Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. des. 1954
MOUGUNBLAÐIÐ
15
ALAFOS
Framh. af bls. 10
nýjar gerðir dúka, segir Pétur.
Hann er sá bræðranna sem scr
um sjálfa verksmiðjustjórnina.
Ásbjörn sér hinsvegar um rekst-
urinn út á við, fjármál og þess-
háttar. Pétur er lærður iðnfræð-
ingur, stúdent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík. Árið 1936 fór
hann til Þýzkalands og lærði þar
hina efnafræðilegu hlið ullariðn-
aðarins svo og vefnað o. fl Stríðs-
árin vann hann að alhliða verk-
smiðjustjórn í Danmörku og kom
hingað heim árið 1945 og tók þá
við verksmiðjusíjórn á Álafossi.
— Fjölbreytni er annars orðin
mikil hjá okkur, heldur hann
áfram. Allir kannast við værð-
arvoðirnar góðu, Álafossteppin,
sem haldið hafa hita á mörgum
íslending. Svo eru fataefni í ýms-
um gerðum og litum. Við flytjum
t. a. inn frá Frakklandi spunnið
garn úr fínni ull, sem við vefum
úr kambgarn. Það eru efni sem
jafnast fyllilega á við samskonar
erlend eíni. Og svo ég nefn; eitt-
hvað fleira þá er það t. d. hús-
- KOMIRK
Framh. af bls. 3 ! smakkarinn hinn vingjarnlegasti
var tappi settur í flöskuna, síðan og tók að fræða okkur um,
tæki sem límdu mismunandi hvernig ætti að neyta vínsins.
Jón Gíslason ýfir ullardúk í kuldaúlpur.
SG IÍEF hár i þessiri stuttu grein
leitast Ftiilega vi') að skýra frá
ýmsu því, sem e" að gerast é
Álafossi í dag. Þ" i verksmiðja
Kristin Guðjónsdóttir gætir spunavélanna fíg 2*3 spólna.
gagnaáklæðið, sem við höfum
framleitt undanfarin 3 ár og hef-
ur líkað svo ágætlega. Nú erum
við búnir að fá nýjan vefstól,
mynsturvefstól (Chaquard-stól).
Sá vefstóll vefur allskyns rósa-
mýnstur mislitt, og efnið er hægt
að nota í ýmislegt t d. húsgagna-
áklæði, gluggatjöld, borðdúka
o.fl.
—★—
í VEFSALNUM er líka svonefnd
rakgrind. Þar er uppistaða vefs-
ins rakin upp á „bommur“, sem
síðan eru settar i veístóiana. Líka
eru þarna spólurokkar, sem fy'ila
skyttur vefstólanna.
Frá vefstólunum fara dúkarnir
niður á II. hæð nýja hússins, en
þar er það yfirfarið og leitað vef-
galla og ef einhverjir finnast þá
er gert við þá eða merkt við þá
til viðvörunar. Síðan eru efnin
meðliöndluð á ýmsan hátt eftir
því til hvers á að nota þau eða
eftir tegundum. Þau eru þvegin
og þæfð, lituð, pressuð, ýfð, ló-
sko-rin o. s. frv. Loks tekur Jón
Gíslason þau að sér — eins og
alla aðra framleiðslu verksmiðj-
anna — rr.ælir dúkana og vefur i
þar til gex-ðri vél upp í stranga.
Síðan ráðstafar hann dúkunum
— eða bandi, lopa, teppum, það
er sama hvað það er, hann ráð-
stafar því alla vega.
—★—-
MIKILL hluti framleiðslu. Ála-
fossverksmiðjunnar fer til útsölu
hennar í Þingholtsstræti 2 í
Reykjavík. Þar er verzlunarstjóri
Sigurjón Sigurðsson, en hann hef
ur starfað hjá fyrirtækinu á
fjórða tug ára. Jafnframt útsöl-
unni í Rvik er þar rekin sauma-
stofa. Saumar hún herraföt eftir
máli klæðskcra, sem þar starfar.
Eru fötin síðan saumuð af fyrir-
taks fagíólki með ströngustu
gæða- og tízkukröfur hvers tíma
fyrir augum. Föt þessi munu
fyllilega jafnast á við klæðskera-
saumuð föt, en verðinu mjög stillt
1 -hóf. >■
er nú 58 ára göm-
gengið á ýmsu rnr
ar gegnum árin, ei
lætur, þar sem þi
að kynnast og viðu
innlenda iðnað. A'
um kenna ýmsum
á vélakosti og öðn
erfiðleikum. Bæði
smiðjan voru fát
eftir og tækifærin
komnunar í þess
öðrum iðnaði hé
og það hefur
•ekstur her.n-
s og að líkum
ðin var lengi
úenna þennan
ivitað má þar
akmörkunum
i tæknilegum
ióðin og verk-
k lengi fram
il frekari full-
i ið.n, sern og
i iandi. voru
ekki rnikil. En nú hin síðari ár
heíur allt þetta breytzt til mikils
batnaðar og íslenzki iðnaðurinn
að ná sér verulega á strik og
stendur nú í fjölmörgum grein-
um jaíníætis við iðnað stórþjóð-
onna. Og það má segja um uilar-
iSnaðinn á íslandi jafnt hjá Ála-
"cssverksmiðjunni sem öðrum
samskonar íslenzkum verksmiðj-
um, að hann er vel unninn úr
góðum hráefnum, áferðarfallegur
og er.dingargóður.
—★—
ÁLAFOSSVERKSMIÐJAN er
mikil stoð og styrkur íslenzku
þjóðlífi og á eflaust eftir að
marka enn dýpri spor í framfara-
braut iðnaðar á Ísíandi í fram-
t'.ðinni.
-- ht.
— ffarmel-kíausfur
Frh. afbls. 9
verki í alheiminum og tilverunni.
Ætti það ekki öllu fremur að
vera til hughreystingar að enn,
á þessari skeggöld taumlausrar
efnishyggju og sjálfbyrgingshátt-
ar, eru til karlar og konur, sem
hlýða þeirri köllun?
o—^—o
Við viljum að lokum færa
Karmel-systrunum að Jófríðar-
stöðum beztu þakkir fyrir hlý-
legar og vinsamlegar móttökur
og óskum þeim góðra og gleði-
legra jóla.
sib.
a
■t'
íí
iL
oq
é i
<l£ 'Secj^a foia
.róœió Lomandi áró
r ©ís#a móÍQrsöhif'nrmaí
íeinésífö
C "53
ohnóen
pappírsmiða og borða á glerið
og stúlkur tóku við og pússuðu
flöskurnar, settu þær í skraut-
legar pappaumbúðir eða röðuðu
þeim í kassa.
Síðan voru kassarnir teknir á
trillur og ekið í afgreiðsluna.
Þar voru þeir merktir og þeim
lokað. Framleiðslan er tilbúin tii
flutnings og sölu hvert sem er
út um víða veröld. Af áletrunum
kassanna mátti sjá að Martells-
konjakið er víða dáð. Þarna voru
kassar merktir New York, New
Orleans, Rio de Janeiro og
Aþena. Reykjavík var að vísu
ekki sýnileg, en nokkrir kassar
voru á leiðinni til Kaupmanna-
hafnar. Og það var víst tákn-
rænt, að einmitt um þessar
mundir, sem stórorustur voru
háðar við uppreisnarlið komm-
únista á Rauðársléttunni í Indó-
Kína, þá var þarna álitlegur
hlaði, sem var á leiðinni. til
Haiphong. — Hitt er svo annað
mál hvort skálað verður í
veigunum á þeim stað, því að
Frakkar verða að afhenda upp-
reisnarmönnum borgina. Mörg-
um finnst líka að hernaður
Frakka austur þar hafi verið með
þeim hætti að hermennirnir hafi
fengið nóg af Martell-konjaki en
minna af skotfærum.
Meðan vínkassarnir eru hamr-
aðir saman og þjóta síðan út í
víða veröld, göngum við svo að
lokum inn í hina virðulegu veit-
ingastofu Martells-verksmiðjunn
ar. Er það rúmgóður salur,
klæddur dökkum eikarborðum
frá Limousine. Hér lifa ýmsar
gamlar endurminningar um
forna og fræga sögu fyrirtækis-
ins. Gömul gljáfægð eimingar-
tæki standa á fótstöllum við
veggi.
Og þarna eru sýnishorn af kon-
jaksframleiðslunni frá ýmsum
tímum. Þar er svolítill eikarkút-
ur með konjaki frá því á dögum
Napóleons mikla •— dýrgripur er
hann talin. En að öðru leyti eru
tegundirnar, sem Martell hefur
til sölu fimm. Það er Extra,
sem er að minnsta kosti 70 ára
gamalt og kostar flaskan af því
geysifé eða um 30 þúsund franka,
en það gerir sama og um 1500
ísl. kr. án þess að hinn íslenzki
áfengisskattur hafi verið lagður
á. Þá er það Silfurborðinn
(Cordon argent), því næst blái-
borðinn (Cordon bleu), VSOP,
allt stiglækkandi niður í þriggja
stjörnu konjak, sem er ódýrasta
konjakið og hefur þó verið geymt
í tunnum í 8 ár.
Við spyrjum:
— Ef við keyptum eina flösku
af. þriggja stjörnu konjaki í dag
og geymdum hana í við skulum
segja 50 ár. Verður þessi flaska
þá ekki orðin „Extra“-konjak.
Þvert nei. — Það er eitt ein-
kenni við konjak, að það batnar
ekki við geymslu í glerflöskum,
sum önnur vín gera það, svo sem
borðvín ýmiskonar en þannig
þýðir ekkert að reyna að bæta
konjakið.
VÍNSIÐIR FRAKKA
f veitingastofunni er okkur að
sjálfsögðu sem gestum boðið upp
á veitingar. Þjónninn kemur með
þriggja stjörnu konjak til okkar
og hellir í glösin. Vissulega geðj-
ast mér vel að drykknum og tek
vænan gúlsopa.
Það er sagt, að ef Frakki vilji
fá að kynnast innræti einhvers
manns, þá bjóði hann honum
i vínglas. Geti hann þá séð af
drykkjusiðum mahnsins, hvort
hann hefur hlotið gott uppeldi og
yfirleitt hvern mann hann hefur
að geyma.
I Þegar smakkari Martell-fyrir-
tækisins, sem er þarna hjá okkur
sér hina íslenzku drykkjusiði
mína, hefur hann sennilega ekki
fengið sérlega gott álit á mér.
Samt er það svo að hinum ófróða
útlendingi fyrirgefst margt. Og í
stað þess að láta nokkra van-
þóknun í ljós yfir drykkjusið
hins norræna „barbara", var
— Til þess að njóta bæði bragðs
og ilman konjaksins sem bezt skal
hella rúmlega hálft staup af
þeirri gerð, sem nefnist túhpana-
glas. Neytandinn skal horfa um
stund á það á borðinu, svo að
vakni upp löngun og eftirvænting
eftir að finna bragðið. Á þessari
stundu sér maður hve litur þess
er skær og fagur, hvernig ljósin
brotna í vökvanum. Á þessari
stundu skal hver neytandi minn-
ast þess, að hann er maður en
ekki dýr. Áfengið getur hýrgað
manninn og kætt, sé fylgt góðum
siðum, en það er líka undirförult,
en því aðeins ef neytandinn
gleymir hinni mannlegu virðingu
fyrir sjálfum sér.
Eftir góða íhugun tekur maður
staupið upp með hægri hendi.
Það er kurteisi að halda ekki ut-
an um bikar staupsins, heldur á
að taka neðarlega um fót þess.
Þá er gott að velta staupinu lítið
eitt til hliðanna, svo að smáöld-
ur myndist á yfirborði vínsins.
Svo færir maður það hægt nær
vitum sínum, andar að sér ilman
konjaksins og síðan leggur maður
staupbarminn hægt og mjúkt að
neðri vör. Konjak á yfirleitt að
drekka óblandað og maður nýtur
þess ekki til fulls nema í mjög
litlum sopum, rétt að dreypa á
því. Þá fyrst finnur maður hví-
líkar guðaveigar konjakið er.
Og það er víst að varla var
hægt annað en að hrífast af
bragði og ilman, þegar þessi yfir-
smakkari stofnunarinnar lét í
kveðjuskyni taka fram skraut-
lega flösku af dýrindis Silfur-
borða og við drukkum eins konar
hestaskál í kveðjuskyni.
Það var farið að kvölda og sól-
in sló gullnum roða yfir hina
fögru og víðáttumiklu vínakra
Charente-dalsins, er við ókum í
suðurátt frá borginni Cognac.
Þ. Th.
— Hjúkrunar-
kvennaskólinn
Framh. af bís. 7
sjúkrahúsinu og sjúklingarnir
fá jólagjafir. Hjúkrunarnemarn-
ir leika við börnin og lesa fyrir
þau. Það kemur sjaldan fyrir að
leiðindi grípi börnin og þau sakni
heimila sinna átakanlega yfir
jóladagana. Það er reynt eftir
beztu getu að leiða huga þeirra
að einhverju öðru þessa daga, og
það hefur yfirleitt tekizt mjög
vel, þótt það verði þeim auðvitað
aldrei eins ánægjulegt eins og að
vera hjá pabba og mömmu.
SKYLDAN UMFRAM ALLT
Meðan þetta samtal okkar frk.
Þorbjargar fór fram, hringdi
síminn stöðugt, og hún svaraði
fyrirspurnum og gaf leiðbeining-
ar, — alltaf á jafn vingjarnlegan
hátt. Að lokum kom einn hjúkr-
unarneminn inn og tjáði henni
að ein skólasystir sín væri veik
og óskaði eftir að tala við hana.
Jú, — það var sjálfsagt strax;
hjúkrunarstarfið — líknarstarfið,
gengur fyrir öllu. Þetta þóttist ég
sjá í svip hennar. Ég flýtti mér
að kveðja. En á leið niður stigana
í Landsspítalanum stóð hið virðu-
lega og vingjarnlega fas hennar
fvrir hugskotssjónum mér og ég
sagði við sjálfa mig: „Svona ættu
allar hjúkrunarkonur að vera,
gott hlýtur að vera að njóta henn-
ar handleiðslu.“
Um leið og við þökkum frk.
Þorbjörgu Jónsdóttur fyrir fróð-
legt og ánægjulegt samtal, ósk-
um við henni og hjúkrunarnem-
unum hennar gleðilegra jóla og
gifturíks starfs á komandi ári.
— M. Th.