Morgunblaðið - 03.03.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐI& Fimmtudagur 3. marz 1955 Ford Courier i i i 19 nýr og ónotaður — til sölu Columhus h.f. Brautarholti 20 — símar 6460 og 6660. friýkomlH Grænar baunir, útl. Aspargus Agúrkur í ds. sætsúrar Pickles Ætisveppir Súrkál Piparrót Vatteruðu TELPUULPURNAR frá HEKKÚLES komnar aftur. Vandaðar — fallegar. Sameinf^þ^ksr^iSjuhfgmdslan BRÆÐRABORGARSTÍG 7 - REYKJAVÍK Símar: 5667 — 81099 — 81105 — 81106. Sigrið skegghroddana! Fáið yður fullkominn, langvarandi — auð- veldan og þægilegan rakstur. M EN N EN-rakkrem veitir yður þessar óskir og ánægjustundir, auk þess endist rakblaðið yður lengur með MENNEN-rakkremi. MENNEN rakstur er mjúkur og haldgóður. — Notið því ávallt MENNEN-merkið við raksturinn. Styrkir til verknáms i Banáaríkfunifim MJÖG góðir styrkir eru veittir til verk- og tæknináms í U.S.A. fyrir tilstyrk Norræna félagsins þar í landi. Þessir styrkir, sem hafa verið mikið nýttir af hinum Norður- löndunum, nema kr. 40—50 þús. á ári. Nú hefur Islenzk-ameríska fé- lagið sérstakt vilyrði Norræna fé- lagsins í New York um fyrir- greiðslu tækninema frá Islandi, þar sem þessir styrkir 'hafa verið lítið nýttir til þess að gera af okk- ur hingað til. 6 verknemar hafa þó farið vestur í vetur á vegum fé- lagsins, tvær hjúkrunarkonur, einn múrari, einn bifvélavirki, einn í blómaræktun og einn í auglýs- inga- og útstillingartækni (glugga o. s. frv.). — Umsóknir annarra eru til athugunar. Um verknámið er annars þetta að segja: 1. Islenzk-ameríska félagið, með tilstyrk Norræna félagsins í Banda ríkjunum (The American Scandi- navian Foundation), hefur um tíma unnið að því, að koma ungum Islendingum til verklegs náms í Bandaríkjunum í þeim at- vinnugreinum, sem þeir hafa þeg- ar numið hér heima. Þessu verk- lega framhaldsnámi er komið þannig fyrir, að umsækjendur þeir, sem fyrir valinu verða, munu fá að vinna í atvinnugrein sinni í eitt ár hjá fyrirtækjum eða stofnunum í Bandaríkjunum. 2. Nefnd úr Islenzk-ameríska fé- laginu tekur á móti umsóknunum og sendir þær til Norræna félags- ins í New York, sem síðar setur sig í samband við bandarískar stofnanir og firmu og reynir að koma umsækjendunum fyrir, Hef- ur Norræna félagið í New York langa reynslu við slík störf, þar sem það hefur annazt fyrirgreiðslu fyrir tækninemendur frá öðrum Norðurlöndum um margra ára skeið. . Einnig mun íslenzk-ame- ríska félagið reyna að setja sig í beint samband við firmu og stofn- anir í Bandaríkjunum í þessu augnamiði. 3. Tækninemendur munu vænt- anlega fá um 200 dollara á mán- uði til uppihalds. Verður fé þetta ýmist greitt beint frá þeim firm- um eða stofnunum, sem þeir vinna við, eða frá Norræna félaginu í New York. Mun Íslenzk-ameríska félagið láta tækninemendum í té frekari upplýsingar um þetta at- riði, áður en þeir fara vestur. 4. Vinnuleyfið í Bandaríkjun- um er bundið því skilyrði, að við- komandi sé að kynna sér nýjung- ar og starfshætti í sinni grein, og miðast vinnutímabilið við eitt ár í senn. 5. Hugsanlegt er, að hægt verði að koma tækninemendum fyrir í flestum atvinnugreinum. 6. Tækninemendur geta ekki skipt um starf á meðan á náms- tímanum stendur. 7. Tækninemendum ber ekki að greiða skatta af tekjum sínum í Bandaríkjunum, þar sem banda- rísk yfirvöld líta á þá sem nem- endur. 8. Kvæntir tækninemendur geta ekki tekið konur sínar með sér, nema því að eins að þeir geti sann- að, að þeir geti séð þeim farborða á meðan á námstímanum stendur. 9. Tækninemendur skulu ekki vera yngri en 23 ára og ekki eldri en 30 ára. 10. Allir umsækjendur verða að vera íslenzkir ríkisborgarar og hafa óflekkað mannorð. 11. Frekari upplýsingar á skrif- stofu félagsins í Hafnarstræti 19 þriðjudaga kl. 5,30—6,30 og fimmtudaga kl. 6—7. Sími 7266. (Frétt frá Islenzk-ameríska félaginu.) Matsveinn óskast á togarann ísólf Seyðisfirði. Uppl. í símum 22 og 111, Sevðisfirði og 1486, Reykjavík. Bjólfur h.f. Rafsuðuvélar ■ m m m j 2 stk ESAB 300A Rotherandi, til sýnis og sölu á raftækja- ■ ■ vinnustofu Hauks og Ólafs, Mjölnisholti 14. ; : Tækifærisverð. • : 3 Húseigendur ■ s m r ■| : Ung hjón með barn á 3. ári vantar íbúð til sept- 3 m w, • ember- eða októberloka þessa árs. • m ■ Bl| Nánari uppl. í síma 82214. 5 : Amerískir :! : : s a m k v æ m i s- og 3 ■ «■ kvöldík jóiar j • m ■ m : teknir fram í dao'. : a 0 ■ EB0S, Holnarstræti 4 \ : SÍMI: 3 3 5 0 . 3 m ■ ■ ml ^■■■•■■■•■•■■■•■■•■■■•■••■■■■■■■■■■■■■••••■■■•■■••■■•■■■■■■■■•■■■•■■jUU*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.