Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1955, Blaðsíða 1
MotgptttHitfóft Sunnudagur 15. maí 1955 Hinar miklu framkvœmdir ríkisstjórnar- innar eru aðeins liður í þróun, sem halda verður áfram UM ÞAÐ verður ekki villzt, að núverandi ríkisstjórn hef- ,ur öfluglega unnið að framgangi flestra þeirra mála, er hún lof- aði að beita sér fyrir, þegar hún jVar mynduð siðla sumars 1953. ' Þá lýsti ríkisstjórnin yfir því, 'að það væri höfuðstefna henn- 'ar að trýggja landsmönnum sem öruggasta og bezta afkomu. Til 'þess að því marki yrði náð, taldi stjórnin nauðsynlegt, að sem mest frjálsræði ríkti í viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar og skil yrði þess væri, að jafnvægi héld- ist í efnahagsmálum inn á við og út á við. Þrátt fyrir áfram- haldandi síldarbrest, sem aldrei 'varð verri en sumarið 1954, sauð- "fjársjúkdóma og óhagstæð við- skiptakjör, er samkvæmt síðustu 'skýrslum voru nær fjórðungi verri en t. d. 1946, hefur atvinna "almennings í landinu aldrei ver- 'ið betri en þessi tvö síðastliðin 'ár.; Skýrslur sýna, að lifskjör -alrneririings eru svipuð og í hin- !um Norðúrlöndunum, en hyar- -vetna ér viðurkennt, að þau eru •til fyrirmyndar í þessum efnum. -MEIRI JÖFNUÐUR HÉR i Örúggt er þó, að jöfnuður jmanna á milli er meiri hér en þar eða annars staðar, sem spurn- ir fara af. Og þegar hv. þm. Ein- ar Olgeírsson talaði í gær um auðstétt gaf hann sjálfur þá skýr- ingu á, að þar með teldi hann þá, er ráða yfir bönkunum og -öllum þeim stórfyrirtækjum, sem "raunverulega eru almennings- eign, svo sem Eimskipafélag ís- lands, Samband ísl. samvinnufél. ,o. s. frv. AUt eru þetta þó launað- -ir starfsmenn, sem ekki hafa .nema brot af því kaupi, sem .þeim mundi greitt í kommúnist- isku þjóðfélagi. LOFTVOG KAUPGETUNNAR í þessu sambandi má minna á mjög athyglisverða forystugrein „Þjóðviljans" um fjárhagsafkomu og kaupgetu almennings. Var þar komizt að orði á þessa leið: „Hinir daglegu sölureikningar,' sem starfsmenn mjólkurbúanna I fara höndum um sýna fljótlega,' hvernig loftvogin hreyfist á sviði markaðsmálanna og birgðasöfn- .unin, sem þegar fylgir í kjölfar | .lækkandi sölu, verður jafnframt I þegar í stað viðfangsefni þessara manna. Hins vegar er það alkunn stað-1 reynd, að þessi loftvog hækkar | og lækkar nákvæmlega í réttu! hlutfalli við fjárhagsafkomu og i kaupgetu alls fjölda neytendanna j í bæjum landsins." Þetta eru ummæli Þjóðviljans _en útreikningar Hagstofunnar I , sýna að ef mjólkurneyzla á mann er talin hundrað árið 1946, þeg- ar kommúnistar voru i stjórn, I er hún 1954 mun meiri en nokkru "sinni áður eða 123. Samkvæmt .hinni nákvæmu loftvog, sem 'kommúnistar vitna sjálfir til hef- ur afkoma almennings því aldrei verið betri en einmitt s. 1. ár, og nær fjórðungi hagstæðari en meðan kommúnistar voru við stjórn. I Hagur þjóðarinnar út á við hefur fyllilega haldizt í horfinu, þó að Marshallframlögin hafi hætt, og hagfræðingar, bæði þeir, sem ríkisstjórnin fékk til að kanna það mál, og hinir, sem ; Alþýðusambandið aflaði skýrslna frá, eru sammála um, að kaup- ¦ máttur launa hafi haldizt nær óbreyttur frá því í desember 1952, þ. e. allan starfstíma nú- verandi stjórnar. Vaxandi tiltrú á gildi peninga og staðfestu stjórnarfarsins lýsti sér og í mun meiri sparifjársöfnun en nokkru sinni fyrr. Ýmsar ástæður, sem ¦ hér gefst ekki tími til að rekja, 'hafa þó leitt til þess að gera Þjóðin vill ekki jbd kyrrstöbu, sem /e/ðo myndi af valdatöku hinnar sundruðu vinsfri hjarðar hefur þurft ráðstafanir til að afla fjár einkum frá þeim, er mesta hafa eyðsluna, til viðhalds und- irstöðu atvinnuvegum þjóðarinn- ar. Um siðustu áramót reyndist fært að draga úr hlunnindum til bátaútvegsins og hefði vafalaust. mátt halda áfram á þeirri braut, ef ekki hefði verið af henni vik- ið í því - verkfalli, sem nú ný- iega er lokið og orðið hefur þjóð- inni allri til gifurlegs tjóns, og hætt er við að hafi mjög óheilla- vænleg áhrif á fjármála- og þar með atvinnuþróunina. STEFNA FRELSISINS Örðugleikar atvinnuveganna gera þeim mun eftirtektarverð- ara, að þrátt fyrir allt skuli hafa tekizt að halda uppi svo almennri atvinnu og velmegun í landinu, sem raun ber vitni um. Ein af helztu ástæðunum til þess er sú, að stjórnin hefur fylgt þeirri meginstefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft að leiðar- stjörnu frá upphafi, að hafa sem mest frjálsræði í viðskiptum. — Þess vegna var t. d. Fjárhags- ráð lagt niður og haldið áfram að losa um öll höft, eftir því, sem föng hafa verið á. Hér sem ella hefur sannast, að stefna frelsisins horfir til farsældar, en þvingun og ófrelsi til ófarnaðar og sífellt aukinnar áþjánar. í fullu samræmi við þetta hef- ur stjórnin komið fram verulegri lækkun á tekjuskattinum, og þó að endurskoðun skattalaganna sé ekki enn lokið, varðandi félaga- skattinn, þá hafa félögin fengið töluverða ívilnun frá því, sem áður var, og horfir það beint til uppbygingar atvinnu í landinu, öllum almenningi til gagns. RAFVÆBING OG HÚSNÆDISUMBÆTUR Þá ákvað stjórnin að beita sér fyrir að koma rafmagni sem víð- ast um landið og ráða bót á því ófremdarástandi, sem ríkt hafði um lán til íbúðarhúsabygginga. | Hvorttveggja þessi mál hafa frá upphafi verið mikil áhugaefni Sjálfstæðismanna. Það er löngu þjóðkunnugt, að fyrstu tillögu- mennirnir um allsherjar raf- magnsvirkjun í sveitum landsins voru þeir Jón Þorláksson, þá- verandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Jón alþingismaður Sigurðsson frá Reynistað. Þá kannast og allir þeir, sem fylgzt hafa með stjór.pmálum, við á- huga Jóns heitins Þorlákssonar fyrir eflingu veðdeildarinnar, i sem því miður hefur verið gerð nær óvirk nú um aldarfjórðungs- bil. ENGINN LIGGUR A LIÐI SÍNU Okkur Sjálfstæðismönnum var það því sannarlega mikið á- nægjuefni, að takast skyldu samningar um framgang þess- arra mikilvægu þjóðþrifamála í sambandi við stjórnarmyndun- ina, og breytti það engu um á- huga okkar fyrir framgangi þeirr.a, þó að svo vildi til, að Framsóknarmenn fengju til stjórnar þau ráðuneyti, er þessi mál féllu undir. Efuðumst við ekki um eindreginn vilja þeirra Utvarpsræða Bjarna Benedikts- sonar dómsmáBaráðherra á Alþingi 10. maí s.l. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra nú til að hrinda málunum fram, enda hefur okkur orðið að þeirri skoðun. Hitt er rétt, að svo hefir atvikast, að þessi mál hafa öðr- um fremur komið undir meðferð og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar allrar, og er það í rauninni eðli- legt, þegar íhugað er mikilvægi þeirra og erfiðleikarnir á að hrinda slíkum stórframkvæmdum af stað í fyrstu. Hygg ég, að þar hafi enginn legið á liði sínu og allir lagt fram það bezta, er þeir gátu, bæði í tillögum og athöfn- um. REYNA AÐ SPILLA SAMKOMULAGI En til eru þeir, sem ekki una samvinnu tveggja aðalflokka þjóðarinnar um framgang hinna mestu nytjamála, heldur telja svokallaða vinstristjórn allra meina bót. Til að koma af stað klofningi milli stjórnarflokkanna er því nú haldið fram af hálfu þessara manna, að Framsóknar- menn einir hafi um þessi mál fjallað, enda fyllilega gefið í skyn, að við hinir höfum lítinn hug haft á þeim. í beinu fram- haldi af þeim söguburði hefur þess tvenns verið getið, að mál- efni þau, sem við Sjálfstæðis- menn höfum fjallað um, séu harla lítils virði og mjög hafi skipt um til bóta, eftir að fram- kvæmd varnarmálanna komst í hendur núverandi hæstvirts ut- anríkismálaráðherra, og eru af- rek doktors Kristins Guðmunds- sonar nefnd til sönnunar því, hvernig Framsóknarmönnum hafi tekizt að koma á viðreisn í þeim málum, er „Sjálfstæðis- menn skildu við í rústum og nið- urníðslu". Og var þá raunar jafnframt skotið ómaklega að fjármála- stjórn Jóhanns Þ. Jósefssonar, sem vann ágætt starf við erfiðar kringumstæður. Skil ég ekki þann hugsunarhátt, að reyna að gera vini sína mikla með því að gera lítið úr fyrirrennurum þeirra í stað þess að láta alla nóta sannmælis og meta hvern eftir hans eigin verkum. ENGIN NÝUNG Sannleikurinn er sá, að mörg þeirra atriða, er sættu gagnrýni af hálfu þeirra, er töldu sig sam- þykka vörnum landsins, meðan ég var utanríkisráðherra og fór með varnarmálin, heyrðu ekki undir mig, heldur aðra ráðherra, þ. á m. Framsóknarráðherra. Eft- irmaður minn hefur fengið miklu meiri völd í þessum efnum held- ur en ég hafði, því að nú heyra öll þessi efni undir hann. Ég skal ekki ræða um og allra sízt gagnrýna einstakar stjórnarat- hafnir hans. En auðvitað er það engin nýjung, heldur í fullu sam- ræmi við það, sem fylgt hetur verið um varnarmálin frá upp- hafi, að stöðugt sé breytt tilcQg lagaðar þær misfellur, sem fram. koma ýmist í framkvæmd eða sjálfum samningnum. Það eri»ví síður en svo nokkur ný stefna, þó að ýmsar breytingar hafi á orðið, heldur beint framhald á því, sem áður var upptekið. Ann- að mál er, að auðvitað sýnist mönnum ætíð sitt hvað um eðli þeirra breytinga, sem gerðar eru» og framkvæmdir hverju sinni,.og á það jafnt við nú sem fyrr. i HIN SANNA VINSTRI STEFNA Hitt var mér ljóst, ekki sízt eftir úrslit kosninganna 1953, að vinstristjórnarmennirnir innan Framsóknarflokksins töldu það sáluhjálparatriði að skamma mig á hverju sem gengi, og skifti þá minnstu máli, hvernig mér tæk- ist til um stjórnarstörfin. Hina sönnu vinstri stefnu varð að sýna með því að unna Sjálfstæðis- mönnum aldrei sannmælis og þá allra sízt þeim, er fór með þann málaflokk, sem ella kynni að leiða menn til sameiningar. Fyr- ir öllu þessu gerði ég nokkra grein í ræðu, sem ég flutti á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hinn 11. sept. 1953, og færði rök að þvi, að hyggilegt væri að Framsókn fengi utanríkismálin í sínar hendur um sinn, þar sem þjóðarnauðsyn bæri til .þess að skapa sem mestan frið um með- ferð þeirra. Hefi ég gert allt, sem ég hefi getað, til að sá friður héldist, og hefi ég þess vegna látið undir höfuð leggjast að leið- rétta missagnir, er fram hafa komið jafnvel í tilkynningum þeirra, sem betur ættu að vita, varðandi framkvæmd þessara mála áður fyrri, þar sem ég hefi talið það skifta meira máli að ná samkomulagi um framkvæmd nytjamála nú en að deila um liðna atburði, sem á sínum tíma verður dæmt um í sögunni eftir þeim ótvíræðu gögnum, sem til . eru. Mér er nóg, að höfuð á- hugaefni mitt hefur náðst. VIÐURKENNING TÍMANS Tíminn hefur hinn 15. apríl berum orðum viðurkennt, „að ekki ætti að þurfa að óttast nein- ar þjóðernislegar eða menning- arlegar hættur í sambandi við dvöl varnarliðsins hér." Mér hlær hugur við að hafa fengið höfuðpaur vinstri samvinnunnar til að játa þetta, einmitt með því ráði, sem ég sagði í ræðu minni 11. sept. 1953 að duga mundi. Hitt skiftir mig engu, þó að Tíminn skammi mig dálítið í leiðinni því að ef hann hefur ekki annað, þá finnur hann sér það til að það sé honum að þakka en ekki mér, að ég hafi „hætt við ýmis rangindi", og nefnir þó ekki eitt einasta dæmi þessara hug- renningasynda minna. Slík gamansemi er til skemmt- unar í dægurþrasi stjórnmálanna og er alveg sama eðlis og það, sem eg drap áðan á, þegar vinstri stjórnarmennirnir halda því fram, að allt hið góða, sem unn- ið sé í stjórninni sé verk Fram- sóknarmanna, en við hinir ger- um annað hvort ekkert eða illt eitt. Meðal þess, sem einskis virði Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.