Morgunblaðið - 11.01.1956, Page 12

Morgunblaðið - 11.01.1956, Page 12
12 HORGV /V HLAÐIB Miðvikudagur 11. jan. 1956 ► Úr daglega líflrsa K’raou* af bt». P fyrst á í heiminum, þegar ástand- iö jnrði svo sem hér segir: Frakk- land án ríkisstjórnar, Þýzkaland án hers, Englendingar hættir að gera hjúskaparáætlanir, Rúss- land laust við kommúnismann, Bandaríkin við utanríkisráðherr- ann — og síðast en ekki sízt, Sameinuðu þjóðimar hættar öll- um fundarhöldum. ★ ★ ERU kossar arfgengir? Já, það er ekki undarlegt þó að við spyrj- um. Málinu er nefnilega þannig varið, að í þorpi einu í Norð- ymbralandi þrífst sá góði siður, að allir karlmenn þorpsins ganga á gamlárskvöldi í einni fylkingu um göturnar, skrýddir á allan mögulegan hátt. í fararbroddi gengur gamall maður, sem nýtur þeirra forréttinda, að fá að kyssa allar stúlkur, sem á vegi hópsins verða. ★ ★ NÚ hefur risið upp deila í þorp- inu um það, hvort „kossaréttur- inn“ eigi að vera arfgengur — eða hvort elzti maður þorpsins eigi að hljóta hann að hinum látnum. Út af þessu hefur risið mikil deila, og allir virðast vera fi móti öllum. Sá eini, sem tekur öllu þessu með jafnað- argeði, er ungi maðurinn, er sumir telja réttan erfingja koss- anna. Hann segist nefnilega geta fengið nógar stúlkur til þess að kyssa sig — og fvndist ykkur þá ekki sjálfsagt, að sá gamli hlyti heiðurinn? Framh. af bls. 6 Bjöm, læknir, giftur Sigríði Guð- brandsdóttur, Magnússonar, for- stjóra, þau eru búsett í Reykja- vík. Þau hjónin, Anna og Guð- brandur, eiga nú heima á Öldu- götú 18 í Hafnarfirði og hvíla sig þar eftir göfugt lífsstarf. í gær voru þau stödd á heimili dóttur sinnar, Hringbraut 39, Rvík. Vinur. Verður Eden neyddur til þess uð iuru frú? SIR ANTHONY EDEN forsætisráðherra Breta hefur að undan- förnu verið óspart gagnrýndur af flokksmönnum sínum — og verið sakaður um slælega forystu — bæði sem flokksmaður og forsætisráðherra. Svo mikið hefur kveðið að þessum óánægjurödd- um, að flokksblöð forsætisráðherrans sjálfs hafa ekki getað þagað lengur, og í forystugrein í Daly Telegraph, sem er eitt af áhrifa- mestu blöðum í Englandi, var nýlega ráðizt harkarlega á Eden. MIKIL ÓÁNÆGJA i í blaðinu var ríkisstjórnin hvött til þess að hrista af sér svefndrungann — og hefjast handa um lausn aðkallandi vanda mála — og þá sérstaklega efna- hagsmálanna. Var stjórnin sökuð um að hafa misst trúna á mörg höfuðstefnuskráratriði sín. Er hún m. a. sökuð um að vera gjöm á að skipta um skoðun, vera með hálfvelgju og óþarfa drátt á af- greiðslu mála. Sem dæmi er þar I tilnefnt, að fyrir skömmu hafi I stjórnin fellt sitt eigið bann á heroininnflutningi. — Brjef Framh. af bls. fl borða og þegar hvast var lá hann á bringunni. Við höfðum mjög mikla samúð með þessum fugli eem var svona illa undir vetrar- hörkuna búinn og gerðum ráð fyrir að hann mundi ekki lifa vet urinn af. Við höfðum þessa yndis legu gesti oft í hundraða tali, svo það var oft erfitt að koma auga á hann inr.an um allan hópinn, en víð vorum eftirvæntingarfull og ekki ánægð á morgnana fyrr en við komum auga á litla vininn okkar í hópn- um. — Hann kom á hverj- um degi allan veturinn og virtist þrífast eins og þeir heilfættu. Nú fyrir nokkrum dögum þegar fyrsti snjórinn kom byrjaði ég aftur að gefa litlu gestunum okk- ar og ég veit ekki hvemig á því stóð að ég fór strax að horfa eft- ir litla einfætta vininum frá í fyrra vetur, en viti menn, það voru ekki liðnar 10 mínútur frá því að ég gaf þeim þangað til að hann var kominn í hópinn og mikið vorum við ánægð og undr andi þegar við komum auga á hann aftur og sáum að hann hafði getað bjargað sér þótt hann hefði ekki nema annan fótinn. Ég vil ráðleggja öllum, sem ekki hafa haft hugsun á að fóðra þessa fallegu og hraustu fugla, að byrja á því sem fyrst þvi þeir marg- borga fyrir sig með þeirri ánægju sem maður hefur af því að horfa á þegar þeir borða og þeirra háttalagi yfi-Ieitt. Þeir eru tölu- vert gefnir fyrir að fljúgast á og það þótt nægur matur sé hjá þeim, svo það er ekí.i af því að þeir séu að rífast um rnatinn heldur virðast þeir stundum ”era dálítið geðillir, en svo getur þetta ósamkomulag líka bara verið leikur. Fuglavinur. ILL AÐSTAÐA EDENS Það er ekkert efamál, að þess- ar árásir íhaldsblaðanna hafa haft afdrifaríkar afleiðingar á stöðu Edens í brezkum stjórn- málum. Það, sem andstæðingar Edens byggja afstöðu sína þó mest á, er andvaraleysi stjórnar- innar við vopnakaupum Egypta. Svo sem að líkum lætur hefur stjórnarandstaðan fengið byr undir báða vængi með þessum andróðri gegn Eden. Ekki sízt vegna þess, að töluverð vakning hefur orðið í Verkamannaflokkn- um við formannsskiptin á dög- unum. Um næstu mánaðamót er ætl- unin að Eden fari vestur um haf Ánægjuleg gamal- til viðræðna við Eisenhower, en ekki er að vita nema að Eden verði þá kominn í það slæma aðstöðu — vegna harðnandi and- stöðu Verkamannaflokksins ann- ars vegar og vaxandi óánægju- radda hans eigin flokksmanna hins vegar, að hann neyðist til þess að slá förinni á frest. Skáholti gefnar 5 bús. krónur AKRANESI, 10. jan. — Gamal- mennaskemmtun var haldin á Akranesi sunnudaginn 8. þ. m. í Hótel Akranesi. Skemmtunin var Raldin á vegum Kvenfélagsins, og var öllum boðið, sem náð hafa 65 ára aldri Frú Holena Hall- dórsdóttir setti skemmtunina og bauð gesti velkomna. Séra Jón M. Guðjónsson las hugvekju. Theodór Einarsson söng gaman- 1 vísur. Leikfélag Akraness sýndi þriðja þátt úr Manni og konu. Karlakór Akraness söng nokkur lög. í byrjun samkomunnar hófst kaffidrykkja, og þegar hér var ’ komið, var setzt að kvöldverði. ^Var hvort tveggja vel veitt og ihlýlega fram borið. Fjöldasöngur var alltaf öðru hverju undir stjórn frú Sigríðar | Sigurðardóttur. Þarna voru um 1 200 manns, og að venju var sam- koman jafnframt árshátíð kven- félagsins. — Loks var dansað og spilað á spil til miðnættis. Kvenfélag Akraness bað mig fyrir alúðarþakkir frá sér til karJakórsins og hljómsveitar- mannanna og annarra, sem ár eft- ir ár og endurgjaldslaust, hafa aðstoðað við þessar samkomur. —Oddur. AÐALFUNDUR ábyrgðarmanna Sparisjóðs Þingeyrarhrepps á Þíngeyri við Dýrafjörð sam- þykkti á s.l. ári að verja af arði ársins kr. 5000.00 — fimm þúsund krónum — til Skálholtsstaðar. Féhirðir sjóðsins, hr. Ólafur Ól- afsson, skrifar á þessa leið í bréfi, er gjöfinni fylgir: „Góður hugur á að fylgja þess- ari litlu gjöf. Gefendumir vilja með henni sýna vott af ræktar- semi við minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar, er hér í hér- aði var fæddur og uppalinn. Frá Skálholtsstað barst og hing að i Dýrafjörð hið dásamlega eiginhandrit sira Hallgríms Pét- urssonar af Passíusálmunum með niðjum Torfa Jónssonar, prófasts í Gaulverjabæ, og geymdist hér í firði a.m.k. í tvo ættliði". Ég undirritaður hef í dag veitt nefndri gjöf og bréfi viðtöku og er það hér með viðurkennt með beztu þökkum. F.h. Skálholtsfélagsins Sigurbjörn Einarsson. Ný námskefö hjá Þjéðdansafélaoi Reykjavíkur STARFSEMI Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst miðvikudag- inn 11. þ. m. með nýjum nám- skeiðum og fullri kennslu í öll- um barnaflokkum. Æfingar í barnaflokkunum hafa legið niðri til þessa vegna mænuveikinnar Börnum og unglingum verður skipt í 6—7 flokka eftir aldri og getu. Mikil aðsókn hefur veríð í byrjendaflokki fullorðinna í gömlu dönsunum. Vegna fjöl- margra óska verður nú fram- haldsnámskeið í gömlum döns- um. Þá verða sem áður starfandi framhaldsflokkar í þjóðdönsum og sýningarflokkur. Allar æfingar námskeiðsflokk- anna fara fram í Skátaheimilinu á miðvikudögum. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 82409. Flolinn í höfn HAFN A.RFIRÐI — Tiðindalftið er hér í Firðinum þessa dagana. Allir togararnir — að Surprise undanskildum — liggja hér við bryggjurnar og er allt í óvissu um hvenær þeir fara á veiðar. Reyndar er lítið að fara út á, því að það hefir verið mjög tregt fiskirí undanfarið og tíð afar- slæm fyrir vestan, þar sem t. d. Surprise hefir verið undanfarið. — Af bátunum er svo það að frétta, að þeir liggja hér við hafn- argarðinn og verða ekki hreyfð- ir fyrr en samið hefir verið við útgerðarmenn, sem auðvitað all- ir vona að verði sem fyrst. Kunn- ugir segja mikinn fisk á miðum bátanna. —G. E. Þakka Friðrik frammistöðuna STARFSFÓLK í tyrirtækjum Magnúsar Viglundssonar að Bræðraborgarstíg 7 mun í dag afhenda Friðriki Ólafssyni skák- meistara hátt á 18. hundrað kr. Á sú peningaupphæð að vera tákn þakklætis starfsfólksins til Friðriks fyrir frammistöðuna í Hastings. Olíuleiðslan milli skips og lands slitnaði VEGNA hins stöðuga ofsaveðurs liggja nú á ytri höfninni og bíða að veðrinu sloti, stórt norskt olíu- flutningaskip, Rinda, og herflutn- ingaskip á vegum varnarliðsins. Olíuflutningaskipið var byrjað að losa olíu í BP-stöðina á Laug- arnestöngum, en varð að hætta. í ofsaveðri aðfaranótt mánudags- ins, slitnuðu vírar úr skipinu í legufæri, við skut skipsins. Við það komst skipið á hreyfingu og siitnaði þá olíuleiðslan milli skips og lands. Fór allmikið magn af oliu í sjóinn áður en dælurnar voru stöðvaðar. Nú bíður skipið þess að veðrinu sloti og hægt verði að lagfæra, bilunina á leiðslunnL Hilmai Qalðals héraðadómbloqtuaður Málflutningsskrifstoía Bió, KngólUbtrv —Simt 1477 : VerzEunar- og iðnaðarpláss til leigu, 85 ferm. á góðum stað í bænum. Fyrir fram greiðsla æskileg. Tilboð óskast send til afgr. blaðsins merkt: „1956“—65. Ötgerðarmenn — Skipstjórar Eí yður vantar nýjar nætur eðá viðgerðir á þeim eldri fyrir komandi síldarvertíð, ættuð þér ekki að draga það að hafa samband við oss. — Vér setjum upp hverskonar nætur úr beztu efnum, sem völ er á. Athugið að flest af aflahæstu síldveiðiskipunum á síð- ustu Norðurlandsvertíð voru með veiðarfæri, sem vér höfum yfirfarið og lagfært. NÓTASTÖÐIN H.F., Akureyri — Sími 1466 M A R K Ú S Eftir Ed Dodd r For a. UC NG TI/VNE MARK ANO JACK WCRK WíTH FANCV DANS e«c?K=N Wl.NG WHAT IW\ THINWNS 15. L MAVSG I COUi-D STArtr A GOOSE PRESEffVE 1) Lengi eru þeir Kobbi og ] — Sjáðu, Markús, hún er að Markús að gera við brotna væng- hressast. inn. j — Þú skalt sjá, að hún nær t .. j fulhsm. bata. 2—3) — Markús, ég hef mikið hugsað um „gæsa-hjúkrunarstöð“ sem þú varst að segja mér frá. — Já, það er merkileg stofnun. — Það væri kannski hægt að hafa eitthvað svoleiðis hér á land inu okkar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.