Morgunblaðið - 11.01.1956, Side 6

Morgunblaðið - 11.01.1956, Side 6
6 *t O KGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 11. jan. 1958 Engar vörubirgbir hjá mestu reiknivéiaverksmiðju Svíþjóðar Öll framleiðsla selst jafnharðan NÚNA í vikunni var hér á ferð útbreiðslustjóri hinna miklu Addo-verksmiðja í Svíþjóð, Stell- an Lundqvist. Addo-verksmiðj- urnar eru aðeins 38 ára gamlar, en eru nú einn stærsti reiknivéla- framleiðandi heimsins. — Verksmiðjurnar voru stofn- aðar árið 1918 og þá aðeins sem lítið verkstæði í Malmö, sagði Lundqvist. Síðan má segja að fyrirtækið hafi stöðugt stækk- að ár frá ári og framleiðslan auk- izt. Addo á nú sex verksmiðjur heima í Svíþjóð, eina í Englandi og eina i Brasilíu. Aðalverksmiðj- an er samt enn í Malmö, og þar eru höfuðstöðvarnar. í þeirri borg einni starfa yfir 1200 manns hjá fyrirtækinu. SÍUNGUR ÖLDUNGUR Stofnandi Addo-verksmiðjanna, Hugo Agrell, sern nú er 77 ára að aldri, er enr aðalstjórnandi þeirra. Hann er síungur í anda, og er ágætur íþróttamaður, leik- ur tennis og iðkar skíðaferðir. Hann kemur til vinnunnar akandi á reiðhjóli, og lætur það ekkert glepja sig þótt margir samstarfs- menn hans aki íúxus-bílum. STARFSMENNIRNIR ME2)EIGENDUR Fram til síðastliðins hausts hafa Addo-verksmiðjurnar verið fjölskyldu-fyrirtíeki, en nú í haust voru hlutabréfin seld á frjálsum markaði. Starfsmenn verksmiðjanna notuðu þá tæki- færið og keyptu 200 þeirra hluta- bréf fyrir alls 600 þús. krónur sænskar. Er það mjög óvenjulegt í Svíþjóð að starfsmennirnir eigi svo stóran hlut í fyrirtæki. En allir eru sammáia um að það sé mjög heppileg tilhögun. m 80% FRAMLEIÐSLUNNAR FLUTT ÚT \ Verksmiðjan framleiðir aðal- lega þrjár tegundir reiknivéla, samiagningarvéiar, bókhaldsvél- ar og margföldunarvélar. Megin- hluti þeirra, eða um 80 prósent, er fluttur út. — Það er .táknrænt, segir Lund qvist, að aðalviðskiptaland okk- er eru Bandaríkin, þar sem sam- keppnin er mest, og engar erlend Stellan Lundqvist. ar reiknivélar eru jafn útbreidd- ar í Bandaríkjur.um og Addo-vél- arnar. Betri meðmæli getum við ekki fengið. Það er sagt í gamni að Svíþjóð sé að verða eins þekkt fyrir reiknivélar sínar og Sviss fyrir úrin. -■ Hugo Agrell. um það fyrirfram að þeir hafi aðstöðu til góðrar þjónustu. SÉRSTAKAR VÉLAR FYRIR „RUPEE" Verksmiðja Addo í Englandi sér eingöngu um samansetningu á vélum. Fyrst í stað voru þessar véiar aðeins miðaðar við ,,punds“ reikning til notkunar í Englandi, en síðan hefur þróunin orðið sú, að vélar eru fluttar út frá Eng- landi og þá fyrir annað reiknings- kerfi. Addo framleiðir til dæmis sérstakar vélar fyrir indverskan myntreikning, en indverska myntin, hluta. „rupee“, skiptist í 16 Jón Leifs í sfjérn Alþjóðasambands Fl D. 7. apríl 1894 2. janúar 1956 DAG verður til moldar bor- inn Magnús Sæmundsson, klæðskeri í Hafnarfirði, er lézt 2. jan. s. 1. á St. Jósefsspítala 61 árs að aldri eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Frú Anna Sigurðar- dóitir 75 ára í GÆR átti Anna Sigurðardóttir, ; kona Guðbrands Björnssonar, fyrrum prófasts, 75 ára afmæii. Hún fæddist að Pálsbæ á Sel- tjarnarnesi 10. janúar 1881. For- eldrar hennar voru Sigurður Ein- arsson, kunnur útvegsbóndi og bátasmiður og Sigríður Jafets- dóttir, kona hans. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahóp til fjórtán ára.aldurs, en þá fór hún austur á land og vann þar um 5 ára skeið. Hún hafði mikla löngun til að mennta sig og gekk hún fyrst í Kvennaskólann í Reykjavík og síðar í gagnfræðaskólann á Ak- ureyri. Frú Anna er prýðilega vel gefin kona, og óvenjulega vel menntuð eftir þeirra tíma mæli- kvarða Hún giftist sr. Guðbrandi Björnssyni, presti og siðar pró- fasti í Viðvík, 3. okt. 1908. í Við- vík vann hún sitt aðal lífsstarf. Frú Anna var ástrík móðir börnum sínum og góð kona manni sínum, enda er hjónaband þeirra óvenjulega farsælt. Starfssvið hennar náði langt út fyrir heimilið: Hún var organisti í Viðvíkurkirkju í fjölda mörg skærri trúmennsku og vand- liagnús Sæmundsson - minning Magnús var hlédrægur maður, er stundaði starf sitt af ein- GÆÐI, GÆÐI OG AFTUR GÆÐI — Hvað er það sem gert hefur Addo-vélarnar svo eftirsóttar? Það stóð ekki á svarinu: — Gæði, gæði og aftur gæði, sagði Lundqvist. Verksmiðjan hefur rannsóknarstofu þar sem starfa um 100 manns. Þar ‘éru stöðugt gerðar tilraunir og hver einstak- ur hluti vélarinnár er reyndur þar. Verksmiðjan sendir aldrei frá sér nýja gerð véla fyrr en hún hefur verið þrautreynd. Á rannsóknarstofunni eru vélar látnar ganga stöðugt til þess að ganga úr skugga um, hvaða hlutir þeirra slitna fyrst. Með því að endurbæta þá er hægt að auka endingu vélanna. — Þá er og unnið kappsamlega að öllum nýjungum, sem til bóta geta orðið. ENGAR BTOGDTR HJÁ VERKSMIDJÚNNI — Spurn eftir Addo-vélum er það mikil að afgreiðslufrestur hjá verksmiðjunum er nú sjö mánuðir, segir Lundqvist. Þó svo sé komið hafa verksmiðjumar aldrei freistazt til að auka fram- ’eiðsluna á kostnað gæðanna, og bað er aðall verksmiðjanna að slíkt verði aldrei gert. Það furða sig margir á því að verksmiðjurn ir skuli engar birgðageymslur hafa í Malmö, og er það óvenju- legt um verksmiðjur. En sann- I leikurinn er sá, að vélarnar selj- ! ast jafnharðan. — Það er sannar- lega ánægjulegt að vinna hjá slíku fyrirtæki, sagði Lundqvist að lokum. ár, kenndi ungum stúlkum handa- vinnu og var í stjórn kvenfélags- ins, svo fátt eitt sé talið. Frú Anna mátti ekkert aumt sjá, og ég veit að margir hugsa til hennar með þakklæti á þess- um merkisdegi í lífi hennar, þótt margir, sem hún hlúði að og gladdi með gjöfum og heimsókn- um, séu horfnir úr þessum heimi. Öllum gestum tók hún á móti með gleði og raun. Þeim hjónunum varð fimm barna auðið: Guðfinna, kennari í Hveragerði, Sigrún, ekkja Ár- manns Halldórssonar, námstjóra, Elínborg, gift Magnúsi Ástmars- syn, bæjarfulltrúa, Sigríður, skólastjórafrú í Flensborg, og Frh. á bls. 12 virkni. Fór af honum orð í Hafn arfirði fyrir kunnáttu í iðngrein hans. Vini sína átti hann flesta inn- an KFUM i Hafnarfirði og í Reykjavík. Þar var hugur hans og brennandi áhugi. Hann tók snemma að sér vörzlu og um- hirðu skálans í Kaldárseli og rækti það starf af frábærri fórn- fýsi og snyrtimennsku um ára- tuga skeið eða allt þar til hann lagðist veikur á sjúkrahús. í Kaldárseli er heilagur staður, helgaður af starfi sr. Friðriks Friðrikssonar og þeirrar starfs- sveitar, er þar hefir haldið merk- inu á loft í hans anda. Þar hefir mörgum hlotnazt svarið við spumingu Ritningarinnar: „Með j deiglunní” í síðasta sinn fhverju getur ungur maður hald- ið vegi sínum hreinum?" — Marg ar eru minningarnar um bjarta sumardaga, er morgunsólin skein heið yfir litskrúðugt hraunið og glampaði á ánni, er niðaði við túnfótinn, og grösugir balamir böðuðu sig í árdagsins skini. Þá var fáninn hylltur, tákn þjóðar vorrar, sögunnar erfðarinnar. Hann blakti tær við bláan him- in með krossmerki sínu og benti vöskum drengjum á náð Guðs Skapara, er gaf alla þessa dýrð. — í Kaldárseli er musteri Guðs, vígt hinu æðsta merki, og við það musteri kaus Magnús Sæ- mundsson sér að vera musteris- þjónninn. Þar vann hann sitt hljóðláta þjónustustarf, er vér vinir hans munum eigi gleyma. Yfirskriftin yfir lífi hans gæti verið þessi orð: „Hversu yndis- legir eru bústaðir þínir, Drott- inn hersveitanna", því að í for- görðum Drottins vildi hann dveljast og vinna sitt starf. Vér erum margir, sem á ungl- ingsárum hlutum vígslu í Kald- árseli. Það voru mótandi áhrif, er þaðan bárust. Þar var sáS hinu góða sæði, er seinna kom upp, óx og dafnaði. Vér minn- umst því Magnúsar Sæmunds- sonar af einlægu þakklæti hjart- ans. í samvistunum við hann rættust þessi orð Ritningarinn- ar: „Sjá, hversu fagurt og ynd- islegt það er, þegar bræður búa saman“. Slík var hlýja vinar- þelsins, er einkenndi allt líf Magnúsar. Þegar Magnús lá banaleguna, hvarflaði hugurinn einatt f Kaldársel. Þaðan átti hann sinar beztu minningar. Sú var síðust ósk hans, að með eigum hans og minningargjöfum vina skyldi stofnaður sjóður, er bæri nafn hans og styrkti starfsemj KFUM í Kaldárseli. Magnús Sæmundsson var fædd ur 7. apríl árið 1894 að Núpum í Ölfusi, sonur hjónanna Þuríð- ar Símonardóttur og Sæmundar Gíslasonar. sem bæði voru ætt- uð úr Ölfusinu. Föður sinn. missti Magnús þegar hann var fjögurra ára og móður sína tíu ára gamall. Hann ólst upp f Ölfusi og í Fljótum í Skagafirði, bar sem hann dvaldist fram til 25 ára aldurs. Nú var haldið suður og hafið klæðskeranám hjá Árna og Bjarna í Reykjavík, og að námi loknu tekið til starfa hjá Einari Einarssyni, klæðskerameistara f Hafnarfirði. Þar var Magnús starfsmaður frá árinu 1924 og til dauðadags. Mesta gæfusporið var það, er hann kynntist starfi sr. Friðrik* Friðrikssonar í KFTJM. Það spor færði honum auðnu og lífsgleðí, og þangað vildi hann öðrum beina. Blessuð sé minning hans. Þórir Þórðarson. höfuttdaráttar í kvöld gefst siðasta tækifærið til að sjá leikinn „í deiglunni" í Þjóðleikhúsinu. Sýningar eru færri en skyldi vegna þess að aðsókn hefur ekki verið nógu góð og er það undravert, því hér er um að ræða stórbrotið leikrit, sem erlendis hefur vakið mikla athygii og hlotið verðskuidaða aðsókn. FJestir þeir, sem hafa séð leikinn hér, Bréf frá fuglavini Fótbrotni snjótittlingorinn DÝRAVERNDUNARFÉLAGBE) er alltaf annað kastið að minna. okkur á litlu vetrargestina, sem hópast að húsunum til okkar f þeirri von að fá eitthvað að borða, þegar þeir ná ekki til jarðar fyrir snjó. Ég hefi átt heima nú tvö síðustu árin í litlu þorpi ekkl langt frá Reykjavík og bý í húsl ! sem liggur við fáfarna götu og er grasblettur fyrir framan húsið. Ég hef þess vegna góða aðstöðu til að fóðra litlu fallegu gestina f friði og veita þeim athygli. f fyrra haust eftir að snjórinn kom SELT TIL 95 LANDA — Addo-vélar eru nú i notkur, um heim allan, sagði Lundqvist. Við höfum viðskiptasambönd í A FUNDI Alþjóðasambands höf- \ r~~’ ~ ‘T’ og ég byrjaði að gefa þeim, tók ég alls 95 löndum, og alls staðar er-undaréttar í-Beriín var Jón Leifs S*; eaa2* að. ^ “ ,me*a' ^hyghsverðustu syninga Þjoðle.k- efgt> þVað einn í hópnum var saifia sagan, viðskiptin aukast kjd'riri* ævilangt í alþjóðaráð Té£ whdsslgs. eiida hafa le.kdomendur .verið a elnu mali um að leikur- fýfljrótinn og þurfti hann að stöðugt. Umboðsmenn fyrirtæk- lagsins, er stofnað var á fundin- ’nn tekizt mjög vel. Myndin cr úr II. þætti leiksins og sýnir stygja sjg meg öðrum vængnum isins eru hvergi valdir af handa- um sem deild í stjórninní. Hann Rúrik Haraldsson, Hólmfríði Pálsdóttur og Regínu Þórðardóttur í 0g steiinu þegar hann var aC hófi. Við göngúm ætíð úr skugga hefur tekið boðinu. hlutverkum sínum. Framh. a bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.