Tíminn - 12.05.1965, Page 1
*
HANDBÓK
VERZLUNARMANNA
ÁSKRIFTARSÍMI
16688 16688 16688
HANDBOK
VER ZLUNARMAMttA
ÁSKRIFTARSÍMI
16688 16688 18888
Olafur Jóhannesson, varaformaður Framsóknarflokksins, í útvarpsumræðunum í gærkveldn
Ríkisstjornin hefur glatað
tiltrú þjóðarinnar
TK-Reykjavík, þriðjudag. — Ólafur Jóhannesson, varaformaður Framsókn-
arflokksins, lauk eldhúsumræðunum í kvöld með þeim orðum, að vanda-
málin, sem við væri að glíma og leysa þarf, ef við ætlum að lifa við mann-
sæmandi lífskjör, sem fullvalda þjóð í þessu landi, væru meiri og stærri en
svo, að líklegt væri, að við þau verði ráðið af ríkisstjórn, sem bærist fyrir
straumi ráðalaus og hefði ekki almennari tiltrú en núverandi ríkisstjórn.
Ólafur Jðhannesson, sem var
síðasti ræðumaður í þessum eld-
húsdagsumræðum, sem útvarpað
var á mánudags- og þriðjudags-
kvöld, gerði stuttlega grein fyrir
ferli núverandi rikisstjórnar, sem
f gær hófust landspróf um land allt, og var fyrsta prófið í stsrðfræði. Alls munu mllll
800 og 900 ungllngar taka prófið að þessu sinni og standa þau fram um mánaðamótin maí — júní. Ljós-
myndari blaðsins KJ brá sér £ Hagaskólann í gærmorgun, þar sem hann tók þessar tvsr myndir, sem
hann tók þessar tvær myndir, sem hér blrtast. Eins og sjá má, þreyta jafnvei bítlar landspróf, eins og vera
ber. Prófið er langt og strangt, og þesst kunningl okkar hefur haft með sér epii og kók til þess að hressa sig
á milli þess að hann leysir hinar stærðfræðilegu þrautir.
hefði verið við völd, er óvenjulegt
góðæri hefði ríkt, metafli dreginn
á land og stórhækkandi verðlag á
útflutningsvörum. Stjórnin hefði
lofað fögru, en eíndirnar orðið
áðrar. í stað verðbólgustöðvunar,
sem heitið hefði verið, hefði verið
stórstígari verðþensla og risavaxn-
ari dýrtlð en nokkru sinni fyrr í
sögu landsins .í stað skattalækkun
ar hefðu álögur á þjóðina verið
margfaldaðar. f stað sparnaðar
hefði komið óhófseyðsla. í stað
bættra lífskjara væri nú Ijóst ,að
margar stéttir bæru nú lakari hlut
frá borði en áður, þrátt fyrir gífur
lega aukningu þjóðartekna.
Hvemig væri þá ástandið, ef
aflaleysi hefði verið, í stað hinna
miklu aflaupgripa? Menn óaði
við að hugsa til þess.
Þrátt fyrir hin miklu afláuppgrip
hefðu sumir landshlutar þó orðið
illa úti og átt við erfiðleika að etja.
Lítið eða ekkert hefði verið gert
til að bæta þar úr, heldur hefði í
staðinn verið framkvæmdur 20%
niðurskurður á opinberum fram-
kvæmdum, — einnig í þessum
byggðarlögum.
Stjómin hefur orðið að kyngja
flestum stóru orðunum og tekið
upp sumt af því, sem hún for-
dæmdi áður harðast. Ríkisstjórn-
in hefði átt að segja af sér fyrir
Jómfrúrmál híns nýja fjármálaráðherra:
AFTURBA TAFRESTUR SKA 77-
SVIKARA TIL I. MARl 1966
TK-Reykjavík, þriðjudag.
í dag lagði Magnús Jónsson, I
hiinn nýi fjármálaráðherra, fram1
jómfrúrmál sitt á Alþingi. Voru
það breytingatillögur við ákvæði
frumvarpsins um tekjuskatt og
eignarskatt um viðurlög við brot-
um þeirra, er upvísir verða um
skattsvik, þess efnis, að heimilt
skuli að fella skattsektir niður,
hafi Viðkomandi af sjálfsdáðum
■gefið réttar skýrslur um þau atr-
iði, er máli skipta um tekjuskatt
hans og eignarskatt eða talið fram
tii skatts það, sem hann hefur
svikið undan fyirir 1. marz 1966.
Emnfremur, að heimilt skuli vera
að hlífa þeim, sem stolið hafa und-
an innlieimtum söluskatti, við
sektum , ef þeir hafa skilað skatt-
inum öllum til ríkissjóðs fyrir 1.
júlí næstkomandi.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, sagði í framsögu fyrir til-
lögunum, að uppræta yrði hina al-
Framhald a 14. síðu
Þinglausnir í dag
TK—Reykjavik, þriðjudag.
Þinglausnir munu fara fram
á morgun, miðvikudag, ef ekk-
ert óvænt kemur upp á. Verður
þeim útvarpað svo sem skylt er
skv. þingsköpum, og verður það
að öllum líkindum um kl. 4
miðdegis. Verða fundir í báð
um deildum á morgun, því að
enn eru óafgreidd stórmál, eins
og t.d. tekjuskattsfrumvarp í
efri deild. Að ioknum deildar-
fundum hefst fundur í samein-
uðu þingi, og fara þá fram
kosningar til Landsvirkjunar-
og Rannsóknarráðs, báðar skv.
nýjum lögum.
Ólafur Jóhannesson
löngu. Hún streitist samt við að
sitja, þótt hún hafi gefizt upp við
að hafa nokkra heillega stefnu og
lætur reka á reiðanum og aðgerð-
ir hennar bera svip af handahófi,
ráðleysi og ringulreið, — og það
er svo kallað frelsi.
Ólafur Jóhanesson lauk máli
sínu með þessum orðum:
„Framundan er ný og geigvæn-
leg verðbólgualda. Núverandi
stjórn hefur tvisvar gripið til geng
isfellingar, í fyrra skiptið var hún
Óþarflega mikil, í síðara skiptið
algerlega óþörf. Nú óttast margir,
og ekki að ástæðulausu, að ríkis-
stjórnin muni grípa til þriðju geng
isfellingarinnar á komandi hausti.
Yfirlýsingar hæstv. forsætisráð-
herra í gærkveldi duga því miður
ekki til að eyða þeim grunsemdum.
En verði þriðja gengisfellingin
framkvæmd, ætti mælirinn að vera
fullur. En hvað sem er um það, þá
er hitt víst, að gengi rikisstjómar
innar er sílækkandi.
Eg fæ ekki betur séð en núver-
andi ríkisstjóm sé eins og á flótta
—á flótta frá upphaflegri stefnu
— á flótta *rá aðkallandi vanda-
málum — á flótta frá stjórnarand-
stöðunni, sem þrátt fyrir allt og
sem betur fer, hefur getað sveigt
ríkisstjórnina til fylgis við sín
sjónarmið í ýmsum málum — á
flótta frá hinni eilífu sjálfstæðis-
baráttu lítillar þjóðar í náðarfaðm
erlendra auðhringa. E.t.v. hafa
hæstvirtir ráðherrar það í huga,
er einn orðhagasti íslendingur á
þessari öld, sem á efri árum og að
fenginni reynslu sneri baki við
Sjálfstæðisflokknum, sagði: „Marg
ur maðurinn hefur nú bjargað sér
á flótta."
Það má vera, að undir flóttans
merki geti ríkisstjórnin framlengt
Framhald á 14. síðu