Morgunblaðið - 12.06.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB
Sunnudagur 12. júní 1955 j
í DAG er einn af þekktustu sjó-
mönnum þessa bæjar frá segl-
skipatímazilinu 75 ára, Jón
Magnússon, fyrrv. skipstjóri. —
Traustar stoðir standa að Jóni í
báðar ættir, endi hefir hann ver-
ið hraustmenni, og þurft á því
að halda. Jón er fæddur hér að
Miðseli við Seljaveg. Móðurætt-
in er ein af þekktustu og fjöl-
mennustu ættum hér, hin svo-
pefnda Borgarabæjarætt, en fað-
ír hans, Magnús Vigfússon, var
frá höfuðbóiinu Grund í Skorra-
jlal, en kom ungur hingað og
gjörðist útvegsbóndi, reisti bæ-
|nn að Miðseli og bjó þar. Er
óþarfi að fara frekar í að lýsa
þessum ættum, svo eru þær vel
þekktar í Rcykjavík og Borgar-
firði. Ungur missti Jón móður
aína, og fór hann þá til systur
Sinnar, Vigdísar, á Vesturgötu
36 og manns hennar, Jóns Þórð-
arsonar, skipstjóra frá Gróttu.
Fermingarárið fór hann á sjóinn
og vakti strax á sér athygli fyrir
dugnað, hreysti og óbilandi
kjark. Hann útskrifaðist úr
stýrimannaskóla árið 1905, og
var úr því alltaf stýrimaður og
skipstjóri í fjölda ára, mest á
seglskipum og einnig á vélskip-
um eða þangað til hann varð
fyrir slysi, þá á bezta aldri, sem
gjörði honum ókleyft að stunda
sjó.
Á þilskipaflotanum frá Reykja-
vík og Hafnarfirði, sem náði há-
markstölu á fyrsta tug aldar-
innar, voru úrvalssjómenn, og
heyrðum við ungu drengirnir oft
minnzt á skipin og skipstjórana.
Fólkið dáðist að þeim, talaði um
aflabrögðin og sjóhæfni skip-
anna og skipstjóra þá, sem þótti
gaman að sigla mikið. Jón frá
Miðseli var einn af þeim, sem
oft heyrðist nefndur í því sam-
bandi, en þó að hann sigldi oft
djarft, var hann farsæll skip-
stjóri og varð aldrei fyrir nein-
um óhöppum á mönnum eða
skipum, og var hann taiinn
mesta afbragð sem sjómaður,
énda bilaði kjarkurinn aldrei. —
Hann fékk eldskírnina í mann-
skaðaveðrinu mikla, 7. apríl
3906, þegar 3 kútterar fórust frá
Heykjavík og 70—80 menn
drukknuðu. Jón var þá 26 ára
að aldri og skipstjóri á kútter
Svan. Stöðug óveður höfðu verið
allan seinni hluta marzmánaðar
og fyrri hluta apríl, en var einna
verst 6. og 7. apríl. Þá var Jón
staddur vestarlega á Selvogs-
banka. Reynt var að ná sér frá
landinu og varð að sigla og slaga
mikið. Ýmist voru þá sunnan
eða SV-stormar með éljum. í
versta veðrinu var skipinu lagt
til, og var Jón við stýrið einn á
þilfari með bönd á sér, án þess
að bragða vott eða þurrt í 24
tíma. Þegar óveðrinu slotaði fór
Jdhann Sæmnndsson, préiissor
að fréttast af þessum hörmulegu
slysum, skipin fóru að skila sér,
nema Svanur, hann vantaði, og
var farið að telja hann með þeim,
sem farizt höfðu. Þegar Jón kom
heim úr hrakningum þessum,
skrifaði Benedikt Sveinsson, sem
þá var ritstjóri Ingólfs, grein í
blaðið, mjög lofsamlega og dáð-
ist mikið að þessum unga skip-
stjóra, sem með dugnaði og harð-
fengi kom með skip og alla
skipshöfn heila á húfi í höfn.
Sjálfur lét Jón ekki mikið yfir
þessu, en sagðist hafa haft mik-
inn og góðan stuðning af hinum
ágæta stýrimanni, sem var ann-
ar ungur Reykvíkingur: Björn
Jónsson frá Ánanaustum, sem
Jón hælir mjög.
Eins og ég gat um áður, varð
Jón fyrir stórslysi, brotnaði
mjaðmargrindin og hællinn á
öðrum fæti, lá hann lengi rúm-
fastur. Er hann rétti við, setti
hann á stofn seglasaumastofu,
sem hann rak með góðum ár-
angri. Nokkrum árum seinna
varð hann fyrir bíl, er hann var
að fara frá vinnu sinni, og
brotnaði þá fóturinn sem heill
var. En það er eins og ekkert
geti bugað Jón, og enn vinnur
hann fyrir sér og á glæsilegt
heimili á Seljavegi 21, sem hin
stórmyndarlega Og góða kona
hans, Margrét Guðmundsdóttir
frá Kirkjubóli í Dýrafirði, hefur
búið honum.
Þakka ég þér, kæri frændi,
fyrir það sem þú hjálpaðir systur
þinni og móður minni við að
koma upp barnahóp hennar,
þegar hún missti mann sinn, og
um leið og ég óska þér til ham-
ingju með þetta merkisafmæli.
Þú hefur séð fæðingarbæ okkar
vaxa úr 3000 íbúa bæ í 60.000
íbúa borg. Þú hefur alltaf verið
góður sonur Reykjavíkur, og
gætu margir af þér lært það að
gefast ekki upp, þótt að syrti í
álinn.
J. O J.
Aðolfandur norræna samvinmi-
sambandsins haldinn hér
Norræn sfefna, þar sem rætt
verður um norræna mynt
1 NÆSTU viku verður haldinn í
Iteykjavík aðalfundur norræna
samvinnusambandsins, Nordisk
andelsforbund, og koma hingað
til fundar 53 Svíar, Danir, Norð-
menn og Finnar. í sambandi við
fundinn verður haldin í Háskól-
anum Norræn stefna, þar sem
fimm af fremstu hagfræðingum
Norðurlanda munu tala um nor-
ræna mynt og þekktur sæsnkur
þjóðlagasöngvari, Gunnar Ture-
son, mun koma fram, auk þess
se(n Karlakórinn Fóstbræður
mön syngja. Þá verður einnig
haldin norræn bókasýning og
sýnd verk, sem gefin hafa verið
út.af samvinnumönnum á öllum
Nmðurlöndunum.
* ÍÍAF, sem héfúf ínááii v'ebánda
sinna um þrjár milljónir manna
á öllum Norðurlöndum, hélt að-
alfund sinn síðast hér á landi
1950. Sambandið er fyrirtæki,
sem annast innkaup fyrir öll
löndin og hefur meðal annars
keypt inn mikið af vörum fyrir
íslendinga. Viðskiptavelta NAF
s.l. ár, nam um 1000 inilljónum
króna.
Meðal þeirra, sem sækja fund-
inn, eru Albin Johansson, hinn
þekkti forustumaður sænsku sam
vinnuhreifingarinnar, Olav Meis-
dalshaugen, landbúnaðráðherra
Noregs, Ebbe Groes, forstjóri
danska samvinnusambandsins og
ýmsir fleiri kunnir menn.
MEÐ prófessor Jóhanni er fall-
inn í valinn sómi íslenzkrar
læknastéttar og einn mætasti
maður þjóðarinnar. — Hann lézt
á bezta æfiskeiði, nýlega orðinn
50 ára, fæddur 9. mai 1905 að
Elliða í Staðarsveit á Snæfells-
nesi, sonur hjónanna Stefaníu
Jónsdóttur og Sæmundar Sig-
urðssonar, bónda og hreppsstjóra
þar. Föður sinn missti hann 5
ára gamall, og fór þá í fóstur til
vinafólks foreldra hans, Stein-
unnar Jóhannesdóttur og Óla
Danielssonar bónda að Miðhrauni
í Miklaholtshreppi. Ólst hann þar
upp til 14. aldursárs, að hann hóf
nám sitt í Reykjavík. Varð sá
námsferill með miklum glæsi-
brag, sem eðlilegt var af manni
gæddum svo fjölþættum og mikl-
um gáfum og prófessor Jóhann
var.
Eftir stúdentsprófið lauk hann
embættisprófi í læknisfræði 1931 j:
á mjög skömmum tíma með hárri,
fyrstu einkunn, þrátt fyrir mikla I
aukavinnu með námsstörfunum.
Hann lagði síðan aðallega stund
á taugasjúkdóma á sjúkrahúsum
í Kaupmannahöfn og Árósum, og
var viðurkenndur sérfræðingur í
þeirri grein læknisfræðinnar 1938.
Árin 1935—1937 var hann aðstoð-
arlæknir við lyflæknisdeild
Landspítalans, og ráðinn trygg-
ingayfirlæknir í ársbyrjun 1937,
þegar það embætti var stofnað.
Gegndi hann þvi embætti þangað
til hann tók við prófessorsem-
bættinu í lyflæknisfræði og yfir-
læknisstöðunni við lyflæknis-
deild Landspítalans árið 1948.
Prófessor Jóhann átti sæti í
Manneldisráði og Læknaráði frá
stofnun beggja (1939 og 1942)
ásamt fleiri opinberum nefndum.
Sat í stjórn Rauða Kross íslands
frá 1942. Hann lét öll heilbrigðis-
og mannúðarmál sig miklu skifta
og t. d. var hann frumkvöðull að
stofnun Félags lamaðra og fatl-
aðra 1952, og lagði á ráðin um,
að félagið fengi til umráða glæsi-
lega deild til starfsemi sinnar í
hinni nýju viðbótarbyggingu
Landspítalans. Hann sat í bygg-
ingarnefnd Bæjarsjúkrahúss
Reykjavikur.
Félhgsmálaráðherra var hann
um nokkra mánaða skeið 1942—
1943 í ráðuneyti dr. Björns Þórð-
arsonar, en hvarf þaðan af eigin
ósk. Hann var sæmdur Riddara-
krossi hinnar konunglegu sænsku
Nordstárne-orðu.
Rit prófessors Jóhanns voru
mörg, bæði almenns og vísinda-
legs eðlis. Hér mun að«ins getið
þeirra helztu. Doktorsritgerð sína ;
varði hann við Karolinsku stofn- j
unina í Stokkhólmi 1948. Fjallaði
hún um rannsóknir á magasafa |
(Potassium concentration in!
human gastric juice). |
Auk þess ritaði hann margar _
greinar um ýmis efni í Lækna-
blaðið og erlend tímarit. Veiga- ’
mesta rit hans á íslenzku er um
heilsugæzlu. sem er að finna í
bók sem nefnist: Almanna trygg- I
ingar á íslandi, og gefin var út
af Félagsmálaráðuneytinu 1945.
Ennfremur ritgerðina: Orsakir
örorku á íslandi, er birtist í Ár-
bók Tryggingarstofnunar ríkisins
1943—1946. Þá ritaði hann og
bók: Mannslíkaminn og störf
hans, gefin út 1940.
Prófessor Jóhann helgaði starfs-
krafta sína tryggingamálum um
margra ára skeið, enda er hann
fremstur í flokki þeirra manna,
sem lagt hafa fastan grundvöll
að tryggingarkerfi því, sem við
eigum nú við að búa. Hann var
alþjóð kunnur, sem mjög snjall
fyrirlesari, og ræðumaður svo af
bar.
Hér ber að geta, að hann, á
námsárum sínum í Kaupmanna-
höfn, snaraði bók úr ensku á
dönsku (W. Beran Wolfe: Ner-
vöst Samenbrud). Sýnir það bezt,
hve fljótur hann var að tileinka
sér anda þess máls, er hann tal-
aði, og það sama gegndi um önn-
ur tungumál, t. d. snaraði hann
doktorsritgerð sinni, sem skrifuð
var á sænsku, á enska tungu.
mm§mm
NAF hefur tekið upp þann sið Af þessu lauslega, yfijliU sést,
Frámh; a bla. 12 aá nér ér ekki neinn meðalmá£fut
á ferð, og ef betur er að gætt,
eru störf hans í þágu lands og
þjóðar enn meira þrekvirki, þar
eð hann allt frá námsárum sínum
í menntaskóla gekk ekki heill til
skógar. Þá fór að bera á sjúk-
dómseinkennum frá maga, sem
síðar reyndust magasár, og dró
þessi sjúkdómur mjög úr starfs-
kröftum hans alla æfi.
Á unga aldri kom fram hjá
prófessor Jóhanni mjög mikill
áhuga fyrir öllum þjóðfélags-
málum, og var það virkur þáttur
í skapgerð hans. Hann er að mín-
um dómi hinn rétti boðberi
mannúðar og manngæzku. Örlög-
in ófu svo þráðinn, að leiðir okk-
ar lágu ekki saman fyrr en árið
1949, að ég varð hans nánasti
samstarfsmaður við lyflæknis-
deild Landspítalans. Varð mér
fljótlega ljóst, að hér hafði ég
fyrir hitt lækni, sem stjórnaði
með öðrum hætti, en ég hafði
vanizt erlendis. Kom þar bezt í
ljós • sá þáttur lyndiseinkunnar
hans, að láta sér ekki einungis
annt um hina líkamlegu velferð
sjúklingsins, heldur og ekki síður
um þá andlegu. Með hinu þlíða
og ástúðlega viðmóti sínu og
traustu framkomu, ávann hann
sér strax hylli og traust sjúklinga
sinna, sem fundu við fyrstu
kynni, að hér var læknir, sem gat
ráðlagt heilt í krafti mikillar sér-
þekkingar og óvenjulegs andans
þroska. Það var tvennt í fari pró-
fessors Jóhanns, sem ég hef ekki
fundið hjá neinum kollega minna
erlendra né innlendra í svo rík-
um mæli og hjá honum: Hann
var óþreytandi og óvenju fær í
sjúkdómsgreiningum, og virtist
geta leyst hin erfiðustu mál sök-
um sérstakrar sálrænnar þekk-
ingar sinnar. í trausti sérstæðs
gáfnafars var hann skjótur til að
mynda sér skoðanir um menn og
málefni; var það einnig mjög
einkennandi fyrir læknisstörf
hans.
Sem kennari var hann frábær,
enda hafði hann yndi af kennara-
störfum. Kennsla hans var þaul-
hugsuð og hnitmiðuð, efnismeð-
ferð öll mjög nákvæm, en þó svo
ljóslifandi, að allir hlutu að fylgj-
ast með. Kom þar vel í ljós hin
mikla skipulagsgáfa prófessors
Jóhanns, og hve létt hann átti
með að miðla öðrum af þekkingu
sinni.
Prófessor Jóhann var mjög
þjáður maður síðari æfiár sín,
en gekk þó að öllum störfum, þar
til síðustu 9 mánuði æfinnar. —
Varð hann hvað eftir annað að
láta framkvæma skurðaðgerðir,
sem mjög tóku á þrótt hans. Allt-
af var hann sá, sem færði um-
hverfi sínu birtu og yl, og aldrei
lét hann bugast. Hann sigraði
þrautir sínar með brosi.
Það hefur orðið mitt hlutskipti
að fylgjast með helstríði mæðgin-
anna, Stefaníu og sonar hennar
prófessors Jóhanns. Sé ég þar bezt
skyldleikann, öllu snúið til betri
vegar, aldrei æðruorð, og sýnd
sú seigla og þrautseigja, sem ég
held að sé eitt bezta þjóðarein-
Jcenni okkar, og hafi haldið okkur
Íffaadi. aídasraðir. J?að einkenni
leyfir forsjónin okkur vonandl að
varðveita.
Frá starfsmönnum Landspítal-
: ans, hjúkrunarliði og læknum,
leyfi ég mér að færa próf. Jó-
hanni alúðarfyllsta þakklæti fyr«
ir vel unnin störf. Frá honurrí
fór aldrei neirm synjandi, sem til
hans leitaði. Hann var sá fyrir-
liði. sem allir elskuðu og virtu,
sakir mikilln mannkosta. Öll
sendum við fiölskvldu hans inni-
leeustu samúða-kveðjur. *
Pvótessór Jóhann var piftuí
eienuðust þau tvær dætur, Helgu,
r>írf Tóní Samsonarsvni stud.
Sieríði fædd Thorsteinsson, og
m"rT., og Gyðu. 11 ára. Á heimili
beirra er alltaf unaðslegt að
koma bar ríkir sá andi ástúðafl
og bh'ðu. sem ^ezt verður á kosið.
f hinni ströoeu banalegu vaí
þsð honum hinn mesti sálarlegl
styrkur, að hafa ástkæra f.jöl-
skvldu sína í kringum sig, sení
létti honum þrautir á allan hátt,
enda dvaldist hann á heimili sínu,
bar til hann átti 10 daga eftií
ólifað.
Við hiónin eiaum á •'ftir að sjá
innilegum vini. sem revnzt hefut
okkur sem bezti bróðir. Verða
þau kyr.ni aldrsi fullþökkuð, eil
þau eru huggun harmi gegn. —-
Vottum við ástvinum hans og
ættingjum hina innilegustu sam-
úð.
Bálför prófessors Jóhanns fóí
fram í kyrrþey, eins og hanií
hafði fyrir lagt, enda mjög í sam-
ræmi við hina prúðu og látlausií
framkomu hans.
Það er ósk rnín og von, að sS
andi mannúðar og þekkingar,
sem prófesscr Jóhann bar með
sér, megi ávallt lifa í Landspítal-
anum, starfsliði og sjúklinguní
stofounanrmar til blessunar, og
honum sjáUum til heiðurs.
Sigui-ður Samúelsson. I
er í dag frú Helga Jónsdóttir,
ekkja Stefáns Björnssonar, fyrr-
um prófasts í Suður-Múlasýslu,
Hún er af breiöfirzkum ættum,
dóttir Jóns Jónssonar, bónda J
Rauðsevjum á Breiðafirði.
Þau hjónin, sr. Stefán og frd
Helga, bjuggu rausnarbúi af|
Hólmum í Reyðarfirði um all-
langt skeið, en fluttist þaðan til
Eskifjarðar 1930. — Gegndi sr<
Stefán þar prestsþjónustu til
dauðadags, 3. sept. 1942. Fluttist
frú Helga þá til Reykjavíkur og
er nú hjá syni sínum Birni, á
Seljavegi 31. ‘f
Árin, sem frú Helga var bú-
sett á Eskifirði, tók hún virkaa
þátt í félagsmálum þar á staðn-
um og var formaður Kvenfélaga
Eskifjarðar ílest árin, enda vail
hún stjórnsöm og mikilvirk afj
hverju sem hún gekk.
Ættingjar og vinir sendai
henni bcztu kveðjur í tilefnf
dagsins.
SMo
RGUNS3LAÐIÐ
• MEÐ
• Morgunblaðinu
•