Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 6
22
MORGV N BLAÐIB
Laugardagur 17. des. 1955
Kristmann Guðmundsson skrifar um:
BÓKMEIMNTIR
BL.INDINGSLEIKUR
Eftir Guðmund Daníelsson.
— Helgafell.
GAMALL blindur maður stend-
ur einn og yfirgefinn í flæðar-
málinu, yfir aflahlutnum sín-
um, dálítilli fiskhrúgu. Hann er
að bíða eftir Birnu fósturdóttur
sinni, sem er vön að hirða fisk-
inn og leiða hann sjálfan heim.
En nú hefur hún gert uppreisn.
Hún hefur verið þjónusta hans
og ambátt síðan hún var tólf
ára og hann tók hana til sín
munaðarlausa. Hann hefur mis-
notað hana á alla lund og spýtt
á hana tóbakslegi stundum, og
upp á síðkastið hefur hún tekið
að þrjóskast við, enda orðin
tvítug st.úlka. Nú bíður blindi
maðurinn hennar og hafnar til-
boðum annarra um hjálp, en hún
kemur ekki. Hún hefur brotizt
undan oki hans og reikar nú
um þorpið í leit að æðra lífi.
Eitthvað á þessa leið hefst hin
nýja skáldsaga Guðmundar
Danielssonar. Og lesandinn hef-
ur ekki lokið við margar blað-
síður áður en töfrar sögunnar
ná tökum á honum og sleppa
ekki aftur fyrr en hún er á
enda. Því með „Blindingsleik"
hafa íslenzkar Ijókmenntir auðg-
azt um enn eitt snilldarverk, sem
lengi mun lifa cg víða bera hróð-
ur þeirra.
Sagan gerist öll á einni nóttu
og er forkunnar vel byggð, svo
að hvergi skeikar. Lesandinn ér
leiddur umsvifalaast inn í meg-
instraum verksins þegar á fyrstu
blaðSíðu, þar sem hinn blinda
mann ber við dökknandi kvöld-
himininn, og el'tir stuttan lestur
finnst horlum að þennan náunga
hafi hann þekkt alla sína ævi.
Jón blindi er í rauninni mesta
fúlmenni og óþokki, en fjarska
mannlegur, og bráðlifandi per-
sóna, meistar£.leg persónulýs-
ing. Önnur snilldarmannlýsing er
Torfi Loftsson, geðlýsing hans
sálfræðilegt afi’ek. En bezt og
ógleymanlegust er aðalpersónan
sjálf, Birna Þorbrandsdóttir, hún
logar eins og i.yndill yfir þessu
frábæra skáldverki, sérstæð, hug-
þekk og hrein. gerð af tærri
snilld, kunnáttc og dirfsku, ekki
síst dirfsku! — Fjöldi lifandi
aukapersóna koma við sögu,
Karl ríki, Theodór Álfsson, Goði
Loftsson — og lengur mætti
telja.
Umhverfíslýsngar og at-
burðalýsingar eru allar gerðar af
list og hófsemi ekkert of, ekk-
ert van, og allt þjónar samræmi
sögunnar, safnast í styrkan
straum verksins, sem rennur loks
að kyrrum ósi, þar sem flækj-
umar leysast eins og lífið sjálft
væri að verki, og boðun bókar-
innar verður ljós:
Jón blindi er færður hjálpar-
vana og lamaðv.r heim til Birnu,
er tjáir sig nú fúsa til að hjúkra
honum meðan hann þarf þess
við. Hvers vegr.a? Hefur hún bá
fundið hið æðra líf, sem hún
leitaði að? Lesandi veit reyndar,
að það hefur hún, en í hverju
er það þá fólgið? — Jón blindi
Spýr: — „Ég hélt þú kæmir ekki
aftur. Einhver sagði að þú værir
farin að leita æðra lífs. Fannstu
það, Birna? Hver andskotinn er
það?“
„Æðra líf er að vera fær um
að hlusta á þig og hafa þig fyrir
augunum án þess að fyrirlíta þig
og fyllast viðbjóði, og láta þig
ósjálfbjarga ekki gjalda þess í
lag að þú spýttir á mig heil-
rrigður í gær. Já, ég held að
ág hafi fundið æðra líf, Jón
.ninn. Svona, leggið þið hann nú
hérna.“
„Blindingsleikur" er meistara-
verk, sem oft mun verða nefnt
og umrætt á komandi árum.
HARPA MINNINGANNA
Ámi Thorsteinsson, Minn-
ingar. — Ingólfur Kristj-
ánsson færði í letur.
ísafoldarprentsmiðja.
HÉR SEGIR frá merkum manni
og nýtum, sem fæddist fyrir
áttatíu og fimm árum, þeg-
ar íbúar höfuðstaðarins voru
nálega helmingi færri en Akur-
nesingar eru núna. Árni Thor-
steinsson tónskáld er borinn og
höggvari, Guðm. G. Hagalín rit-
höfundur, Karl Ó. Runólfsson
tónskáld, Halldór Pétursson list-
málari, Gunnar Eyjólfsson leik-
ari, Ásmundur Sveinsson mynd-
höggvari, Guðmundur Jónsson
óperusöngvari, Jakob Thoraren-
sen skáld, Eggert Guðmundsson
listmálari, Björn Ólafsson fiðlu-
leikari, Páll isólfsson tónskáld,
barn fæddur í Reykjavík og
minningabókin segir frá bernsku
hans og æsku í Landfógetahús-
inu, þar sem nú er Hressingar-
skálinn. Hann hefur séð fæð-
ingarborg sina þrítugfaldast og
stórhýsahverfi rísa þar sem áður
voru óræktarmóar og mýrar —
og jafnvel sjór! Þáttur hans í
menningarlífi þessarar borgar
hefur jafnan verið mikill, því
hann er einn af brautryðjendum
tónlistarmálanna í landi voru og
svo nákominn þeim, að mikill
hluti sögu hans sjálfs er einnig
tónlistar°aga þjóðarinnar á þessu
tímaskeiði. En ævisagan er einn-
ig saga sjálfrar Reykjavíkur, eða
snar þáttur úr henni og ekki sá
ómerkasti. Vel er frá öllu sagt
og þvi skemmtilegt aflestrar, auk
þess að vera fróðlegt í bezta lagi.
Samvinna Áma Thorsteinssonar
og Ingólfs Kristjánssonar hefur
tekizt með ágætum, svo sem
vænta mátti, því Ámi hefur frá
miklu að segja, en Ingólfur ágæt-
lega ritfær og hefur fengið hag-
nýta æfingu í sköpun Lista-
mannaþátta sinna. Þetta er
prýðileg bók, sem maður les með
sem kynnast vilja mönnum og
gleði og handleikur með ánægju,
því frágangurinn allur er útgef-
andanum til sóma. — Fyrir þá,
málefnum tónlistarlífsins á ís-
landi, er hún hreinasta náma, en
hver sem er mun hafa gagn og
gaman af að lesa hana.
LISTAMANNAÞÆTTIR
Eftir Ingólf Kristjánsson.
Teikningar eftir Halldór
Pétursson. Kjalarútgáfan.
ÞETTA er býsna sérstæð og
skemmtileg bók, sem af líkum
má ráða, því í henni er sagt frá
hvorki meira né minna en þrjá-
tíu listamönnum íslenzkum. Eru
það þeir sem hér greinir:
Alfreð Andrésson leikari,
Guðmundur Einarsson mynd-
Þórir Bergsson rithöfundur, Jón
Bjömsson rithöfundur, Lárus
Pálsson leikari, Jón F.ngilberts
listmálari, Friðfinnur Guðjóns-
son leikari, Kristmann Guð-
mundsson skáld, Karl ísfeld rit-
höfundur, Ámi Thorsteinsson
tónskáld, Júlíana Sveinsdóttir
listmálari, Brynjólfur Jóhannes-
son leikari, Guðmundur Daníels-
son, rithöfundur, Ævar R. Kvar-
an leikari, Sigrún Magnúsdóttir
leikkona, Gunnar Gunnarsson
skáld, Valur Gíslason Ieikari,
Nína Sæmundsson myndhöggv-
ari, Steinn Steinar skáld, Halldór
Kiljan Laxness Nóbelsverðlauna-
skáld.
j Af þessari upptalningu má
sjá að þarna kennir margra
grasa, og er skemmst frá að segja
að bókin er feikna skemmtileg
aflestrar, auk þess sem hún
geymir mikinn fróðleik um alla
þessa listamenn. Ekki skal gert
upp á milli þáttanna, þeir eru
flestir létt og lipurt gerðir, en
gera naumast tilkall til bók-
menntagildis — eru aftur á móti
prýðilegar blaðagreinar. Margir
' þeirra eru viðtöl við listamenn-
ina sjálfa og munu menn hafa
gaman og gagn af þeim stuttu
sjálfsævisögum.
SÆLUDAGAR OG
SVAÐILFARIR
Eftir Hans De Meiss-
Teufien. — Hersteinn
Pálsson þýddi. — Ferða-
bókaútgáían.
ÞEIR, sem þrá að ferðast um
veröldina og kynnast ævintýr-
um hennar, en verða að sitja
heima, fá hér góða bók í hendur.
Það er minningabók ævintýra-
manns, sem víða hefur farið og
margt skrýtið lifað — og sem auk
þess kann forkunnar vel að segja
frá. Mér leiðast ferðalög, en þessa
bók las ég mér til mikillar á-
nægju og svo mun fleirum fara.
| Hún er fjörleg og vel rituð, heil-
; brigð og hress. Höfundurinn er
bersýnilega hinn mesti ævintýra-
I karl, og hann hefur yndi að rifja
upp svaðilfarir sínar. Og — það
| sem mest er um vert — lesand-
■ inn hefur yndi af því líka!
j Þýðingin er góð og frágangur-
| inn smekklegur. Nokkrar ljós-
i myndir prýða bókina.
Bækur Almenna
bókafélagsins
ÖRLAGANÓTT YFIR
EYSTRASALTSLÖNDUM
Eftir Ants Oras.
Sigurður Einarsson þýddi.
GRÁT ÁSTKÆRA
FÓSTURMOLD
Eftir Alan Paton
Andrés Björnsson þýddi.
HVER ER SINNAR GÆFU
SMIÐUR
HANDBÓK EPIKTETS
Broddi Jóhannesson þýddi.
ÍSLAND,
myndabók með forspjalli
eftir Gunnar Gunnarsson.
FÉLAGSBRÉF, tímarit
Ábyrgðarmaður Eyjólfur
Konráð Jónsson.
Það þóttu góð tíðindi, er frétt-
ist um stofnun Almenna Bóka-
félagsins, enda hafa landsmenn
tekið því forkunnar vel, og mikl-
ar vonir eru við það bundnar.
Eins og kunnugt er, er tilgangur
þess „að vinna að alhliða menn-
ingarstarfsemi á þjóðlegum
grundvelli, fyrst og fremst með
bóka- og tímaritsútgáfu.“
Þrjár fyrstu félagsbækur árs-
ins 1956 eru nú komnar út fyrir
nokkru síðan, en auk þeirra
myndabókin fsland, sem félags-
menn eiga kost á að kaupa með
mjög lágu verði.
Örlaganótt yfir Eystrasaltslönd
um er í rauninni hljóðlát og hóg-
vær bók, rituð af fáguðum menn-
ingarmanni, — en þrátt fyrir það
verkar hún á lesandann eins og
örvæntingaróp og blóði drifin að-
vörun. — Ant Oras var prófessor
í ensku við háskólann í Dorpat
í Eistlandi, þegar Rússar „frels-
uðu“ land hans. Hann lýsir vinnu-
brögðum þeirra í bók sinni þann-
ig, að þau hljóta að vekja við-
bjóð og fyrirlitningu hvers þess
manns, sem er andlega heilbrigð-
ur. Bókin er átakanleg harm-
saga litillar þjóðar, sem er ginnt
og svikin og kúguð af voldugri
einræðisþjóð, er rænir hana
sjálfstæði, frelsi, mannréttindum
og öllu því, sem enginn getur
án verið, ef hann á að lifa mann-
sæmandi lífi. Frásögn höfundar
er róleg og látlaus, en hann rekuí’
röð þessara hryllilegu atburða á
slíkan hátt, að ekki verður villzt
um þekkingu hans og sannsögli.
Hann er ekki sérlega góður rit-
höfundur, en þótt undarlegt megi
kannski virðast, eykur sú stað-
reynd einmitt sannfæringargildi
bókar hans og gerir lesandanum
ljósari hinn ægilega harmleik
sem lýst er.
Hvaða erindi á svo þessi bók
til okkar íslendinga? — Þess þarf
vist enginn að spyrja í alvöru.
Einnig hér er baráttan þegar háð.
F.innig hér eru áróðursmenn
þessa sama einræðisríkis að
verki; einnið hér bíða þeir eftir
langþráðu tækifæri til að afhenda
kúgurunum fjöregg þjóðar sinn-
ar. Bókin um örlaganótt Eistlands
á því vissulega erindi inn á.sér-
hvert íslenzkt heimili. Hún mun
hjálpa þeim værukæru til að
vakna af doða sínum, og þeim
óráðnu til að skilja hvað er að
gerast.
Grát ástkæra fósturmold er
skáldsaga, sem farið hefir sigur-
för um heiminn á undanförnum
árum og hvarvetna vakið mikla
athygli. Hún hefir verið kvik-
mynduð, og leikrit gert eftir
henni. Efnið er nýstárlegt, því sag
an fjallar um samskipti hvítra og
svartra manna í Suður-Afríku, og
lýsir sjónarmiðum beggja af
samúð og nærgætni. Aðalpersóna
sögunnar er svartur prestur. hnig
inn að aldri, Kumalo að nafni,
mesti kjarnakarl og mjög við-
feldin persóna, gerð af tærri
snilld. Margar aðrar lifandi per-
sónulýsingar eru í bókinni og
fjöldi ágætra atburðalýsinga. Les
andinn sér einnig fyrir sér um-
hverfi persónanna, bæði borg og
sveit. Höf. er gæddur mikilli
skáldgáfu og framúrskarandi frá-
sagnarhæfileikum, en byggiþg
sögunnar er á köflum nökkuð
laus. Þess gætir þó hvergi til
skaða, og hinir frábæru kostir
sögunnar breiða yfir bresti henn-
ar, svo sem fáeinar langdregnar
vangaveltur og fullmikið or.ð-
skrúð á stöku stað. Bókin er fag-
urt skáldverk, sem vekur aðdáun.
En þó finnst ýmsum mestu máli
skipta sá boðskapur er hún flyt-
ur: umburðarlyndi, samúð og
skilning meðal allra manna, —
trú, von og kærleikur, — þrátt
fyrir þjáningar og mótlæti, hatur
og stríð. — Það er augljóst að
höfundurinn er heilbrigður mað-
ur og mikill persónuleiki. En
fyrst og fremst er hann mikið
skáld.
Hver er sinnar gæfu smiður
eða Handbók Epiktets verður
vafalaust mörgum feginsfengur,
því þetta litla kver geymir mikla
og göfuga speki. — Höfundurinn
var á sínum tíma þræll, en síðan
leysingi, og mun hafa verið í
heim þennan borinn um fimmtíu
árum eftir Krists fæðingu. Hann
var með öðrum orðum samtíma-
maður Nerós keisara, og enda um
skeið þræll hjá manni úr lífvarð-
arsveit hans. Eigi að síður nam
hann heimspeki hjá ágætum
kennurum, og eftir að hann hafði
fengið frelsi sitt gerðist harin
sjálfur kennari í þeim fræðum.
Seinast stofnaði hann skóla
Eþeirus og lifði þar og kenndi til
hárrar elli.
Sjálfur ritaði Epiktet ekki bæk-
ur, en lærisveinn hans einn skráði
ræður hans og samræður á marg-
ar bækur, en safnaði síðan kjarn-
anum úr kenningu meistara síns
í Handbókina. Á íslenzku hefir
hún verið nefnd: „Hver er sinnar
gæfu smiður“ og gefur það glögga
hugmynd um innihald kversins.
— Segja má að þetta sé kennslu-
bók í þeirri list, að verða ham-
ingjusamur, frjáls og óháður —
hverjar svo sem aðstæður og
kringumstæður manns eru. Stóu-
snekin griska er þarna túlkuð af
skýrleik og hófsemi snillingsins, á
svo einfaldan hátt, að hvert barn
getur skilið. — Annað mál er
ávo það, að hægara er að lesa heil
ræðin en halda þau!
Myndabókin ísland er safn
mjög vandaðra Ijósmynda frá
landi voru, sumar þeirra meðal
hinna beztu, sem völ er á. Gunn-
ar Gunnarsson skáld hefir ritað
I einkar skáldlegt forspjall fyrir
bókinni.
Félagsbréf er fyrst hefti tíma-
rits Almenna Bókafélagsins og
hefst á snjöllum ávarpsorðum
formannsins, Bjarna Benedikts-
sonar menntamálaráðherra. Þá
er ágæt greinagerð formanns
Bókmenntaráðsins, Gunnars
Gunnarssonar skálds. Gunnar á
þarna ennfremur ávarp til
William Faulkners skálds, við
móttöku Stúdentafélagsins í Há-
skólanum 15. okt. þ. ár. í ritinu
er einnig ræða Guðmundar G.
Hagalíns, sem hann hélt, þegar
Almenna Bókafélagið kynnti
skáldið Þórir Bergsson og verk
hans. Eru skáldskap Þóris gerð
hin beztu skil í ræðu þessari, svo
sem vænta mátti. Þá er þarna
„Ávarp til íslendinga" frá stjórn
Almenna Bókafélagsins og Bók-
menntaráði, og greinargerð fyrir
fyrstu bókum félagsins, bæði
þeim, sem þegar eru komnar út
og hinum, sem von er á árið 1956.
Loks er grein eftir framkyæmda-
stióra Almenna Bókafélagsins,
Eyjólf Konráð Jónsson, um skipu
lag og störf félagsins og fyrir-
komulag þess.