Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. des. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 3 ar í Frakklandi en í Charente- dalnum. FRÁ DÖGUR LÚÐVÍKS XIV. Um leið og okkur er sýnd verksmiðjan, segja starfsmenn- irnir okkur sögu Martells. Frá því sagnir hófust var Charente- héraðið frægt fyrir vínyrkju. Þaðan komu hin beztu borðvín Að sjálfsögðu er það fyrst og fremst vínandinn sem gufar upp, en listin er að láta visst magn af öðrum vínefnum fylgja. Ella yrði framleiðslan aðeins venju- legur apóteks-spíri. Þarna í einum sal eru eimingar- katlarnir, margar mannhæðir að stærð með glampandi koparrör- um í allar áttir. Fylgdarmaður Konjakið er átappað. Ljósm.: Þ. Th. miðaldanna, bæði hvítvín og rauðvín. Voru þau keypt sérstak- lega af Hollendingum og Norð- urlandabúum. En um aldamótin 1700 á dögum Lúðvíks 14. voru teknir upp nýir framleiðsluhættir, sem hafa ger- breytt öllum aðstæðum þessa héraðs. Áfengi, sem héraðsbúar höfðu eimað úr víninu fyrir sjálfa sig tók að vinna vinsældir víðar út um lönd. Árið 1698 gerðu bæði Bretar og Danir samninga um kaup á allmiklu magni af þessu nýja áfengi. Umheimurinn var að kynnast hinum mesta kína-lífs- elixis, sem upp hefur verið fund- inn. Árið 1715 fluttist Jean Mar- tell til Cognac frá Ermarsunds- eyjum, þaðan sem hann var upp- runninn og stofnsetti hina fyrstu verksmiðju í dálitlu steinhúsi, sem ennþá stendur á miðri verk- smiðjulóðinni og geymir safn um hina elztu og fyrstu framleiðslu- hætti. Síðan hefur verksmiðjan fært stórkostlega út kvíarnar. — Virðist mér nú að hún taki ekki yfir minna svæði en allur Mið- bærinn milli Lækjargötu og Að- alshtrætis, hafnarinnar og Tjarn- arinnar. Húsrúm ærið þarf undir allar vínþirgðir hennar, sem eru tröllauknar. MED BERUM TÁNUM Bændurnir í nágrenninu yrkja sjálfir sitt vin, pressa vínþrúg- urnar með því að kremja þær með berum fótunum í stórum tré- kerium og láta þær gerjast. Síðan verða þeir sjálfir að eima það einu sinni. Það er vandaverk og eru til um það, hvernig vakað er undir því að vel takist er það komið, hvprt afurðunum verður veitt móttaka. Margar lýsingar á bændabýlunum daga og nætur meðan athöfn þessi fer fram. — Bóndinn flytur rúm sitt fram í eimingarklefann, það er hans bækistöð og hann hlustar íhug- ull á gufuseiminn, bragðar á vökvanum við og við. Hér á landi er það talinn mikilvægur hæfi- leiki bónda að vera fjárglöggur; í Charente-dalnum er sá beztur bóndi, sem er bragðglöggur. Þegar vínið hefur verið eimað, ekur bóndinn víninu í tunnum á stórum hestvögnum til verk- smiðjunnar. Þar fer fram mót- taka. Bragðarar frá verksmiðj- unni rannsaka afurðirnar vand- lega og sé bragðið ekki hið eina og rétta þá er vægðarlaust neitað að taka á móti því, enda einskis nýtt. í SILFURHÚDUÐUM PÍPUM í verksmiðjunni er vínandinn eimaður í annað sinn. En eiming á konjaki er mikil list, sem lærist varla nema með langri æfingu. okkar segir að til þess að forðast aukaþragð af málminum séu öll þessi óralöngu rör húðuð að inn- an með silfri. Þetta er lokaeim- ing. Þegar vínandinn kemur úr eimingartækinu er hann litlaus, kristalstær og um 70% að alkó- hólmagni. Er hann látinn renna í 300 lítra eikartunnur og þá hefst hinn langi geymslutími. Þessi vínandi, sem nú er verið að vinna verður sennilega ekki drukkinn fyrr en eftir 8 til 10 ár. í VÍNKJÖLLURUNUM — Hvernig er vínið geymt all- an þennan tíma? spyrjum við. — Fylgið þið mér, þá skal ég sýna ykkur það, segir leiðsögu- maðurinn. Við göngum út úr eim- ingarsalnum, yfir dálítinn húsa- garð. Inni í stórum skála opnast okkur furðuleg sýn. Þetta er gríðarlegur salur dimmur og ryk- ugur og í honum stórkostlegur þrefaldur hlaði af stórum eikar- tunnum, sem allar eru fullar af vínanda. Þannig förum við fram- hjá hverjum skálanum á fætur öðrum. Þetta er svc gífurlegt magn að það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því. Hver salur er þetta 100 metrar á lengd og 30 á breidd, fullur af vín- tunnum. Hérna t. d. í þessum skála eru um 5000 þrjúhundruð lítra tunnur. — Hvað á verksmiðjan miklar birgðir af vínanda? spyrjum við. — Það mun vera um 80 þúsund tunnur, sem hver tekur um 300 lítra og gerir það um 24 milljón- ir lítra. — Við reynum að leita að ein- hverju til samanburðar. Síldar- tunnuhlaðar á Siglufirði. Nei. þeir eru aðeins smáræði á móti þessu og þó er hér aðeins um að ræða vínbirgðir einnar koniaks- verksmiðju. — í þessum tunnum er vín- andinn geymdur svo árum skipt- ir. Hér breytist hann og fær á sig sitt endanlega bragð og blæ og verður enn að gæta algerlega vissra aðferða, sem ekki má hvika frá. LIMOUSIN-EIKIN Það verður sérstaklega að gæta þess að tunnurnar séu úr sérstök- um við. Það er eik, en ekki dugir að taka hvaða eik sem er. Kon- jaks-eikin vex einvörðungu i Limousin-fjöllunum austur af Charente. Einkum þykir viður- inn úr Trocais-skógi frábær. Svo mikið er víst að það er þýðingar- laust að ætla að geyma konjakið á öðrum tunnum en úr Limousin- eik, því að þá fær vínandinn ann- að bragð. Sést þetta bezt af því, að þeir sem reyna að brugga konjaks-eftirlíkingar í öðrum löndum leggja mikið á sig til að kaupa þessa eikartegund frá Frakklandi. í tunnunum hefst hægur en stöðugur efna-samruni vínandans , og eikarinnar. Nokkur uppgufun ! verður gegnum tréð svo áfengis- magnið lækkar lítillega, en um leið gefur viðurinn vínandanum hinn sérstaka brúna lit og bark- andi bragð, sem einkennir kon- jakið. Styzti geymslutími í tunn- unum er átta ár. Fyrr er lögurinn ekki orðinn söluhæfur. En oft er hann geymdur lengur og verður því betri og dýrari sem geymslu- tíminn er lengri. KÖNGULÆR GERA GAGN Ég veiti því athygli í einum geymsluskálanum að köngulær hafa spunnið vefi sína milli tunn- anna. Að vonum furða ég mig á þessu og læt í ljós að mér þyki þetta heldur sóðalegt. — Nei, svarar leiðsögumaður- inn. Við ræktum hér sérstaka köngulóartegund og er nauðsyn- legt að hafa þær til að útrýma ýmsum smáskordýrum, sem ella mundu skaða eikina á hinum langa geymslutíma. Þær forða áreiðanlega miklu tjóni. Væri erfitt að koma við annarri skor- dýraeyðingu, því að notkun eit- urefna myndi eyðileggja áfengið. Þegar áfengið hefur legið riógu lengi í tunnunum, þá er það orð- ið að konjaki. Er það þá sett I miklar ámur þar sem lögurinn úr um 50 tunnum er blandaður saman í hverri ámu og látið ganga gegnum stórvirkar síur. Þá er það blandað vatni, mismunandi mikið eftir því hvert á að senda það, því að áfengisreglur hinna ýmsu landa eru mismunandi. Síðan p" það tappað á flöskur. FLÖSKURNAR FYLLTAR — SENDAR ÚT UM VÍÐA VERÖLD Það má vera að við höfum ekki getað skilið til fulls, hve gífur- Yfirsmakkarinn í Martell kennir okkur hvernig á að drekka kon- jak úr „túlípana“ glasi. legar vínbirgðir lágu þarna i tunnunum. Það er nú einu sinni svo að við erum ekki vön að telja konjak í tunnum. Ef til vill er það vegna þess að við erum vönust því að sjá það í litlum þriggja pela flöskum, sem við fundum það bezt, þegar við kom- um í flöskusalinn, hvílíkt magn hér er um að ræða. í þessum eina stóra sal unnu stórvirkar vélar og 250 manns stanzlaust að því að setja kon- jakið á flöskur. Þarna voru 10 löng borð með færibandi. Við anoan enda hvers borðs hófst verkið með því að hver einasta flaska var vandlega þvegin upp úr — ja, hvað haldið þið? — upp úr sólskinssápuvatni? — ónei, — þær voru baðaðar upp úr hreinu konjaki. Að hverju færibandi lágu sverar vatnspípur, silfurhúð- aðar að innan og eftir þeiin streymdi konjakið stöðugt eins og árflaumur. Hraðvirk áfylling- arvél mældi réttan skammt á hverja flösku. Með annarri vél Frh. á bls. 15 Verzlun Páls Hallbjörnssonar, Leifsgötu 32. — Sími 5776 Almennar Tryggingar h.f, Hreyfill s.f, og farsælt komandi ár. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu, Mummabúð Afgreiðsla smjörlíkisgerðanna h.f. Silfurskeifan h.f., Blái borðinn, Ljómi, Svanur Verzlun Halla Þórarins h.f. NÝJA SKÓVERKSMIÐJAN H.F. Bræðraborgarstíg 7 Efnalaug Hafnarfjarðar Verzlunin Vöxtur BOLSTRARINN, Hverfisgötu 74 Verzlun Guðm. Guðjónssonar, Skólavörðustíg 21 HELLAS, Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.