Morgunblaðið - 23.12.1954, Side 2

Morgunblaðið - 23.12.1954, Side 2
18 MORGVN BLAÐIÐ Fimmtudagur 23. des. 1954 j HIN NÝJA LJÓÚAGERÐ Frumskógur og íshaf í>ETTA ljóðasafn er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki, sem Helga- felL byrjar nú að gefa út og nefn- ist Árbók skálda. Magnús Ás- geirsson er ritstjóri bókaflokks- ins og hann hefur sjálfur valið Ijóðin í þessa bók og ritað for- mála að henni. Aftast í bókinni er skáldatal með fáeinum ævi- atriðum hvers höfundar. Fyrir- hugað er, að Árbókin flytji smám saman ýmis konar efni auk” ljóða, t. d. smásagnasöfn og jafnvel rit- gerðasöfn. Svo eru ljóðin í þessu safni sundurleit að gerð, að erfitt myndi að gera þeim skil í einu lagi. Ég treysti mér varla til að nefna neitt, sem allir þessir höf. æltu sameiginlegt annað en það I að þeir yrkja á einhvers konar íslenzku, eru allir innan fertugs- aldurs og hafa ort eitthvað og látið lioma á prent undanfarinn áratug. Og er þá ekki mikið sagt. Fjölbreytnin er auðvitað stór- mikill kostur að því leyti, sem hún stafar af .sjálfstæðum vinnu- brögðum, en gerir að sama skaþi vandasamt að spá nokkru í spilin um framhald íslenzkrar ljóðlist- ar eftir þessari bók. í fljótu bragði má skipta höfundunum í tvo flokka: annars vegar eru nokkrir, sem fylgja hefðbundnu rími og háttum, hins vegar þeir, sem yrkja rímlaust eða lausrim- að. Sá hópur er í miklum meiri- hluta. Reyndar þyrfti engan, sem fylgzt hefur með ljóðaútgáfu síð- ustu ára að furða á þessum hlut- föllum bókarinnar, því að flest þau skáld, sem hér koma fram hafa gefið út bækur og sum nokkrar á undanförnum árum. En upplögin hafa verið smá og eftirspurnin svo lítil, að lang- flestir höfundarnir hafa orðið að gefa bækur sínar út á eigin kostnað. Hin nýja ljóðagerð hef- ur farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra manna, þó að fleiri tali um „atómskáld" en þekkja þau eða lesa. Þess er að vænta, að við séum seinteknir eins og hin hefðbundna braglist er forn og sterk í landinu og sam- gróin þróun tungunnar. Og við munum halda áfram að gjalda varhug við rímlausum ljóðum, a. m. k. meðan uppi eru góð skáld, sem yrkja í hefðbundnu islenzku formi. Annað mál er það, að menn fara þá nokkurs á mis, ef þeir geta ekki notið ó- xímaðra ljóða á íslenzku. Það er í rauninni út í hött, að þrátta um ■það, eins og stundum er gert, hvort órímuð ljóð eigi rétt á sér í málinu. Þau eru þegar til og sum svo góð, að þau verða ekki máð úr bókmenntum okkar. ís- lendingar hafa fram undir þetta ekki þurft að gera sér vísvitandi annan greinarmun á ljóði og prósa, en þann, að ljóð standi í hljóðstöfum en prósi ekki. Og versta villan er ekki sú, að menn gangi alveg á snið við hin nýju Ijóð, heldur hin, að menn freista að lesa þessi ljóð eins og þau væru prósi og finnst þau þá að vonum slæmur prósi. Á Ijóði og prósa er eðlismunur, sem hvorki bragfræði né stílfræði fær skil- greint. — Einn höfuðkostur slíkrar formbyltingar og hér um xæðir er sá, að hún knýr menn til að endurskoða hugmyndir sín- ar um allan skáldskap. Auðvitað er formbyltingin ekki nema einn þáttur annarra og rót- tækari breytinga, sem gerzt hafa í íslenzkri ljóðagerð hin síðari árin og taka til miklu fleiri skálda en þeirra, sem sleppa xími. Hliðstæðar breytingar hafa hvarvetna gerzt með öðrum þjóðum, enda hafa mörg.hin nýju skáld lært af erlendum fyrir- myndum, einkum sænskum, frönskum og enskum, að því er Jielzt verður séð af þessarri bók. Til þess að gera sér einhverja grein fyrir eðli þessarra breyt- inga er ekki úr vegi að byrja á Jóni úr Vör. Hann byrjaði einna fyrstur að yrkja og hefur ort einna mest hinna nýju skálda í bókinni og hann á hér það mörg ljóð, að úrvalið gefur góða hug- mynd um skáldskap hans. Kostir hans liggja einkum í nákvæmu samræmi stíls og efnis. En í ljóð hans vantar alla þá spennu sem gefur dýrari kveðskap ein- att óskilgreinanlegt seiðmagn og líf. Þegar honum mistekst, er það sjaldan eða aldrei af því, að hann velji sér viðfangsefni, sem hann ræður ekki við, heldur af þvi að hann ætlar sér of lítið og að tilfinningin bak við ljóðið er of dauf og hversdagsleg. En hon- um hefur tekizt að laða inn í skáldskap sinn hljómfall og orða- lag mælts máls, eins og það er I látlausast og ástríðulausast, og þetta er nýjung, sem væri óhugs- andi í rímuðum kvæðum. í raun og veru er það oftast sentiment — eins konar hugarhlýja — sem gerir þetta málfar lifandi. Samt nær þessi skáldskapur, þegar bezt lætur, föstum tökum á lesandanum, af því að honum finnst hann annað veifið vera að sjá og heyra ljóðið verða til fremur en að lrann hafi fullgert verk í höndum. Sá sem ekki finn- ur til þess konar hlutdeildar í hinum nýja skáldskap skilur hann ekki og missir haíin úr höndum sér. Þetta á enn meir við um ljóð þeirra skálda, sem lengst og djarflegast víkja frá gamalli ljóð- hefð, t. d. Ijóð Thor^ Vilhjálms- sonar. Lesandanum verður að finnast hann vera að leggja sig í sömu áhættu um árangurinn og skáldið tekur á sig, meðan hann er að yrkja ljóðið Thor er sér- stæður, svo að enginn ruglar ljóðum hans saman við önnur í þessari bók. Þó er mér ekki grun- laust um að þetta úrval gefi fremur takmarkaða hugmynd um, hvernig hann yrkir og getur ort: hann kann að bregða fyrir sig ýmis konar stíl, samræmdum þýðlegum stíl (í kvæðunum Haust) og hraðri, en þó sundur- leitri mælsku eins og í Auðnu- laust fálm, þar sem aftur og aft- ur skiptir um hljómfall. Dymbilvaka Hannesar Sigfús- sonar er margslunginn ljóða- flokkur og væri til nokkurs unn- ið að freista að rekja sundur þætti þeirra, en til þess er ekki staður hér. Hannes orti kvæðið, eins og kunnugt er, meðan hann var vitavörður á Reykjanesi og er betra en ekkert að hafa það í huga, ef mönnum þykja ljóðin myrk eða sundurlaus. Myndir úr umhverfinu skjóta upp höfðinu hér og hvar og binda ljóðin að nokkru leyti saman. En í hugar- heimi mannsins, sem talar í ljóð- unum, rekur hvað annað: þjóð- sögur, goðsagnir, endurminning- ar, kvæðabrot, bergmál úr ann- arra kvæðum, setningar úr hálf- gleymdum samtölum, sem allt má kalla ,,atburðarás“ ljóðanna. Það er afrek Hannesar, m. a. að láta mönnum finnast sem kvæðið allt gerist á sömu stundu og sama stað og það er ort. Hið ímyndaða, endurlifaða og að- fengna jafngildir veruleikanum á staðnum — eða veruleikinn hinu: Þar er vitinn líkt og blys er ég held beinum armi undir hvolfþaki heimsins. Dymbilvaka er ekki gallalaus og sumir gallarnir eru augljósir (misheppnaðar myndir eða lík- ingar). En kvæðið hefur líka þann höfuðkost að vera „spenn- andi“ (ég kann ekki annað orð yfir það), fullt af töfrum og hálf- sögðum leyndardómum. Áhrifa T. S. Eliots og fleiri erlendra skálda (jafnvel áhrifa frá Edgar Poe og Keats, að ég held) gætir bæði í gerð kvæðaflokksins alls og í einstökum atriðum. En það er lengri saga en hér verði rakin. Jón Óskar er með beztu skáld- um í bókinni. Ljóðum hans svip- ar um einfaldleik til ljóða Jóns úr Vör, en áferð þeirra er mýkri, málfarið litríkara og rómantísk- ara og tilfinningin ríkari, þótt hún sé óbundnari stund og stað. Hann talar um ,,nið vatnanna" en ekki vatnsins og „einstigi jarð- arinnar“ en ekki tiltekið einstigi. Það er aðferð hans. Myndir hans miða að því að víkka sjóndeildar- hringinn — út fyrir hversdags- lega skynjun í stað þess að ein- beita sjóninni að álcveðnum bletti. Stefán Hörður Grimsson á hér meðal annars gott kvæði, sem heitir Vetrardagur Ég set hér til gamans síðasta erindið, þó að illt sé að slíta það úr samhengi. Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöll á herðum sér. Þetta er glöggt dæmi (en vel heppnað) um þær öfgar, sem sumir ámæla hinum nýju skáld- um fyrir. Ljóðið er prýðilega sam ræmt og myndgerðin örugg. ' Gott kvæði er líka Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu. Hannes Pétursson er meðal beztu skálda bókarinnar og má kalla jafnvægi hans og vald yfir stíl og formi afrek af svo ungunv manni; hann er tuttugu og tveggja ára. Hannes yrkir þessi , kvæði öll nema eitt í mjög hefð- ] bundnu formi, og þegar hann ! leyfir sér frávik gerir hann það af öruggri smekkvísi. Kvæði hans eru öll mjög vönduð, hann veit hvað hann vill gera og gerir það. Málfar hans er yfirleitt mjög gott og sést bezt hve heilbrigt það er, ef það er borið saman við málfar annars skálds í hefð- bundnu formi, Gunnars Dals, þar sem málið er syo bagalega upp- flosnað, að kvæðin eru nálega meiningarlaus. Hér er ekki rúm til að minnast á fleiri skáld, sem vert væri að nefna af ýmsum ástæðum, svo sem Einar Braga. Kristján frá Djúpalæk og Þóru Elfu Björns- son, sem er aðeins 15 ára og yrkir svo skemmtilega og skemmtileg- ast af því, að hún er ekkert að látast vera gömul. Ég hef drepið á ljóð nokk- urra skálda, einkúm þau sem mér finnast að einhverju leyti nýstár- leg í íslenzkum skáldskap. Ég skal engu spá um það, hvort ein- hver þessara skálda eigi eftir að marka stefnu íslenzkrar Ijóðlist- ar í framtíðinni. Eins og ég gat um í upphafi er fjölbreytnin býsna mikil, en stefnan óviss. Ég get verið ritstjóranum sammála um það að „þeir, sem leitast við að yngja upp hin fornu ljóðform í stað þess að hverfa alveg frá þeim“, stefni í rétta átt. En þá þurfa þeir að halda vel á formi. íslenzkar stuðlareglur leyfa tals- vert mikla fjölbreytni og frávik. En hver myndi ekki kjósa algert stuðlaleysi fremur en grautar- lega eða klaufalega stuðlasetn- ingu? Mér virðist bregða fyrir hjá stöku manni, sem notar stuðla en víkur frá reglum, nokkrum handahófshætti, sem truflar hrynjandi í stað þess að styrkja hana. En hvað sem líður árekstrum milli gamalla og nýrra hugmynda um form og braglist, þá verður ekki sagt, að hin nýju skáld fari mjög geyst á stað. Uppreistar- eða ádeilukvæða gætir, að ég hygg minna nú en í skáldskap tveggja næstu kynslóða á undan. Og ef menn líta fyrst og fremst á viðleitni þessarra skálda til að losna við margþvælda hrynjandi, dauð orð og stirnuð hugsanasam- bönd, og viðurkenna hana, þá má ætla, að þeir geti lesið kvæðin fordómalítið, og haft í huga orð Gertrude Stein, hins vísa leiðbein anda margra nútímaskálda er- lendra, að „ung skáld þurfi meir á uppörvun að halda, en umvönd- unum“. Ég held ég leggi ekki orð i Hin gagnmerka bók Per Hösts, „Frumskógur og íshaf“ hefur að vonum selzt vel núna fyrir jólin. Hér á myndinni sjást þau frú Guðrún Brunborg, sem gefur bókina út, og Per Höst, blaða í henni. Bék Gunnars Dals: Þeir spáðu í stjömumar Þeir spáðu í stjörnumar. Bókaútgáfan Norðri, 195A 256 blaðsíður. — GUNNAR DAL er ungur rithöf- undur, sem leggur jöfnum hönd- um stund á skáldskap og heim- speki. Hann hefur þegar gefið út tvær ljóðabælcur, Veru, 1949 og Sfinxiim og liamingjuna, 1953, og hefur hin síðarnefnda verið end- urprentuð þetta ár. Er þar um mikla framför að ræða frá fyrri bókinni, og binda ýmsir ljóðvinir við hann miklar vonir. Má vafa- laust tel.ia hann til hinna sér- kennilegustu og efnilegustu skálda. af ungu kynslóðinni. Þá hefur Gunnar Dal ritað tvær bækur um heimspekileg efni. Hin fyrri, Rödd Indlands, kom út 1953. Fjallar hún um lífsskoðun og heimspeki Indverja, en um það efni erum við íslendingar að von- um harla fáfróðir. Jafnvel hinir háskólalærðu heimspekingar ís- lenzkir munu allir sem einn gefa sig upp á „hreint gat“ í þeim fræð um. Hinir einu íslenzku fræði- menn, sem eitthvað kunna fyrir sér á þessu sviði, eru sjálfsagt teljandi á fingrum annarrar hand ar, þ.e. þeir, sem lagt hafa stund á trúarbragðasögu, en þeir eru flestir guðfræðingar. Gunnar Dal hefur stundað heim spekinám erlendis við háskólann í Edinborg og víðar. En síðar brá hann sér alla leið til Indlands. — Dvaldist liann þar um hálft ann- að ár og lagði stund á indverska lieimspeki við háskólann í Calcutta. Er mér ekki kunnugt um, að ís- lendingur hafi fyrr numið í þeirri menntastofnun. Hið nýja heimspekirit Gunnars Dal eru tólf þættir um vestræna heimspekinga, frá Ágústinusi kirkjuföður til Hegels. Sumir þeirra hafa áður bi'rzt í Lesbók Morgunblaðsins. Ýmsum kann að þylcja í mikið ráðist og stappa nærri ofdirfslcu að ætla sér að gera grein fyrir flóknum heim- spekikerfum eins og Tómasar frá Akvínó, Descratis, Kants og Hegels, á nokkrum blaðsíðum, svo að dæmi séu nefnd. Má segja hér með fullum sanni, að allt orki tví- mælis þá gert er, því að skoðanir manna á því, hver sé kjarni kenn- inga sumra þeirra heimspeking- ana, sem höfundur fjallar um, eru ærið sundurleitar. Er mikil andleg þrekraun að brjóta kenningar þeirra til mergjar og þó á fárra manna færi. Hefði því verið vel til fallið, að höfundur hefði í for- mála gert nokkra grein fyrir vinnubrögðum sínum og markmiði því, sem hann hyggst að ná me5 ritinu. Höfundur skiptir flestum þátt- unum í tvennt. Hinn fyrri fjallar um ævi heimspekingsins, en hinn um heimspeki hans. Þessi að- greining orkar mjög tvímælis í jafn litlu riti, sem fjallar um ákaflega yfirgripsmikið og flókið efni, þar sem heimspekinni eru, sem von er, gerð sáralítil skil. Betur hefði farið á, að þættir þess ir hefðu verið í ævisöguformi og frásögn af heimspekikenningum þeirra verið felldar innan þess* ramma. Lipurlega ritaðar ævisög- ur merkra manna hafa erlendis notið verðugrar hylli almennings. Þessi bók Gunnars Dals er skrif- uð í sama anda og mun verða mörgum kærkomið lestrarefni. Hér er á ágætu máli skýrt frá æviati'iðum og nokkrum meginvið- horfum frægustu heimspekinga Vesturlanda, eins og þau kome höf undi fyrir sjónir. Margir halda, að heimspeki sé lítt skiljanleg oj þú einkum leiðinleg og slitin úr tengslum við vandamál da;;legs lifs. Þetta er raunar hinn i lesti misskilningur. — Heimspekingar allra tíma hafa einmitt glím'; við hin hversdagslegu vandamál ! iann kynsins. Hins vegar hafa þeir oft- ast sett kenningar sínar frrm á nokkuð torskilinn og flókinn hátt, a. m. k. á almenningur ekki rreið- án aðgang að kenningum þeirra, allra sízt hér á landi. Úr þessn hefur Gunnar Dal viljað bæ!a. — Menn ættu að lesa þessa bók, og er þá ekki ósennilegt, að margan muni fýsa að kynna sér þau mál, sem þar er drepið á. Símon Jóh. Ágústsson. hennar skakkt út, ef ég meina, að hún hafi þar einkum átt við þau skáld, sem hætta sér út á nýjar slóðir. Kristján Karlsson. 16 dæmdir til dauða KAIRO, 15. des. — Enn einn meðlimur Bræðralags Múhameðg trúarmanna hefir verið dæmdur’ til dauða í Kaíró fyrir að gera samsæri gegn stjórninni. Hann var einn af 83 félögum Bræðra- lagsins, er lokið var yfirheyrslu yfir í dag. Sjötíu mannanna :"engu dóma frá 10—20 ára fangelsis- vistar. Hinir tólf voru sýknaðir. Síðan yfirheyrslur hófust yfir Bræðralagsmönnum fyrir þrem vikum síðan, hafa 16 verið dæmd- ir til dauða, 6 hafa verið sýkn- aðir og dómar yfir fjórum hafa enn ekki verið staðfestir afi Byltingaráðinu. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.