Alþýðublaðið - 26.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ frá Grimsby, er strandaði síðastliðinn vetur í Gerðahólma undan Gerðum, fæst keyptur, ef viðunanlegt tilboð kemur. Skipið selst með öllu, sem í þvf er, og í því ástandi, er það fyrirfinst í, er salan fer fram. Nokkuð af veiðarfærum skipsins er þegar komið í land, og ósk- ast tilboð í þau sér í lagi. Þar eð tilboð eru væntanleg frá Englandi, verður tilboðum veitt móttaka til 20. júlí þ. á. Tilboð sendist undirrituðum, er gefur allar frekari upplýsingar. Reykjavík, 24. júní 1920. Geir H. Zoég-a. Verzl. Iljálmars Horsteinss., Sbólavörðustíg 4, Síini 840, hefir miklar birgðir með lágu verði: Gler f kistum og niðurskorið, flestar stærðir af saum og skrúfum. Hurðarskrár, handföng og lamir. Einnig gluggalamir, með öllu tilheyr- andi. Nýkomnar miklar birgðir af allskonar smámyndarömmum o. m. fl. Xoii konungur. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). „Vilja þeir fara niður?“ „Hvort þeir vilja þaðl Góður guð; þeir kretjast einskis annars, maður, en þess, að fá að fara niður. Það liggur við að þeir hafi gert upphlaup, til þess að fá leyfi til þess. Eg fer niður — þú líka, Percy — við förum allir niðurl Þegar við komum upp aftur, munum við vita meira um námu- reksturinn en áður". „Ágætt, eg fer líka", sagði sonur Kola konungs. XV. Hailur fékk aldrei að vita, hvað Percy sagði við Cartwright um kvöldið. Heyrði bara, að kallað var í námustjórann, og hálftíma síðar sá hann Percy koma bros- andi út með þær fregnir, að Halli Warner hefði algerlega skjátlast. Námustjórnin hefði gert alt, sem í hennar valdi stóð, til þess að koma loftdælunni sem allra fyrst í lag, svo hægt væri að opna námuna. Þessu var nú rétt lokið, og eftir eina eða tvær stundir átti að setja dæluna af stað, og i bíti næsta morgun gat hjálpar- liðið reynt að komast niður. Percy sagði þetta af svo mikilli sann- færingu, að Hallur hélt sem snögg- vast, að Percy tryði þessu sjálfur. Af því Hallur var þarna gestur, krafðist kurteisin þess, að hann léti sem hann tryði því, og hann félst á það, að láta hina gestina líta á sig sem flón. Percy bauð þeim Halli og Billy Keating að gista í lestinni um nóttina, en Hallur afþakkaði boðið. Hann sagðist vera svo skítugur, og auk þess sagðist hann fara á fætur í dögun, til þess að verða fyrsti maður niður. Percy svaraði, að námustjórinn hefði afsagt það — hann vildi ekki senda nema reynda menn niður, sem gætu gætt sfn sjálfir. Þar sem svo margir væru reiðubúnir til þessa verks, væri engin ástæða tii að hætta Iffi viðvaninga. Hallur sá, að hann varð að láta undan. Náman gat brunnið og hrunið, og það var hægt að fyrirgefa námu- stjóra það, en honum mundi aldrei verða fyrirgefið það, að láta hana hrynja ofan á son eigandans, eða einhvern vina hans. Hallur átti það á ha^tu, að verða kallaður vanþakklátur, en sagðist þó ætla að ráfa um og sjá þá taka seglið og fjalirnar ofan af námuopinu. Konurnar, sem ekki gátu sofið, höfðu safn- ast saman í sumum kofunum, til þess að syrgja í féiagí, og það var hið mesta miskunnarverk, að segja þeim þessa góðu fregn. Hallur og Keating urðu sam- ferða. Fyrst fóru þeir til Raffertys. Kona hans stökk á fætur og starði á þá, og tók svo að lofa Maríu mey með slíkum ákafa, að hún vakti alla krakkana. En þegar hún varð þess íullvís, að þeir vissu hvað þeir sögðu, þaut hún út til þess að breiða út fregnina, og augnabliki síðar voru göturnar fullar af fólki, sem flýtti sér f myrkrinu til uppgöngunnar. Nýleg regnkápa á stóran mann er til sölu á afgr. Alþbl. Alþbl. kostar I kr. á mánuðf. Verzlunin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, sími 503 selur: 12 tegundir af góðu, fínu Kaffibrauði, 3 teg- af Sirius suðusúkkulaði, Kakao og Sukkulade sælgæti, Kreyns vindla, góða og ódýra, Reyktóbak, Nef- tóbak, skorið og óskorið, Skólp- föturnar alþektu, Vatnsfötur, emaii- Ieraðar Ausur, Steikarpönnur, Borð- hnffa, Alumineum-gaffla, Matskeið- ar og Teskeiðar, afar ódýrt. Vasa- hnífa, Starfhnífa og skæri. Kaupið nú þar, sem ódýrast er. Alþýðiiblaðid er ódýrasta, fjölbreyttasta og hezta daghlað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.