Morgunblaðið - 11.01.1956, Blaðsíða 1
16 sáður
Auriol fyrrverandi Frakklandsforseti:
Ef ekki er hægt að mynda sterka
stjórn — verður að kjósa oftor
Öld þrýstilofts farþegaflugvéia er hafin. Fyrsta gerðin af amer-
ískum farþeg-aflugvélum knúnum þrýstilofti, er kölluð Boeing 707.
TU reksturs einnar slíkrar flugvélar þarf margt starfsmanna, eins
Og myndin sýnir. Fremst standa þrír flugstjórar. Til vinstri eru
flugvailarstarfsmenn, sem hafa beinan starfa við flugvélina og i
miðju eru starfsmenn, sem skrifa skýrslur um prófun flugvélar-
fnnar. Til hægri eru verkfræðingarnir, sem umsjón hafa með
reynsluflugi vélarinnar og að baki þeim sérfræðingarnir, sem
umnjón hafa með áhöldum vélarinnar. Stúlkurnar á myndinni
annast skrifstofustörf. Flugvélin hefir flogið á undanförnum 17
mánuðum 274 ferðir í samtals 247 tíma.
YfirSieyrðir í 5 daga
— á 21 dag |
Frásögn tveggja fjallagöngugarpa
rVEIR af mönnum þeim er þátt tóku í Himalayaleiðangri í októ- '
bermánuði s.l. og voru þá handteknir af Kinverjum hafa nú
Mörg mál
á 2 dögum
3AGDAD, 10. jan. — Fjárhags-
ráð Bagdadbandalagsins hóf í
dag tveggja daga ráðstefnu í
Bagdad. Þjóðirnar fimm er þátt
taka í ráðstefnunni eru England,
íran, Pakistan, írak og Tyrkland
-'g senda samtals um 30 fulltrúa
til ráðstefnunnar. Bandaríkja-
menn eiga þar 2 áheyrnarfull-
trúa.
Fulltrúarnir fjalla um ýmis
mál s. s. notkun kjarnorku,
fræðslumál. tæknileg málefni
viðskipti o. fl.
Saar vill
sameinast
Þýzkalandi
SAARBRUCKEN 10. jan. —
I»ing Saar kom saman til
fundar í dag og kaus leiðtoga
kristilega demokrataflokksins
dr. H. Ney forsætisráðherra
landsins. Hann hlaut 32 at-
kvæði, 15 seðlar voru auðir
og 2 ógildir.
^ í ræðu er hinn nýi forsætis-
ráðherra hélt sagði hann, að
Og þó verða miðflokkaniir
að standa saman gegn
öfgastefnumönnumim
París 10. jan. frá Reuter-NTB.
rRRVERANDI forseti Frakklands, sosialistinn Auriol, sagði i
dag að allir ábyrgir flokkar í franska þinginu yrðu að standa
saman gegn áhrifum kommúnista og annarra öfgasíefnuflokka. Um-
mæli Auriols birtust í blaðinu „France-Soir“ og þar varpaði Auriol
fram þeirri skoðun sinni, að efna ætti til nýra kosninga á nýjum
grundvelli.
Sættir
- effir 1 árs deiiur
WASHINGTON, 10. jan. — Bund
in hefur verið endir á deilu þá
milli Costa Rica og Nigaragva,
sem nú hefur staðið í um það bil
ár. Fulltrúar þessara landa und-
irrituðu samkomulag í Washing-
ton í dag. Fór undirritunin fram
í aðalstöðvum Ameríkubanda-
lagsins í Washington.
Rússar fordæma
náð til smábæjar eins í Indlandi.
um af Kínverjum.
if 5 DAGA YFIRIIEYRSLUR
Þeir skýra svo frá að' þeir
hafi verið yfirheyrðir látlaust í
5 daga og leiðsögumaður þeirra
frá Nepal, sem var handtekinn
ásamt þeim var barinn við yfir-
heyrslurnar.
* 21 DAG Á HRAKNINGI
Er þeim var sleppt úr haldi
I s.l. mánuði var þeim fenginn
mjög naumur fæðuskammtur en
þeim tókst að brjótast á 21 degi
yfir snævi þakin firnindi og kom-
ast yfir indversku landamærin.
if ÓSÖNN ÁKÆRA
Þeir halda því fram, að þeir
hafi ekki verið staddir í tíbetisku
landi er þeir voru handteknir,
en það er eina sökin fyrir yfir-
heyrslunum og handtökunni!!
Sendiberra Belgía
afhendir frúnaðar-
bréf
SENDIHERRA Belgíu, Eugene
Du Bois, afhenti í gær forseta
íslands trúnaðarbréf sitt við há-
tíðlega athöfn á Bessastöðum, að
viöstöddum utanríkisráðherra. —
(Frá skrifstofu forseta íslands).
Hafa þeir skýrt frá lcynnum sín-
Kjamorkuknúin
WASHINGTON, 9. jan. — Banda-
ríska flotamálaráðuneytið hefur
samið áætlanir um smíði kjarn-
orkuknúins flugmóðurskips árið
1958. Sækir flotinn nú um fjár-
veitingu fyrir þvi. Ætlunin er að
tilraunir með það verði upphaf
að því að öll stærstu skip Banda-
ríkjaflota verði knúin kjarnorku. j
Bandaríski flotinn hefur þegar j
fengið nokkra kunnáttu og •
reynslu í kjarnorkuhreyflum í i
hinum fræga kafbát Nautilius.
— Reuter.
Byltingarróöið
ór sögunni
KAIRO, 10 jan. — Egypzka
stjórnin hefur tilkynnt að hin
nýja stjórnarskrá Egyptalands
muni verða lýst í gildi tekin af
Nasser forsætisráðherra 16. jan.
næstkomandi.
Með henni er endir bundinn á
störf „byltingarráðsins", sem
hefur haft æðstu stjórn mála í
Egyptalandi síðan Farúk konungi
var steypt af stóli 1952.
SOVÉTST J ÓRNIN hefur sent
Öryggisráðinu ályktun þar sem
ísraelsmenn eru fordæmdir fyrir
svívirðilega árás á Sýrland í s. 1.
hann vildi að Saar yrði ríki í1 mánuði. Ályktun Rússanna var
Vestur-Þýzkalandi, en þeim , birt í New York í dag.
áfanga yrði aldrei náð nema1 í ályktuninni er talið að
með samkomulagi milli fsraelsmenn verði að sæta ábyrgð
Frakka og Þjóðverja. Hann fyrir árás þessa m. a. að greiða
lét í ljós von um að þær þjóð- bætur fyrir þá Sýrlendinga er
ir ræddu Saarmálin sín á í árás þessari féllu fyrir vopnum
milli. 1 ísraelsmanna.
^ir SAMHELDNI NAUÐSYNLEG
Auriol sagði, að mikið yltt
nú á að ábyrgir menn stæðu
nú saman í franska þinginu,
hvaða flokki sem þeir annars
tilheyrðu. Slik samheldni vœri
nauðsynleg til þess að Frakk-
land gæti komið fram á al-
þjóðavettvangi sterkt og ó-
sundrað.
Slik samstaða miðflokkanna
yrði að vera á algjörum jafn-
réttisgrundvelli undir forystu
Mendes-France fyrrv. forsæt-
isráðherra, og þeira flokka er
styðja Edgar Faure.
Faure og ýmsir aðrir hafa
stutt þessa hugmynd sm sam-
stöðu miðflokkanna.
★ AÐRAR KOSNINGAR
TÍMABÆRAR
Auriol sagði ennfremur að
sérhver stjóm þyrfti að hafa
styrkan þingmeirihluta ef landið
ætti ekki að verða stjórnleysingj-
um og öfgamönnum að bráð. Ef
slíka stjórn væri ekki hægt að
mynda nú yrði að efna til nýrra
kosninga á nýjum samsteypu-
grundvelli.
Hœsti turn í heimi
Meir en helmingi hœrri en Eiffelturninn
BRUSSEL verður
vettvangur heims-
sýningar mikillar
árið 1958 — og er
það fyrsta heiins-
sýningin sem þar
f e r f r a m síðan
1935. — Þegar sú
sýning verður opn
uð ætla Belgíu-
menn að sýna sitt
eigið heimsundur.
Miðdepill sýning-
arinnar v e r ð u r
hæsti turn heims-
ins, 635 metrar að
hæð. Og í saman-
burði v i ð h a n n
v e r ð a bygging-
ar eins og Empire
State í New York
(380 m) og Eiffel-
turninn í París
(300 m) sem smá-
kofar.
Það er belgísk-
ur maður, sem á
hugmyndina o g
hefur teiknað turn
þennan. Þvermál
tumsins við jörðu
verður 100 m, en
efst 30 metrar. í
turningum verður
41 hæð og þar
verða veitingasal-
ir, danssalir, kvik-
myndasalir, sýn-
ingarsalir og verzl
anir.
í lyftum geta
gestir komizt upp
á efstu hæð á 5
mín. En efsta hæð
in verður að jafn-
aði skýjum um-
lukt.
Turninn verður
að sýningunni lok
inni t a k m a r k
ferðamanna og bú
izt er við að að-
g angseyrir-
muni á fáum ár-
um greiða bygg-
ingarkostnaðinn,
sem er gífurlegur.
Það er t.d. áætlað
að aðeins meðan á
sýningunni stend-
ur muni milljónir
manna heimsækja
turninn.
Hornsteininn að
turninum 1 a g ð i
Baudouin konung
ur. Byggingunni
miðar vel.
Poujade leiðtogi þeirrar
hreyfingar er vill afnemn
skatta í Frakklandi og se»i
gegn því lofo>-ði sínn fékk S2
þingmenn kjörna hefwr átt
viðtal við blið eitt í París.
Þar segir hann, að ef svo fari
að þingmenii flokks hans
verði útilokaðir frá setn á
þingi, þá munu meðUmir
hreyfingar hans „hefja að-
gerðir“ um gjörvallt Frakk-
land. — Nánari skýri»»g*i gaf
hann ekki á því hvað fætist i
þessum orðum.
Ausfurrfskf fteg-
félag
VÍNARBORG, 9. jan. — f dag
var stofnað í Vínarborg fyrsta
austurríska flugfélagið í 17 ár. Er
þetta einkafélag,' sem ætlar að
•hafa samstarf v;ð hollenzka flug-
félagið KLM. Félagið áformar að
hefja reglulegar flugferðir til út-
landa í sumar, m.a. til Egypta-
lands, Moskvu, Amsterdam og
Feneyja.
Það veldur félagi þessn mest-
um örðugleikum, að austurríska
samgöngumálaráðuneytið er þvf
óvinveitt. Er það vegna þess að I
ráði er að stofna rikisrekið flug-
félag, er ætlar að hafa samstarf
við Skandinavíska flugfélagið.
— Reuter.