Morgunblaðið - 30.11.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1954, Blaðsíða 6
e MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. nóvember 1954 \lvjar bækur frá í saf oldarprentsmi ðj u Værmggasaga efíir SIGFÚS BIÖNDAL. Dr. phil. Sigfús Blöndal er framar öllu kunnur vegna hins mikla orða- bókarstarfs síns, sem eitt út af fyrir sig nægir til þess að tryggja honum heiðurssess meðal merkustu fræðimanna íslenzkra; þó fer því fjarri að hann hafi ekki við annað fengizt. Hann kom víða við í ís- lenzkum fræðum eins og margir vita, en hitt er síður á almanna vit- orði að háskólanám hans var klassísk málfræði og að hann hélt alla ævi tryggð við fornar menntir, þó að störl hans væru lengst af á öðr- um sviðum. Staðgóð þekking hans á klassiskum fræðum kom honum þó að góðu haldi bæði í ævistarfi hans á konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn svo og í undirbúningi bókar þeirrar, sem hér birtist íslenzkum lesendum. — Á íslenzku hefur fátt eitt verið um Væringja ritað í samhengi fram að þessu, en hér er í fyrsta sinni dreginn saman 1 eitt allur fróðleikur, sem máli skiptir úr fornum heimildum um Vær- Tmarbrögð mannkyns eftir SIGURBJÖRN EINARSSON ingja og afrek þeirra í Miklagarði og víðar um Suðurlönd. 1 augum íslendinga hefur löngum leikið ævintýrabjarmi um Væringja, en þekking á sögu þeirra hins vegar verið af skornum skammti. Hér gefst nú íslenzkum lesendum kostur á að kynnast því á einum stað, hvað um þá er vitað, ekki aðeins úr íslenzkum fornritum, heldur og úr erlendum samtímaheimildum, rituðum af mönnum, sem umgengust þá og þekktu af eigin raun og höfðu sannar sagnir af afrekum þeirra. prófessor Á síðari tímum hafa flest mannaból verið könnuð. Hvar sem menn hafa orðið fyrir: á úthafseyjum, í auðnavinjum, í frumskógum hita- beltisins og á heimsskautaþröm, hafa þeir reynst trúmenn með e'in- hverjum hætti. Ferðalangar hafa stundum þótzt finna fólk í ein- hverjum afkymum, sem ekki hefði neinar trúarhugmyndir. Nánari athugun hefur einlægt hnekkt slíkum fregnum. — 1 bókinni Trúar- brögð mannkyns segir prófessor Sigurbjöi'n Einarsson frá öllum átrúnaði, sem menn þekkja, fram að kristinni trú, og skiptir bókinni í þessa kafla: Frumstæðar þjóðir; Egyptar; Kaldear; íranar; Hell- enar; Rómverjar; Indverjar; Kínverjar; Japanar; Arabar. — Þetta er bók, sem hver hugsandi maður hefur bæði gagn og gaman af að lesa, og varla er hægt að hugsa sér betri jólagjöf en einmitt þessa bók. Ljóðasafn Sigurðar BreiÓfjöri Sveinbjörn Sigurjónsson magister hefur búið undir prentun. Þetta er annað bindið af þremur, en hið síðasta mun koma út að ári. Ljóð- um þessa bindis hefur verið skipt í flokka, líkt og stefnt var að í Ljóðasmámunum Sigurðar Breiðfjörðs hinum fyrri. — Flokkarnir eru þessir: Skáldið og umhverfið, Ljóðabréf, Stökur og smákviðling- ar og Formannavísur. Sérstaklega má benda á, að lausavísunum fvlgja oft. nokkrar frásagnir í óbundnu máli um tildrög þeirra, og eru vís- urnar fyrir það miklu skemmtilegri og bregða upp skýrum svipmynd- um af lífi höfundar og samtíð. Slefftireka eftir HELGA HÁLFDANARSON. I bók þessari tekur Helgi sér fyrir hendur að skýra kvæði ög vísur í nokkru af fornsögunum: Sonatorrek, Árinbjarnarkviðu, Höfuðlausn, Lausavísur í Eglu, Vísur í Gunnlaugssögu, Vísur í Bjarnarsögu Hít- dælakappa, Vísu í Heiðarvíga sögu, Vísur í Eyrbyggja sögu, Vísur í Gísla sögu, Vísur í Hallfreðar sögu, Vísur í Kormákssögu. — Þeir, sem unna fornsögum vorum þurfa að lesa þessa bók. Í\IV SENDING Jersey-kjólar GULLFOSS . AÐALSTRÆTI MARKAÐURINN Hafnafstræti 11 UIVGLIIVG vantar til aS bera blaSi'S til kaupenda viS BERGSTAÐASTItÆTI FLÓKAGÖTU FJÓLUGÖTU TaliS strax viS a/greiSsluna. — Simi 1600. MARKAÐURINN Laugavegi 100 Tvö lítil 3 Forstofuherbergi (ekki samlig-gjandi), — til leigu fyrir einhleypa. Leigj NÝKOMIÐ ast saman eða sitt í hvoru lagi. Aðgangur að síma eft- ir samkomul. Reglusemi á- skilin. Tilb. merkt: „Smá- S U C C A T LIVORNO [ KOKOSMJÖL, fínt Sýróp LYLE’S GOLDEN íbúðahverfi — 134“, sendist afgreiðslu Mbl. Matarlím í þunnum plötum I Matarlím „SPA“ 14 lbs. boxum BIIíD’s CUSTARD duft Í Skrifstofustúlka áskar eftir BIRD’s Gerduft í 8 oz. dósum HERBERGI CALUMET Gerduft í 1 og % lbs. dósum í mið- eða vesturbænum. Al- gerri regluáémi heitið. Til- boð sendist afgr. Mbl. fyrir næst komandi miðvikudag, merkt: „Alveg í vandræðum — 123“. Öía^óóon Js? UemLöpt : Sími: 82790 þrjár línur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.