Alþýðublaðið - 26.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefið tit af Aiþýðnflokknum. Laugardaginn 26. júní 143. tölubl. 1920 JCosnmgar i Danm. Khöfn, 25. júní. Kosningar tii þjóðþingsins fara fram 6. júlí og kosningar til land- þingsins 10. ágúst. fátxkrahverji. Sjálfstjórnarliðiö er að steypa bænum í voða. Alstaðar í hinum mentaða heimi eru fátækrahverfi stórborganna mesta áhyggjuefni allra hugsandi manna þjóðanna. Götúrnar í þeim eru mjóar, óþrifalegar og dimmar, Msin hrörleg og óvistleg, full alls- konar ólyfjunar. Og ekkert ráð er til, sem dugað getur, nema það, að rífa þessi hverfi gersamlega og reisa nýja borgarhluta með heii- næmara, hyggilegra og mannúð- iegru fyrirkomulagi. Allir sem hafa hinn minsta snefil af samúðartilfinningu í brjóstum sér, eða finna til göfugri hvata en eigingirninnar, óska að þessi hverfi hefðu aldrei verið til. Þeir vita, að þau eru bein afleiðing óvitur- legrar stjórnar þeirra, sem með völdin fóru á undan þeim. Og þeir viðurkenna, að eigtngirnin og einstaklingshyggjan eru undirrót misskiftingar auðsins, og allrar þeirrar bölvunar, er fyr og síðar liefir leitt af henni. En fjárhagslega bölið er ehki versti íbúi fátækrahverfanna. Það átakanlegasta og jafnframt sorg- legasta við þau er það, að varla finst nokkur manneskja, hvorki ung né gömul, sem ekki er alger- lega andlega dauð. Skorturinn, ó- þægindin, óþrifin og myrkrið hafa grafið þær lifandi. Gert þær að vesalingum, sem varla eiga sér uppreisnarvon. Og þær sem ein- hverja hugsun hafa eru svo svart- sýnar, að hryllingur fer um mann, er hugsað er til þess. Engan furð- ar á að svona er komið, þegar hann þekkir til ástandsins. En þeir sem hvorki hafa vit né vilja til þess, að setja sig í spor öreig- anna, komast aldrei að annari niðurstöðu en þeirri, að þetta sé þeim sjálfum að kenna. Að þeir séu fæddir til þess að lifa þessu lífi, og ef þeir geti ekki hjálpar- laust rifið sig úr klóm örbirgðar og andleysis, þá sé ekkert við því að gera; þeir eigi ekki betra skil- ið — ræflarnir; þeim sé þetta mátulegt fyrir dugleysið. Og þeir séu líka beinlínis fæddir til þess að þræla — þræla fyrir hina, sem aldir hafa verið upp við betri lífs- skilyrði, og sem hafa völdin og — peningana. Er svona hugsunarháttur kristi- legur? Er hann samboðinn nokkr- um þeim manni, er vill teljast maðurr Vissulega ekki. Ómálga dýrin eru göfugri en þannig hugsandi menn. Fátækrahverfin í stórborgunum eru það átumein á þjóðlíkamanum, sem við verðum að skera í burtu, sagði frægur enskur stjórnmála- maður einu sinni. Þau standa heims- veldi voru, mest allra hluta, fyrir þrifum. Eigum við íslendingar þá að loka augunum fyrir því, að hér í Reykjavík er verið að gera tilraun til þess að mynda fátækrahverfi, annað hvort viljandi eða óviljandi. „Pólarnir" svo nefndu voru upp- haflega reistir yfir húsnæðislaust fólk, til bráðabirgða, þegar óvíst var hvort ekki mundi borga sig að bíða, unz efni félli í vefði. Þá vonuðu allir, að stríðið myndi standa skamma stund, og dýrtíð- in myndi verða enn skemmri. Bráðabirgðaskýlin voru þvf afsak- anleg þá. En þau eru það ekki lengur. Það hefir áður verið bent á það hér í blaðinu, að ,póla*smíðin er bænum fjárhagslega til skaða. Og alt öðru máli gegnir að reisa bráðabirgðaskýli nú, en á fyrstu strfðsárunum. Hér skal því að eins tekin sú hliðin á þessu máli, er að almenn- ingsheill Iýtur, að undanskildum fjármálunum. Með því að hrúga saman í hópa fólki því, er fátækast er í bænum, rekur að lokum að hinu sama og eg í upphafi þessa máls gat um að ætti sér stað erlendis. Fólkinu fjölgar smámsaman. Og verði þessari „póla“stefnu haldið áfram, meðan húsnæðisvandræðin eru svona mikil, er ekki annað sýnna, en komið verði hér í sama öng- þveitið innan skamms. „Póla“- smíðin er ekkert annað en kák. Haldið fram af borgarstjóra og Sj álfstjórnarliðinu, til þess að friða samvizkutetrin. Við hana raknar alls ekki úr húsnæðisleysinu. Það verður að eins um stigmun að ræða. Fólkið, sem neyðist til að gista þá, fer að eins frá einni plágu til annarar. Úr einni neyðar- vistinni r aðra. Og enginn fer í þá staði, sem það hefir hýrst í áður. Með þessu og öðru ráðlagi sínu er borgarstjóri og Sjálfstjórnarliðið að setja bæjarféiagið í þann voða, sem því ekki verður bjargað úr, fyr en alþýðan hefir fullkomlega tekið völdin í sínar hendur. Einasta og tryggasta vopnið, sem hún á og getur beitt, er vopn það, er í fjöldanum býr. Það er því skylda hvers einasta alþýðumanns (karla og kvenna) að skerast aldrei úr leik í barátt- unni við versta fjanda allra þjóð- prifamála, auðvaldið. Standið sem einn maður, og þá mun að lokum vel fara! Gerið alt, sem í ykkar valdi stendur, til þess að fátækra- hverfin verði ekki sömu átumeifiin hér og annarsstaðar í heiminum. Látið vfti annara ykkur að varn- aði verða. Alþýðan getur; og á að ráða, því það er hún, sem framleiðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.