Morgunblaðið - 06.08.1955, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.08.1955, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. ágúst 1955 Útg.: SLÍ. Árvakur, ReykjavOc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjðri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason feá ’VigM Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriitargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. I lausasölu 1 króou eintakið. IJr daglega lífinu Hin mesta ögn og hin stærsta von IDAG eru 10 ár liðin síðan sú frétt barst út um víða veröld eins og eldur í sinu, að beitt hefði verið nýju og margfalt öflugra vopni en nokkru sinni fyrr. Fyrstu atómsprengjunni var varpað yfir borgina Hiroshima. Fyrsta afleiðing þessa, sem þá var mest tekið eftir var að mikil skelfing greip japönsku þjóðina og þremur dögum síðar eða 9. ágúst sendi japanska stjórnin Bandamönnum ósk um uppgjöf. Áhrif hinnar fyrstu atóm- sprengju voru hrikaleg. Þessi stóra japanska borg þurrkaðist mikið út og tugþúsundir manna létu lífið. En svo voru menn þá deyfðir af sífelldum styrjaldar- fregnum, að í löndum banda- manna gætti lítillar samúðar eða harms yfir þessum atburði. í fleiri ár höfðu menn heyrt fregn ir af stöðugum loftárásum á bæi og borgir, fyrst loftárásir á Bret- land og síðar æ meir á Þýzka- land og Japan. Þessum loftárás- um var beint bæði á hernaðar- lega mikilvægar iðnaðarborgir, en einnig á almennar byggða- borgir til að veikja viðnámsþrótt andstöðuþjóðar. Sprengjuárásin á Hiroshima var í sjálfu sér ekki meiri en stærstu loftárásir styrj- aldarinnar, munurinn var aðeins sá að þessu tjóni var valdið með einni sprengju. Atómsprengjan batt skyndi lega endir á heimsstyrjöldina. Síðan hafa liðið tíu ár, eins- konarmorgunn atómaldar,sem hefur þurft til þess að mann- kynið gæti áttað sig á þeim við horfum, sem af þessari undra orku leiða. Og þá er ástæða til að ætla, að á sama hátt eins og atómsprengjan stöðvaði skyndilega aðra heimsstyrj- öldina, þá hafi kaldranaleg vitneskja um tilveru hennar hindrað að þriðja heimsstyrj- öldin brytist út. Það er óvé- fengjanlegt að á hinum síð- ustu æviárum Stalíns héldu Rússar Við næstum fullumi vígbúnaði venjulegra vopna. Viðmót þess aldna einræðis- herra í öllum alþjóðamálum var slíkt að þar getur enginn vafi leikið á að hann hefði viljað beita öllum ráðum til að koma á rúss- nesku alræði í þessum heimi. Það hefði hann augsjáanlega getað og gert á árunum 1947—1950, ef að- eins einn mikilvægur þáttur hefði ekki verið honum andsnúinn. Atómsprengjan var til og hefði Stalin hafið hernaðarárás, hefði hann vegna hennar verið í ná- kvæmlega sömu vonlausu aðstöð- unni og Japanir, þegar þeir urðu að sætta sig við uppgjafardóm. Enginn myndi sigra En árin hafa liðið og það hef- ur orðið svo með þessa tæknilegu nýjung eins og tíðkazt á flestum sviðum að ein uppgötvun leiðir af sér fjöld nýrra uppgötvana. Þarna opnaðist algerlega nýtt svið vísinda og varð það fyrsti árangur þess að æ sterkari og æ fleiri atómsprengjur voru smíð- aðar. Eftir fáeinar tilraunir, sem gerðar hafa verið með þessar margfalt kröftugri sprengjur, er það nú e.t.v. loks orðið lýð- ; um ljóst, að í kjarnorkustyrj- öld verður enginn sigurvegari. Þar myndu báðir styrjaldar- aðiljar tapa, mannkynið allt myndi tapa og sennilega ger- eyðast af þessari jörð, allt verða lagt í auðn og rúst. Þegar þetta skýrist nægilega, þá ætti það að verða til þess að hinir æðstu valdhafar í þessari veröld sýndu meiri ábyrgðartil- finningu heldur en tíðkazt hefur stundum áður í alþjóðasamskipt- um. Breytt viðhorf Mikið hefur verið rætt um, hvernig eigi að fjarlægja hina stórkostlegu hættu af atóm- sprengjunum. Sumir hafa talið nóg að semja yfirlýsingu um að smíði atómvopna sé bönnuð. En er víst að slík yfirlýsing myndi bægja allri hættu frá. Eru ekki eins fyrir það væringar milli hinna stóru deiluaðilja? Og ef þær væringar gætu breyzt í blóð uga styrjöld, er þá líklegt að eðlisfræðilögmál atómorkunnar væru gleymd fyrir eina slíka yf- irlýsingu? Nei, slíkt stoðar lítið. Hér verður að grafast dýpra fyrir meinsemdirnar. Eina lækningin við ógnum atómald- ar er að uppræta þann anda ósamlyndis og uppsteits, sem kveikir styrjaldir. Þjóðfélög- in krefjast þess af borgurum sínum, að þeir beiti ekki of- beldi, með sama hætti verður sú nýja siðaskoðun að verða rikjandi, að heil þjóðfélög megi ekki heldur beita ofbeldi til að knýja sitt mál í gegn. Þetta er sá nýi dagur, sem hlýt ur að lýsa gegnum þrumuský atómaldar. EINN einræðisherra ríkir enn í heiminum, elskaður og virt- ur af öllum — nema góðum eig- inmönnum. Maðurinn heitir Christian Dior og er frá París og segir fyrir um tízku í klæðaburði í heiminum, eftir að hafa fyrst virt fyrir sér stafrófið. f fyrra leizt honum bezt á stafinn H og heimtaði að kvenfólkið klæddi sig þannig að það yrði eins og H í laginu. í ár vill hann að það sé í lag- inu eins og stafurinn Y. Erlent blað hefir lýst hinni nýju Y-tízku á þessa leið: „Mjaðmir og mitti stíga í stöngullagaðri línu upp í háan, þaninn brjóstkassa, sem miklu meir ber á heldur en í fyrra. — Axlir eru hafðar breiðar“. í þessu sambandi er talað um nýtt mjaðmabelti „sem algerlega eyðir mjaðmalínunum, en rekur brjóstið upp undir höku“. í sumarleyfi í rigíiingimiú... Dior rýnir í stafrof Dr. med. Tönnesen (t. v.), Schonbye amtslæknir (t. h.) „Bókstafurinn Y lýsir eins vel og bezt verður á kosið. hinni beinu og lítið eitt drambsömu ULá andi ákrijart Tilboð vörubílstjóra i fúsir til að leggja hér hönd á VÖRUBÍLSTJÓPJ einn hringdi plóginn, ef til þeirra væri leitað. nýlega til Mbl. og drap á Það sem til þarf, er forysta og merkt mál í tilefni óþurrkanna, I framtak nokkurra góðra manna, Nýr og betri heimur Samtímis því að mannkynið er nú almennt farið að gera sér grein fyrir að atómstyrjaldir eru útilokaðar, hafa vísindarannsókn ir nú að síðustu tekið að beinast æ meira að því risaverkefni að hagnýta atómorkuna í friðsam- lega þágu. Það eru stórkostlegir mögu- leikar, sem opnast, með því að nýta þann kynjakraft. Virðist t.d. augljóst, að enn eigi mikil bylt- ing eftir að verða í samgöngumál um veraldar með nýtingu kjarn- orkunnar. E.t.v. vantaði fyrst og fremst þessa miklu orku til þess að hægt yrði að beina skeytum út fyrir svið jarðarinnar. Raf- orkuþörf þéttbýlla landa verður fullnægt. Með kjarnorku má ger breyta miklum hlutum af yfir- borði jarðar og breyta auðn í aldingarða. Atómfræðin stofnar nýtt svið læknisfræði og svo mætti lengi telja. Möguleikarnir virðast óþrjótandi fyrir mann- kynið, svo að það geti byggt sér nýrri og betri tilveru. Mikilvægt spor í þessa átt er hin alþjóðlega atómorkuráðstefna sem S.Þ. gangast fyrir og hefst í Genf á mánudaginn kemur. Það er víst að sérfræðingar er þar koma saman munu eygja enn fleiri möguleika þess að atóm- orkan geti orðið mannkyninu til blessunar. sem verið hafa hér Sunnanlands í sumar. — Kvaðst hann fús til þess að aka heyi frá Norðurlandi til þurfandi bænda á Suðurlandi, sem ekki hafa getað hirt fyrir ó- þurrka sakir — og aksturinn vill hann framkvæma ókeypis, þar sem svo mikið liggi við, að ekki verði fargað skepnum í haust hér Sunnanlands sökum heyleys- is. Kvaðst hann vita, að fleiri stéttarbræður sínir á Þrótti væru fúsir til að leysa af hendi sams konar þjónustu ókeypis, ef til kæmi. Er þessu ágæta tilboði bílstjór ans hér með komið á framfæri við rétta aðila. . Átthagafélögin tækju höndum saman EKKI ósvipaðs eðlis er uppá- stunga, sem komin er frá Hreiðari heimska, en hann hefir skrifað mér á þessa leið: i „Það væri enginn gizki þótt hann færi nú að þerra til eftir allar rigingarnar að undanförnu hér syðra — það er eins og ég Ífinni á mér, að veðrabreyting sé í nánd. Þá veitir víst ekki af að vera viðbúinn í heyskapinn, þar sem ekki hefir enn verið hirt tugga. — Mér datt. í hug hvrrt hin ýmsu átthagafélög hér í bæn um — þau sem heyra til svæði því, sem verst hefir orðið úti í óþurrkunum — hvort þau ættu I nú ekki að taka höndum saman t og skipuleggja hjálparstarfsemi, ! — sjálfboðaliðsvinnu í þágu i bænaa — hvert í sínu byggðar- lagi til að létta undir í mestu önnunum, eftir að þurrkurinn kæmi. Gullið tækifæri ÞARNA fengju þessi félög gull- ið tækifæri til að sýna í ver(ki átthagaást sina og hollustu og ég er ekki í vafa um, að margir yrðu sem áhuga hafa á hugmyndinni og er þá eðlilegast, að þar riðu forráðamenn hinna ýmsu félaga á vaðið. — Með beztu kveðjum. Hreiðar heimski“. Orð í tíma töluð „Kæri Velvakandi! EKKI verður því um þig logið, að margt ber á góma í dálkum þínum og mörgu góðu hefir þú til leiðar komið. Ekki á það sízt við um almenna málvöndun. Sem dæmi má nefna þegar hið nýja, glæsilega veitingahús Naust tók til starfa og var kallað „Naustin", þá bentir þú fyrstur á, að það væri hvorug kyns með þeim á- rangri að nú er það jafnan rétti- lega kallað „Naustið“. f sunnu- dagsblaðinu síðasta skrifar Narfi um orðskrípið hansa-glugga- tjöld, og þær kenningar almenn- ings að kalla gluggatjöld þau, sem á erlendum málum eru köll- uð „persianer“ ,,hansa“. Á að kalla brotajárn „sindra“? GLUGGATJÖLD þessi eru upp- runnin í Persíu og bera nafn af landinu, en eru nú notuð um allan heim. Hér á landi eru nú 3 fyrirtæki, sem framleiða „persi- aner“ og hafa yfir framleiðsluna sitt orðið hvert, en almenningur kallar allt „hansa“. Fyrir nokkr- um árum stofnsetti danskur mað ur, sem dvaldi hér, fyrirtæki og nefndi hinu gamalkunna og al- genga orði Hansa, en það fram- leiddi fyrst persianer hér á landi. Af fyrirtækinu mun nafn- ið vera dregið, því að þetta er ekki vörumerki yfir persianer nema hér á landi. Öðru máli gegn ir um „Faber“ vörumerkið, sem er þekkt vörumerki um allan heim fyrir „persianer". Við erum hér í þessum dálkum ekki að skipta okkur af þessum firma- nöfnum eða vörumerkjum, held- ur hvernig þýða beri alheims orð- ið „persianer“. Að kalla „persi- aner“ „hansa“, er eitthvað álíka og farið væri að kalla brotajárn „sindra", eftir fyrirtækinu sem fyrst safnaði og seldi brotajárn! Persianer — Sóltjöld AGÆTT nafn yfir „persianer“ er rimlatjöld, en þar sem tjöld þessi eru til verndar sól og takmörkunar birtu, þykir mér bezta orðið vera sóltjöld. Málvandur". Merkið, sem klæðir landið. .E' mynd af konunni, sem þannig verður til“. ★ ★ ★ SVO segja fróðir menn að herra Dior hafi að þessu sinni „eins og oft áður“ orðið fyrir áhrifum, frá austrænum þjóðum. Litirnir minni á austræna liti og hattar beri austrænan svip. Talað er um sýrlenzkan gulan lit, persnesk- an bláan lit og tyrkneskt grænt. Og svo hafa fötin hlotið nýtt nafn, pils er ekki lengur pils held- ur „kaftan", kragi heitir guimpe og það sem við áður kölluðum blússu heitir nú því fína nafni ,,camisole“. ★ ★ ★ ADÖGUNUM var sagt hér frá ríkasta manni í heimin- um og ríkasta manni, sem sagan getur um og sem lézt í Portugal um miðjan júlí. Maðurinn hét Gulbenkian og var brezkur ríkis- borgari, fálátur og sérvitur. En áður en hann lézt hafði hann arf- leitt manninn á götunni að mikl- um hluta af auðæfum sínum. 300 milljónum sterlingspunda er í arfleiðsluskrá Gulbenkians varið til nýrrar stofnunar, sem ber nafn auðmannsins og sem hef ir að markmiði að bæta kjör hins óbreytta borgara í heiminum. 300 millj. sterlingspund samsvara tæplega 13 milljörðum íslenzkra króna. ★ ★ ★ F LAXINN tekur ekki, þá sezt maður og hvílist og horfir í fossinn og sér laxinn stökkva. ísland er indælt land,“ — eitthvað á þessa leið mæltist tveim nafnkunnurp dönskum læknum, dr. med. Hans Tönne- sen, yfirskurðlækni og Niels Schonbye, héraðslækni (báðir frá Næstved), sem kusu heldur að eyða sumarleyfi sínu í rigning- unni hér heima, heldur en 'í sól- inni („og óbærilegum hita“) í heimalandi sínu. Þeir segjast hafa dvalið hér „aðeins“ í hálfan mánuð — sumum myndi þykja það nóg í þessu tíðarfari. Dr. Tönnesen var skurðlæknir á danska sjúkraskipinu „Jut- landia" í Kóreu. Dvöldin á þessu skipi hefir stundum verið_ kölluð „skóli fyrir skurðlækna". f Næst- ved er í smíðum sjúkrahús, sem áætlað er að kostnaðarverði eitt- hvað svipað og bæjarsjúkrahús- ið, sem hér er hafin bygging á. „Það þykir sjálfsagt", sagði Schonbye læknir, „að reisa mynd arleg bifvélaverkstæði og gera vel og rækilega við alla bíla. En hversu margfalt meira virði er ekki mannslífið heldur en bíl- arnir. Til sjúkrahúsa á ekki að spara fé.“ Dr. Tönnesen skýrði frá því, að Norðurlöndin þrjú, Dan- mörk, Svíþjóð og Noregur, ráð- gerðu að reisa stórt sjúkrahús í Kóreu. Læknarnir hafa ferðast hér um nágrennið með Sveini Gunn- arssyni lækni, hafa m. a. sótt nokkrar laxár. Blaðamaður frá Mbl. hitti læknana þrjá heima hjá Sveini og var elskulegt að heýra hina erlendu menn tala hlýlega um ísland og verða var við áhuga þeirra á íslenzk- um málefnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.