Morgunblaðið - 18.12.1954, Page 10
26
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1954
Kven og karla
Nylonsokkar
Ullarsokkar
Bómullarsokkar
Nyloncrepesokkar
Heildsölubirgðir:
íslcnzk-erlenda verzlunarfélagið
Garðastræti 2 — Sími 5333
IMU ER HVER SIÐASTUR
að kaupa jólagjöfina sígildu
GOMUL BLOÐ
mannamyndir eftir
JOHANNES
S. KJARVAL
%./ ;V 'ý
Vinsælasta gjafabftkin
til jólanna í skrautlegu
bandi — kor-iin aftur
í bókabúðirnar.
\TÖFRATRÉÐ
lííil barnabók prentuð
í 4 litum, aðeins
á 10 krónur.
Tryggið yðar
gjafabækornar
sem fyrst.
ÚTGEFANDI
ÍOPREIT
WJALMAR
R-OAPSÖN ,A.QM
%
ICELAND £ ICELAND
ILLUSTRATED > ILLUSTRATED
-..-........2............‘
• rxi&wir
IgSr IMAGES
mm, doslande
IMAGES-
DISLANBE
ISLAND
ISLAND
IM BílD
IM BILD
i ö wmmmm
feHI
I ■*
*
VíSTAS DE
ISLANDIA
VISTAS DE
ISLANDIA
— ÍácjgaribiaðHl með morgunkaffinu
Einn d f erð
Ný bók Sigurðar
Björnssonar
frá Brún
U' TVARPSFYRIRLESARAR
keppast nú við að segja
landslýðnum, í hvaða landi þeir
hafi alið manninn í sumar er leið,
Sumir hafa verið suður á hita-
beltisslóðum, aðrir vestur í
Yukon. Fjósakona hefur skrifað
ferðabók frá Frakklandi, hag-
fræðingur flakkað um Suður-
Ameríkulönd. En Sigurður frá
Brún hefur bara ferðast um ís-
land. Hann hefur ekki gengið i
þjónustu smáhestaeigendasam-
bandsins, sem Gunnar á Hvapn-
eyri stýrir ýmist hér eða suður
á Þýzkalandi og segir ekkert frá
reiðtúrum þar. En reiðgötur
þessa lands þekkir hann flestum
betur, og ekki hef ég séð betur
lýst annars staðar útsýni af hest-
baki en í þessari fyrstu bók Sig-
urðar frá Brún. Það er .unun að
sjá öll þau fallegu orð, sem hann
kann um það sem við hinir köll-
um landslag og veðráttu. Hann
fer um giljadrúldur og mýra-
hvörf í bleksvörtu hlákumyrkri,
en verður þó starsýnna á Sólar-
fjall og aVtnajökul, sem er „bjart
ur eins og önnur útgáfa af sól-
inni sjálfri.“ Hann hefur örnefni
á hraðbergi, hvar sem hann fer,
og ekki mun það tilviljun ein,
að oftast eru þau hljómmikil og
falleg.
Það svíkur því engan, sem ann
íslenzkri náttúru og tungu, að
bregða sér á bak góðhesti og fara
með Sigurði frá Brún um landið,
hvort heldur menn kjósa að ríða
Sprengisand í milli fjórðunga eða
láta skokka um byggðir sunnan,
norðan eða vestan lands. Álls
staðar er Sigurður heima, þekk-
ir landið og lýsir því, rifjar
gjarnan upp sögu, sem-gerzt hef-
ur. í Reykjadal minnist hann
prestskapar Jóns Arasonar á
Helgastöðum, í Víðimýrarseli
Stephans G., sem „faldi sjálfan
sig og sorg sína milli þúfna“, þeg-
ar synir efnamanna riðu suður
í skóla.
Landið, sagan og hestarnir eru
aðalefni þessarar bókar, fólkið
fer með minniháttar hlutverk
enda Sigurður ærið oft „einn á
ferð“. Þó segir hann víða
skemmtilega frá komu sinni til
bæja, og bregður fyrir glettni í
auga. Hann sér sjálfan sig sitj-
andi á ísjaka burðast við að kom-
ast í buxur og sokka, „hríðskjálf-
andi upp úr ánni“, eða sitjandi
á fótum sínum uppi í rúmi í báð-
stofu daglangt, ófús að stíga til
gólfs vegna lekavatns. Er þetta
og fleira í þessum dúr krydd í
frásögn, sem ekki berst mikið
á, en er því drýgri til fróðleiks
og skemmtunar sem lengur er
lesið.
Ekki er hvers manns færi að
segja góða ferðasögu, jafnvel
þótt efniviður sé fjölbréytileg
ferðalög um framandi lönd. En
hér hefur Sigurður frá Brún leyst
vel af hendi erfiðara hlutverk.
Hann fer um sveitir, sem flest-
um íslenlingum eru meira og
minna kunnar en gerir landið
þó nýstárlegt eins og málari, er
sér fleiri liti í hverju útsýni en’
aðrir. Still hans er myndauðugur,
og gott mál leikur honum á
tungu. Bókina prýða skemmtileg-
ar pennateikningar eftir Haildór
Pétursson. Norðri hefur gert bók-
ina vel úr garði. H. S.