Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.1955, Blaðsíða 9
' Sunnudagur 9. okt. 1955 MORGUNBLAÐIB 9 VÖXTUR ÓLAFSVÍKUR ER ÁRANGURINN AF ÞRAUTSEIGJU SJÓMÁNNA Ólafsvíkurbátar við bryggju. Hefur þú farið yfir Fróðárheiði í stormi, beljandi rigningu og þoku í ofanálag? Ef svo er, þá veiztu, hve gott er að sjá Ijósin á Ólafsvík, þessum gamla vax- andi útgerðarbæ, þar sem 550 manns lifa og starfa í þeirri trú, að það sé til góðs fyrir land ©g lýð. Þetta er góð trú. Hún jhefur bjargað okkur til þessa. Bjargað okkur yfir erfiðasta ífijallann. En glíman við /Egi konung hefur oft verið erfið, og þeir hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla, fiskimennirnir und- Ér Ólafsvíkurenni. ★ ★ ★ — HAFNARFRAMKVÆMD- IRNAR eru áreiðanlega mikil- vægastar. sagði Einar Bergmann, þegar ég hitti hann að máli vest- ur í Ólafsvík, og bað hann að segja lesendum blaðsins svolítið um plássið og helztu fram- kvæmdir þar. — Mér finnst því Jrétt, að við byrjum á þeim, bætti hann við. — Lenging brimbrjótsins, Norð urgarðs, eins og við köllum hann, er senn að verða lokið í ár. Hann hefur verið lengdur um 24 m í sumar og má búast við því, að byggingarkostnaður verði um 1200 þús. króna. Það má segja, að með þessum framkvæmdum hafi orðið kaflaskipti í hafnar- málum hjá okkur. Við teljum, að með byggingu Norðurgarðs verði hægt að skipa allri útflutn- ángsframleiðslu okkar út við bryggju, en áður þurfti að flytja hana að mestu leyti á bátum út í skipin. í RÉTTA ÁTT Hafnarframkvæmdirnar hafa verið ákaflega erfiðar fyrir sak- ir fjárhagsörðugleika. En með stórbættum hafnarskilyrðum höf- um við séð draum okkar ræt- ast, og nú sjáum við betur en nokkru sinni, að við stefnum í rétta átt: Sjómenn okkar njóta sömu skilyrða til sjósóknar og í öðrum plássum, sem hafa svo góðar hafnir, að ekki þarf að sæta sjávarföllum við útgerð bátanna. 9 BÁTAR A þessu ári bættist nýr bátur í flota okkar og eru Ólafsvíkur- bátar nú orðnir 9 talsins. Halldór Jónsson útgerðarmaður keypti þenna nýja bát, sem er 36 tonn að stærð og heitir Bjarni Ólafs- son. Þá á Guðmundur Jensson útgerðarmaður í smíðum 40 lesta vélbát og verður hann væntan- lega búinn í vertíðarbyrjun. Enn fremur má geta þess, að líkur eru til, að 2 aðkomubátar verði gerðir héðan út á vertíðinni. Afli Olafsvíkurbáta var mjög góður á s.l. vertíð, en almennt aflaleysi hefir verið í sumar á reknetum. Aflahæsti báturinn fékk utn 1800 tunnur síldar. Nú eru allir bátarnir hættir rekneta veiðum og eru sem óðast að gera klárt fyrir vetrarvertíðina. BYGGJA AFKOMN SÍNA Á ÚTGERÐ — Allt athafnalíf ' byggðar- laginu byggist auðvitað á sjósókn og sjávarútvegi? — Já. Ef sjávarútveginum vegnar ekki vel, er hætt við, að það komi slagsíða á bæjarskút- una. Það má raunar segja, að allir Ólafsvíkingar byggi afkomu sína á sjávarútveginum. ÚTGERÐ EYKST hús til að slægja fisk í. Verður þetta stór bygging, tvlyft, hvor hæð 600 fermetrar. MIKIL FRAMLEIDSLA — Var framleiðsla fiskvinnslu stöðvanna mikil á síðustu vertíð? — Já. Hún var með jnesta móti. Nú hefur henni að mestu verið afskipað til útlanda, að skreið- inni udan skilinni og nokkru magni af hraðfrystum fiski. SÍLDVEIDIN BRÁST — En hvað vildurðu segja okk- ur um síldveiðarnar, E'.nar? — Um 3000 tunnur hafa verið frystar til beitu og 800 tunnur saltaðar. Er það mun minna en í fyrra sumar. Þá var saltað í rúmlega 3000 tunnur og 3500 tunnur voru frystar úr 4 bátum. Hraðfrystihúsið lét byggja síld- arsöltunarstöð á sumrinu og hefir aðstaða til síldarsöltunar stór- batnað. Er hægt að salta í 500 tunnur á dag á planinu. RAFMAGN í HVERJU HÚSI — Hvað geturðu sagt okkur um aðrar framkvæmdir í Ólafs- vík? — Bvggingaframkvæmdir hafa verið miklar í kauptúninu og er nú t. d. verið að taka í notkun nýtt fullkomið barnaskólahús. — Auk þess eru 7 íbúðarhús í byggingu hér í plássinu. Rafveita ríkisins hefur haft hér með höndum umfangsmiklar framkvæmdir vegna Fossár- virkjunarinnar, t. d. lagt há- spennulínu til Grundarfjarðar o. fl. Rafmagn er í hverju húsi í byggðarlaginu og er það auð- vitað til mikilla þæginda. Aftur á móti er eitthvert ólag á simamálum okkar og er mjög erfitt að ná sambandi við aðra staði, einkum Reykjavík. Er vonandi, að úr þessu verði bætt hið bráðasta. Vegasamband er nir orðið gott við kauptúnið, en betur má, ef duga skal Er t. d. nauð- synlegt að leggja veg milli Sands og Ólafsvíkur og hlýtur það að verða næsta skrefið í vegamálum hér. Mundu bæði kauptúnin njóta góðs af því. LITID TIL BAKA — Og hvað um farinn veg? — Þegar ég var drengur, í Frh. á bls. 12. Lenging hafnargarðsins, Norðurgarðs, hefur nú kostað talsvert á aðra millj. króna. — Er þetta mikið mannvirki og hefur stórbætt hafnarskilyrði í Ólafsvik. — En hvað um framleiðslu- fyrirtækin? — Framleiðslufyrirtækin í kauptúninu eru þrjú: Hraðfrysti- »• hús Ólafsvíkur sem gerir út 3 báta, frystir fisk, saltar og herðir. Auk þess rekur það fiskimjöls- verksmiðju og lýsisbræðslu. Þá er Fiskverkunarstöðin Hrói h.f., sem gerir út 2 báta, saltar fisk og herðir og loks Kaupfélagið Dagsbrún, er á nú í byggingu nýtt hraðfrystihús, sem væntan- lega mun taka til starfa fyrir áramót. Þegar þettá nýja hrað- frystihús tekur til starfa, mun útgerð áreiðanlega aukast í byggð arlaginu og framleiðsluverðmæti að sama skapi. — Það má sjá, að Hraðfrysti-1 . hús Ólafsvíkur er að stækka at- ^ e*r* mynöini sest viðbót Hraðfrystihúss Olafsvíkur sem verður hafnasvæði sitt? i tvílyft hús, 600 fermetrar hvor hæð. Á neðri myndinni sést liið — Já. Það er nú að láta byggja nýi» frystihús Kaupfélagsins Dagsbrúnar. Smíði þess er nú langt nýjan vinnslusal, fiskimóttöku og komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.