Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. okt. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LIFINU Porkkðla og vamarsamlök ÞAÐ HEFUR orðið Finnum fagn- aðarefni að undanförnu, að samn ingar nóðust um það við Rússa, að setuliðið á Porkkalaskaga skyldi flutt á brott. Herseta Rússa á þessum skaga hefur verið finnsku þjóðinni mik ill þyrnir í augum. Hún hófst strax að heimsstyrjöld aflokinni. Virðist ekki sem nein hernaðar- leg þýðing hafi valdið hersetunni heldur það eitt að Rússar vildu niðurlægja Finna og láta þá verða vara við rússneskan her- styrk við hlið höfuðborgarinnar. Miklu meiri herstöðuþýðingu hefur samningur um hernað- arbandalag, sem Rússar neyddu Finna til að gera nokkrum árum siðar. Með honum var allt Finn- land tengt herkerfi Rússa og er þeim heimilt að senda herlið hvert sem er um landið, ef þeir telja þess þörf. Líklega stíga Rúss ar það skref þó seint því að þeir vita að jafn skjótt myndu Svíar ganga í Atlantshafsbandalagið. Það eru aðeins Rússar sjálf ir sem hafa haldið því fram að Perkkala-skaginn hafi haft nokkra verulega hernaðarþýð ingu. Talsmenn Finna hafa marg sinnis bent þeim á, að svo geti varla verið. Því að Rússar hafa aðrar miklu öfl- ugri bækistöðvar meðfram allri austurströnd Eystrasalts og um alla suðurströnd Kir- jálabotns. Eina þýðing Porkkala-skagans hefði mátt segja að væri til árás ar gegn Svíþjóð. En jafnvel það fær varla staðizt, því að fjöldi rússneskra bækistöðva í Est- landi og Lettlandi er miklu nær sænsku ströndinni. Hefur brottflutningur rússn- esku herjanna þá mikla þýðingu fyrir hervarnarmál annarra þjóða? Það vantar að vísu ekki að rússnesku forystumennirnir lýsi honum svo, að héðan í frá séu allar forsendur horfnar fyr- ir hernaðarsamtökum vestrænna þjóða. Þeirri skýringu halda þeir svo mjög á lofti, að engu er líkara, en að það sé aðalatriðið með brottflutningi liðsins. En athugum málið nánar. Lít- um t. d. á afstöðu Svía. Þeir hafa nú um langt árabil borið þyngri kostnað af hervörnum en flestar aðrar þjóðir, þótt ekki hafi þeir verið í Atlantshafsbandalaginu. Er líklegt að þeir rjúki nú til, eftir brottflutning rússnesks her liðs frá Porkkala, afvopni sænska herinn og leysi upp varnarvirk- in? — Nei, svo andvaralausir eru Svíar ekki. Þeir vita það allra manna bezt, að Porkkala var aðeins ein minnsta herbæki- stöð Rússa við Eystrasalt. — Á strönd allra hinna undirokuðu Eystrasaltsríkja hafa Rússar enn gífurlegan herbúnað. Það er þessi herbúnaður, sem er hættulegastur. Á honum hafa Rússar ekkert linað. Alveg sama verður uppi á ten- ingnum, þegar afstaða Atlants- hfsríkjanna er athuguð. Herstað- an til varnar hefur ekkert breyzt og menn grunar að enn kunni árásarhætta að vera til. Rússar hafa stefnt sterkum á- róðri í þá átt að veikja eða leysa upp Atlantshafsbandalagið. E. t. v. er brottflutningurinn frá Porkkala aðeins einn liðurinn í þá átt. Skaginn hafði litla hern- aðarþýðingu. Hersetan var í upp- hafi og alla tíð til þess eins að skapraur.a Finnum. — Nú hafa Rússar tekið upp sniðugri utan- ríkisstefnu, en að þeir vilji baka sér óvinsældir með slíkri tilgangs lausri hersetu. ' Og e. t. v. er þessi atburður einn af mörgum, sem sýna og sanna, hve stórfellda þýðingu Atlantshafsbandalagið hefur haft. Það er alkunna, að Rússar hafa í sífellu dæmt það árásarbanda- lag. En hví yfirgefa þeir þá her- stöð, sem þeir sjálfir hafa kallað þýðingarmikla? Atlantshafsbandalagið er ekki árásarbandalag, en það hefur styrkt svo varnarað- stöðu vestrænna ríkja, að Rúss ar eru nú loksins farnir að sjá, að þeir komast ekki upp með sama hernaðarofbeldið og þeir beittu í fyrstu. Það er einmitt hin sterka viðspyrna vestrænna þjóða, sem hefur kennt Rússum að breyta um aðferðir. Nixon tekur við I f VEIKINDAFORFÖLLUM Eis- enhowers forseta Bandaríkjanna, hefur varaforsetinn Richard Nix- on, tekið við valdataumunum að minnsta kosti um stundarsakir. Eisenhower forseti hafði um langt árabil mjög víðtækt sam- starf við fulltrúa Evrópuþjóð- anna. Um Richard Nixon gegnir nokkuð öðru máli, að Evrópu- þjóðirnar hafi eins mikil kynni af honum og Eisenhower. Samt höfum við fram til þessa hinar beztu fregnir af þessum unga manni, sem nú fær svo mikil völd í hendur. Það hefur stundum verið talað um það, að embætti varafor- seta Bandaríkjanna sé hið lít- ilmótlegasta í heimi. Það sé aðeins að taka á móti gestum og vera góður „selskaps-páfa- gaukur“. En Richard Nixon lét sér það ekki nægja, þegar hann tók við embættinu. Hann hefur æ síðan verið virkur þátttakandi í stjórnarstörfun- um, hægri hönd forsetans i hverju máli, virkur þátttak- andi á ráðuneytisfundum og við þingstörf. Hann hefur m.a. komið við sögu í utanríkismálum Banda- ríkjanna og verður ekki annað séð, en að hann hafi komið miklu góðu til leiðar. Menn minnast þess e. t. v. að um það leyti, sem vopna- hlé var að komast á í Kóreu risu nokkrir öfgaseggir í republikanaflokknum upp og mótmæltu að vopnahléi yrði komið á í Kóreu fyrr en N.- Kórea hefði verið frelsuð. — Kölluðu þeir vopnahléð „frið með smán“. Að vísu eru enn skiptar skoðanir um, hversu réttlátt það vopnahié er, sem enn skilur Norður-Kóreu eftir í höndum kommúnista, og S.- Kóreu eftir í nýrri árásar- hættu. En svo mikið er víst, að það var Nixon, sem tókst að lægja mótmæli andstæð- inga vopnahlésins. Það er og ekki sízt Nixon að þakka, að á endanum tókst að ráða niðurlögum Mc- Carthys, galdrahreinsunar- manns nútímans. f því verk- efni sýndi Nixon það frjáls- lyndi, sem gefur góðar vonir um, að í honum hafi Banda- ríkin eignazt traustan og víð- sýnan forustumann. Washington, 4. okt. EG fékk tækifæri í dag til þess að ræða við dr. Kristinn Guðmundsson, utanríkisráðherra, um ádeilu, sem birtist í „New York Times“, í morgun og sem stefnt var gegn íslandi. „New York Times“ hélt því fram, að ísland hefði ekki virt skuldbind- ingar sínar gagnvart sáttmála Sameinuðu þjóðanna, er það sat hjá við atkvæðagreiðsluna um Algier. í sáttmála Atlantshafs- bandalagsins er Algier viður- kennt sem hluti af Frakklandi. Bæði dr. Kristinn og Thor Thors, sendiherra, bentu í þessu sambandi á afstöðuna milli ís- lands og Danmerkur árið 1871. Hvorugur vildi viðurkenna það sjónarmið, sem kom fram í „New York Times“ og sem er á þá lund, að skipting heimsins í andstæðar fylkingar, þar sem eru kommúnistaríkin og andkomm- únistaríkin, útheimti að and- kommúnistaríkin, hinar frjálsu þjóðir, standi saman, einkum í málum eins og því, sem hér um ræðir. „New York Times“ segir að Sovétríkin séu með þessu máli að reyna að skapa sundrungu meðal vestrænna þjóða. Stmtt Iréf frd ^lÁJaóLii incf ton EKKI er það trú mín, að Banda- ríkin hafi verulegar áhyggjur út af þessu Algier-máli og þeirri af- stöðu, sem Frakkar hafa tekið gagnvart SÞ í sambandi við þetta mál. íslenzka sendinefndin hjá SÞ hefur tekið afstöðu til þriggja stórmála, sem Allsherj- arþingið hefur haft til meðferð- ar að þessu sinni. íslenzka nefnd- in greiddi eitt Norðurlandanna atkvæði gegn því, að þátttaka Peking-Kínverja í samtökum SÞ yrði tekin til meðferðar á þessu þingi. íslenzka nefndin greiddi atkvæði, ein Norðurlandaþjóð- anna, með því að Kýpur-málið yrði rætt á allsherjarþinginu. — Nefndin var í minnihlutanum í því máli. Helzt hef ég það á tilfinning- unni, að íslenzku sendinefndinni sé ekkert fjarri skapi að greiða u , / / /. / fi eivakandi óknfar: I Burt með subburnar. EKKI alls fyrir löngu var þess getið í fréttum, að nokkrir menn hefðu sýkzt af matvælaeitr- un. Mun ástæðan hafa verið sú, að hreinlætis var ekki gætt sem skyldi og vill það stundum brenna við. Þeir sem vinna við framleiðslu matvæla gæta þess ekki ávallt, hve starf þeirra er mikilvægt og nauðsynlegt, að þeir láti sig skipta heilbrigði neyt enda. Það er lágmarkskrafa, og ef á brestur verður að víkja subbunum úr vinnu. Við gerum okkur sennilega ekki ljóst, hve smithættan er gífurleg, ef menn fara ekki eftir set’tum reglum heilbrigðiyfirvaldanna. Allt skeytingarleysi í þessum efnum getur dregið dilk á eftir sér og jafnvel valdið dauða manna. Merkilegt rit. EG minnist á þetta hér af þeim sökum, að mér hefir borizt í hendur merkilegt rit sem fjallar um þessi efni. Það er eftir dr. Sigurð H. Pétursson og gefur höf- undur greinargott yfirlit yfir „meginatriði í matvælaiðnaði", eins og hann kallar það. Af nokkr um efnisatriðum bókarinnar má fá allgóða hugmynd um innihald hennar: Matvæli, skemmdir á matvælum, óhreinindi, gerilvarn- ir, gerileyðing o. s. frv. Gerir höfundur góða grein fyrir máli sínu svo að hverju mannsbarni ætti að vera ljóst, hvað hann er að fara, og má af því sjá, hvíhk- ur hvalreki hún er fyrir þá sem fara höndum um framleiðslu- og útflutningsvörur okkar. Finnst mér, að þeir ættu allir að kynna sér hana, ekki aðeins verksmiðju- eigendur og nokkrir verkstjórar, heldur einnig hver sá starfsmað- ur sem vinnur við matvælaiðnað. Verður þeim þá áreiðanlega ljóst, hve þetta starf er mikilvægt og litlu má muna, að illa fari. Ég ætla ekki að hafa þessi orð lengri, en vil Ijúka þessu spjalli með eft- irfarandi orðum höfundar um bók sína: — Fari svo lesendurnir hreinni höndum um matvælin eft ir en áður, hefur bókin náð höfuð- tilgangi sínum. „í öllum menningar- löndum". ÞÁ er hér bréf frá tyggigúmmí- framleiðanda: Velvakandi setur fram þá spurningu, hvernig á því standi að ekki sé bönnuð sala á tyggi- gummi. Satt að segja furðar það mig að nokkurt blað skuli leyfa sér að setja annað eins og þetta á prent. Ég veit ekki betur en að tyggigúmmí sé framleitt í öllum menningarlöndum og að það hafi náð mikilli útbreiðslu sem sak- laus og um leið holl munaðar- vara. Það er margt gott sem fylgir því að nota tyggigúmmí, t. d. eykur það starfsemi munn- vatnskirtlanna, hreinsar tenn- urnar og um leið ætti það að hindra ofmiklar tannskemmdir. Þeir sem nota tyggigúmmí gera það margir hverjir til þess að venja sig af reykingum eða öðr- um ávana ennþá verri. — Væri ekki meiri ástæða til þess að am- ast við því að tyggja skro, íaka í nefið eða reykja? Þetta eru ávanar, sem menn venja sig á og eru hvorki heilsubætandi né til fyrirmyndar, enda voru tóbaks- reykingar á sínum tíma bannað- ar í Menntaskólanum, án þess það bæri sýnilegan árangur. Sumir menn eru gæddir þeim eiginleikum að þeir vilja láta banna allt, sem þeim mislíkar eða sem þeir geta ekki fellt sig við. Við búum þó, að nafninu til, í frjálsu landi og virðist því ástæðulaust að vera að ala á fjar stæðum hugmyndum um bann við athafnafrelsi einstaklinga. MerklS, sem klæðlr landM. yfirleitt atkvæði öðru vísi en Bretar gera, þó að nefndin fari hér að sjálfsögðu eftir málefnum og vegi þau og meti í hvert sinn. Fulltrúar íslands hjá SÞ eru að þessu sinni, auk utanríkisráð- herrans og Thors Thors, Her- mann Jónasson og Einar Ingi- mundarson, þingmaður Siglfirð- inga. Ég átti tal við Ilermann í dag og var hann á leið vestur á Kyrrahafsströnd, að heimsækja son sinn, Steingrím. o----^----o HER í Washington er mikið um ísiendinga. Vænt þótti mér um það í dag, er ég hitti Pétur Otte- sen, þingmann Borgfirðinga. — Hann hitti ég í stóru samkvæmi, sem fór fram á heimili sendi- herrans, Thors Thors. Pétur er á heimsflakki með nokkrum ís- lenzkum áhrifamönnum öðrum, Ingólfi Jónssyni, viðskiptamála- ráðherra, Eggert Kristjánssyni, formanni Verzlunarráðs íslands, Kjartani Thors, formanni Vinnu- veitendasambands íslands, Björg vini Frederiksen, forstjóra, Er- , lendi Einarssyni, forstjóra, og ' Sveini Valfells, forstjóra. Ég átti tal við Eggert Krist- jánsson um ferðalag þeirra fé- laga og lét Eggert í ljós mikla hrifningu yfir ferðalaginu. Þeir félagar eru að safna upplýsingum um iðnaðar- og verzlunarskipu- lag. Þeir hitta forustumenn á þessum sviðum í helztu stórborg- um á austurströnd Bandaríkj- anna og Eggert sagði að þeir fé- lagar væru ósparir á það að leggja fram spurningar, enda kvaðst hann hafa lært meira í ! þessari ferð, heldur en í mörgum viðskiptaferðum áður. | Ég hafði gert ráð fyrir því, að ræða þessi mál nánar við Ingólf Jónsson, viðskiptamálaráðherra, en atvikin höguðu því svo, að leiðir skildu, áður en þetta gæti orðið, ég er á suðurleið en Ing- ólfur og þeir félagar verða þessa i vikuna í Washington og ná- ■ grenni. ÉG gat um það áðan, að hér f Washington væru margir íslend- ingar. Meðal annarra hef ég hitt að máii tvo íslenzka lækna, sem starfa hér við sjúkrahús, þá Jón Jóhannesson og Magnús Óiafsson. Báðir þessir læknar njóta hér góðs álits. Þeir eru hér með kon- ur sínar og heimili þeirra eru hjáipleg íslendingum, sem hér eru á ferð. Ólafur Georgsson (Ólafssonar, bankasjóra), er hér á ferð, að kynna sér trygginga- mál. Hér er Ragnar Jóhannes- son, skólastjóri frá Akranesi. — Eins og allir íslendingar, sem ferðast um Bandaríkin hef ég oft orðið að leita á náðir Péturs Eggerz, sendiráðsritara. Heimili íslenzka sendiherrans hér í Was- hington er að vissu leyti alþjóða- miðstöð, þar eð vinsældir sendi- herrans eru miklar meðal erind- reka hinna ólíkustu þjóða. Er ég var staddur í skrifstofu sendi- herrans í gær, komu þangað full- trúar frá Kúbu. Samningar hafa þessa dagana verið undirritaðir milli fslands og Kúbu og hafa þeir í för með sér, að viðskipti íslands við Kúbu munu aukast úr sex milljónum króna á ári í tólf milljónir. Við íslendingar ætlum að selja Kúbumönnum saltfisk og kaupa af þeim — að sjálfsögðu sykur. o-----$-----o ÉG fór í morgun á blaðamanna- fund hjá John Foster Dulles, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Ég hitti þar að máli þýzkan blaða mann, sem tók á móti okkur, nokkrum íslenzkum blaðamönn- um, í Bonn í Þýzkalandi, í vor. Ég minnist á þetta vegna þess, að þetta sýnir okkur að heimurinn er raunverulega ekki mjög stór og svo reyndar vegna þess, að blaðamaðurinn sagði mér, að Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.