Tíminn - 12.05.1965, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 1965
SSRf
Si
1
um, og af því drógum við þá ályktun, að við myndum fá kvölf
verð þann daginn.
Tilhugsunin um að fá ekki mat í tuttugu og fjórar
klukkustunair til viðbótar vai ekkert sérlega upplífgandi,
þótt ég væri nú orðinn vanur hungurverkjunum, og væri
þess fullviss, að ég myndi halda þá út. Svo fór þó, að mat-
sveinarnir voru fljótlega eftir þetta sendir til eldhússins til
þess að útbúa miðdegisverðinn. Nipparnir höfðu látið undan.
Þeir sögðu: — Hegningin átti að vera í tvo daga, í gær og
í dag — tveir dagar eru liðnir. Þið fáið mat.
Ég held, að reyndin hafi orðið sú, að við höfum yfirbugað
þá með þögn okkar. Þeir þoldu ekki að vera hataðir svona
ofsalega. Maturinn var stórkostlegur. Hann þurfti líka að
vera það.
Við fórum úr þessum búðum fljótlega eftir þettá atvik.
Fangaverðir okkar töldu, að við þyrftum að vera í jafnvel
enn tryggari búðum, en þessum þar sem Ástralíumenn voru
farnir að herja á eyjarnar allt í kring — Nýju-Guineu, Moró-
tai, Borneo, og ekki var heldur ólíklegt, að ráðizt yrði á Jövu,
þótt ég tryði því ekki persónulega, að það yrði gert. Ég bjóst
öllu fremur við árás á Singapore, síðan á framsókn í norðaust-
ur í áttina til Kína til þess að bandamenn næðu yfirráðum
yfir höfnum og flugvöllum fyrir lokaárásina á Japan.
Þrátt, fyrir miklar vegalengdir og tilraunir til þess að
sækja sem lengst fram, efuðumst við ekki um, að stríðinu
myndi ljúka áður en þetta ár var á enda runnið. Skipaskort-
urinn, og það að samgöngur á sjó voru ekki lengur mögu-
legar hafði einangrað Japan frá flestum þeim landsvæðum,
sem Japanir voru búnir að leggja undir sig, og þar við bætt-
ist, að margt benti til uppgjafar og undanhalds meðal Nipp-
anna, en aginn hafði m.a. minnkað mikið hjá þeim. Þeir
voru farnir að drekka meira, og kóreönsku verðirnir. voru
líka farliir að leika tveim skjöldum. Þessir verðir hikuðufekki
lengtir víð að segja okkur hvað helzt vsöri í f réttum og sögðu '
okkur jafnvel frá ráðagerðum Japananna.
Það var nú ekki svo, að við virtum Kóreumennina fyrir
þessa undirferli. Þeir gátu verið mjög þægilegir og virtust
vera betur uppaldir en jafningjar þeirra japanskir, en þeir
höfðu til að bera allar hinar óhuggulegu venjur Nippanna,
og fáar hinna betri. Flestir þeirra voru velmenntaðir menn,
sem fluttir höfðu verið til Jövu til þess að hafa með höndum
stjórnarstörf, og störf sem við komu efnahagsmálunum hinu
nýhernumda svæði, en þegar þeir komu til landsins höfðu
þeir verið innlimaðir í hernámsliðið, þeim sjálfum til mikilla
leiðinda. Meirihluti þeirra, sem tilheyrði félagasamtökum,
sem kölluðust Gunzuoko, hafði verið látinn taka við störfum
varða í stríðsfangabúðum, og í búðum óbreyttra borgara.
Húsbændur þeirra höfðu svikið þá, og nú gerðu þeir sér
grein fyrir því, að þeir yrðu að lokum að berjast vonlausri
baráttu fyrir Japan, gegn ofurefli á þessum fjarlægu eyjum.
Þeir höfðu enga ákveðna tignarstöðu innan hernámsliðsins,
og japanskur undirforingi oftast heldur lítilmótlegur, stjórn-
aði hverjum varðmannahópi í búðunum. Þeir fengu aðeins
hálfan frídag í hverri viku. Þeir höfðu orðið undir alls stað-
ar, en það var samt ekki nægUeg afsökun fyrir hrottalegri
framkomu þeirra gagnvart okkur fyrst framan af, á meðan
útlit var enn fyrir, að Japan myndi bera sigur úr býtum. Mað-
urinn, sem ég hef minnzt á, Kasiyama, var jafn slæmur og
nokkur Nippi gat verið.
Um þessar mundir, í apríl 1945, sýndist okkur helzt, að
stefna Japana á Jövu væri sú, að gera Bandoeng að hernaðar-
legu vígi, sem þeir ætluðu síðan að hafa aðalliðstyrk sinn í
og alla stríðsfangana. Ef svo var, yrði það allerfitt verk að ná
borginni úr höndum þeirra, nema með fallhlífaárás, en borg-
in lá í dalverpi, og til hennar lágu aðeins fáir vegir, um
fjallaskörð, sem auðveldlega mátti verja. Við reiknuðum með,
að Japanir hefðu um 20.000 manna lið á Jövu, og meiri hluti
þess væri á Bandoeng-svæðinu. Við fórum sannarlega villur
vegar í þessari ágizkun okkar, því við uppgjöfina kom í ljós,
okkur til mikillar skelfingar, að þeir höfðu haft nær 70.000
en 20 þúsund manns þarna.
í apríl komu Bretarnir í búðunum á leynilegum félags-
skap, sem átti að vera viðbúinn, ef um árás yrði að ræða
af hálfu bandamanna. Ekkert var skrifað niður og aðeins sex
liðsforingjar, þar á meðal ég, fengu að vita um þetta leyndar-
mál. Áætlunin fjallaði um gagnráðstafanir ef til þess kæmi,
að Japanir reyndu að framkvæma fjöldamorð á okkur, þeg-
ár bandamenn hefðu tekið lánd á Jövu. Svo var einnig gért
1 ráff fýi-iÁ að fangafnir reyndu að brjótast út allir kátóímís^ftl
þesss að ganga í lið með vinum okkar.
Til forystu voru valdir þrír fótgönguliðsforingjar, tveir
10
andlit hans sem þakið var örum
virtist gersamlega líflaust og hann
starði beint fram fyrir sig. Gösta
sat gegnt honum og tvær aldn-
ar hjúkrunarkonur þrengdu að
honum á báða vegu og í horninu
sat ung móðir sem reyndi árang-
urslaust að róa þriggja ára gamalt
barn sitt.
Þetta var í stuttu máli sagt ekkT
ert sérstaklega spennandi sam-
ferðafólk og ég lokaði augunum
aftur og hugsaði mitt ráð. Jafn-
vel þótt allt gengi vel — hvern-
ig mundi þessu reiða af svo? Hvár
átti ég að fela áætlun sem var
upp á tvö þúsund orð og hvernig
kæmist ég nokkurn tíma yfir
landamærin með það í fórum
mínum? Þetta var allt hreinasta
brjálæði! Og svo Gösta! Skyndi-
lega birtist ungur maður sem vog-
ar öllu til að hjálpa mér. Tekur
allt eins og sjálfsagðan hlut, pant
ar prest og útvegar vegabréf. Gef
ur dauðann og djöfulinn í allt
mín vegna. Og sem þakklæti flæki
ég honum inn í mál sem kostar
hann lífið ef eitthvao gengur úr-
skeiðis!
Ég kólnaði upp við tilhugsun-
ina eina og opnaði augun. Gösta
sat og horfði á mig og nú brosti
hann:
— Ég hélt þú svæfir.
— Ég var að reyna það.
— Reyndu aftur. Maður á aldrei
að gefast upp.
Ég neyddi mig til að brosa og
hugsaði:
— Þú verður að herða þig upp.
Allir hljóta að sjá á þér, hvað þú
ert hrædd.
Klefadyrnar opnuðust og lestar
þjónninn hrópaði:
— Farmiðana.
Að baki hans stóð hermaður og
feitur maður með svarta barta.
Hann var klæddur í frakka og
með hatt á höfðinu og brosti blítt
við öllum heiminum, en mér leizt
ekki á andlitið á honum. Hann
líktist mest feitum og ánægðum
ketti, sem hefur borðað vel og
leitar nú að varnarlausri mús til
að gamna sér við.
Litli drengurinn í horninu virt-
ist kæta hann afskaplega. Hann
greip hann og sveiflaði hon-
um hátt í loft og hló drynjandi
hlátri. Drengurinn æpti af gleði
og gömlu hjúkrunarkonurnar
tvær brostu umhyggjusamlega.
— Nú litli maður, sagði hann.
— Eru skjölin þín í lagi? Annars
kemur Burger frændi og tekur
þig.
Drengurinn hrópaði af ánægju
og greip smáum höndum í svörtu
bartana.
— Au, au au, sagði hann hlæj-|
andi. — þú ert sterkur eins ogl
TEMINN
björn. Hvað erum við gamlir?
—Þriggja ára, sagði móðirin
og roðnaði af stolti.
— Ahah, þriggja ára. Og pabbi
er að berjast fyrir föður landið?
— Já, sagði móðirin. — Á aust
urvígstöðvunum.
—Og nú erum við kannski að
fara til Vín að hitta pabba þar,
eða hvað?
— Já.
— Þá yerðum við að nota tæki-
færið og búa til lítinn bróður
handa Stórakút, ha?
Móðirin unga roðnaði, en hló
ánægð og hjúkrunarkonurnar
tvær tóku undir hláturinn, en hinn
virðulegi ofursti sagði skyndilega:
— Ef þér ætlið að rannsaka
plöggin, gerið það þá og hypjið
yður síðan.
Ég hrökk við. Ég hafði ekki
ímyndað mér þann möguleika, að
ofurstinn gæti talað, og hörð og
köld rödd hans skelfdi mig.
Feiti lögreglumaðurinn sneri
sér hægt að ofurstanum og hélt
enn á barninu á handleggnum,
hann leit á hann frá hvirfli til
ilja og augun höfðu skipt um iit
og voru orðin gul. Svo setti hann
barnið frá sér og sagði:
— Já, herra ofursti.
Ofurstinn muldraði eitthvað í
; barm sér og hvarf á bak við dag-
. blaðið sitt. Feiti maðurinn b -osti
I dauflega, sneri sér alveg við og
stóð fyrir framan ofurstann, og
svo nálægt að ýstran snerti við
dagblaðinu hans. Ofurstinn henti
blaðinu frá sér og leit upp á hann,
fokvoudur.
— Hvað er nú . . ? hrópaði
hann.
— Vildi gjarnan sjá skilríki yð-
ar.
— Skil — hvað í fjandanum
haldið þér að þér séuð maður?
Ég á því ekki að venjast að lest-
arþjónar yfirheyri mig.
— Ekki það!
— Nei. Og ég á því að venjast
að járnbrautarlögregluþjónar
komi kurteislega fram!
— Aha! Nafn yðar er?
Ofurstinn var orðinn eldrauður
í andlitinu. Hann talaði hægt og
greinilega, en það var ljóst að
hann átti bágt með að stilla sig.
— Hypjið yður út, eða ég kasta
yður á dyr! Ég mun bera fram
kvörtun vegna framkomu yðar!
— Aha?
Feiti maðurinn hreyfði sig ekki.
Brosið lék enn um varir hans og
hann horfði hálfluktum augum á
ofurstann Hann veifaði ertn-
islega hægri hendi fyrir framan
nefið á ofurstanum og skyndilega
sá ég glampa á eitthvað í hendi
hans Og samtímis varð stórkost-
leg breyting á ofurstanum. Gasið
seig úr blöðrunni. Hann hné mátt-
vana saman í sætinu og starði á
n
t
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar,
eigum dún- og fiðurheld ver,
æðardúns og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
- “ÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3 — Sími 18740.
(Örfá skref frá Laugavegi).
feita höndina eins og froskur horf
ir á eiturslöngu, munnurinn opn-
aðist nokkrum sinnum, en hann
gat ekki stunið upp orði.
—Nafn yðar er? sagði sá feiti
og hélt nú á minnisbók í hend-
inni.
— Heinrich von Ruttegger,
herra foringi.
—Herdeild.
— Waldorffhusarene. 137.
— Skilríki.
Skjálfandi höndum dró ofurst-
inn fram skilríki sín og afhenti
feita manninum, sem skoðaði, þau
kæruleysislega og rétti þau síðan
aftur. Ofurstinn sagði:
— Ég vona, herra foringi . . .
— Það geri ég líka, sagði fitu-
keppurinn.
— Ég á við, þér skiljið að . . .
— Ég skil allt.
— É . . . ég ætlaði auðvitað
ekki . . .
— ÞETTA ER NÓG!
Hann öskraði orðin. Brosið var
; kyrrt á sínum stað og maðurinn
Uíktist enn einna helzt ketti, sem
| hefur étið yfir sig, en orðinu hafði
j hann slengt út úr sér eins og
hnefahöggi. Ofurstinn sagði ekki
fleira og í klefanum ríkti dauða-
kyrrð meðan maðurinn skoðaði
skilríki hinna farþeganna.
Ég hugsaði: Gestapo. Maðurinn
er lífshættulegur. Og hvað í ósköþ-
unum er hann að gera sem skil-
ríkjavörður á venjulegri farþega-
lest milli Berlínar og Vínar? Get-
ur það verið vegna . . . Karls?
Skyldi lestin vera full af þeim?
Ég fann að ég hvítnaði og
skelfingin læsti greipum sínum
um mig á ný. Gösta leit á mig
og brosti breiðu uppörvandi brosi.
Ég brosti á móti, en uppgötvaði
um leið að feiti maðurinn stóð
og hallaði höfði og horfði á and-
litssvip Gösta.
Hann sagði:
— Herrann brosir svo vingjarn-
lega. Herrann er víst í góðu skapi.
Gösta leit snöggt á hann og ég
hélt niðri í mér andanum augna-
blik. Svo hló hann glaðlega.
— Það mynduð þér líka vera,
ef þér ættuð svona laglega konu
að brosa til.
Sá feiti snerist á hæli og leit á
mig, svo hneigði hann sig af yfir-
drifinni kurteisi.
— Herrann hefur fullkomlega
rétt fyrir sér.
Hann skoðaði skilríkin kæruleys
islega og sagði:
— Fólk ætti almennt að brosa
meira en það gerir. Það er alltof
margt af fúllyndu fólki.
Hann kinkaði kolli, en sneri sér
í dyrunum og.sagði:
— Ekki satt, herra ofursti von
Riittegger?