Morgunblaðið - 08.12.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1954 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmáiaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Réttarglæpur í Kína ENN einu sinni hefur grimmd- aræði hinnar austrænu of- beldisstefnu kommúnismans birzt alheimi. Það er engin furða þótt það hafi vakið gremju um víða veröld, þegar kínverskir komm- únistar tilkynntu nýlega að 11 bandarískir flugmenn, sem voru teknir höndum í styrjöldinni í Kóreu, hafi verið dæmdir til langra fangelsisrefsinga fyrir njósnir. Fregn þessi vakti e. t. v. í fyrstu undrun, því að það eru þó nokkr- ir mánuðir liðnir síðan lokið var fangaskiptum í Kóreu í sambandi við vopnahléssamningana þar. Þá lofuðu samningamenn kommún- ista, þæði Norður-Kóreumenn og Kínverjar að skila öllum föngum úr liði Sameinuðu þjóðanna. Það verður því fyrst bert af frétt þessari að kommúnistar hafa svikið vopnahléssamningana í Kóreu á hinn svívirðilegasta hátt. Það er einkennandi hvernig það brot er framið, — með því að beita saklausa hermenn afarkost- um. Slík er virðing þeirra fyrir mannhelginni. Flugmenn þessir voru á flugi yfir Kóreu í sambandi við hern- aðaraðgerðir Sameinuðu þjóð- anna þar. Þá var flugvél þeirra skotin niður. Munu þeir hafa varpað sér út í fallhlífum og verið teknir höndum af hermönn um kommúnista. Nú tilkynnir Peking-útvarp- ið að mennirnir hafi verið dæmdir til þyngstu refsinga fyrir njósnir. Slíkt er siðferði þessara austrænu ofbeldis- manna. Og það þrátt fyrir að tekið sé skýrt og skilmerkilega fram í alþjóðalögum um styrj- aldir að einkennisbúnir menn geti aldrei talizt njósnarar. En ofbeldisseggjunum klígj- ar ekki við, þótt þeir brjóti alþjóðalög og gerða samninga og loforð. Þeir hafa jafnvel fengið sakborningana til að játa á sig margskonar glæpi sem ljóst hiýtur að vera öll- um staðreyndum málsins að eiga hvergi stoð. Einkennisbúinn hermaður hlýt ur jafnan að vera hreinn og opin- ber fulltrúi þjóðar sinnar og í þessu tilliti fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sem héldu uppi vörn- um fyrir hið smáa lýðræði í Suð- ur Kóreu. Það hlýtur að verða fordæmt af öllum, þegar styrj- aldaraðili tekur til að beita refs- ingum við hermenn fyrir það eitt að þeir eru til. Hver einstakur hermaður ræður því sjaldnast, að hann er sendur í orrahríðina. Þessvegna þykir það einn svívirði legasti stríðsglæpurinn þegar ein hver styrjaldaraðili tekur að refsa einstökum hermönnum fyr- ir það eitt að hafa verið í stríð- inu. Slíkt er hámark villimennsk- unnar, sýnir að engum sæmdar lögmálum er gætt. Og það verður æ ljósara, eftir því sem meiri fregnir berast af þessum réttarglæpum kommún- ista, að hérumræddir hermenn hafa hlotið svo grimmileg örlög, þungbærar refsivistir fyrir það eitt að þeir voru í liði S.Þ. — Annað geta þeir ekki hafa brotið af sér, því að þeir voru hand- | teknir þegar eftir að flugvél þeirra hrapaði niður. Á sama tíma og fréttir þess- ÚR DAGLEGA LÍFINU ar opna augu manna fyrir því hverskonar stjórn er við lýði í hinu Rauða Kína, gerist þetta sama ríki svo djarft að setja fram kröfur um að fá inngöngu í Sameinuðu þjóð- irnar. Það er eðlilegt að sú spurning vakni upp í því sam bandi, hvaða eðliseiginleika þetta ríki kommúnista hafi til að taka þátt í hinu friðsam- lega starfi Sameinuðu þjóð- anna fyrir nýjum og betra heimi. — Jú, Kína á eiginleika stærðarinnar, svo að eftir því ætti miklu að muna um það. En virðist yður að hinir kín- versku kommúnistar, sem lengra ganga jafnvel en nas- istar Hitlers í hinum mestu óhæfuverkum geti talizt hæfir til að ganga til samstarfs við siðmenntaðar þjóðir um varð- veizlu þess arfs, sem hugsjón S.Þ. geymir? Það er spurning, sem hrópar hátt á heiminn í sambandi við þessi síðustu ógeðsverk. Talið örugfl að Frakkar samþykki ÞAÐ ÞYKIR nú engum vafa undirorpið, að Frakkar muni endanlega staðfesta Parísar-1 samningana um endurvígbúnað Þjóðverja og þátttöku þeirra i varnarbandalagi Vestur-Evrópu. Benda allar líkur til að franska þingið veiti samþykki sitt fyrir jól. Mendés-France hafði kveðið svo á, að málið skyldi koma fyr- ir franska þingið til endanlegrar afgreiðslu 14. desember. En fyrir tilmæli utanríkismálanefndar þingsins féllst hann á að fresta umræðum til 20. desember. — Mendés France var að vísu ekki fús til þessa, en eftir að nefndin hafði heitið honum að afgreiðslu ] málsins yrði lokið fyrir jól, lét' hann svo gott heita. ÞaS er athyglisvert, að mót- spyrna sú, sem var gegn sam- þykkt Evrópuhersins, hefur bliknað fyrir hinum nýju til- lögum, sem Mendés-France hefur átt frumkvæðið að í hin- um miklu samningaumleitun- um í sumar. Jafnvel gagnrýni Edouard Herriots, hins aldna þjóðmálaskörungs, hefur nú þagnað. Og ennnþá meiri at- hygli hefur það vakið, að de Gaulle, sem frægastur varð fyrir hatramma baráttu gegn Evrópuhernum, hefur nú rofið þögnina og lýst sig fylgjandi samþykkt hinna nýju samn- inga. í nýútkomnu ávarpi leggur hann áherzlu á að reynt verði að ná samkomu-1 lagi við Rússa um öryggismál Evrópu, eftir að samningarn-! ir hafa verið samþykktir, en það er einmitt hið sama og helztu forustumenn Vestur- Evrópuþjóðanna hafa boðað. Það vakti því nokkra furðu, þegar einn af þingmönnum kommúnista stóð upp á þingi í gær og tók að útlista fyrir mönn- um að þeir Herriot og De Gaulle væru á móti Parísamsamningn- ALMAR skrifar: GÓÐ TÓNLIST SUNNUDAGINN 28. f. m. var mikið um góða tónlist í útvarp- inu, eins og jafnan á sunnudög- um, meðal annars hin undurfagra svíta nr. 3 í D-dúr eftir Bach, leikin af Adolf Busch og hljóm- sveit hans og fiðlukonsert í A- dúr eftir Mozart K. 219 með ein- leik Jascha Heifetz og ennfrem- ur ariur úr óperunni „Carmen“ ! eftir Bizet, er Diana Eustrati söng með Sinfóniuhljómsveitinni okkar undir stjórn Hildebrandts. Var tónlist þessi tekin á segui- band á hljómleikunum í Þjóð- leikhúsinu 10. júní 1953. — Allt er þetta afbragðsgóð tónlist og minnisstæðir munu mönnum vera hljómleikarnir í Þjóðleik- húsinu undir frábærri stjórn Hildebrandts og þá ekki síður glæsilegur söngur Eustrati. Því miður gat ég ekki þetta 1 kvöld hlustað á leikritið sem flutt var, „Sverðið“, eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur, er hún hefur samið eftir skáldsögu sinni „Dísu Mjöll“, en misjafna dóma hefur það fengið í mín eyru. Jrá úíuan UM ÍSLENZKT MÁL O. FL. HINN 29. f. m. ræddi Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. um mállýzkur og var fróðlegt og skemmtilegt á að hlýða, eins og reyndar alla þættina, sem fluttir eru um íslenzkt mál í útvarpið, enda eru þættir þessir í höndum rpmu í óí&uótiA, vilm ágætra manna, þar sem eru þeir kandidatarnir Jón Aðalsteimt, Árni Böðvarsson og Bjarni Vil- hjálmsson. Vil ég ógjarnan missa af þessum þáttum, og tek fylli- lega undir það, sem hlustandi einn sagði í bréfi til útvarpsins nýlega, að hann teldi þætti þessa með því betra, sem útvarpið flytti. — Þetta sama kvöld söng Kristín Einarsdóttir nokkur lög eftir erlend og innlend tónskáld með undirleik Carls Billich’s Kristín hefur einkar viðfeldna rödd, sem hún beitir af smekkvísi og er þvi góð skemmtun að söng hennar. Er hún tvímælalaust í betri röð þeirra íslenzkra söngvara, er láta til sín heyra í útvarpinu. KVENRÉTTINDAHREYFINGIN Á ÍSLANDI RANNVEIG Þorsteinsdóttir lög- fræðingur flutti þriðjudaginn 30. f. m. fróðlegt og vel samið er- indi þar sem hún rakti í stuttu máli sögu kvenréttindahreyfing- arinnar á íslandi. Gerði hún glögga grein fyrir hinni skeleggu baráttu margra mætra kvenna, er höfðu forustuna í þessari miklu réttlætis- og menningar- baráttu, er lauk með fullum sigri VeLl ancli óhnpar: 10 beztu listaverkin. ITÓLF manna kvöldsamkvæmi vel menntaðra og fróðra manna, fann einn gestanna upp á því að biðja hina að taka upp blað og blýant og skrifa niður k\ O) fl /vJ ií* æ L /> ■' þau 10 listaverk, sem þeir tejdu hin mestu, sem til væru í heim- inum. Leikrit Shakespears, sinfóniur Beethovens, „Venus frá Milo“, Algyðishofið í Aþenu og Illiads og Ódysseusarkviður Hómers fengu hvert fyrir sig 12 atkvæði. Með öðrum orðum — allir voru á einu máli um, að þetta væru fimm mestu listaverkin í heim- um. Það eru undarlegar fréttir. Sannleikurinn er sá, að það eru nú einvörðungu kommúnistar, sem halda áfram að þjóna Moskvu-kallí síhu. Dreyfing atkvæðanna. AF HINUM fimm fékk skreyt- ing Sistine-kapellunnar eftir Michelangelo 10 atkvæði, teikn- ingar Rafaels átta, skáldsögur Balzacs, „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Da Vinci og „Paradísamiss- ir“ eftir Milton fengu sex at- kvæði hver. „Inferno“ eftir Dante og „Ansidei Madonna“ eft- ir Rafael fimm atkvæði hver. „Dómsdagur“ eftir Tintoretto fékk fjögur atkvæði. Sonettur Miltons, Dæmisögur Esóps og óperur Wagners fengu þrjú at- kvæði hver fyrir sig og að lokum fengu kvæði Sappho eitt atkvæði. Austurvöllur og þingfáninn. VEGFARANDI skrifar: „Ég er einn þeirra mörgu, sem daglega á leið um Austur- völlinn, mér þykir alltaf vænt um þann stað. Alþingishúsið, Dómkirkjan, styttan af Jóni Sig- urðssyni og gamla ísafoldarhúsið á sínum gamla stað — og svo öll fallegu blómin, sem reyndar eru nú fölnuð — og horfin í bili, en þau eru þar samt — í huga okk- ar. — Allt þetta hefir svo undur þægileg, já blátt áfram bætandi áhrif á mig. En þegar ég tölti yfir Völlinn í gær tók ég eftir einu, sem mér fannst miður fara — það var fáninn, sem blakti við hún á Alþingishúsinu til merkis um, að þingfundur stæði yfir. Mér fannst þessi fáni eitthvað svo ósköp töturlegur og ósam- boðin hinni gömlu og virðulegu byggingu. Er hann bættur? EG HELD að fáninn sá arna hljóti að vera kominn til ára sinna og búinn að ljúka sínu hlut- verki. Litir hans eru orðnir dauf- ir og óskýrir annað hvort af ó- hreinindum eða elli og hlutföllin, sérstaklega í hvíta litnum komu mér einkennilega fyrir sjónir, þó kann vel að vera, að sjónvillu minni sé þar um að kenna. Ég sá ekki betur en að oddklofi hans væri úr öðru efni — og með öðr- um bláum lit — en í hinum hlut- um fánans. Eru þetta hreinlegar bætur eða hvað? Hljótum að hafa efni á . . . EG BENDI nú á þetta í fullri vinsemd, af því að mér finnst svo vænt um Alþingishúsið — og fánann okkar, að ég vil ekki að hinn minnsti óvirðingarblettur falli þar á og ég held að við hljótum að hafa efni á að yngja upp þingfánann okkar, þegar hann gerist of gamallegur. Vegfarandi“. O^Ö®G>s^> Skynsemi og rökvísi er lyk- illinn að dyr- um þekking- arinnar en ekki vizk- unnar. kvenþjóðarinnar hér fyrr en með ýmsum þjóðum öðrum. Saga þessarar baráttu hefur enn ekki verið skráð í heild og þó vissu- i lega kominn tími til þess. Er | þess að vænta að konur hefjist j handa um það sem fyrst. Þetta sama kvöld flutti Björn Th. Björnsson fróðlegt erindi um hin frægu dönsku gullhorn, sem fundust í jörðu í Danmörku (Suður-Jótlandi), annað árið 1639, hitt 1734, en var stolið úr listasafninu í Kaupmannahöfn 1802 og brædd upp. Er talið víst að hornin hafi verið af norræn- , um uppruna, frá því um 500 e. Kr. I 1. DESEMBER , ÚTVARPIÐ 1. desember var, sem , venja er til, að mestu helgað minningunni um frelsisbaráttu þjóðarinnar og höfðu stúdentar enn sem fyrr forgöngu um há- tíðarhöldin. Hófust þau með þvi að séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri messaði í kapellu Há- skólans. Kl. 2 e. h. flutti Jón Helgason prófessor ræðu af söl- um Alþingishússins, en í hátíðar- sal Háskólans fluttu síðan ræður þeir Gísli Sveinsson, fyrrv. sendi- herra og próf. Sigurbjörn Einars- ' son, en Kristinn Hallsson söng einsöng. Síðar um kvöldið sá Stúdentafélag Reykjavíkur um dagskrána er hófst með ávarpi formanns Stúdentafélagsins, Guðmundar Benediktssonar lög- fræðings. Þá fluttu ræður Bjarni Benediktsson, menntamálaráð- herra og Þórarinn Björnsson skólameistari á Akureyri. Auit þess sungu Glunta þeir Kristinn Hallsson og Friðrik Eyfjörð, en Lárus Pálsson söng létt lög við vísur eftir dr. Sigurð Þórarins- son. | Flestar ræðurnar, sem haldnar voru við þetta tækifæri voru hin- ar merkustu, vel samdar og skörulega fluttar, og þar einarð- lega haldið á málum en þó af hógværð og þekkingu á því sem rætt var um. ! RÆÐA PRÓF. JÓNS HELGASONAR NOKKUÐ þótti þó bregða út af um þetta í ræðu próf. Jóns Helgasonar. Hóf hann mál sitt með því að lýsa aðdáun sinni á hinum stórstígu framförum á undanförnum árum í landi hér, bæði í andlegum og veraldlegum efnum, en virtist þó ekki skilja að slíkt geisiátak kostaði nokk- urt fé. Þá harmaði hann hversu illa væri hér búið að íslenzkura vísindamönnum og gat þeirra miklu verkefna, sem biðu þeirra á öllum sviðum, ekki sízt fornum fræðum. Eru þetta vissulega orð að sönnu, en mörgum, sem á hlýddu, mun hafa orðið hugsað til þess, hversu slælega ræðu- maðurinn hefur gengið fram I því að afla sagnfræðingum vor- um þeirra gagna — íslenzku ; handritanna —, sem þeim er nauðsynleg við slík fræðistörf. — Þá fór prófessorinn hörðum orðum um siðleysið í stjórnmála- baráttunni hér og blaðamennsk- unni og brostu þá margir, þvi að prófessorinn er, flestum frem- ur, kunnur að kerskni í bundnu sem óbundnu máli, og að vanda mönnum lítt kveðjurnar þegar því er að skipta. — En það sem sérstaklega var áberandi í ræðu prófessorsins, var algert skiln- ingsleysi hans á því ástandi, sem : nú ríkir í heiminum, — hinum sterku átökum milli frelsis og ein ! ræðiskúgunar, — og aðstöðu vor íslendinga í þeim átökum. Því var ræða hans um hersetuna hér eintómur vaðall tekinn hrár úr dálkum blaða Rússadindlanna hér, Þjóðviljans og Frjálsrar þjóðar. — Þótti flestum prófess- orinn auka lítt hróður sinn við þetta skraf sitt. En þó tók út yfir um smekkleysi og blygðunarleysi er prófessorinn í lok ræðu sinn- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.