Morgunblaðið - 06.08.1955, Blaðsíða 1
16 ssður
10 ár frá
Hiroshima
HIROSHIMA, 5. ágúst.
1» A N N 6. ágúst árið 1945 —
fyrir réttum tíu árum — kom
amerísk sprengjuflugvél af gerð-
inni B-29 áf hafi inn yfir borg-
ina Hiroshima í Japan.
Loftvarnamerki höfðu verið
gefin í borginni, en þar eð íbú-
arnir heyrðu ekkert í loftvarna-
byssum, létu þeir sér fátt um
finnast og heldu áfram störfum
sínum.
Stuttu síðar féll fyrsta atom-
sprengjan sem um getur í sög-
unni.
70 þúsund íbúðir í Hiroshima
voru gjörsamlega þurrkaðar út.
Tala fallinna í þessari árás hefir
verið áætluð 100 þúsundir
manna.
Hiroshima hefir verið reist að
nýju sem „borg friðarins." í dag
fara fram minningarathafnir í
borginni. Einnig verður sett þar 1
alþjóðaráðstefna um áhrif atom-
og vetnissprengja.
í ágúst 1945 voru 400 þús. íbú- j
ar í Hiroshima. Af þessum 400
þúsund mönnum og konum búa
enn 90 þúsundir í borginni. En
borgin hefir vaxið að nýju og
íbúarnir þar eru nú samtals 380
þúsundir.
Enn þjást sex þúsundir borg- •
arbúa af sárum, sem þeir hlutu
er fyrsta kjarnasprengjan féll.
99
Allt fer að
Tito „bei Mpuno
o bóðum öslum“ |
New York 5. ágúst. I
TITO marskálkur er önnum kaf j
inn við að varða sína eigin |
sjálfstæðu leið í heimsstjórnmál-
unum. Fyrir nokkrum dögum
flutti Tito ræðu þar sem hann
bað Bandaríkjamenn sigla sinn
sjó, ef þeir ætluðu að halda til
streitu kröfu sinni um að fá að
hnýsast í hvernig 502. milljóna
dollara hernaðarhjálp þeirra til
Jugoslafa hefði verið varið.
Bandaríkjamenn geta hætt að
Senda okkur hergögn ef þeir
vilja, sagði Tito.
Tilefnið til þess að Bandaríkja
menn hafa síðustu mánuðina sótt
fastar en áður að fá að fylgjast
með því hvað gert er við her-
gagnadollara þeirra, er orðrómur
sem gengið hefir um að Kruts-
chev hafi lofað, er hann var í
Belgrad á dögunum, að senda
Tito MIG orustuflugvélar.
Mælt er að það sé langþráður
draumur Titos að fá því komið
til leiðar að Jugoslafar framleiði
sjálfir orustuflugvélar sínar og
að Krutschev hafi fallist á að
Veita Jugoslöfum leyfi til þess að
framleiða sumar gerðir MIG flug-
vélanna heima í Jugoslafiu.
Tito hefir á undanförnum árum
fengið mikinn fjölda amerískra
SABRE orustuflugvéla af ýmsum
gerðum. Tito bað á sínum tíma
um leyfi til þess að mega fram-
leiða Sabre flugvélar heima í
Jugoslafiu, en Bandaríkjamenn
neituðu og báru því við að efna-
hagur Jugoslafa stæði ekki svo
traustum fótum að hann gæti bor
ið uppi framleiðslu dýrra flug-
véla. Og Bandaríkjamenn sögðu
að ekki kæmi til mála að þeir
borguðu flugvélar, sem fram-
leiddar væru í Jugoslafiu.
Nú hefir sendiherra Bandaríkj-
anna í Belgrad gengið á fund
jugoslafneska utanríkisráðherr-
ans og skýrt honum frá því af-
Framh. á bls. 7
lokum vel“ segir
--
Bulganin
Gerbreytir afstöðu
sinni til tillagna
Eisenhowers
Tilmæli til Reykvíkinga
um að rétta hjólparhönd við
heyþurrkinn í nærsveitnm
T GÆR var þurrkur hér á Suðurlandi og norðanátt
hafði náð sér upp um allt land, aldrei þessu vant. Er
það fyrsti verulegi þurrkurinn, sem komið hefir hér
sunnanlands síðan í júní. Af blaða og útvarpsfréttum
hafat Reykvíkingar fylgzt af athygli með vandræðun-
um, sem hafa stafað af óþurrkunum undanfarnar vik-
ur. Má gera ráð fyrir, að þegar þurrkurinn loksins
kemur verði mikið að gera í sveitinni, einkum á
fólksfáum heimilum.
Þessvegna gerðu menn vel í því að nota hverja
stund, sem þurr verður næstu daga til að skreppa í
sveitina, eftir því sem þeir fr&mast koma því við og
rétta sveitafólkinu hjálparhönd við heyþurrkinn.
Einkum kemur öll aðfengin hjálp sér vel, ef svo
fer sem Veðurstofan gerði í gær hálft í hvoru ráð
fyrir, að þurrkurinn verði skammvinnur að þessu
sinni.
Það eru eindregin tilmæli blaðsins, að allir sem eiga
heimangengt næstu daga hafi einhver ráð með að
fara í sveit og leggja hönd að verki við heyverkunina,
eftir því sem þeir framast geta.
í gær kom loks hinn langþráði þurrkur yfir Suðurland, þar sem
ekki hafði stytt upp í 40 daga og 40 nætur. Nú varð mikið að gera
á búi bóndans. Allir voru önnum kafnir við að breiða úr og þurrka
heyið. Efri myndina tók H. Teitsson, Ijósm. Mbl., af fólki við hey-
vinnu í Mosfellsdalnum. Hina tók hann á Kjalarnesinu, þar sem
hjól snúningsvélarinnar voru í fullum gangi. Það var mikill léttir
fyrir sveitafólkið að fá þennan þerri og töldu engir eftir sér að vinna
langt fram á nótt v.ið heyþurrkun og hirðingu. En menn óttuðust
að þessi þerrir myndi ekki endast fram á næsta dag.
MOSKVA, 5. ágúst — Austr-
ið andar nú vindum þýðum
til vestursins. Bulganin mar-
skálkur á eins og aðrir ráða-
menn í Sovétríkjunum, glæsi-
legt sveitasetur á fljótsbakka
um 100 km frá Moskvu. —■f
Þangað leitar hann á frið-
sælum kvöldum og um helgar.
En í dag brá svo við að
marskálkurinn lét þau boð út
ganga til erlendra sendiherra
í Moskvu, þ.á.m. Bohlens
sendihera Bandaríkjamanna,
sendiherra Frakka og sendi-
fulltrúa Breta, að þeir kæmu
á sunnudaginn með konur
sínar og dveldu daglangt með
sér á hinu glæsilega sveita-
setri. Slíkt boð frá sovétskum
ráðherra er einsdæmi í sög-
unni.
Sendiherrunum var bent á
að hafa með sér sundföt.
MOSKVA, 5. ágúst.
BULGANIN marskálkur sneri við blaðinu á þingi æðsta
ráðs Sovétríkjanna í dag og sagði að Rússar myndu
kynna sér rækilega tillögur Eisenhowers forseta um gagn-
kvæmt eftirlit Rússa og Bandaríkjamanna með hergagna-
framleiðslu hvors annara. í ræðu sinni á þinginu í gær
hafði Bulganin sagt að tillögur Eisenhowers forseta væru
ekki raunhæfar.
Bulganin tók aftur til máls í dag og sagði að blöð vestur-
veldanna hefðu misskilið ummæli sín í gær.
Meðal stjórnmálamanna í Bandaríkjunum er talið að breytingin
á afstöðu Bulganins hafi gerzt eftir að Eisenhower forseti lét svo
um mælt á blaðamannafundi í Washington í gær að hann tryði
því ekki að Bulganin hefði lokað dyrunum til frekara samkomu-
lags um afvopnunarmálin. Eisenhower sagði þetta eftir að hann
hafði lesið ræðu Bulganins, sem hann flutti á þingi æðsta ráðs-
ins í gær.
Ummæli Bulganins í gær voru
skilin á þá leið vestanhafs, að
Sovétríkin hefðu alger'ega vísað
á bug tillögum Bandaríkjafor-
seta.
Ummæli Bulganins á þinginu
i dag hafa vakið ánægju vestan-
hafs og eru skilin á þá leið að
Bulganin vilji halda áfram hinni
vinsamlegu sambúð, sem hófst
með Genfarfundinum
í dag var talið í Washington,
að svo gæti farið, að eitthvað
myndi miða áfram á fundi utan-
ríkisráðherranna í október.
Allir 347 þingmenn æðsta ráðs-
ins hafa samþykkt skýrslu Bul-
ganins um Genfarfundinn. Bul-
ganin lauk ræðu sinni í dag, með
þessum orðum: „Allt mun að lok-
um fara vel“, og þingmenn lustu
upp fagnaðarhrópum.
Nánora samstarf
Norðurlandaráðs
og rlkisstjórnanna
Forsetafundinum lauk í gær
FORSETAFUNDI Norðurlandaráðsins lauk í gærdag. Hafði hann
þá staðið í tvo daga. Að fundinum loknum var gefin út um
hann svohljóðandi fréttatilkynning.
„Forsetar Norðurlandaráðs
áttu fund með sér 3.-—5 ágúst í
Reykjavík, í fyrsta sinn á ís-
landi. Fundinum stjórnaði forseti
ráðsins, Nils Herlitz prófessor, frá
Svíþjóð. Auk hans sátu fundin
Erik Eriksen fyrrv. forsætisráð-
herra, frá Danmörku, Sigurður
Bjarnason forseti neðri deildar
Alþingis, frá Ísíandi, og Nils
Hönsvald stórþingsmaður, frá
Noregi, og enn fremur ritarar
ráðsins.
Rætt var ýtarlega um að gera
norræna samvinnu raunhæfa að
því er tekur til starfsemi ríkis-
stjórnanna og ráðsins. Að öðru
leyti var það einkum verkefni
fundarins að undirbúa fjórða
þing ráðsins, sem halda á í Kaup-
mannahöfn og hefst 27. janúar
1956. í tilefni af þingi því, er næst
verður háð, var ákveðið að flytja
nú aðalskrifstofu ráðsins frá Sví-
þjóð til Danmerkur."
Forsetar ráðsins og ritarar
þeirra sátu í gær hádegisverðar-
boð forseta íslands að Bessastöð-
um og kvöldverðarboð hjá for-
sætisráðherra.
Dönsku og norsku fulltrúarnir
fara heimleiðis í dag. Sænsku
fulltrúarnir dveljast hér hinsveg-
ar nokkra daga ennþá.