Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 4
I 20 MORGU'NBLAÐIÐ Sunnudagur 15. maí 1955 Útvarpsrœöa Ingólfs Jónssonar Frh. af bls. 19. ráð var lagt niður og mönnum gefnir möguleikar til margskonar framkvæmda, sem áður var háð leyfi stjórnarvaldanna. Framkvæmdir hafa verið mikl- ar undafarin misseri og uppbygg- ingin tíl sjávar og sveita verið, mikil og ánægjuleg. Allir hafa haft atvinnu, eftir því sem orka j og vilji hefir verið til þess að j starfa. Af koma fólksins hefir | því verið og er í samræmi við þetta. Til þess að mögulegt sé að halda slíkum framkvæmdum uppi, þarf ekki einungis mikið fjármagn innanlands, heldur einnig mikið af erlendum gjald- eyri, til þess að greiða hínn mikla innflutning, sem af fram- kvæmdunum leiðir. Þannig hef- ir byggingarefnisinnflutningur nærri tvöfaldast s. 1. ár. Inn- flutningur véla hefir einnig stór- um aukizt, bæði til landbúnað- ar, iðnaðar og annarra atvinnu- greina. Bændur hafa fengið inn- fluttar dráttarvélar í samræmi við eftirspUrnina. Vörubifreiðar og aðrar bifreiðar voru einnig fluttar inn á s. 1. ári fyrir tugi millj. króna, en undanfarin ár hefir bifreiðainnflutningur verið sáralítill og biferiðaeign lands- manna þess vegna að vefða úr- elt og úr sér gengin, miðað við það, að bifreiðin er eina sam- göngutækið, til almenningsnota í landinu. Það getur ekki talizt lúxus að eiga bifreið fremur en óður að eiga hest, til þess að geta farið ferða sinna. Það er ekki gjaldeyrissparnaður í því að gera út gamlar og slitnar bif- reiðar. Gjaldeyriseyðsla fyrir varahluti til slíkra bifreiða er geysimikil. Eins og það borgar sig ekki fyrir einstakling að nota mjög slitinn og gamlan bíl, eins verður það óhagstætt fyrir þjóð- arbúið, að alltof mikið af slíkum tækjum sé í rekstri. STYRKUR VIÐ TOGARAÚTGERÐINA Á s.l. ári var hagur togaraút- gerðarinnar þannig, að áliti nefnd ar, sem skipuð var mönnum úr öllum flokkum, nema Þjóðvarn- arflokknum, að nauðsynlegt væri að styrkja togarana með minnst 2 þús. kr. framlagi fyrir hvern út- haldsdag togarans. Þegar rætt var um tekjuöflun í þessu skyni, kom enginn auga á aðra leið heppilegri en þá, að leggja sér- stakan skatt á innflutta fólks- bíla og sendiferðabíla, sem renna skyldi í sérstakan sjóð, sem not- aður skyldi til styrktar togurun- um. Voru á s.l. ári gefin út innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi fyrir nokkrum hundruðum bifreiða til þess að aflá fjár í togarasjóðinn, um leið og nauðsynleg endur- nýjun bifreiðanna fór fram. Á yfirstandandi ári munu verða fluttir inn fólks- og sendiferða- bílar í sama skyni. Á s.l. ári voru gefin út gjaldeyrisleyfi fyrir hátt á fjórða hundrað vörubifreiðum. Einnig voru gefin út innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir jeppum, • sn það var ekki nema lítill hluti . af því, sem bændur óskuðu eftir að kaupa. ÍNNFLUTNINGUR JEPPA Á þessu ári munu einnig verða : fluttir inn jepþar, og mun út- hlutun á þeim verða mun ríf- legri en áður. Væri æskilegt að geta gefið innflutning á jeppum frjálsan eihs og innflutningur dráttarvéla er nú, en því miður er ekki ufmt að uppfylla óskir bænda um innflutning jeppabif- reiða á einu ári. Það var Undir forystu Sjálfstæðismanna á árun- um 1945—1946, sem byrjað var að flytja inn jeppabifreiðar. Ef haldið hefði verið áfram að flytja inn árlega nokkuð af þessum á- gætu tækjum, væri auðvelt að uppfylla óskir bænda nú. — Þá væri eftirspum eðlileg og auð- velt að verða við kröfum manna. Vörubifreiðir munu verða fluttar inn á þessu ári, þrátt fyrir mik- inn innflutning s.l. ár. En vegna þess að undanfarin ár hefir inn- flutningur vörubifreiða verið mjög lítill og sum árin enginn, mun vera nauðsynlegt að flytja nokkuð inn af vörubifreiðum á yfirstandandi ári. UNNIÐ AÐ AUKNINGU BÁTAFLOTANS Þegar bifreiðainnflutningurinn er reiknaður með öðrum innflutn ingi, sem leiðir af hinum miklu framkvæmdum í landinu, þá skyldi engan undra, þótt innflutn ingsskýrslurnar sýni háar tölur. Það hefir einnig verið nauðsyn- legt, að því viðbættu, sem áður er talið, að veita innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir nær 60 vél- bátum, síðan núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Innflutn- ingur vélbáta undanfarin ár hef- ir verið sama og enginn og vél- bátafloti landsmanna hafði þess vegna gengið saman og ekki feng- ið eðlilega aukriingu, þar sem bátasmíðar innanlands lágu einn- ig niðri á þeim tíma. Ríkisstjórn- in hefir unnið að aukningu báta- flotans, eins og sjálfsagt er, og héfir sjávarútvegsmálaráðherra, ÓlafMr Thors, beitt sér fyrir ríf- legu framlagi til Fiskveiðasjóðs í því skyni. Ríkisstjórnih hefir það í huga að auka framleiðsluna með því að bæta við framleiðslu- tækjum, gera lífsbaráttuna létt- ari, skapa meiri möguleika og tryggari afkomu þjóðarbúsins. AUKIN RÆKTUN í landbúnaðarmálum beitir rík- isstjórnin sér fyrir því, að rækt- un landsins geti aukizt og sú upp- bygging og þróun á sviði land- búnaðarmála, sem þegar er hafin, géti haldið áfram. Sjálfstæðis- menn á þessu þingi og undan- förnum þingum, hafa jafnan beitt sér fyrir umbóta- og framfara- máium landbúnaðarins. Frum- vörp og tillögur hafa Sjálfstæðis- menn flutt um aukið framlag til Ræktunarsjóðs, Byggingarsjóðs, Veðdeildar Búnaðarbankans og Stofnlánasjóðs, til frumbýlinga, sem mikil nauðsyn er að koma á fót fyrir þá, sem hefja búskap í sveitum landsins. HÚSNÆÐISLÁNA- FRUMVARPIÐ Með húsnæðislánafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyr ir, að Byggingarsjóður sveitanna fái ríflegt framlag, svo auðið verði að halda áfram að byggja íbúðarhús í sveitum á sama hátt og undanfarið. Það vakti athygli við umræður á Alþingi fyrir stuttu, að Alþýðuflokksmenn deildu hart á ríkisstjórnina fyrir það, að of miklu fé væri varið til uppbyggingar og framfara í sveit um landsins. Það er að vísu ekki nýtt, að heyra slíkan þröngsýnis söng úr þeirri átt. Þess vegna undrast ég og margir fleiri, þegar formáður Framsóknarflokksins ræðir um það sem óskadraum, að mynda stjórn með Alþýðu- flokknum. Það er ástæða til að spyrja: er það til þess að fá bætta aðstöðu til þess að vinna að mál- efnum bænda, eða er það ekki aðalatriðið frá sjónarmiði for- manns Framsóknarflokksins? Ég hefi heyrt marga bændur segja sem svo: hvað meinar maðurinn með vinstri stjórnartalinu? RAFORKUFRAMKVÆMDUM VERÐI IIRAÐAÐ SEM MEST Meðal annarra framfaramála, sem nú er unnið að, eru hinar miklu fyrirætlanir ríkisstjórnar- innar í raforkumálum. Alþjóð fylgist af áhuga með því, hvernig þeim miðar áfram, og það að vonum, svo mikla þýðingu, sem það hefir fyrir allan almenning í landinu, að raforkuframkvæmd- um verði hraðað sem mest MIKILL INNFLUTNINGUR Allar þær miklu framkvæmdir, sem nú er unníð að, hafa það í för með sér, að innflutningurinn og eftirspurnin eftir erlendum gjaldeyri verður mjög mikill. Á árinu 1953 féll Marshall-aðstoðin niður. En árin á undan var verzl- unarhallinn jafnaður með Mars- hall-framlaginu, lánum frá Greðslubandalagi Evrópu og öðr- um duldum gjaldeyristekjum. Á árinu 1954 var útflutningur- inn meiri heldur en nokkru sinni fyrr og batnaði hagur bankanna þess vegna við útlönd, þrátt fyrir hinn mikla innflutning á árinu. Það er stundum rætt um óþarfa innflutning, en ég vil í sambandi við það fullyrða, að það, sem kallaður er óþarfa innflutningur, er óverulegt brot af heildarinn- flutningnum. Um þetta geta menn sannfærzt með því að lesa innflutningsskýrslurnar, sem birt ast í Hagtíðindum. Fjárhagsafkoma ríkisins bygg- ist á því, að gjaldeyris sé aflað og innflutningsmagnið fari ekki minnkandi og allra sízt þær vör- ur, sem hæst eru tollaðar, og stundum eru kallaðar ónauðsyn- legar. Síðan stefna Sjálfstæðis- manna var upp tekin árið 1950 í fjárhags- og viðskiptamálum, hefir afkoma ríkissjóðs verið góð. Fjárlög hafa verið afgreidd greiðsluhallalaus og tekjuafgang- ur hefir verið öil árin síðan. — Greiðsluafgangur þessi hefir ver- ið notaður til nauðsynlegra fram- kvæmda í landinu. Við Sjálf- stæðismenn höfum stutt núver- andi fjármálaráðherfa við af- greiðslu fjárlaga og stuðlað að því, að fjárlögin væru greiðslu- hallalaus á hverjum tíma. GOTT ÁRFERÐI, EF VINNU- FRIÐUR VÆRI Það verður ekki annað sagt en að árferðið sé nú gott, ef vinnu- friður væri, og ekki væri spillt fyrir því, að unnt væri að nota þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Aflabrögðin á þeirri vertíð, sem nú er að ljúka, hafa verið góð, en hefðu þó orðið mun betri, ef verkfallið hefði ekki truflað sjósóknina. Það verður að teljast glæpur að hefja verkfall í byrjun vertíðar og það er ekki þeim, sem fyrir verkfallinu stóðu, að þakka, að ekki varð meiri skaði af því en varð, heldur hinum ýmsu verkalýðsfélögum, sem ekki hlýddu kalli verkfallsstjórn- arinnar og neituðu að gera sam- úðarverkföll, eins og ætlast var til. Nauðsynlegt er að tryggja það, að verkföllum verði ekki skellt á nema meirihlutinn í hverju verkalýðsfélagi sé því meðmælt- ur. Þess vegna þarf að endur- skoða vinnulöggjöfina, ekki til þess að taka féttinn af fólkinu, heldur til þess að tryggja það, að vilji meirihlutans verði ráðandi. Á síðustu vertíð hefði orðið metafli, hefðu allir fengið að vinna í friði. Aðstaða landsins út á við hefði stórum batnað og möguleikarnir orðið miklir fyrir því að safna gjaldeyrisvarasjóði fyrir framtíðina. Þrótt fyrir trufl- anir verkfallsins mun slysi verða forðað, ef sala afurðanna gengur sæmilega að þessu sinni, eins og vonir standa til. Má þá gera ráð fyrir, að gjaldeyristekjurnar verði nægilegálegar til þess að standa straum af þeim innflutn- ingi, sem ákveðinn er á þessu ári. EKKI ÓEÐLILEGT, AÐ VERZLUNARHALLI SÉ í LANDI, SEM VERIÐ ER AÐ BYGGJA UPP Stjórnarandstæðingar tala um verzlunarhalla við útlönd. Vitan- lega er sjálfsagt að hafa alla var- úð í því efni. En verzlunarhalli er ekki hættulegur, ef unnt er að standa í skilum og jafna hann íneð duldum gjaldeyristekjum, eins og gert hefir verið fram að þessu. í landi, sem verið er að byggja upp, eins og ísland, er ekki óeðlilegt, þótt nokkur verzl- unarhalli sé. En stefna verður að því að gera framleiðsluna það mikla, atvinnulífið það fjöl- breytt, að útflutningsverðmæti framleiðslunnar og aðrar eðlileg- ar gjaldeyristekjur standi undir gjaldeyriseyðslunni. Þetta hefir núverandi ríkisstjórn gert sér fyllilega ljóst. Það er þess vegna sem hún stuðlar að því að auka fram- leiðsluna í landinu og gera at- vinnulífið fjölbreyttara og af- kastámeira. Þess vegna beita stjórnarflokkarnir sér fyrir raf- magnsframkvæmdurn í landinu. Þess vegna er hafin bygging sementsverksmiðju. Þess vegna er fyrirhuguð stækkun Áburðar- verksmiðjunnar. Þess vegna er aukinn fiskiskipaflotinn. Þess vegna eru byggð frystihús og fiskiðjuver. Þess vegna er unnið að aukinni ræktun landsins og al- hliða aukningu framleiðslunnar í landbúnaði, iðnaði, sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum. RÍKISSTJÓRNIN SAMMÁLA UM FRAMKVÆMD HINNA MIKILVÆGU MÁLA Ríkisstjórnin hefir verið sam- mála um framkvæmd hinna mörgu mikilvægu mála, sem nú er unnið að, og er það ihikils virði, og því óeðlilegt, ef annar stjórnarflokkurinn eignar sér flest góðu málin, eins og stundum hefir mátt lesa um í Timanum. En það er aukaatriði. Aðalatriðið er, að málin komist fram, að al- þjóð geti sem fyrst notið góðs af uppbyggingunni og framkvæmd- unum. Meðan stjórnarflokkarnir vinna að alhliða framfara- og' umbótamálum í þjóðfélaginu, vinnur stjórnarandStaðan að því, að rýra möguleikana til skjótra framkvæmda hinna mikilsverðu hagsmunamála. Stjórnarandstað- an óttast, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir verði vinsæl- ir, ef þeir koma hinum mikils- verðu málum í framkvæmd. Þess vegna er þeim umhugað um, að málin tefjist, til þess að geta svo haldið því fram, að meiru hafi verið lofað en unnt var að efna. Láti stjórnarflokkarnir stjórnar- andstöðuna ekki trufla sig og vinni áfram með festu að lausn málanna, held ég að tilraunir stjórnarandstöðunnar verði að engu og hin góðu og mörgu mál komizt í höfn. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER ALHLIÐA UMBOTA- FLOKKUR Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur allra stétta þjóðféiagsins. — Hann er alhliða umbótaflokkur, sem allir frjálslyndir menn geta skipað sér í fylkingu með. Sjálf- stæðismenn gera sér grein fyrir því, hversu mikla þýðingu það hefir fyrir framtíð þjóðarinnar, að atvinnutækin verði fullkomin Það er ekki tími til í þessum umræðum að rekja þingmálinýen þetta, sem hér hefir verið nefnt, er aðeins sýnishorn af áhuga Sjálfstæðismanna fyrir framför- um og uppbyggingu atvinnulífs- ins um landið allt. Vegna þess að fólk fylgist nú betur með þing- málum en áður, vegna frétta- flutnings útvarps og blaða og af störfum flokksins er fullvíst að Sjálfstæðisflokkurinn á vaxandi fylgi með þjóðinni og þá ekki sízt meðal unga fólksins, sem erfir landið og nýtur þess, sem vel er gert til tryggingar fyric framtíðina. x i Vélaksup rækfunar sambandanna EINS og kunnugt er njóta rækt- unarsamböndin 50% framlags út| ríkissjóði til að eignast þæri ræktunarvélar, sem þeim erU taldar nauðsynlegar. ' ( Árið 1953 nutu 11 ræktunar- sambönd framlags til vélakaupa og námu framlögih alls 265.890,15 krónum. 'i( 1954 nutu 19 sambönd fram- lags og námu framlögin þá kr, 854.132,03. ( Framlög voru greidd til kaupaj á þessum ræktunarvélum: 1953 1954 Beltatraktorar Intern. TD-9, með ýtu 1 Z Beltatraktorar Intern. TD-14, með ýtu 3 Beltatraktor Caterpillar D-4, með ýtu Beltatraktor Caterpillar D-6, með ýtu Hjólatraktör Fordson Major, dísil 1 Kílplógur Killefer nr. 32 Skerpiplógar 22" 1 Skerpiplógar 30" Brotþlógur I.H.C. Genius nr. 11 1 Brotplógur Ransome Brotplógur I.H.C. nr. 459 1 Akurplógar I.H.C. Genius 3 skera 2 Akurplógur Killefer nr. 55B, 3 skera 1 Plógherfi Rome-Master 10 diska í Plógherfi Rome-Master 8 diska, 1 Diskaherfi Killefer nr. 185A, ll’, 28 diska í Diskaherfi I.H.C. nr. 19BF 8’, 10 diska 5 Diskaherfi I.H.C. Dyrr ll’, 28 diska ] Diskaherfi Deering „Offset“ nr. 29, 12’, 32 diska Diskaherfí Deering ,.Oífset“ nr. 29, 9%’, 26 diska Diskaherfi (óviss gerð) Diskaherfi Ransome 10 diska Flutningavagnar : og dreifist þannig um landið, að ' '* vélakaun, en þess er Fliótt á litið eru þetta ekki að fólkið úti á landsbyggðinni geti unað við sitt og lifað við ekki lakari lífskjör en fólkið í höfuð- stað landsins. Sjálístæðismenn hafa flutt tillögur og frumvörp á þessu þingi og öðrum þingum, sem miða að þessu. Tillaga Sigurðar Bjárnasonar og fleiri um nauðsyriina á því að viðhalda jafnvægi í byggð lands- ins, hefir leítt til þess að nú starf- ar hiilliþinganefnd, til þesS að at- huga á hvern hátt það verði hag- kvæmast. Jónas Rafnar og fleiri hafa flutt tillögur um uppbygg- ingu iðnaðar viðsvegar um land, til þess að tryggja atvinnulífið og koma í veg fyrir að fólkið flytji í burtu. Magnús Jónsson og fleiri hefir flutt frumvarp um atvinnu- jöfnunarsjóð, sem ver.t er að gefa gaum og líklega kemst í fram- kvæmd áður en langur tími líður. gæta, að verð búvéla er nú orðið svo ótrúlega hátt, talið í íslenzk- um krónum, að fljótt verður um miklar unphæðir að ræða. Fvrirsjáanleet er, að á þessu ári verða búvélakaup ræktunar- sambandanna miklu meiri en f fvrra. Svo mun einnig verða um I snmar tegundir véla er einstakir bændur kaupa, t.d. áburðardreifa og múgavélar. ,, 22. apríl 1955. Árni G. Eylands. 8T[|^(lB0á]SsaÉ 14 karata og 18 k&rata. TRÚLOFUN 4RHR1NCIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.