Morgunblaðið - 03.03.1955, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLA91B
Fimmtuösgur 3. marz 1955
EFTIRLEIT
EFTIR ECON HOSTOVSKY
Framhaldssagan 35
„Nei, vinur minn, þú kemst
ekkert áfram á þennan hátt. Þú
veizt það vel, að Joan er betur
sett án þín. Og að lokum sagði
Kral henni í minni viðurvist, að
þú værir faðir hennar, en það
hafði engin áhrif á hana. Þú varst
reiður vegna þess að hún skyldi
ekki strax hlaupa til þín, það
hefði komið sér vel fyrir áætlun
þína. Ég faldi þig af tveim ástæð-
um, vegna þess að ég vildi gera
Kral greiða og í öðru lagi vegna
þess, að mér hefur aldrei verið
um þessa þýzku brottflutninga,
svo maður tali ekki um, þegar
Tékkar áttu í hlut. En nú spyr
ég þig í síðasta sinn, Kapoun,
livers vegna komstu aftur til
Prag? Og hvers vegna viltu ekki
íara úr mínu húsi?“
Borek hrópaði þessa síðustu
spurningu, hann var nú orðinn
ævareiður vegna þess að geta
ekki slegið manninn, en hin reiði-
lega rödd hafði áhrif.
„Ég ætlaði að hitta mann“.
„Hvern?“
„Það er löng saga“.
„Styttu hana þá“
„Hér í Prag er maður, sem ég
kynntist í fangabúðunum og
hann veit, að það borgar sig að
rétta mér hjálparhönd, herra
Borek“.
„Borgar sig fyrir mig? Hver
er þessi maður?“
„Hann heitir Klouda og er í
innanríkisráðuneytinu. Hann er
yfirmaður Þýzkalandsdeil d arinn-
ar, hann er mjög sjóndapur".
„Og hvað getur Klouda gert
fyrir þig?“
„Allt. Gefið mér aftur það, sem
stolið hefur verið frá mér og látið
mig lifa mannsæmandi lífi“.
„En hvers vegna hefurðu ekki
farið og hitt þer.nan Klouda?"
„Það er ekki svo auðvelt, þeg-
ar ég verð að vera í felum. Ég
veit ekki, hvar hann býr og ég
get ekki komið til hans á skrif-
stofuna. Ég var að vona að ég
liitti hann af tilviljun, en ég hef
ekki verið svo heppinn. Og svo
er það annar maður, sem mig
langar til að hitta, hann er
amerískur liðsforingi og heitir
Morgan og vinnur við ameríska
sendiráðið hérna. Það sem ég hef
heyrt um manninn — hann var
í Frankfurt eftir stríðið og fram
til vorsins 1946 — þá er hann
maður, sem veit hvaji hann -vill,
og það gæti verið, að hann hefði
einnig áhuga á að hitta mig. En
ég hef ekki hitt hann heldur. Ef
hægt væri að koma vitínu fyrir
þig, hefðir þú getað komið mér í
samband við þessa menn fyrir
löngu, og það ætti að vera alveg
eins mikið í þína þágu eins og
mína“.
„Þetta er mjög lærdómsríkt og
merkilegt. Það er alveg augljóst,
að þú hefur eitthváfS í pokahorn-
inu, sem þú getur bæði selt
Ameríkönunum og kommúnist-
unum, og þá er spurningin, hvor
borgar betur, er þetta ekki rétt?“
„Nei, alls ekki. Þá er aðeins
spurningin hvor er gáfaðri. Ég
er reyndar alveg hissa á því,
hvernig þú fórst að komast að
við blaðið, því að þú virðist ekki
hafa meira vit á stjórnmálum en
ég á Kínverjum eða hottentott-
um“.
„Ég hlusta ekki á þig. Nú ætla
ég að fara og ná í kaffið og á
meðan skaltu hugsa um, hvort þú
ætlar að tala eins og maður eða
vera með einhverja bölvaða vit-
leysu“.
„Má ég reykja?“ spurði Kap-
oun“.
„Gerðu það“.
Borek kom inn með kaffið og
sagði:
„Nú hefurðu haft tíma til að
hugsa. Hvernig er kaffið?“
„Það er sæmilegt. Hvað viltu
fá að vita? Ég get ekki skilið,
hvers vegna þú heldur mér hérna
og kvelur mig svona“.
„Við getum auðveldlega komið
með spurningar. í fyrsta lagi:
Hvaða mikilvægar upplýsingar
getur þú látið Klouda eða amer-
íska liðsforingjanum í té?. En
annars er það augljóst, að þú hef-
ur ekki hugrekki til að hitta þá,
þar sem þú ert hræddur um, að
Kral sviki þig. í öðru lagi: Hvers
vegna sagðir þú konunni minni í
dag og mér núna, að ég hefði
sagt lögreglunni til þín? í þriðja
lagi: Hvað hafðir þú í huga, þeg-
ar þú komst hingað með skamm-
byssu í hönd eins og hver annar
innbrotsþj óf ur ? “
Kapoun svaraði eins og hann
læsi fyrir:
„Fyrsta spurningin. Það gæti
verið, að Klouda og Morgan
hefðu áhuga á því að vita nöfn
þeirra nazista, sem vinna fyrir
Ameríkanana og kommúnistana.
Hvað viðvíkur spurningu númer
tvö: Tveir menn voru hérna
fyrir utan í morgun og þeir fóru
með mig inn í ganginn og spurðu
mig þar spjörunum úr. Þeir voru
kurteisir, næstum alltof kurteis-
ir. Og að lokum trúðu þeir mér
fyrir því, að þeir hefðu vitað um
mig í nokkra daga, vegna þess
að þú hefðir verið að gorta um
það við einhvern, að þú hefðir
mig í felum. Þeir sögðu mér að
vera þolinmóður því að innan
skamms mundi mér vera fengin
beztu herbergin í íbúðinni þinni
til umráða. Þeir lofuðu mér
einnig að Klouda mundi brátt
koma til mín hingað í íbúðina
þína, herra Borek. Þriðja spurn-
ingin: Ég hafði ekkert ákveðið
í huga, þegar ég kom inn í íbúð-
ina í kvöld. Ég var undrandi að
sjá allt slökkt og ólæst, cn ég er
vanur að ganga um í myrkri og
þá hef ég alltaf skammbyssuna
mína í höndunum af gömlum
vana. Ég veit hvað ég gæti hafa
gert þér, úr því að hættan vofir
yfir þér hvort sem er. Þetta er
allt, sem ég hef að segja. Má ég
fara? Og viltu láta mig fá lyk-
ilinn af háaloftinu?“
j „Farðu ekki strax. Jæja, þetta
er nóg, þú getur fengið að vera
, hérna fimm daga, hérna er lyk-
| illinn, en eftir fimm daga verður
' þú að fara, nema ef lögreglan
' skipar mér að hafa þig lengur,
1 en ef svo skyldi fara, getur verið
að eitthvað kæmi fyrir þig“. i
„Það er enginn efi, en það sama
gildir fyrir þig. Stundum drepa
menn hver annan, svo að allir
sjái, en stundum gera þeir það
í leynd. Þið Kral hafið stolið Jo-
an og þið ljúgið því að sjálfum
ykkur, að henni sé betur borgið
án mín vegna þess að ég sé úr-
hrak. Nema það getur verið að
málin snúist alveg við og þá verð
ég maður, sem má mín einhvers,
en þið verðið glæpamenn“. *
„Farðu út“.
„Já, iá, geturðu ekki séð, að
ég er að fara? Góða nótt“.
Borek lokaði augunum, hon-
um fannst hann vera að verða
vitlaus og hann yrði að flýta sér
á Sharpshooters Arms til þess að
hressa sig. <
*
ELLEFTI KAFLI
Þetta var laugardagúrinn 21. ,
febrúar 1948 og þessi laugardag- |
ur var öllum öðrum laugardög-
um ólíkari á ameríska sendiráð-
inu. Starfsfólkið átti ekki frí
þennan laugardag eins og alla
aðra, og hver og einn var kom-
inn til starfa nokkru fyrir klukk-
an níu þennan morgun og allir
spurðu: Hvað er að ske’ Af
hverju var lögregla og alls konar
menn vopnaðir á hverju götu-
horni í Prag? Hver var ástæðan
og hvaða afleiðingar gat það haft,
að sá armur stjórnarinnar, sem |
ekki voru kommúnistar hafði j
sagt af sér í gær? Hvert voru- j
allar lestirnar að fara? — Ættu
• Amerískir
1 miklu úrvali — sanngjarnt vorð.
VESTURGÖTU 3
IJTSALA!
UTSALA!
UTSALA SEM ENGAN SVÍKUR.
T. d.: dönsk 1. fl. prjónasilki-undirföt. Áður kr.
140.00. NÚ KR. 85.00.
Einlit munstruð ullarefni 85 cm. br. Áður kr. 42.00
Nú kr. 20.00.
Undirkjólar á kr. 45.00.
Nælonundirkjólar á kr. 68.00.
Stíf nælon-undirpils á kr. 85.00.
1 stk. telpukápa á 12 ára kr. 200.00.
30% afsláttur af allskonar kjólaefnum.
20% afsláttur af tilbúnum storesefnum.
Herrasokkar á kr. 10.00.
Stutt herranærföt á kr. 32 00 settið.
Fallegar herraskyrtur á kr. 85.00.
Kjólakragar kr. 5.00 til 10.00 stk., og ótal margt fl.
Komið og gerið góð kaup —
Síðasta tækifærið í vetur.
NONNABUÐ
Vesturgötu 27.
FOLKSBiFREiD
6 manna bifreið til sölu með hagstæðu verði og greiðslu-
skilmálum. Stöðvarafgreiðsla gæti fylgt um óákveðinn
tíma
BÍLASALAN, Klapparstíg 37. sími 82032
MAGGI
Spergil Súpa
Jéiiann fiandfasti
2CNSK RAGA
• 117
XVI. KAPÍTULI
ÞEGAK RÍKARÐUR KONUNGUR VAR SETTUR í
VARÐHALD í HAMRAVÍGI UPPI í FJÖLLUM.
HVERNIG JÓHANN FANN ÓVENJULEGAN
FELUSTAÐ
i
Það var ekki á hverjum degi, að Leópold hertogi hafði
tækifæri til að handtaka voldugasta konung kristninnar og
hann gætti hans líka eins vandlega og hann hefði verið
allur úr gulli gerður. Við vorum umsvifalaust látnir í bát
og sendir undir strangri gæzlu til kastala nokkurs uppi í
fjöllunum nálægt Krems.
Skemmtilegustu ferðalög, sem ég get hugsað mér er að
ferðast, eftir á, því að þar er skipið með öllum sínum hraða,
án þess að ókyrrð hafsins sé þar til baga, og áin Danúbe er
sérstaklega falleg. Skógi vaxnar fjallahlíðar liggja niður að
ánni, svo að trén eru tilsýndar svipuð konum, sem áhyggju-
lausar baða fætur sína í vatninu. Samt horfði ég á þessa
töfrandi náttúrufegurð með sorg í huga, þó að ég væri kunn-
ur fangavistinni frá veru minni í Damaskus, fannst mér það
samt óbærileg tilhugsun að hinn göfugi konungur minn og
herra skyldi vera fangi. Hann tók samt þessu öllu með mestu
hugprýði, eins og hann gerði alltaf, sagði aðeins, að þetta
væri ennþá ein sönnun þess, að það væri alltaf hið óvænta,
sem bæri að höndum.
Þessi Ijúffenga
rjómamjúka
súpa inniheld-
ur beztu tegund
af spergiltopp-
um og er uppáhald C
ungra sem gamalla. Það
er einfalt og fljótlegt að
búa hana til — aðeins 5
mínútna suða.
Aðrar tegundir: Sveppir,
Créme, Duchess, Bl.græn-
meti, Blómkál, Spínat og
Hær.sna súpur með hrís-
grjonum og núðlum.
Munið að bezti
kjðtkrafturinn er
aðeins lir MAGGi
teningum.
J.&
rynfcn
^óóon
uctmn