Morgunblaðið - 23.12.1954, Síða 4

Morgunblaðið - 23.12.1954, Síða 4
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. des. 1954 ...................■■■■■■.■■■■■• COBY KAFFIKÖNNURNAR frægu nýkomnar TILVALIN JÓLAGJÖF REYHJAVÍH % ELEKTR11I.IJX Hræriválar Ryksugur Bónvélar ELECTROLUX heimilisvélar bregðast aldrei. ELECTROLUX heimilisvél er höfð- ingleg jólagjöf. Einkaumboðsmenn: HANNES ÞORSTEINSSON & CO. Ólafur Eyjólfsson bóndi Saurbæ 75 ára BÓNDINN í Saurbæ í Kjalarnes- hreppi, Ólafur Eyjólfsson, átti 75 ára aldursafmæli 22. okt. Ólafur Eyjólfsson er fæddur og uppvaxinn á Kjalarnesi og hefur ætt háns um aldir verið traustir bændur þar; bústólpar sveitar- innar og verið til fyrirmyndar um margt. Langalang afi Ólafs var Ólafur er bjó á Vallá um 1730. Þá bjó langafi hans, Þórður og kona hans Sigríður Þórólfsdóttir frá Engey, í Brautarholti fyrir og eftir 1800 og fluttu þaðan að Saurbæ. Þar næst tóku við jörð- inni Runólfur Þórðarson og Hall- dóra Ólafsdóttir frá Blikastöðum og þá þar næst Eyjólfur Runólfs- son og Vilhelmína Eyjólfsdóttir Þorvarðssönar og bjuggu þau til ársins 1930. Eyjólfur var föðurbróðir dr. juris Björns Þórðarsonar fyrrv. forsætisráðherra. Þannig er Ólafur kominn af gagnmerku og góðu bændafólki, sem kunnugt er. Kona Ólafs bónda er Guðlaug Jónsdóttir frá Króki, sem kominn er í móðurætt frá Þorkeli Þorlákssyni frá Króki og konu hans Diljá Þórólfsdóttir frá Engey og voru þær systur hún og Sigríður kona Þórðar Ólafs- sonar. Þau hjónin.Ólafur og Guð- laug giftu sig árið 1920 og tóku þá við V2 jörðinni Saurbæ til ábúðar og hafa búið þar síðan. Saurbær var hér áður fyrr meir sérstaklega mikill umferðar- staður fyrir ferðafólk á meðan landpóstar fóru landleiðina norð- ur og vestur og gistu menn þar mikið og þágu góðan beina fyrir sig og hesta sína. Nú er öldin önnur og mikil breyting orðin í samgöngunáálum þjóðar vorrar, með vaxandi fjölda fólksins og meiri möguleikum til athafna við fjölbreyttari lifn- aðarhætti, sem gefur betri af- komuskilyrði. Ferðamannastraumurinn held- ur áfram með enn meiri hraða um landið og upp um fjöll og firnindi með vélknúnum farar- tækjum í lofti, sjó og landi. Sam- hliða hefur fækkað viðkomu- stöðunum í sveitunum eins og í Saurbæ, en þó er enn gott þar að koma, þyggja þar beina og eiga viðræður við húsbændur. Ólafur Eyjólfsson er greindur maður, stálminnugur og fróður um margt. Er fróðlegt og gagn- legt að eiga tal við Ólaf bónda um • margvísleg hugðarefni. Ég spurði Ólaf bónda um fréttir frá fyrri tímum, varðandi athafna- lifið. Hvað segir þú mér um rjóma- búið sem var starfrækt hér í hreppi. Það var stofnað árið 1902 og voru flestir bændur í hreppnum í félaginu. Aðalforgöngumaður- inn var Jón Jónatansson bústjóri í Brautarholti hjá Sturlu Jóns- syni á árunum 1901—1909. Hvernig var verðið í þá daga? Áður en rjómabú.ið var stofnað mun verðið á smjörinu hafa verið 50—60 aura pr. kg., en hækkaði nokkuð strax með stofnun búsins upp í 75—80 aura pr. kg og síðar allt upp í 2 kr. kg. og þá var skyr kg. selt á 50 aura. Þetta verð var vel sæmilegt þá. Ég hefi heyrt, að fyrst hafi verið byrjað að selja mjólk til Reykjavíkur árið 1909 og hafði Daníel Daníelsson forgöngu um það og seldi mjólkurlíterinn á 18 aura. Já — Daníel var fyrstí for- göngumaður í þessu verki, en hann sagði síðar, að hann hefði heldur viljað selja mjólkurlítr. á 12 aura heima en 18 aura í Reykjavík. Það munu vera þeir Þorvarður Guðbrandsson, Bakka, og Ólafur Bjarnason, Gestshúsum, sem hafa lengst allra bænda selt mjólk og mjólkurvörur til Reykjavíkur eða • • LOTUR eru ákjósanleg jólagjöf Aldrei fyrr höfum vér haft jafngott úrval af jafngóðum plötum: ÍSLENZKA PLÖTUR: Oskubuskur, Björn og Gunnar, Ragnar Bjarnason, Ingibjörg Þorbergs, Ólafur Briem og Adda Örnólfs, Barnakór Akureyrar, Haukur Morthens o. fl. ERLENDAR PLÖTUR: Frankie Laine, Doris Day, Johnny Ray, Jo Stafford, Tony Bennett, Billy Daniels, Jimmv Boyd, Liberace, Bekerley systur, Tanner systur, Charles Norman, Franlc Petty o. fl. KLASSÍSKÁR PLÖTUR: Stórt úrval af klassiskum plötum, m. a. hinar nýju „favourite series“ frá PHILIPS a. m. fl. J Jhafnaf n 1 JOIM HAFNARSTRÆTI 8 ailt frá 1909. Við vorum að tala um Daníel Daníelsson og búskap hans í Brautarholti. Hann var leiguliði. Já, Daníel leið vel í Brautarholti og það hefi ég heyrt, að þau hjón bæði hafi farið nauðug þaðan, segir Ólafur. Hvað heldur þú að eftirgjaldið hafi verið? Það var kr. 1400 í peningum, 2 hestsfóður og prestsmatan af ' Mýrarholti, sem greitt var árlega. Mikil breyting hefur á orðið með verkfæri og afköst við vinnu síðustu tugi ára. Já, vissulega er það. Hvenær sástu fyrst hest og vagn í vinnu hér í sveitunum. Það var fermingarárið mitt vorið 1894, að við fermingarbörn- in fórum inn að Reynivöllum til séra Þorkels Bjarnasonar. Þegar við fórum hjá Eyrarkoti, var verið að vinna við vegagerð. — Á Reynivöll- um vorum við börnin 3 daga um kyrrt og þá við fórum heim voru vegagerðarmenn enn við vinnu, en þá var Eggert á Meðal- felli kominn í hóp vegagerðar- manna með hest, aktygi og vágn og sýndist okkur ganga mikið vel vegagerðin þá. Ég hefi heyrt sagt hér, að Björn Bjarnason Grafarholti, hafi verið einnig um líkt leyti með hest og vagn og í því sambandi sú —★— saga, að Björn hafði verið á leið til Reykjavíkur og sat í vagnin- um og keyrði hestinn, en þá mætir hann kunningja á leiðinni og fer úr vagninum og taka þeir tal saman. En hesturinn rölti á stað áfram og fer í halla með þeim afleiðingum, að vagninn fer um og brotnar annar vagnkjálk- inn. Þá var óspart dæmt og álykt- að, að þetta tæki ætti ekki hér við vora staðhætti og landslag og þessi nýbreytni væri merkileg- heit úr Birni. Þeir voru á Stand í Norcgi, Eggert og Björn á árunum 1878 —’82. Jón Jónatansson flutti inn fyrstu sláttuvélina til landsins, þegar hann var bústjóri í Braut- arholti. Eins og ég hefi lítillega minnst á, þá var oft mjög gestkvæmt í Saurbæ og margt næturgesta. Þú getur nefnt hér einhverja, sem eru þér minnisstæðastir. Jú, — það gæti ég, en þá koma margir mér í hug. Jón Ásgeirsson á Þingeyrum kom um 1890 frá Reykjavík á leið heim til sín. Hann varð af póst- inum og var daginn um kyrrt og hafði frá ýmsu að segja. Hann var vel ríðandi, með 2 hesta, brún skjóttan og rauðan að mig minnir. Þá kom að Saurbæ og gisti Sigurjón bóndi Laxamýri, er ^ar á leið til Kaupmannahafnar. Vakti ferð bóndans mikla athygli að hann skyldi leggja í ferð þessa sem vitanlega var ærið kostnað- arsöm. Hvað segir þú um framfarirnar hér í sveit. Þær eru miklar, sem þér er nú vel kunnugt. Mikil jarðrækt og bygging húsa fyrir fólk og búfénað. En þær framkvæmdir sem mér þykir nú vera beztar og nú þýðingarmikl- ar fyrir búnað bændafólksins hér er rafmagnið, sem nú er að tengj ast á hvert býli hér í Kjalarnes- hreppi. Það er til fyrirmyndar og þess vert að á það sé minnst og áreiðanlega til gagnsemdar fyrir alla sem hér í sveit búa. Væri óskandi að rafmagnið kæmi á hvert býli hér á landi. Að síðustu vil ég þakka Ólafi Eyjólfssyni fyrir farinn veg. þakka honum fyrir gestrisnina og þeim hjónum báðum, og óska afmælisbarninu allra heilla. Hann megi vera sífellt glaður og heilsu hraustur, sem hann oftast nær hefir verið hingað til. Ó. E. Gönpsfafir fyrir blinda ÞÓ BLINDIR menn, bæði hér á landi og í öðrum löndum noti svo nefnd blindra merki, sér til ómetanlegs öryggis á götum úti, þá eru víða erlendis notaðir hvítir stafir, sem hafa þann eig- inleika, að lýsa í myrkri. Þessir stafir eru mjög mikið öryggí fyrir hinn blinda og góð leið- beining fyrir aðra vegfarendur. Nú hefur verið horfið að því ráði, að blindir menn hér í Reykjavík notuðu þessa stafi. Það hefur verið sótt um leyfi til lögreglustjórans, um að blindir menn fengju einir leyfi til að nota stafi þessa. En meðan þetta er ekki komið í lögreglusam- þykktina, þá eru það vinsamleg tilmæli Blindravinafélags íslands, að aðrir noti ekki þessa stafi. Það eru og vinsamleg tilmæli fé- lagsins til vegfarenda, að þeir veiti hinum blindu alla þá hjálp, sem nauðsynleg er í hinni miklu umferð. ± BEZT AÐ AVGlASÁ ± T / MORGUNBLAÐINU ▼

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.