Morgunblaðið - 11.01.1956, Síða 10

Morgunblaðið - 11.01.1956, Síða 10
10 MORGVN BLAÐltí Miðvikudagur 11. jan. 1956 ( ÚSKAPURINIM Frh. aí bls. 0 verSa fyrir barðinu á ótíðinni, einnig að herða geð sitt, og gseta þess að minnka sig ekki meira en efnl standa til, með umkvörtun- um og kröíum um hjálp. Vafa- samt er hvort velgengni þjóðar- innar undanfarna áratugi hefir þroskað það manngildi, er bezt eflir boðorðið: „hjálpaðu þér sjálfur", og gerir mönnum fært að lifa eftir því, í samræmi við hin auknu og bættu tækifæri, sem land og þjóðfélag bíður ein- staklingunum. Ef harðindi tíðarfars draga til þess að menn beygja sig svo lágt að fara í kapphlaup um að reyna að gera sér þau að tekjulind til hagsbóta, þá er fyrst alvara á ferðum, þá eru harðindin orðin harðindi í þjóðlífinu, og um leið varanleg meinsemd en ekki árs- tíðar erfiðleiki. Þvi miður er ekki hægt að )oka augunum fyrir því að til eru ein- staklingar í bændastétt og jafnvel bændasamtök, sem að þessu sinni hafa gert tilraun til þess „að græða á rigningunni". En sem betur fer eru þetta aðeins einstök meinsemdartilfelli, og þau verður bændastctíin sjálf að lækna. Það verður að vera metnaður hennar og menntun að rista í slík mein. Það sem mest á ríður er að stofn anir bænda og félög skilji rétt sinn vitjunartíma, þegar slíka erfiðleika ber að höndum, eins og ótíðin síðastiiðið sumar var. Til þess að vel sé um þá hluti, þarf bæði Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands að taka að sumu leyti öðru vísi á en varð að þessu sinni, og sama má segja um fleiri aðila. Er það mál allt mikið umhugsunarefni fyrir leið- toga bænda og forystumenn. GABÐYRKJAN Hinar miklu úrkomur sunnan- lands og vestan háðu mjög kar- töflurækt, jafnvel þurrlendir sandgarðar urðu ófærir vélurn og allt eftir því. Norðanlands og austan var veðurfar hagstætt garðyrkju, en þó of þurrt sums staðar, Grænmetisverzlunin áætlar kartöfluuppskeruna um 60.000 tunnur, en nú er talið að upp- skeran haustið 1954 hafi verið um 90.000 tunnur. Sölufélag garðyrkjumanna seldi meðal annars: Tómatar 196 smáL (186) Gúrkur 21.960 kassar (16.221) Hvítkál 44,4 smál. (81.8) Rauðkál 2 smál. (2,3) Gulrætur 47,9 smáL (41,5) Blómkál 21.766 hausar (33 910). Af gróðurhúsum var lítið l'yggt á árinu, sennilega um 1100 fermetrar, og er þá ekki talið hið stóra gróðurhús sem er í smíðum á Revkjum í Ölfusi hjá Garðyrkju .<= kóla ríkisins. Er þá talið að gróð- urhúsinu á landinu séu alls orð- in um 7,5 ha. að flatarmáli. MJÓLKURFRAMLEIBSLAN Mjólkurbúin 9 tóku á 11 fyrstu mánuðum ársins á móti 50,69 millj. (48,40) kílóa af mjólk. Seld nýmjólk þessa 11 mán. var 23.98 millj. Iítra (22,4 millj.). Seldur rjómi var 757.337 lítrar en 702.000 á sama tíma 1954. Framleitt var 11 mánuðina (jan. nóv.) eftir því sem næst j verSur komizt: Af osti voru til 1. desember 164 smál. Á árinu voru fluttar út að- eins 6 smál. af osti. 1. desember 1954 voru birgðir af osti 225 smálestir. SAUÐFJÁKRÆKTIN Árið 1955 átti samkvæmt hlut- arins eðli að verða mikið ár í sögu sauðfjárræktarinnar, er fjár- bændur litu björtum augum á sinn búskap, lausir við mæði- veikina. Þet.ta fór því miður á annan veg. Mæðiveikin kom aft- ur upp í Dalasýslu, svo að eigi var annars kostur en fella þar á ný allt sauðfé, í 2 hreppum, Laxárdalshreppi og Hvamms- hreppi (nema á tveimur bæjum í Laxárdalshreppi sem eru sunn- an varnarlínu úr Hvammsfirði í Hrútafjörð). Jaínframt verður að gera ráð fyrir að fella fé haustið 1956 í norðurhluta sýslunnar og Bæjarhreppi norðan áðurnefndr- ar línu, og þremur bæjum í Óskapseyrarhreppi, sem er á sama varnarsvæði. Fjáreign á þessu svæði var orðin um 26.000 á fóðrum. í haust var um 9000 fjár í hreppunum tveimur, sem fénu var eytt í að þessu sinni. Á Austurlandi er gamaveikin greinilega í rénun, enda hefir flest af því fé sem þar er upp- komið verið bólusett gegn veik- inni. Lömb voru bólusett gegn garnaveiki eins og að undan- förnu í Árnes- og Rangárvalla- sýslu, á Austurlandi og á svæð- inu milli Eyjafjarðargirðingar og Skjálfandafljóts. Síðastliðið haust var slátrað 435.300 dilkum á móti 280.500 haustið 1954. Mismunurinn er 154.800 eða 55% aukning. Af full- orðnu fé var slátrað 31.000 á móti 14.000 haustið 1954. Af fullorðna fénu var um 8000 slátrað vegna niðurskurðar í Dalasýslu. ( Alls var kindakjötið í haust um ! 6.800 smálestir á móti 4.275 haust- ið 1954. Mismunur 2.525 smál., eða 59% aukning. Til viðbótar þessu kemur sum- arslátrun. Alls var þá slátrað 15.298 kindum, en 1954 var slátr- að, að sumrinu, um 26.000 kind- um. Kjöt af sumarslátruðu nam '07 smál. en 370 smál. 1954. Meðal fallþungi dilka í haust ’ar 14,18 kíló, en 14,13 kg haustið 1954. Hin mikla kjötframleiðsla er nú orðin meiri en til innanlands- lotkunar. Skapazt þá vandamál- 5 nm útflutning og verðlag. Rik- isstjórnin hefir heitið því að standa að því að bændur njóti svipaðra útflutningsuppbóta á kjöt eins og bátaútvegurinn verð- ir aðnjótandi við útflutning á fiski. Fluttar hafa verið til EngVands '00 smá). af dilkakjöti. Gert er ráð fvrir sölu til Svíþjóðar er hður á veturinn og víðar er Veit- að eftir markaði, hins vegar er miki! neyzla innanlands enn sem fyrr það sem mestu varðar og mest gefur í aðra Viönd, þegar öll kurl koma til grafar. Þess vegna er um að gera að innanlands salan gangi sem bezt og aukist fremur en að dragast saman. En hqy steðlar annar vandi að, það er hin óvenjulega mikla slátrun nautgripa í haust, og svo hrossa- V iötsframleiðslan. Hið sðast- talda á lítinn rétt á sér, ef sauð- Skyr ................................ 1.388.000 Smjör ................................... 680.780 Mjólkurostur ............................ 398.600 Mysuostur ........................... Nýmjólkurduft ....................... Undanrennuduft ...................... Undanrenna notuð í Kaaein ........... MjpJk í niðursuðu ....................... 154.000 1955 kg 1954 kg 1.388.000 (1.434.000) 680.780 (607.553) 398.600 (543.388) 44.850 (59.313) 35.750 (52.052) 210.115 (64.340) 3.449.931 Itr. (2.648.800) 154.000 (175.308) Smjörbirgðir voru 1. desember 1935 12S.6 smál. en voru í árslok 19fj4 132 smáL Að sjáifriögðu hafa smjörbirgð- irnar múi.ikað i desember. 'Krvbúskaþur nær að þrífast áfallalítið í landinu. Talið er, að um 670.000 fjár sé i. um i vetur. Er það mikil og gleðileg fjölgun, sem hefði þó orðið enn meiri ef ekki hefði tvennt borið til, mæðiveikin í Döl um og hinn slæmi heyskapur á óþurrkasvæðinu. Gefur þetta auga leið að von bráðar verður fleira sauðfé á landi hér, heldur en nokkru sinni fyrr, er skýr&lur herma. En þó að þetta sé gleðilegt og sýni greinilega hinn náttúrlega lífsþrótt sauðfjárbúskapar á landi hér, vekur fjáríjöigunin vandamál sem röggsamlega þarí að snúast við, ef ekki á iila að fara. Hér vaða allir í villu og svima um hve margt sauðfé er hægt að hafa í landinu, án þess að gengíð sé á landgæði til skaða um 6- komna framtíð. Við sem bjart- svnastir erum um þessa hlutí hikum ekki við að fjölga fénu, en okkuv er ljóst að um leið þarf beitarbúskapurinn að breytast svo að í senn sé tryggt að féð gefi fullan arð og landinu sé þó ekki misboðið. Sumarið 1954 dvaldi sérfræð- ingur frá FAO, Kanadamaðurinn Campbell hér á landi á vegum Sandgræð'slu íslands, við að at- huga uppblástur, sandgræðslu og beitarnot lands. Hefir hann sam- ið merkilega skýrslu um athug- anir sínar. Campbell er væntan- legur til landsins aftur á sumri komanda til að vinna að sömu * I athugunum. Er hér um að ræða stórmerki- legt mál, sem vonandi tekst að sameina kunnátumenn um að sinna til heilla. Það verður að gera það sem gera þarf til þess að allt geti farið saman: að bændur búi á landinu, sauðfé bíti gras og skógræktarmenn gróður- i setji skóg. j Það eiga ekki og þurfa ekki að vera andstæður á milli þess- i ara úrræða, og það er engin f jar-' stæða að horfa fram til þess að bæta haglendi, einnig handa j ; sauðfé, með einhverjum ræktun- araðgerðum, að lokum er það, ræktunin í margvíslegum form-1 : um, sem samfara skynsamlegum notum hæði óræktaðs og rsektaðs lands, sem býður þjóðinni fram- tíð í landinu, framar öllu öðru. Að hræðast það, að hafa 1—2 milljónir sauðfjár í landinu, er sama sem að segja að vér treyst- um oss eigi til þess að stunda ræktunarbúskap, og er þá bezt að hætta að byggja nýbýli og leggja niður margt annað í bu- skapnum, sem undaniarið hefir þótt til umbóta horfa. JARBABÆTUR OG FKAMLÖG TIL ÞEIRRA Búnaðarbankinn veítti 987 )án ! (843) úr Ræktunarsjóði, að upp- hæð 34.121.600 krónur <22,75 j míllj.). En úr Byggingarsjóði voru veitt 174 lán (205) ný lán og 198 ián (188) til eldri húsa, að upphæð 9.755.000 krónur "3 millj.). Úr veðdeild var lánað 149 bændum, alls 4.732.500 krónur. Búnaðarbankinn í'ékk á árinu )án úr Mótvirðissjóði að upphæð 10,5 millj. króna og úr ríkissjóði 9 millj. króna. Af tilbúnum áburði seidist. • talið í hreinum efnum: 4.800 smál. af köfnunarefm j (3.5rl smál. 1954) 2.475 smál. af fosforsýru; (1.930 smál. 1954) og «36 smál. af Kali (1.518 smál. j 1954). Köínunarefnið var allt innlend framleiðsla írá Gufunesi. Verð á íslenzka köfnunarefninu var svipað og á erlendu, ef það hefði verið flutt inn, en þó fremur dýr- ara en hith, svo sem vænta mátti, enda var þetta fyrsta reynsluár verksmiðjunnar. Út voru fluttar um 4000 smál. af Köfnunarefnis- áburði. Nýbýlastjórn samþykkti stofn- un 65 nýbýla (46) á árinu, og auk V. ss að 'úyggja upp aftur á 15 jörðum (15). EnnfremUr ftutn- wf i'ndurbyggingp bæjarhúsa á 10 bæjum (9). Framlag til einstaklinga til ræktunar á nýbýlum námu um 1,4 millj. króna en 1,8 millj. 1954. Unnið var í 11 byggðahverfum. Tvö bættust við á árinu, í Þver- holtum í Álftaneshreppi í Mýra- sýslu og Hjaltastaðaþinghá í N.- Múlasýslu. Úrkomurnar á rigningasvæðinu torvelduðu mjög allar jarðabæt- ur. Víða varð að leggja vinnu- vélum og áætlanir bænda um ræktunarframkvæmdir fóru úr reipunum, sökum þess að eigi var fært um landið er brjóta átti til ræktunar. Engar tölur eru enn til um ný- ræktina 1955 en vafalaust er hún allmikið minni en árið áður, þar eða það eru einmitt mestu rækt- unarhéruðin sem urðu harðast úti í óþurrkunum. Nýræktin 1954 og túnasléttur er alls talið 3 760 ha. Grasfræssala SÍS, Mjólkurfé- iags Reykjavíkur og Innkaupa- stofnunar ríkisins var 99.500 kg. á árinu, er það nær nákvæmlega jafnmikið eins og árið áður (99.480 kg.), og svarar til að mínnsta kosti 2500 ha nýræktar. En sennilega liggur grasfræ sums staðar ónotað hjá bændum sem ekki fengu land sitt unnið. Vinna með skurðgröfum varð víða tafsöm vegna rigninganna og grófst minna heldur en 1954. Talið er að gröfur Vélasjóðs 30 að tölu, hafi grafið um 2.100.000 rúmm. Ekkert er enn vitað um afköst þeirra 10 grafa, sem eru eign ræktunarsambandanna. Gröfur Nýbýlastjórnar sem eru 4, grófu 57.712 lengdarm. sem mældust 259.370 rúmm., af því voru 22.720 metrar og 111.712 rúmm. vegna nýbýlastofnunar á vegum nefnd- arinnar. Endanlegar tölur um fram- ræsluframkvæmdir 1954 sýna að þá grófu gröfur Vélasjóðs 574.571 rnetra af skurðum sem mældust 2.469.208 rúmm. Framlag ríkisins til þessarar skurðagerðar var kr. 3.941.936.69 og rneðalkostnaður á grafinn rúmm. varð kr. 3.30. Gröfur ræktunarsambandanna grófu 155.106 metra, sem mæld- ust 592.094 rúmm Framlag ríkis- ins vegna þessara skurða var kr. 988.042.67 og meðalkostnaður kr. 3.34 á rúmm. Innifalið í þessum tölum ræktunarsambandanna er lítilsháttar gröftur með vélum sem eru eign bæjarfélaga. Alls var greitt á árinu 1955 framlag vegna véígrafinna skurða, sem grafnir voru 1954 kr. 5.504.150.91. Frainlag til annara jarðabóta greitt 1955 var kr. 8.484.214.96. VÉLAKAUP Vélakostur ræktunarsamband- anna jókst allmikið á árinu, sér- stakiega að verðmæti, enda eru nú hinar stærri ræktunarvélar orðnar svo dýrar að fljótt dregur í mikiar upphæðir. Úr ríkissjóði var samkvæmt ákvæðum laga frá 1945, um rækt- unarsambönd, greitt framlag til kaupa á þessum vélum: 10 beltatraktorvim, 1 kílplóg, 7 Skerpiplógum, 2 brotplógum, minni, 8 plógherfum, 5 öiskaherfum og 3 vögnum til vélaflutninga. AIIs nam framlag ríkissjóðs til véiakaupanna kr. 2.024.024,01. Fjárveiting á þessum lið fjárlaga var ekki nema 600.000 krónur og er því um miklar umfranv greiðslur að ræða, sem vel hefir venð vikist við frá hendi ríkis- stjómarimiar, enda mikil nauð- syn að slöðva eigi þessi vélakaup. Eigi eru þessar vélar aliar keypt- ar á árinu. sumar voru keyptar 1954, en á móti kemur, að eitt- hvað hefir verið ke.ypt af vélum, sem eígi verður greitt framlag tit, íyrr en á þessu ári. Þannig færist þetta ailtaí á milli ára. Alls eiga ræktunarsamböndin nú orðið um 03 130 beltatraktora, er það svo mikill vélakostur að vel má spyrja hvort ekki sé meiri þörf að skipuleggja betur notkun vél- anna heldur en að fjölga þeim til muna. Bændur hafa einnig keypt mik- ið af búvélum á árinu, einkum traktorum, eða rúmlega 700 hjóla- traktora. Einnig var keypt óvenjulega mikið af múgavélum, alls um 326 véiar. Af nýjungum í búvélatækni má einkum nefna hinar svoköll- uðu vélvögur, til að taka saman þurrhey og flytja í garð, sem notaðar voru á nokkrum stöðum með ágætum árangri. Þó var árið mikið bílaár, svo sem kvxnnugt er, en ekki eru til tölur um hve mikið af því kemur í hlut bænda, enda engiu glögg mörk til að greina það. Nefnd sú, er skammtar bíla af jeppa- gerð, úthlutaði á árinu 250 bíl- um af slíkri gerð. Talið er að um 225 þeirra hafi farið , til bænda og starfsmanna þeirra, t. d. hér- aðsráðunauta og annarra slikra aðila. SKÓLAR OG FRÆÐSLA Á Hólum eru 24 nemendur, 16 í eldri deild og bændadeild, en 8 í yngri deild. 12 nemendur út- skrifuðust vorið 1955. Lokið er að mestu viðbyggingu við leikfimishúsið og mikilli við- gerð á því. Er þar einnig trésmíða verkstæði innan veggja. Á Hvanneyri er 51 nemandi í vetur, 21 í eldri deild, 20 í yngri deild og 10 í framhaldsdéild. Vorið 1955 útskrifuðust 32 bú- fræðingar og 7 úr framhaldsdeild. í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum eru 7 nemendttr í neðri bekk. En samkvæmt reglugerð koma nýir nemendur í skólann annað hvert ár. Það er nú verið að byggja nýtt gróðúrhús til tilrauna, sem verð- ur 2000 fermetrar að stærð, og bví langstærsta gróðurhús á landi' hér. í vetur starfa 7 (8) liúsmæðra- skólar í sveitum (Staðarfellsskól- ' inri starfar ekki). í þeim eru 219 (236) nemendur. í húsmæðra-' kennaraskólárium eru 13 nem- endur. í héraðsskólum 8 (7) eru um 080 (560) nemendur. Nokkrir piltar fóru til Noregs til að stunda þar búfræðinám. Er það fyrir milligöngu félagsins Norsk Islandsk Samband í Noregi’ og félagsins ísland—Noregur hér heima. Þó að hér séu boðnir góð- ir kostir stendur nokkuð á ung- um piltum að þiggja nám þetta,' má það ótrúlegt þykja, að boð um' ókeypis vist og kennslu skuli ekki þegin. Dapurlegt að játa að sKkt heiidir ekki um annað nám en búnaðarnám. Haldið var áfram búnaðar- fræðslu þeirri og starfsemi ráðu- ’ nauta er ferðast um landið, sem efnt var til 1954 fyrir atbeina Bandaríkjamanna og með fjár- framlagi frá þeim. Liður í þeirri' fræðslu ,er útgáfa smárita um búnaðarmál, eru komin út 17 slík rít, sum góð, en sum léleg eins og gengur, en ekkert um vot- heysverkun. Búnaðarfélag íslands gaf út nýja endurbætta (?) útgáfu af efnafræði Þórís heitins Guð- mundssonar, ennfremur mikið rit Á refaslóðum — 384 bls. — eftir Theodór Gunnlaugsson. Þá náði Freyr 50 ára aldri og var í tHefni at' því gefið út rit mikið, sem nefnt er 50. árgangur Freys, vandað að frágangi og með miklu myndavali. Er það mesti bók- menntaviðburður ársins að því er nær til búskapar. Skiptist rit- ið í 2 kafla, 1. kafli, Af heimaslóð- trm, 135 bls., á víst að vera eins konar yfirlit yfir þróun búnaðar og búnaðarmála umliðin 50 ár. Annar og þriðji kafli — 168 bls — er frásagnir um för bænda til Norðurlanda 1953. Þrátt f.vrir Frh. á bls. 1)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.