honum laun
við fyrir að vera heima og líta
eftir þjónustufólkinu, heimilinu
og börnunum, sem voru tveir
litlir strákhnokkar
***
í SUMAR fóru a.m.k. tveir ná-
ungar í Hollywood á laxveiðar.
Það voru þeir Bing Crosby, sem
er einhver vinsælasti dægurlaga- 1
söngvari heimsins, og Phil Harris,
víðkunnur hljómsveitarstjóri og
gamanleikari í Bandarikjunum.
Þeir veiddu alveg prýðilega og
laxarnir voru hreint ekki svo
sig út úr skemmtanalífinu og
starfaði ekkert um nokkurn tíma
og var því spáð, að hún væri
hröpuð „stjarna“. Hún hljóp í
spik og það var eiginlega allt illt
að hjá henni. En svo reif hún sig
upp úr þessum doða, fór í megr-
unarkúr og tók að leika að nýju,
ekki í kvikmynd heldur á leik-
sviði á Broadway í New York.
Þar söng hún meðal annars lagið
Over the rainbow við svo geysi-
legan fögnuð frumsýningargesta,
að shks munu fá eða engin dæmi
í sögu leikhúsanna við Broad-
way. Lagið fór síðan sigurför um
öll Bandaríkin.
***
FYRIR tveimur árum birtist
skyndilega ný stjarna á himni
leiklistarinnar. Þéssi nýja stjarna
var Audrey Hepburn, sem varð
fræg á einni nóttu, ef sVo mætti
að orði kveða, fyrir leik sinn í
Gigi eftir frönsku skáldkonuna
Colette, sem er nú nýlega látin.
Eftir leiksigurinn á Broadway
tók Audrey að leika í kvikmynd-
um og fluttist til Hollywood. —
Hún er ennþá ógift, en sagt er
að hún þjáist af ást til leikarans
Mel Ferrer, en hann e® nýskilinn
við konu sína, en heldur þó nánu
sambandi við hana, að því að sagt
er og þá vegna uppeidis tveggja
barna þeirra. En Audrey kvað
vera orðin einrsen vegna ástar
sinnar. Hún var nýlega á ferð í
Evrópu. Fór hún til London, en
þar tókst blaðamönnum aðeins
að ná í skottið á henni, áður en
hún fékk sér far tíl Sviss og fór
í felur þar.
★ **
VICTORE MATURE og konu
hans Dorothy, lenti saman í
hörkurifrildi á opinberum veit-
ingastað fyrir skömmu og ekki
var að spyrja að því: daginn eftir
höfðu bæði haft samband við lög-
fræðinga sína og beðið þá að
koma skilnaði í kring hið bráð-
asta. Kvöldið, sem þau rifust svo
heiftarlega, höfðu þau setið í
„cocktail-salnum“ í stóru veit-
ingahúsi og fengið sér einn eða
tvo cockteila. Svo stóð Dorothy
upp og gekk fram í símaklefa í
anddyrinu. Eftir skamma stund
stökk Victor á fætur og skálmaði
að klefanum, fór inn í hann og
lokaði á eftir sér. Og þá byrjaði
þetta sögulega rifrildi! Gestir
veitingastaðarins gátu svo greini-
lega séð, að þeim var meir en
lítið niðri fyrir, en ekkert heyrð-
ist samt út fyrir klefann. Og dag-
inn eftir töluðu þaú við lögfræð-
ingana sína með skilnað í huga.
Heyrðu kisi, hvað ertu að drekka?
Má ég smakka! tlff, það fer upp í nefið á mér!
Jæja, það er bezt þú fáir upp í nefið líka!
Tignir menn ræðn um
mdtt menntunnr
U
***
Ego.
★
ÞAÐ ER hreint ekki svo lítið,
sem skeður í Hollywood
svona yfirleitt. — Einhverjum
finnst það kannski furðulegt að
gerlegt skuli vera að gefa út fjöl-
mörg stór mánaðarrit um ekki
stærri hóp af fólki heldur en
kvikmyndaleikarana þar. — En
þannig er þetta nú, að þessi blöð
vírðast aldrei verá í neiiiu 'efnis-
hrakiog eru gefin út í risaupp-
smáir eins og bezt sézt á mynd-
inni, sem fylgir þessum greinar-
stúf. Bing sendi Louellu mynd-
ina og skrifaði henni nokkrar
línur með henni. Þar segir m.a.:
— Það er ákaflega skemmtilegt
að fara á laxveiðar með Harris.
Hann er svo bráðskemmtilegur
maður og viðhefur svo kúnstugar
veiðiaðferðir, hann talar til fisk-
anna og jafnvel syngur fyrir þá!
- ★ *★
JUDY GARLAND, sem er ákaf-
lega vinsæl fyrir söng, dans og
leik sinn í fjölda kvikmynda,
sem sýndar hafa verið hér, hefur
nú nýlega lokið við að leika í
kvikmynd sem heitir: Kvik-
myndastjarna í heiminn borin.
Judy lenti í einhverju leiðinda-
máli fyrir tveim eða þrem árum
(áð mig nrinnir eitfhvað í sam-
bandi við eiturlyf). Þá dró hún
PEGGY LEE er eln vinsælasta
dægurlagasöngkona Bandaríkj-
anna. Hún fæddist og ólst upp í
Jamestown í Norður-Dakota og
var skírð Norma Egstrom. Hún
fór að heiman þegar hún var um
tvítugt til að leita sér frægðar
og frama, sem henni tókst að öðl-
ast á mjög skömmum tíma. Hún
hefur sungið á fjöldamargar
grammafónsplötur, komið fram í
útvarpi og sjónvarpi, leikið í
kvikmyndum og margt fleira hef
ur hún unnið, allt með ágætum
árangri. Nú síðustu tvö eða þrjú
árin hefur hún gert talsvert af
því að semja dægurlög og sum
þeirra (alls hefur hún gefið út ■
um 70) orðið geysivinsæl í Banda
ríkjunum. Tvö lög eftir hana
hafa náð því að seljast í tveimur
milljónum eintaka. Eru það lögin
Manana og It’s a good day. En þeg
ar Peggy hefur lítið að gera (og !
það er nú varla oft!) þá yrkir
hún ljóð og er ljóðabók eftir hana
væntanleg á bókamarkaðinn í
Bandaríkjunurrl áður én langt
um líður.
WASHINGTON í nóv. — Undir
kjörorðinu, „réttur mannsins til
þekkingar og frjálsrar notkunar
hennar“, hélt Columbía háskól-
inn 200 ára afmælishátíð sína í
Iok síðastl. mánaðar. 1. nóvember
náði hátíðin hámarki, en þann
dag voru liðin rétt 200 ár frá
því að Georg annar Bretakonung
ur staðfesti skipulagsskrá há-
skólans.
Hver af öðrum hinna tignu
gesta, sem boðnir voru til hátíð-
arinnar — en í fararbroddi þeirra
voru Elísabet drottningarmóðir,
Adenauer kanslari, Dag Hammer-
skjold og Spaak, utanríkisráð-
herra Belgíu — lagði áherzlu á
hina miklu þýðingu frjálsrar
notkunar þekkingarinnar í heimi,
eins og Dag Hammerskjold orð-
aði það, sem haldinn er geigvæn-
legum „ótta við þekkinguna" og
þar sem teknir hafa verið upp
„hættir hinna dimmu alda.
Elísabet drottningarmóðir sagði
að aldrei hefði verið meiri þörf
erfnú, fyrir „vel þjálfaða greina-
góða hugsun“ til þess að veita
yiðnám. „flóðöldu efnishyggju og
vantrúar“. Drottningarmóðirin
las upp kveðju frá dóttur sinni,
Elísabetu II., þar sem hún óskar
háskólanum til hamingju með að
hafa efnt heit sitt um að varð-
veita trúarlegar kenningar „og
frelsi fyrir alla og þann menn-
ingarauka, sem hlýst af þekk-
ingu fyrir alla.“
Dr. Konrad Adenauer flutti
kveðju frá þjóð, sem er sundur-
hlitin af „landamærum milli
frelsis og kúgunar“ og hann
spáði sigri sameigihlegra hug-
sjóna, er tengja myhdu saman
þjóðirnar í baráttunni fyrir friði
og frelsi. Dr. Adenauer gat ekki
lesið ávarp sitt sjálfur, þar sem
honum hafði rétt um þessar
mundir borist fregnin um lát dr.
Ehlers, forseta neðri deildar
þýzka þingsins, sem var einn öfl-
ugasti stuðningsmaður hans og
vinur, í þýzkurn stjórnmálum. í
stað hans flutti dr. Walter
Hallstein ávarpið.
Aðrir ræðumenn voru vara-
forsætisráðherra Indlands, utan-
ríkisráðherra Belgíu, kénnslu-
málaráðherrar Frakka og ítala
og fulltrúar háskólanna í Suður-
Ameríku.
í kveðjuræðu sinni sagði Jorseti
háskólans, dr. Grayson Kirk að
þekkingin yrði að vera horn-
steinn friðsamlegs og skipulega
heims.
„Heimurinn er of lítill fyrir
ofbeldi, hann er jafnvel of lítill
fyrir þann skort á umburðar-
lyndi, sem elur af sér ofbeldi“,
sagði hann. „Það hljómar eins
og öfugmæli, að eftir því
sem heimurinn gerist minni eftir
því þurfa mennirnir að stækka.
Þeir geta stækkað ef hægt er að
fá þá til þess að drekka í sig
þann anda sem ríkir í hinum
frjálsu háskólum okkar“.
KAUPMANNAHÖFN. — Heim-
sókn keisarans af Eþíópíu til
Kaupmannahafnar veldur þeim,
er matreiða eiga rétti hins tigna
gests talsverðum erfiðleikum. —
Endur og gæsir eru heilög dýr
í Eþíópíu og keisarinn má ekki
leggja sér þau til munns, á föstu-
dögum má hann heldúr kki borða
kjöt, egg, smjör, mjólk ög ost.