Morgunblaðið - 03.03.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudag-ur 3. marz 1955
fíJ U ir l/ 11 ,
Villijálmur Þór úrskurð-
aður hæfur til að sitja
í stjórn Aburðarverksm.
IGÆR fór frám kosning þriggja manna í stjórn-Áburðarverk-
smiðjunnar. Voru kjörnir Pétur Gunnarsson tilraunastjóri,
Vilhjálmur Þór bankastjóri og Kjartan Ólafsson. Jóhann Guðjóns-
son bóndi á Leirulæk í Mýrasýslu hlaut minnst atkvæðafylgi og
náði ekki kosningu. Atkvæðagreiðsla þessi varð all söguleg, því
að véfengt var að Vilhjáimur Þór, gæti löglega sem bankastjóri
Landsbankans tekið sæti í stjórn Áburðarverksmiðjunnar. Úr-
skurðaði Jörundur Brynjólfsson forseti Sameinaðs þings að fram-
boð hans væri löglegt.
Mynd þessi sýnir námsfólk frá mörgum löndum í boði Eisenhowers forseta Bandaríkjanna. Fremst
til hægri er Guðrún Erlendsdóttir, nemandi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Það er stórblaðið
New York Herald Tribune, sem stendur fyrir námskeiði fyrir ungt fólk og voru þátttakendur valdir
með ritgerðasamkeppni.
fvðrörgland heldur
fyrirleslur
norskum
ö!!armenn
IKVÖLD mun Ivar Orgland, lektor við Háskóia íslands
halda háskólafyrirlestur er hann nefnir „Humor i norsk littera-
tur“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrstu kennslustofu Háskólans og
hefst kl. 20,30. Er þetta annar háskólafyrirlesturinn, sem Orglar.d
flytur á þessu háskólaári. Hinn fyrri, er hann flutti s.l. haust, fjall-
aði um máldeiluna í Noregi.
KEMUR VIÐA VIÐ
í fyrirlestri sínum annað kvöld j
mun Ivar Orgland koma víða við,
benda á mörg nöfn, sem gefa [
megi nokkurt yfiriit yfir þann:
þátt, sem kímni og gamansemi I
hafa átt í norskum bókmennt-1
um. Mun hann fyrst taka fyrir j
Ludvig Holberg, sem hann telur |
hinn fyrsta mikla kímnihöfund;
Norðmanna. Hann fór frá Noregi j
22 ára gamall og dvaldi eftir það
lengstum í Danmörku og skrifaði
sína ódauðlegu gamanleiki þar. ^
Hann tilheyrir því einnig dönsk-
um bókmenntum, en Norðmaður
er hann engu að síður í húð og
hár.
Johan Herman Wessel er og
stórt nafn meðal hinna eldri
kímniskálda Norðmanna.
ÝMIS ÞEKKT NÖFN
Síðan mun lektorinn drepa á
ýmis þekkt nöfn, taka sýnishorn
til skýringa og benda fólki á,
hvar kímni sé helzt að leita í
norskum bókmenntum. Hann
mun í því skyni minnast á skáld-
in Nils Kjær, Vilhelm Krag, Hans
Aanrud, Knut Hamsun, Herman
Wildenvey og André Bjerke, en
hinn síðastnefndi er þeirra yngst-
ur, fæddur árið 1918.
Þá mun hann dvelja nokkuð
við norska skáldið Jakob Sande,
sem er meðal hinna vinsælustu
núlifandi skálda Norðmanna. —
Bendir Orgland á að ýmisiegt sé
3íkt með kímni þeirri, sem kem-
ur fram í kvæðum hans og kvæ-
um Davíðs Stefánssonar. Bend-
ir hann á gaman-kvæði Davíðs
„Hjá blámönnum“ til samanburð-
ar. Einnig mun hann sérstaklega
minnast á Alf Pröysen sem nýt-
ur mikilla vinsælda í Noregi í
dag fyrir alþýðlegar skemmti-
vísur og einnig hefur han skrif-
að tvö leikrit, sem sýnd hafa
verið í Ósló við miklar vinsæld-
ir. Þannig var hið fyrra þeirra
sýnt 200 sinnum.
KÍMNI
EFTIF. LANDSIILUTUM
Orgland mun sýna fram á, hve
norsk kímni er mismunandi eftir
landshlutum, hvernig fólkið og
skáldin gera að gamni sínu á
ólíkan hátt eftir því, hvort um
er að ræða norður-, suður- aust-
ur- eða vesturhluta landsins. Þá
mun hann og benda á kímni ým-
issa Norðurlanda og benda á, i
hvern þátt kímni og gamansemi
á í verkum hinna stærstu skálda
Norðmanna, svo sem Ibsens,
Björnson o. s. frv.
Er ekki að efa, að þessi fyrir-
lestur Orglands mun veita öll-
um þeim, sem á hlýða, óblandna
ánægju og góða fræðslu.
ÞltÍR yfirskoðunarmenn rikis-
reikninganna 1954 voru kosnir af
Sameinuðu þingi í gæi’. Kjörnir
voru þessir af A-lista er hlaut 37
atkvæði: Jón Pálmason, Jörundur
Brynjólfsson og Björn Jóhannes-
son. Ásmundur Sigurðsson á B-
lista hlaut aðeins 9 atkvæði og
náði þvi ekki kosningu.
Sfyrki? fi! náms
í Þpkglandi
ÞÝZKA sendiráðið í Reykjavík
hefur tilkynnt islenzkum stjórnar-
völdum, að st.jórn sjóðs Alexander
von Humboldt muni veita styrki
úr sjóðnum til háskólanáms há-
skólaárið 1955—6 og beðið ráðu-
neytið að auglýsa eftir umsóknum.
Styrkirnir eru ætlaðir ungum há-
skólakandídötum, helzt ekki eldri
en 30 ára, og nema styrkirnir 350
þýzkum mörkum á mánuði og eru
! miðaðar við 10 mánaða námsdvöl
í Þýzkalandi. Nægileg þýzkukunn-
átta er áskilin.
Sérstök umsóknareyðublöð og
nánari upplýsingar um styrki
þessa fást i menntamálaráðuneyt-
inu fyrir 18. marz n. k.
Það athugist, að ekki er víst, að
neinn styrkur komi i hlut fslend-
inga. Va'ið er úr umsóknum frá
fleiri löndum.
(Frá Menntamálaráðuneytinu.)
lækniitisfél. Rvíkur
AÐALFUNDUR Náttúrulækn-
ingafélags Reykjavíkur var hald-
inn 24. febr. s.l.
Formaður félagsins, Böðvar
Pétursson, kennari, var endur-
kjörinn.
Meðstjórnendur voru kjörnir:
Hjörtur Hansson, kaupm., Mar-
teinn M. Skaftfells, kennari, Sig-
urjón Danívalsson, framkvæmda-
stjóri, og frú Steinunn Magn-
úsdóttir.
Á síðastliðnu ári gengu 232
menn í félagið, og eru félags-
menn nú 1169 talsins, þar af 86
æfifélagar.
47. GR. LANDSBANKALAGA
Það var Bergur Sigurbjörnsson
þingmaður Þjóðvarnarflokksins,
sem véfengdi að framboð Vil-
hjálms Þór bankastjóra til setu
í stjórn Áburðarverksmiðjunnar
væri löglegt.
Benti Bergur á það ákvæði
Landsbankalaganna, þar sem seg
ir: „Ekki mega bankastjórar hafa
embættisstörf á hendi, ekki reka
sjálfir atvinnu og ekki vera í
stjórn atvinnufyrirtækja. Sagði
hann að vegna þessa lagaákvæð-
is væri framboð Vilhjálms ólög-
legt. Áburðarverksmiðjan væri
hlutafélag, sem bankastjóri Lands
bankans mætti ekki sitja í.
FORSETI GERIR HLÉ
Þessi mótmæli virtust koma
Framsóknarmönnum á óvart. Tók
Jörundur Brynjólfsson forseti sér
stundarfjórðungs hlé til að íhuga
málið. Kvað hann síðan upp for-
setaúrskurð þess efnis að fram-
boð Vilhjálms Þór væri löglegt.
ÚRSKITRÐUR UM IIÆFNI
VILHJÁLMS
Byggði forseti það á þessum
röksemdum: Áburðarverksmiðj-
an er hlutafélag, sem er að meiri
hluta rikisfyrirtæki, þar sem rík-
ið á heirihluta allra hlutabréf-
anna. Þeir menn sem hér eru
kosnir eiga að gæta fyrirtækisins
af hálfu hins opinbera. Þar að
auki er þetta komið undir mati
Landsbankans, sagði forseti og er
ekki í verkahring forseta Al-
þingis að skera úr um þetta.
Heildarlöggjöf fiarf nm
verndnn og meðfer?! dýra
Frá aðalfimdi Dýraverndimarfól. Islands
&ðatfimdur Samtaka
herskálabúa
AÐALFUNDUR Samtaka her-
skálabúa var haldinn sunnudag-
27. febr. s. 1. í Breiðfirðinga-
búð.
í ráfarandi formaður, Þórunn
Magnúsdóttir, flutti skýrslu um
störf félagsins á liðna árinu. í
stjórn voru kosin: Þórunn Magn-
úsdóttir var endurkjörin formað-
ur, Ingvar Björnsson varaform.,
Aðrir i stjórn voru kjörin: Torfi
Ólafsson, Þóroddsstaðakamp,
Alfons Hannesson, Laugarnes-
kamp, Helgi Jónsson Kamp Knox
Varastjórn: Sigurður Karlsson,
Þóroddsstaðakamp, Arnfriður
Jónatansdóttir, Kamp Knox, Þor
steinn Dagbjartsson, Laugarnes-
kamp.
Á fundinum var einróma sam-
þykkt áskorun á rikisstjórn og A1
þingi um raunhæf úrræði til
lausnar húsnæðisvandræðum
braggabúa.
AÐALFUNDUR Dýraverndun-
arfélags íslands var haldinn í
Félagsheimili V. R. 23. febr. s.l.
Formaður félagsins, Þorbjörn
Jóhannesson, setti fundinn og
stjórnaði honum. Hann minntist
í upphafi látinna félaga og rakti
ýtarlega störf félagsins á liðnu
ári.
Á fundinum voru eftirtaldar
tillögur samþykktar:
„Aðalfundur Dýraverndunar-
félags íslands haldinn 23. febr.
1955, vekur athygli á því. að enn
eru eigi til í ísl. löggjöf heildar-
lög um verndun og meðferð dýra.
í sambandi við þetta, vill fundur-
inn leggja áherzlu á að eigi verð-
ur lengur við það unað, að slik
heildarlög séu eigi í ísl. löggjöf,
þar sem hér er um mannúðar- og
hagsmunamál að ræða og sam-
þvkkir því að skora á ríkisstjórn
íslands, að hún skipi nefnd til
þess að endurskoða öll ákvæði í
ísl. lögun um verndun og með-
ferð dýra og semja frumvarp til
laga að heildarlögum um vernd-
un og meðferð dýra.“
„Þar sem lög og reglur um
verndun og meðferð dýra eru eigi
til sem heild, skorar aðalfundur
Dýraverndunarfélags Islands
haldinn 23. febr. 1955 á viðkom-
andi ráðuneyti, að þau annist að
kvnna almenningi, svo og lög-
gæzlum^mum í bæjum og sveit-
um öll lög og reglur, er sam-
þykktar hafa verið af Alþingi og
eru í fullu gildi.“
„Aðalfundur Dýraverndunarfé-
lags íslands, haldinn 23. febr.
1955, fagnar samþykkt laga um
fuglaveiðar og fuglafriðun, sem
tóku gildi 1. jan. 1955.
Fundurinn þakkar Alþingi,
menntamálaráðuneytinu og fugla
friðunarnefnd fyrir samningu og
setningu laganna.
Þá samþykkir fundurinn að
kynna nýmæli laganna og sjá um
að ákvæði þeirra komi til fram-
kvæmda.“
! „Aðalfundur Dýraverndunarfé-
lags íslands, haldinn 23. febr.
1955, samþykkir að skora á ríkis-
stjórn íslands að hraða undirbún-
ingi aðildar íslands að samþykkt
þeirri, sem á s.l. sumri var gerð
í London á fundi fulltrúa ríkis-
stjórna þeirra þjóða, sem strend-
ur eiga að norðanverðu Atlants-
hafi. varðandi fyrirbvggingu á
dælingu úrgangsolíu í sjó og um
öruggan umbúnað olíugevma og
olíuleiðslna, svo að hafið í
kringum landið og þá sérstak-
lega sjórinn við landsteinana
verði ekki ataður olíu til tjóns
fyrir dýr og gróður.“
Gjaldkeri félagsins, Ólafur Ól-
afsson, las reikninga félagsins.
Hagur félagsins er góður, en efla
þarf sölu Dýraverndarans, þvi að
árlega verður félagið að gefa með
honum. Rikti mikill áhugi á
fundinum fyrir eflingu hans.
Stjórninni var falið að endur-
skoða lög félagsins, þar sem radd-
ir komu fram um það á fundin-
um að dýraverndunarfélög lands-
ins stofnuðu með sér samband.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Þorbjörn Jóhannesson formaður,
Ólafur Ólafsson gjaldkeri, Þor-
steinn Einarsson ritari og með-
stjórnendur Björn Gunnlaugsson
og Skúli Sveinsson. Varaformað-
ur var kosinn Tómas Tómasson
og varameðstjórnendur: Viktoría
Blöndal og Kristján L. Gestsson.
Endurskoðendur voru kosnir: Þor
steinn J. Sigurðsson og Guðmund
ur Guðmundsson, en til vara
Magnús Skaftfells.
Þyrill fékk á sig
brotsjó
í GÆR bárust fregnir úm það
til landsins, að olíuskipið Þyrill,
sem er á leið til Manchester með
lýsisfarm, hafi í hafi hinn 28.
febr. fengið á sig brotsjó. Brotn-
aði þá skipsbátur og lítilsháttar
skemmdir urðu á skipinu. Þyrilí
mun nú eiga skammt eftir ófarið
á leiðarenda í Bretlandi.