Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. des. 1954
MORGVTS BLAÐIÐ
9
- Hib þrefalda klausturheif - fátækt, einiífi, hlýðni
um eða einhverju grænmeti. Kjöt
er aldrei á borð borið og á föstu-
dögum aldrei mjólk eða egg. Á |
lönguföstunni er smjörið þar að
auki strikað at af matseðlinum.
Utan hinna fyrirskipuðu föstu-
tíma mega nunnurnar annars
neyta hvaða hnossgætis, sem að
þeim er rétt, nema auðvitað kjöts, I
nunnurnar til sálmasöngs í hálfa
klukkustund og í næsta hálftíma
er lesið upp úr heilagri ritningu
eða öðrum andlegum bókum. Kl.
3 er tekið til við vinnuna aftur
og henni haldið áfram í tvær
klukkustundir — til kl. 5. Þá er
bæn og trúarhugleiðing í eina
klukkustund, en kl. 6 er gengið
Iíarmelsystir — „brúður Krists“ — búningurinn er i öllu sem
venjulegur brúðarbúningur.
svo fremi, að þær hafi ekki keypt
jþað fyrir sína fjármuni. Einn
snikilvægasti liðurinn í klaustur-
heiti þeirra er ævarandi fátækt
en þeim er ekki, fremur en öðr-
um fátæklingum varnað þess að
þiggja gjöf, sem þeim er gefin
af góðum hug.
Meðan á hádegisverðinum
stendur les ein af nunnunum upp
úr einhverri andlegri bók, ritn-
íngunni, ævisögu eins eða annars
dýrlings eða þ. u. 1. •— hinar
tilusta á. Ekkert samtal má eiga
sér stað í borðstofunni meðan á
tmáltíðinni stendur.
HUGUBINN MÁ EKKI
DREIFAST
Kl. 11.45 er frítími — í rúma
Iklukkustund. Þá ganga klaustur-
systurnar út í garðinn, vinna að
matjurtarækt á vorin og sumrin
og mega nú tala saman og verja
tímanum til ýmissa starfa ■—
skyldustarfa.
Kl. 12.00 er þessum almenna
samkomutíma lokið. Þá taka
nunnurnar aftur til við vinnu
sína og nú hver í sínum klefa
ein út af fyrir sig. Allt er miðað
við það, að hugurinn dreifist ekki
«m of frá hinu eina takmarki,
liinu eina innihaldi klausturlífs-
áns — guði. Til þessa er einvera
>og þögn nauðsynleg — alger og
órofin þögn. Það vekur ekki hið
xninnsta hljóð þó að ein systirin
gangi út úr klefa sínum út á
lilausturganginn, því að nunn-
'urnar allar hafa á fótunum flétt-
aða snærisskó, sem gera fótatak
þeirra með öllu hljóðlaust.
BRÉF TIL FORELDRA —
EINU SINNI í MÁNUÐI
Kl. 2 kallar klausturklukkan
til borðstofu. Máltíðin saman-
stendur af brauði með osti eða
einhverju öðru áleggi og svo kaffi
eða te.
Kl. 6,30—7.30 er aftur almenn
samkoma og skylduvinna, síðan
bænir og kl. 7,30—8 er sálma-
söngur. Næsti háiftími er frjáls j
bænatími og næsta hálftíma |
verða nunnurnar að verja í ein- |
veru, hver í sínum klefa. Þær
nota hann m. a. til að skrifa bréf
til foreldra sinna og fjölskyldu.
en það er þeim leyfilegt einu
sinni í ífíánuði hverjum. — Kl.
9 er sálmasöngur aftur til kl.
10.30, en þá ganga klaustursystur
til náða til að safna andlegum og
líkamlegum kröftum til næsta
dags. — Þannig líður hver dagur
öðrum líkur í Karmel-klaustrinu
að Jófríðarstöðum.
JÓL í KLAUSTKINU
Á jólunum er mikið helgihald,
hámessur og hátíðasöngvar setja
þá aðalsvipinn á klausturlífið. Á
nokkrum stöðum í klaustrinu er
komið fyrir smáum jötum, eftir-
líkingum af Krists-jötunni í
Betlehem. í kringum þær krjúpa
nunnurnar í lofgjörð og til-
beiðslu. — Mataræði klaustur-
systranna yfir jólin er í litlu frá-
brugðið öðrum dögum, nema þá
helzt, ef þeim berst eitthvað utan
að frá, sem stundum kemur fyrir.
— Jólahelgin sjálf er það sem
máli skiptir.
STARF PRÍORINNUNNAR
Ég bið príorinnuna að skýra út
fyrir mér í hverju starf hennar
sem yfirsystur klaustursins sé
fólgið:
— Príorinnan á að vera móðir
klaustursins — gefa sjálfa sig í
þjónustu hinna klaustursystranna
um leið og hún er foringi þeirra
og leiðbeinandi. Við lifum hér í
félagi og ekkert félag fær þrifizt
ef höfuðið vantar til að skipu-
leggja og halda við reglu á hlut-
unum. Hér í klaustrinu höfum við
ákveðna verkaskiptingu: Ein okk
ar hefur það starf að klæða prest-
inn, önnur sér um húshaldið, sú
þriðja sér um þá sjúku. Á þriggja
ára frestí er skipzt á þessum
störfum. Þá eni og önnur störf,
sem skipzt er á víkulega svo sem
því að byrja á sálmunum — vera
forsöngvarí, þvo ispp matarílátin,
ganga um beína 1 borðstofunni
o. s. frv. Við skípíum vikulega
um þessi störí ejnnig með það
fyrir augum, að kiaustursystirin
verði ekki emhverju veraldlegu
starfi of samgröín þannig að hug-
ur hennar verði skíptur á milli
þess andiega og veraldlega. Það
er h'ka þess vegna, sem við höfum
ekkert útvarp til að hlusta á eða
blöð og bækur til að lesa aðrar
en trúarbækurnar okkar.
TIL ÞRIGGJA ÁRA
Príorinnan er kjörin til þriggja
ára af hinum klaustursystrunum.
Má endurkjósa hana einu sinni.
Að þeim tíma liðnum er hún aft-
ur óbreytt systir en „móðir“ er
hún kölluð eftir sem áður. Það
ber ekki að líta þannig á, að
príorinnan sé hinum nunnunum
meiri þó að hún hafi þetta starf
með höndum — slíkt samrýmist
ekki auðmýkt sannkristins manns
— Kristur lítillækkaði sjálfan sig
Reynslutími hverrar Karmel-
systur, áður en hún vinnur sitt
eilífðarheit er hálít fimmta ár,
Fyrstu sex mánuðina klæðist hún
venjulegum svörtum kjól og ber
stutta blæju. Á þessum sex mán-
uðum er algengast, að ungsystir-
in snúi við og hverfi aftur úr
klaustrinu, ef hún snýr við á
Við aðaldyr klaustursins. — Úti-
nunnurnar, systir Rafaela og
systir Mikkaela, á leið í bæinn
með mjólkurbrúsa og tösku.
annað borð. Henni er algerlega
frjálst að velja.
En óski hún að halda áfram
kemur hún að merkilegum
áfanga að þessum sex mánuðum
liðnum: Hún íklæðist alhvítum
Þannig líta klausturklefar Karmelsystra út. Á myndinni sýnist
klefinn stærri en hann er í raun og veru. Svo að segja allt gólf-
rúmið er tekið upp af hinum fábreyttu húsgögnum: trérúmi, stol
og litlu boröi með hillu í fyrir bænabækur systurinnar.
Klausturkapellan. — Þar syngur klausturpresturinn messu á hverj-
lim morgni. Inninunnurnar koma aldrei inn í sjálfa klausturkap-
elluna en hlýða á messuna gegnum járngrind þá, sem sést til
vinstri á myndinni. Meðan á messugjörðinni stendur er dregið frá
þeim svart hengi, sem að jafnaði er dregið fyrir. Við hlið járn-
grindarinnar — uppi í hominu — sést lítil vegghurð, sem opnuð
er, þegar systumar meðtaka hið heilaga sakramenti.
og við viijum reyna að stæla
hann, segir móðir Veronica.
EINMITT VEGNA
_ EINANGRUNARINNAR
Ýmsir munu undrast það —
heldur príorinnan áfram, hvers
vegna við erurn komnar alla leið
hingað til íslands. Hvers vegna
við gátum ekki fullt eins vel ver-
ið í okkar klaustri úti í Hollandi.
Þar fengum við leyfi einu sinni
í mánuði til að taka á móti heim-
sóknum nánustu ættingja okkar.
Hér erum við miklu einangraðri.
Já, það er einmitt vegna þess, að
hér er einangrun okkar miklu
meiri að við erum hingað komn-
ar. Með því móti verður fórn
okkar meiri og við fáum betur
þjónað köllun okkar sem við lif-
um fyrir. Engin fórn er of stór
— einangrunin aldrei of mikil.
En það er ekki einangrunin
sem slík, sem dróg okkur hingað
til íslands, heldur líka hitt, að
við vildum með bænum okkar
geta orðið íslendingum að liði.
Stundum leitar fólk hingað til
okkar og biður okkur að biðja
fyrir sér — við erum ávallt reiðu-
búnar til þess.
4% ÁRS REYNSLUTÍMI
Það er áreiðanlegt, að þarna
fylgir hugur máli, enda liggur
eilífðar klausturheitinu að baki
mikil umhugsun og yfirvegun,
undirbúningur og reynsla. •
búningi, kyrtli og blæju í einu
og öllu, sem venjuleg brúður —
nú er hún „brúður Krists“. — A
,,brúðardaginn“ fær hún að vera
utan klaustursins í svokölluðu
útihúsi við klaustrið með fjöl-
skyldu sinni áður en hún hverf-
ur inn fyrir klausturmúrana. Nú
fær hún brúnan kyrtil og næsta
ár er áframhaldandi umhugsun-
ar- og revnslutími.
ENN TÍMI TIL AÐ SNÚA
VIÐ
Að því loknu má hún yfir-
gefa klaustrið, ef hún óskar
þess en vilji hún halda áfram,
gerir hún nú hið þrefalda heit
um fátækt, einlífi og hlýðni. —
Næstu þrjú ár er hún enn ung-
systir. Hún hefur enn tima til
að snúa við og hverfa til síns
fyrra lífs aftur, ef henni finnst
klausturlífið vera sér um megn
og köllun sín ekki nægilega sterk.
Að þessum þremur árum liðnum
má hún svo vinna eilífðarheitið
ef hún sjálf óskar þess, og hinar
meðsystur hennar eru samþykk-
ar, og eftir að það hefur verið
unnið getur hún ekki snúið aftur,
nema með sérstöku leyfi frá páf-
anum í Róm.
NORRÆNUFRÆÐINGUR
MEÐ DOKTORSNAFNBÓT
Nunnurnar í Karmelklaustrinu
að Jófríðarstöðum eru allar hol-
lenzkar, komnar víðsvegar frá í
Hollandi. Ein þeirra, systir Ólöf
er hálærð kona, norrænufræðing-
ur að menntun. Hún stundaði
nám bæði við háskólann í Kaup-
mannahöfn og árið 1929 við Há-
skóla íslands. Skrifaði hún stór-
merka bók um Njálu, sem hún
hlaut doktorsnafnbót fyrir. Hún
var ekki fædd kaþólsk, en tók
kaþólska trú fyrir 12 árum. Áður
en hún gekk í klaustrið í júní s.l.
ár, starfaði hún sem skjalavörð-
ur bæjarins í Rotterdam og var
þar komin í háa stöðu, sem mörg-
um myndi þykja eftirsóknarverð;
En svo ákvað hún þetta. Doktors-
nafnbót og há og vel virt staða
var léttvæg fundin —• Karmel-
systir vildi hún gerast og hvergi
vildi hún frekar vera en á ís-
landi, sem þegar iöngu áður hafði
hrifið ást hennar og vináttu.
Systir Ólöf átti áður heima í
smáborg rétt við Rotterdam og'
nafn hennar áður en hún játað-
ist Karmelitareglunni var Annie
Elersbergen. Allar Karmelsystur
leggja niður sitt fyrra nafn, þeg-
ar þær vinna klausturheit sitt og
taka nafn einhvers dýrlings i
staðinn — eða afleitt af dýr-
lingsnafni.
MARGUR
MISSKILNINGUR
Önnur útinunnan, systir Mikka-
ela átti heima í litlu þorpi nálægt
Amsterdam. Ekkert af hennar
ættfólki eða vinum hefur gengið
í klaustur. „Ég á fimm systur,
segir hún —■ fjórar giftar og
þeirri fimmtu dettur víst ekkert
í hug að gerast nunna.“
— Er ekki stundum erfitt hjá
ykkur útinunnunum með að-
drætti hér upp á hæðina þegar
vond eru veður? spyr ég systur
Mikkaelu.
— Jú, stundum er það, sérstak-
lega þegar snjór er —■ en þá för-
um við bara í stigvél — og hún
hlær við hressilega. — Hin úti-
nunnan, systir Rafaela er frá
smáborg í Suður-Hollandi. Hún
á þar giftan bróður og fleiri
systkini.
Margir ímynda sér' að klaust-
urnunnu sé forboðið að hlæja og"
gera að gamni sínu — að þær
verði að ganga um grafalvarleg-
ar öllum stundum og undir öll-
um kringumstæðum. Þetta er
mesti misskiiningur eins og svo
fjölda margt annað, sem við
ímyndum okkur um klausturlíf.
Karmel-systurnar geta — og
mega hiæja skært og innilega,
þegar þeim finnst tilefni til —
rétt eins og þú og ég . — Það sá
ég greinilega, meðan á hinni
stuttu heimsókn minni stóð —
gieði- og hamingjusvipur var á
hverju andliti.
AFSTAÐA OKKAR
Ef til vill er það eðlilegt, að
við íslendingar vitum lítið um,
hvað klausturlíf er í raun og veru
og á hverju það byggist. —
Kaþólska og klausturreglur er
fyrir okkur ekki annað en löngu
liðinn þáttur í sögu þjóðarinnar,
sem hinn nýi siður — og tíminn
hafa sameinazt um að fyrna í
vitund okkar — ellegar eitthvað
órafjarlægt okkur í heimsrúm-
inu. — Látum svo vera, slíkt
væri ekki rétt að áfellast okkur
fyrir. Hitt er vafasamara, þegar
við leyfum okkur að skipa okkur
dómara yfir því fóiki, sem dregið
I hefur sig til baka frá heiminum,
! afneitað öllu, sem það átti áður
af veraldlegum gæðum til að
helga líf sitt hinni æðstu meðal
| allra hugsjóna — guðshugsjón-
| inni. Við sláum því föstu í fáfræði
! okkar, að flest af þessu fólki,
sem lokar sig innan klaustur-
múranna sé skipbrotsfólk, sem
| orðið hafi fyrir ásarsorg eða öðr-
! um óbærilegum vonbrigðum, sem
j gert hafi það fráhverft heimin-
um og bregðum því jafnvel stund
um um sýndarmennsku og eig-
ingirni. — Við virðumst helzt
hvorki vilja vita né viðurkenna
að það er til nokkuð sem heitir
æðri máttur — æðri köllun sem
hefur verið, er og mun verða að
Frh. á bls. 15