Morgunblaðið - 03.03.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. marz 1955 ttttMðfrifr Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Viguí. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlancU. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fœða, sem aldrei kemsf á matbor&iS ÚR DAGLEGA LÍFINU BLAÐ kommúnista hér í Reykja vík segir frá því fyrir skömmu að rúmlega einn fimmti hluti matvælauppskerunnar á ökrum heimsins eyðileggist og komist aldrei á matborð þjóðanna. Munu þessar upplýsingar styðjast við skýrslur frá Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna. í þessu sambandi er ómaksins vert að minnast þess, að í kring um árið 1934 tóku valdhafar Sov- étríkjanna upp þann sið, að reikna uppskeru landsins út á sjálfum ökrunum. Áður hafði uppskerumagnið að sjálfsögðu verið miðað við þá uppskeru, sem komst óskemmd í hús eða aðrar geymslur. Var talið að Sovétvaldhafarnir hefðu gert þetta til þess að geta sýnt aukin afköst landbúnaðarframleiðslu samyrkjubúa sinna. Það er hins vegar almennt viðurkennt, eins og „Þjóðviljinn“ hefur einnig eft- ir skýrslum Sa'meinuðu þjóðanna, að um 20% þeirrar uppskeru, sem reiknuð er út á ökrunum, fari til spillis og komist aldrei á matborðið. ★ Kommúnistar hafa sjáííir viðurkennt, að þeir hafi haft þennan hátt á um útreikning uppskerunnar í Rússiandi. — Sést það m. a. af því, að sjáif- ur Malenkov gerði þetta að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti árið 1953. Taldi hann meira að segja að þessir upp- skeruútreikningar væru mjög óskynsamlegir. Engu að síður munu Rússar hafa þennan hátt á ennþá. Og nú hefur Malen- kov orðið að lýsa yfir því, að hann hafi reynzt „óhæfur“ til þess að stjórna landbúnaðar- málunum. Uppllýsingar kommúnista- blaðsins hér heima um rússnesk- an landbúnað undanfarið eru hinar athyglisverðustu. Fyrst skýrir blaðið frá því, að ómögu- legt hafi reynzt að auka fram- leiðslu samyrkjubúanna. Bænd- urnir hafi bókstaflega ekki feng- izt til þess að leggja að sér í því skyni. Gefur það greinilega vís- bendingu um afstöðu rússneskra bænda til hins kommúniska skipulags. Ríkiseinokun landbún- aðarins í Sovétríkjunum hefur með öðrum orðum haft í för með sér fullkomna kyrrstöðu í einu frjósamasta akuryrkjulandi Ev- rópu. Á sama tíma hefur fram- leiðsla landbúnaðarafurða margfaldazt í löndum Vestur- Evrópu. Hér á íslandi hafa afköst bóndans t. d. meira en tífaldazt á um það bil tveim- ur áratugu n Þá hefur kommúnistablaðið upplýst það, að rússneskir bænd- ur, sem eru um 20 milljónir, haíi á árinu 1954 fengið 137 þús. drátt- arvélar. Þykja „Þjóðviljamönn- um“ þetta vera mikil býsn. En þegar nánar er aðgætt svarar þessi tala til þess, að íslenzkir bændur hefðu fengið 40 dráttar- vélar á s.I. ári, í stað um það bil 500, sem fluttar voru til lands- ins. Þannig afhjúpar blað komm- únista sitt eigið skrum um tækni- þróunina í þrælakistu skoðana- bræðra sinna í Sovétríkjunum. Það er heldur ekki nein til- viljun, að yfirmenn landbún- aðarins í Rússlandi verða stöð- ugt fyrir barði óvægilegrar gagnrýni og jafnvel „hreins- ana“. Af því má greinilega ráða að þar gengur allt á aft- urfótunum. Stórfelldur mat- vælaskortur ríkir í landinu. Margendurtekin loforð hinna kommúnisku valdhafa um bætt lífskjör til handa al- menningi, eru svikin. Þannig reynist hið komm- úniska skipulag ófært um, að skapa því fólki öryggi um af- komu sína, sem við það býr. Óánægjan og gagnrýnin á valdhöfunum er svo bæld nið- ur með fangelsunum og hrika- legu þrælahaldi. Kjarnorkan og heimsfrlðurinn ÞEGAR hinn frægi rithöfundur H. G. Wells ritaði bók sína þar sem dregin var upp mynd af innrás Marzbúa á jörðu vora vakti sú lýsing ugg og jafnvel skelfingu á meðal fjölda íólks. En nú hefur inannkynið sjálft fyrir heilum áratug fundið upp vopn, sem tekur jafnvel fram hugmyndum hins frjóa rithöf- undar. Þegar kjarnorkusprengj- unum hafði verið varpað yfir Hirosima og Nagasagi var mann- kyninu Ijóst að það hafði tekið ógnþrungin dulmögn í þjónustu sína. En þrátt fyrir þær skelfingar- myndir, sem dregnar hafa verið upp af kjarnorkustríði íramtíð- arinnar er nú svo komið að fjöldi fólks, jafnvel vitrir og framsýn- ir stjórnmálamenn telja að frið- arvon mannkynsins í dag bygg- ist einmitt á tilveru kjarnorku- og vetnissprengja. Þegar hinar miklu þjóðaandstæður í austri og vestri ráða báðar yfir slíkum vopnum gati það hæglega orðið til þess að enginn telji sér kleift að hefja styrjöld. Svo hrikaleg- ar yrðu afleiðingar notkunar nútíma kjarnorkuvopna í hern- aði. Margt bendir til þess að þessi skoðun styðjist við góð og gild rök. Það má til dæmis telja mjög líklegt að Rússar hefðu tal- ið sér hagkvæmt að hefja árás- arstyrjöld meðan lýðræðisþjóð- irnar voru ennþá óviðbúnar, ef Bandaríkj&menn hefðu ekki haft kjarnorkusprengjuna að bak- hjarli. Rússar voru þá langt á eftir Bandaríkjunum í fram- leiðslu slíkra vopna og eru það að öllum líkindum ennþá. enda þótt Moloícv léti vel yfir því í ræðu, sem hann hélt fyrir skömmu að Sovétríkin hefðu nú tekið foryr-tuna á þessu sviði. París í marz. ARISARSAMNINGARNIR verða sennilega teknir fyrir í öldungadeild franska þingsins í lok þessa mánaðar. Undir öllum kringumstæðum verður af- greiðslu þeirra lokið fyrir páska. Franska þinginu verður frestað um það leyti og öldungadeildar- þingmennirnir vilja umfram allt ekki láta afgreiðslu Parísarsamn- inganna dragast fram yfir páska, þar sem þá nálgast óðum al- mennar kosningar til öldunga- deildarinnar, en þær eiga að fara fram í júní. j í apríl eiga að fara fram bæjar- og héraðsstjórnarkosningar í ; Frakklandi. i Edgar Faure, hinn nýi forsætis- ráðherra Frakka ræddi Parísar- samningana við Mendes Frar.ce í fimm stundarfjórðunga, um leið og M. France afhenti honum I embættið. Þessir menn eru báðir á líku reki, Faure er einu ári yngri, 46 ára gamall. Báðir eru úr sama flokki, róttæka sósíal- istaflokknum og báðir eru líkir í lund, þróttmiklir, snarráðir og dugmiklir til starfa. Þeir hafa verið persónulegir vinir í 28 ár. En samt sem áður voru kveðjur i þeirra kaldar, er Faure tók við j hinu nýja embætti. j Þegar Mendes France myndaði stjórn sína í júní í fyrrasumar \JinimLr öc aure vicleá JJrance hilcla mefa L aleLieum tók hann Faure úr stjórn Laniels, er þá hafði orðið að biðjast lausn- ar, og lét hann starfa áfram sem fjármálaráðherra. Síðar varð Faure utanríkismálaráðherra í stjórn Mendes France. Mendes France sýndi það strax í þinginu, er Faure leitaði trausts þess til stjórnarmyndunar, að honum var ekki mikið um það gefið, að vinur hans leysti stfórn- arkreppuna, sem þá Hafði staðið í 19 daga. Mendes sat afskiptalaus undir stefnuskrárræðu Faures og lét aðeins einu sinni í ljós hrifn- ingu, en það var þegar Faure lýsti yfir því að hann ætlaði að fylgja stefnu fyrirrennara síns í mál- efnum Afríku. Þegar atkvæða- greiðslan fór fram, greiddi Men- des France ekki atkvæði með XJeíuaLandi áhrij^ar: Lítil saga. DÖGUNUM var mér sögð lítil saga. Hún er á þessa Allur hinn friðelskandi heimur vonar að máttur gjör- eyðingavopnanna muni stuðla að því að styrjaldir hverfi úr sögunni í framtíðinni. Um það, hvort sú von getur rætzt, verð ur ekkert fullyrt. Aðeins eitt er víst, það að notkun þessara vopna mundi hafa í för með sér ægilegri óhamingju og eyðileggingu en af nokkurri styrjöld hefur áður hlotizt. Á leið: Það var hér rétt utan við Reykjavík, í Smálöndunum svo- kölluðu, að nokkur börn voru að leika sér við bílveginn með hvolpinn sinn, fullann af leik og lífsgleði, eins og hvolpar geta verið yndislegastir. En allt í einu dró skugga fyrir hamingjusólina. Hvolpurinn gætti sín ekki í gásk- anum og hentist út á veginn, en í því bar að bíl á fleygiferð, sem ók beint yfir dýrið litla með þeim afleiðingum, að það hryggbrotn- aði. Bílstjórinn stöðvaði bifreið- ina, tók upp særða hvolpinn og sá hvernig komið var — börnin stóðu með öndina í hálsinum í kring. Varð ekkert uppnæmur. EN bílstjórinn varð ekkert upp- næmur yfir þessu, þótt hann, eða bíllinn hans hefði orðið ein- um litlum hvolpi að bana. Tók helsært dýrið, fleygði því út af veginum og sagði litlu telpunni, eiganda hans, að hlaupa heim og ná í poka til að sækja hann í. — Síðan ók hann leiðar sinnar eins og ekkert hefði í skorizt. En litla stúlkan hljóp heim í ofboði og bað mömmu sína um pokann, eins og henni hafði verið sagt. Móðir hennar vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og hvers vegna dóttir hennar var í þessu uppnámi, en hún fékk brátt skýr- inguna. Heimilið var allt slegið hryggð og óhug yfir frásögn barn anna af þessum atburði. Litla stúlkan hafði fengið hvolpinn að gjöf nokkrum mánuðum áður, hann var eftirlæti allra á heim- ilinu. Hafði mamma lokað glugganum? EN mest fékk þó þessi sviplegi atburður á litlu telpuna, sem er sjö ára gömul. Hún lá andvaka alla nóttina á eftir. Hvernig átti hún að geta sofið eftir þessi ósköp, sem dunið höfðu yfir daginn áður? Litli bróðir hennar, 4 ára gamall, átti líka bágt með að sofa. Um miðja nóttina rauk hann upp með andfælum: Hafði mamma lokað glugganum? Það mátti ekki gera, því að litli vinur þeirra, hvolpurinn ungi, hlaut að fá vængi, þegar hann var dáinn, eins og góðu börnin fá, og þá myndi hann ef til vill koma fljúgandi til þeirra, ef glugginn væri skilinn eftir opinn! Falleg og ljót saga. ÞETTA er í senn falleg og ljót saga. Hún er fagurt dæmi þess hve börnin og dýrin, sem umgangast hvert annað daglega geta tengzt einlægri ást og vin- áttu. Hún er um leið ófagurt dæmi harðbrystni þeirrar og kæruleysi, sem er alltof algengt meðal hinna fullorðnu gagnvart skepnunum, sem eru upp á náð okkar mannanna komnar. GESTUR skrifar: „Velvakandi góður! Um daginn fór ég á söng- skemmtun í einu af kvikmvnda- húsum bæjarins. Aðgöngumiðarn ir voru ótölusettir en það þýddi, að nauðsynlegt var að koma tím- anlega til að ná í eitthvert þolan- legt sæti. Ég kom, þegar klukk- una vantaði 5—10 mínútur í þann tíma, er skemmtunin átti að hefjast, en þá þegar voru öll sæti skipuð nema á tveimur fremstu bekkjunum og varð ég að láta mér það lynda. En þetta vakti hjá mér hug- mynd: hví ekki að hafa þennan hátt á á almennum kvikmynda- sýningum — jafnvel leikhússýn- ingum, að aðgöngumiðar væru allir seldir sama verði, hvar sem væri í húsinu og væru ótölusett- ir, þannig áð það væri undir stundvísi fólksins komið hvar það fengi sæti? — Ég er viss um, að slíkt fyrirkomulag myndi lækna marga af hinni hvimleiðu óstundvísi. Reynslan hefur þegar sýnt okkur fram á, að svo er. Gestur". Margs verða hjúin vís, þá hjónin deila. flokksbróður sínum, heldur sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Og daginn eftir vakti það athyglli, er Faure fór til þess að taka við forsætisráðherraembættinu, að blaðamenn fengu ekki að taka mynd af hinum nýja og fráfar- andi forsætisráðherra saman, eins og þó er venja undir slíkuin kringumstæðum í Frakklandi. En Mendes France lét það á hinn bóginn vera að deila á „vin“ sinn í þinginu, og var það talinn allmikill vinningur fyrir Faure. Mendes er ofsafenginn og harð- skeyttur í ádeilum sínum og er talið fullvíst að hann myndi hafa beitt orðskeytum sínum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum gegn öllum stjórnarforsetaefnum öðrum en Faure. A á A MENDES FRANCE er nú i hressingarleyfi í Alpafjöllum. Fyrstu 18 dagana eftir að hann var felldur í franska þinginu fekk hann yfir 10 þús. bréf hvaðan- æva úr Frakklandi þar sem menn vottuðu honum samúð sína og traust. Starfsmenn í forsætisráðuneyt- inu kváðust ekki minnast þess að fráfarandi ráðherra hefði verið sýnd slík samúð síðan stfíðinu lauk, nema e. t. v. de Gaulle, þegar hann lagði niður forsætis- ráðherraembættið árið 1946. —■ Tuttugu starfsmenn önnuðust bréfin fyrir Mendes France, röð- uðu þeim og svöruðu þeim. All- mörg bréf bárust einnig erlendis frá. Mendes France ráðgerir að snúa aftur í fremstu línu franskra stjórnmála strax í vor, með því að taka öflugan þátt í kosninga- (baráttunni til bæjar- og héraðs- stjórna í apríl og til öldunga- deildarinnar í júní. j Þegar Mendes France kemur aftur úr Ölpunum mun Faura vera búinn að móta stefnu hinn- ar ungu stjórnar sinnar í aðal- atriðum. Dugnaður og þróttur hins nýja forsætisráðherra mun vafalaust draga mjög úr von- brigðum alþýðu manna í Frakk- landi yfir því að Mendes France var neyddur til þess að biðjast lausnar. í kappræðum á þingi er Faure skýr og öruggur, fljót- ur að svara fyrir sig, orðheppinn og samningsfús, svo að hann eignast færri óvini heldur en Mendes France. Faure er fæddur 18. ágúst 1908. Hann gerðist ungur svo mik ill námsmaður, að hann var fremstur í öllum prófraunum. — Hann var orðinn lögfræðingur tuttugu ára gamall. 1 Síðar lagði hann stund á rúss- neska tungu og er sagður mæla reiprennandi á rússnesku. I Árið 1943 slapp Faure úr fanga búðum Þjóðverja yfir Pyrenea- fjöllin og komst til Algier, sem þá var gengin Þjóðverjum úr greipum. Hann varð síðar starfs- maður í ráðuneyti de Gaulles. I Árið 1945 var hann sendur til Núrnberg og var þar einn af lögfræðingum Frakka við réttar- höldin gegn nazistum. | Faure var kjörinn á þing ánð , 1946. Þekking hans á fjármálum og atvinnumálum stuðlaði að því að hann var gerður ráðherra árið 1949. | Edgar Faure er ólíkur Mendes France um það að hann hefur ýmis önnur áhugamál en stjórn- mál. Mendes France fer að leið- ast á mannfundum, ef talað er um annað en stjórnmál, en Faure hefur m. a. áhuga á sakamálasög- ^um og hefur samið þrjár slíkar sögur sjálfur. Faure hefur áhuga á hljómlist og fer endrum cg sinnum í kvikmyndahús. Kona hans hefur ýmis áhuga- mál fyrir sig, hún er meðal ann- ars ritstjóri mánaðarrits, sem nýt ur álits og fjallar um almenn málefni. Ritið heitir La Nef. Hún er glæsileg kona, og hefur áhuga á stjórnmálum og aðstoðar þar bónda sinn. Þau hjón eiga tvær dætur, 16 ára og 12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.