Morgunblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 10
26
MORGUN BL AÐÍB
Laugardagur 17. des. 1955
(1/2 1873 — 25/11 1955)
EINU SINNI barn, sem lék sér
í berjabrekkum eða renndi
sér á sLeða með systkinum sínum.
— Einu sinni glæsileg heima-
sæta á ágætu heimili foreldra
sinna. — Einu sinni sköruleg
kennslukona á Akureyri — New
York og Reykjavík — og einu
sinni heilsuvana, oft sárþjáð, en
sofnar síðast sem barn í föður-
örmum.
Það eru svipmyndir úr lífi
Hólmfríðar. Foreidrar hennar
voru: Ámi hreppstjóri (t 1919)
Asgrímsson hreppstjóra í Neðra-
Ási Árnasonar prests á Tjörn
(t 1833) og kona hans Margrét
Þorfinnsdóttir Jónssonar hrepp-
stjóra í HaganesL
Þau Árni og Margrét bjuggu
alian sinn búskap á Kálfsstöðum
í HjaltadaL Var heimili Jþeirra
góðkunnugt að öllum myndar-
brag, en þó fannst sumum nóg
um „að þau skyldu vera að taka
heimiliskennara handa börnun-
um“. Þeir voru fáséðir fyrir
1890; — man ekki eftir barna-
kennara þar ég þekkti, til nema
á Kálfsstöðum og í Neðra-Ási.
— Þeim fjölgaði seinna.
Systkinin á Kálfsstöðum voru
3: Hólmfríður (f. 1873, d. 1955),
jÞórey (f. 1874, d. 1914) og Árni
i (f. 1879), varð hann bóndi á
'Kálfsstöðum eftir föður sinn, en
siðar bókbindari á Akureyri. Öll
: voru þau prýðilega gefin til
. munns og handa, en þó fannst
; sumum óþarf i að systurnar
, „skyldu vera sendar norður á
kvennaskólann“ ungar að aldri.
1— Ein heimasæta úr Hjaltadal
varð þó á undan þeim þangað,
enda nokkuð eldri. Faðir hennar
lét þess getið seinna, „að svo
væri hún lítillát, hún dóttir sin,
[að hún gæti riðið í sama söðlin-
'um og áður, þótt hún væri skóla-
;gengin.“ Má af því marka að það
þótti nokkurs virði á þeim árum
að vera skólagenginn. Hitt er
annað mál að „eftirlætisbörnin",
sem fengu að fara í skóla, tóku
sjaldnast eftir því — fyrr en þá
löngu seinna — hvað margt efni-
legt ungt fólk langaði til að verða
samferða — en varð að sitja
heima. — Alkunn er frásagan
um Stefán G. skáld, er horfði
sárhryggur á eftir skólapiltum,
er fóru vestur yfir Vatnsskarð.
— En dæmin eru fleiri: Roskin,
gáfuð kona sagði við mig fvrir
skömmu: „Ég grét þegar jafn-
öldrur mínar íengu ao fara í
skóla.“ — Gáfuð húsmóðir á
stóru heimili sagði fyrir alda-
mót: „Ég fékk ekki einu sinni
að læra að skrifa hvað þá meira,
— og það er kannske þess vegna,
að ég vil heldur selja kýrnar
mínar en að börnin mín komist
ekki í skóla.“ —
Kálfsstaða-systur voru svo lán-
samar að foreldrar þeirra voru
svipaðrar skoðunar, en seint
gekk mörgum öðrum að átta sig.
T. d. átti ég frændfólk, á 6 bæj-
um í minni sveit, en ekkert af
því varð mér samferða til náms
í höfuðstaðnum nema þær Hólm-
fríður og Þórey, — og Sigurlína
systir mín nokkru síðar.
Veturinn sem þær systur voru
í Reykjavík, heyrði ég unga
stúlku finna það að Þóreyju
hvað hún væri „þversum". Ég
spurði, hvað hún ætti við. Svarið
var þetta: „Þegar við erum í
okkar hópi að tala um einhverja
stallsystur okkar, þá tekur Þórey
frænka yðar ævinlega málstað
hennar, jafnvel þótt hún þekki
hana sárlítið." „Svipað gæti ég
sagt um Hólmfríði, hún var allt-
af svo drenglynd," sagði kona
hér í bæ nýlega við mig.
Oft var gestkvæmt á Kálfs-
stöðum, þegar systurnar voru
heima, og altalað var, að ýmsir
ÍHólasveinar og fleiri efnilegir
jbændasynir hefðu átt þangað
mikilvæg erindi, en faríð aftur
með bakverk einan. „Þær eru
Svq._, óþolandi vandlátar,“ var
bætt við þær sögur. En hvað sem
Arnadóttir
!íi - ■ minning
um það var, mun engum hafa
dottið þá í hug að þær mundu
báðar deyja ógiftar.
Skömmu eftir aldamótin skildu
leiðir þeirra systra. Þórey varð
kyrr á æskustöðvum sínum til
dauðadags 1914, en Hólmfríður
varð kennslukona bæði við Ak-
ureyrar-kvennaskólann og víðar,
sótti kennaraskóla í Höfn og lýð-
háskóla í Askov. Seinna stofnaði
hún vinsælan kvöldskóla fyrir
ungar stúlkur í Rvík. Til Ame-
ríku fór hún um 1917 og var um
5 ára skeið tungumálakennari í
New York. Haustið 1918 hitti ég
hana á Gimli í Manitoba; var
hún kærkominn gestur í íslend-
ingabyggðum á þeim slóðum.
Þegar hún kom aftur að vest-
an, settist hún alveg að í Reykja-
vík, stundaði einkakennslu í
tungumálum, og annaðist jafn-
framt ýmis ritstörf á vegum
Guðspekifélagsins. Síðustu 6 ár-
in var hún alveg rúmföst og oft
þungt haldin bæði af útvortis
meinsemd og beinbroti. Þrekið
var óbilandi, þó að syrti í álinn.
„Þú skalt ekki vera áhyggju-
fullur mín vegna, Guð greiðir
fram úr þessu,“ sagði hún einu
sinni þegar svo stóð á. — „Ég
dáist að því hvað þú ert þolin-
móð,“ sagði ég við hana í síðasta
skipti, sem ég sá hana. „Maður
reynir að biðja,“ svaraði hún. —
Síðustu veikindaárin naut hún
ágætrar aðhlynningar Þórhildar
Bjarnadóttur og auk þess hlynntu
að henni á ýmsa lund margar
vinkonur hennar, og má þá eink-
um nefna Margréti bróðurdóttur
hennar, hjúkrunarkonu, Björgu
Ólafsdóttur hjúkrunarkonu og
ungfrú Þórhildi Helgason. Ég
veit að Hólmfríður skildi eftir
góðar minningar hjá þeim öll-
um.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
• Blöð og tímarit •
Heima er bezl. -— Ú t eru komin
tvö hefti, október og nóvember. —
Efni er m.a. grein eftir Stefán
Jónsson, námstjóra er hann nefn
ir Beinakast; Jóh. Ásgeirsson
skrifar: Að Húsafelli, ferðaþátt-
ur og nokkrar nýjar lausavísur,
nokkrir þættir úr sögu Mörðuvaila
í Eyjafirði eftir Eirík Sigurðsson,
grein um dönsku skáldkonuna
Tove Ditlevsen, sagnir úr Laxár-
dal, söguþáttur eftir Orra Ugga-
son, Oddur á Smálöndum og
margt fleira er í októberheftinu.
— 1 nóvemberheftinu er efni m.a.
Laugarvatnsheliarnir og saga
þeii'ra eftir Böðvar Magnússon;
dauðans dyr, hrakningar í Jökulsá
á Sólheimasandi, kaflar úr endur-
minningum Guðbjargar S. Árna-
dóttur, niðurlag greinarinnar Æv-
intýrið um H. C. Andersen. Þá
eru í heftinu nokkur kvæði og m.
fieira.
SjómannablaSiS Víkingur, jóla-
blað, er komið út. Blaðið er ákaf-
lega fjölbreytt að efni, svo sem að
venju, og sömuleiðis prýðir það
fjöldi mynda.
X BEZT ífí AUGLÝSA JL
T / MORGUNBLAÐtNV T
Sigurlaug Erlemb-
dóHir — minning
ÞAÐ þykir ekki alltaf stórvið-
burður, þótt að ein alþýðukona
kveðji þettá jarðlíf, þrotin að
kröftum, ekkert eftir nema vilj-
inn, gott hjartalag og samvizku-
semi öllum til handa, öllum að
hjálpa og hlýja meðan einhver
þróttur er til. Þannig var sú
kynning, er ég hafði af Sigur-
laugu frá því fyrsta til hins síð-
asta. Það eru nú 16 ár síðan
við sáumst fyrst og það var þég-
ar ég fluttist á Eyrarbakka og
hef alltaf síðan átt heima á sama
hlaðinu og nú síðast á hennar ^
næstsíðasta heimili, Jensbæ, þar:
sem hún átti lengst heima, eftir,
að hún kom á Eyrarbakka. Og
það verð ég að segja, þótt ég
hafi mörgum kyrmzt um dagana
og það góðu fólki, að þá held ég, j
að ég hafi aldrei kynnzt konu, j
sem átti jafn mikið af yl og
hlýju öllum tíl handa, alls staðar
að hjálpa, hugga og hressa.
Hún Var öllum sem móðir.
Slíkan vín er sælt að kveðja. Þó
var það ekki svo, að hún væri
ekki búin að. vita hvað mótlæti
heimsins væri, búin að missa
manninn sinn og tvo syni, en hún j
átti svo mikið trúartraust á Guð '•
sinn, sem aldrei brást henni, þeg- j
ar mest á reyndi.
Mér íinnst ég eiga svo margt
eftir að þakka þér fyrir allt, |
sem þú varst mér og barninu;
mínu, þegar það þurfti helzt með, !
en það er ef til vill seint að
þakka, þegar þú ert horfin, en
minningu þína munum við
geyma.
Um ætt Sigurlaugar er mér j
ekki kunnugt, en hún var fædd !
í Vatnagarði í Landsveit. Giftj
var hún Jóni Gestssyni, góðum
og mætum manni. Tvö böm á,
hún á lífi, Eirík í Langholti í
Hraungerðishreppi, er reyndist
henni sem góður sonur, og Aðal-
heiði, sem alla tíð hefur verið
með henni, og verið góð dóttir,
og nú síðast eftir að Aðalheiður
giftist Sigurði . Kristjánssyni
kaupmanni á Eyrarbakka, er
reyndist henni prýðis vel. Þar
fékk hún að fóma síðustu kröft-
um sínum fyrir blessuð börnin
þeirra, sem nú hafa misst elsku-
lega ömmu, er nú þakka henni
allt, sem hún var þeim."
Ég votta svo ykkur öllum,
börnum hennar, -tengdasyni,
barnabörnum og öðrum ástvin-
um hennar, innilega samúð
mína og bið ykkur öllum bless-
unar Guðs.
Við kveðjum þig svo öll og!
biðjum þér blessunar Guðs inn i
í jólafriðinn, og þökkurn þér allt
og allt. Guðlaugur Eggertsson.
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar
I) L N kr. 500,00; Skrifstofa
Tollstj., starfsf. 505,00; Sig. Þ.
Skjaldberg, starfsf 290,00; Al- >
mennar tryggingar h.f., starfsf. .
330,00; Ó B 200,00; ónefnd 50,00; j
N N 20,00; Skrífstofa borgarstj., !
starfsf. 710,00; O. Ellingsen h.f., j
starfsf. 775,00; ónefndur unnandi j
200,00; Ó R Bj. 200,00; Guðj.
Sigurðard. 50,00; öldruð kona, j
vettlingar og kr. 10,00; Veiðar- ;
færaverzl. Verðandi 1.000,00; — !
mæðgur 100,00; L G L 500,00; Sig
urður Þórðarson 500,00; Sv. Bem
höft, starfsf. 120,00; Fálkinn h.f.
100,00; Björgvin og Óskar 200,00;
Verzl. Brynja, starfsf. 400,00; —í
Safnað af Margréti Guðmundsd., I
3.146,00; Guthenberg, starfsf. !
795,00; Bræðurnir Ormsson, starfs
fólk 320,00; Gustav A. Jónasson
500,00; Jón Fannberg 200,00;
Svava Þórhallsdóttir 100,00; —
Heilsuverndarstöðin, starfsf. 255;
G + G 50,00; S G 50,00; Iðnaðar-
bankinn, starfsf 140,00; afmælis-
gjöf 60,00; Scheving Thorsteins-
son, lyfsali 1.000,00; Reykjavíkur
Anótek, starfsf. 140,00; Haraldur
Áinason h.f. ,starfsf. 850,00; Bún
aðatbankinn, starfsf., 600,00; —
Hvannbergsbræður h.f. 1.000,00;
Hvannbergsbræður, starfsf. 380,00
Þessir gáfu fatnað: — N N; Rann-
veig; Halldóra; G J og N. N. —
Kærar þakkir. Mæðrastyrksnefnd.
Bíddu, meðan beltið að þér kræki!
Bíddu, eða vöndinn strax ég sæki!
Þarna sleiztu sundur bæði böndin!
Bíddu nú, á meðan ég sæki vöndinn!
Allír murtu hafa yndi af þessari fallegu barnabók,
En hvað það var skrýtið.
— Morgunbloðið með morgunkaffinu —
JÓLA-HVEITM
Jólabakstur
Mjallhvítar-hveitið
fæst í öllum búðum
F
SnowWhlte^i^
5
10
25
50
5 punda bréfpoki j 0 punda léreftspoki
Hveitið er framleitt aðeins úr bezta
hveitikorni
Biðjið ávallt uni
„Snow Whife" hveiti
(Mjallhvítarhveiti)
Wessanen tryggir yður vörugæðin