Morgunblaðið - 25.01.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.1956, Blaðsíða 7
MORGVISBLAÐIÐ 7 [ Miðvikudagur 25. jan. 1956 ____________ — íslenzka ffeidd, er hún þleytt upp í vatni og síðan soðin í mauk með aíls konar kryddi, ávöxtum og græn- meti og þannig búin til úr henni eins konar stappa. i Aldrei neytti ég þessa rétt- j ar þeirra Afríkumannanna, en j hins vegar át ég harðfisk á íslenzka vísu og þóttu það ' furðuiegar aðfarir hjá mér. j Afríkumenn halda að enginn neyti skreiðar nema þeir einir, V Þjóðdans. j en ég gerði þeim ljóst, að þetta ; hefðum við gert í þúsund ár og að ennfremur seldum við mörgum öðrum þjóðum skreið og varð ég var viö að þeim þótti betur að svo var. HÉLDU AÐ FISKURINN HEFÐI MANNSHÖFUÐ Nígeríumenn eru ákaflega hjá- rúarfullir. Til marks um það voru margir, sem héldu að þessir fiskar, sem hertir væri í skreið, hefðu verið með mannshöfði. Til þess að leiða þá í allan sannleika höfðu kaupmenn hangandi uppi f verzlunum sínum óhausaða íkreið til sýnis og störðu menn á þessa furðulegu skepnu. Fleira hefir valdið skreiðarmarkaðnum tjóni þarna syðra. Einn læknir þeirra, Sir Francis Ibiam, biríi grein um skreiðina í víðlesnu blaði í Nígeru, þar sem hann leitaðist við að sanna að engin næring væri í henni. Þessu var aftur á móti andmælt af norskum manni og ennfremur af Nígeríu- xnanni, sem mér var tjáð að ynni við matvælaráðuneytið í Lagos. Ég afhenti einu bláða þeirra efna greiningu á 2 sýnishornum af ísl. skreið, sem dr. Þórður Þorbjarn- arson hefir gert og vona ég að hún komi á prent þar í landi. GÓÐ BLAÐAUMMÆLI í bláði, sem heitir Nigerian Trade Journal og kemur út í Lagos getur að líta eftirfarandi pistil í nóv.-des. hefti -955. „Verzlunin í maí var minni en í apríl, júní var hins vegar góður en verzlunin féll niður fyrir meðallag í júií og ágúst. Ástandið á skreiðarmarkaðin- um var gott yfir allt þetta tíma bil og margar ábyrgðir voru opnaðar. Það var greinilegt að ísl. skreið var tekin fram yfir þá norsku." Blað þetta er gef ið út af verzlunarmáiaráðu- neytinu i Lagos — Chamber of Commerce. í þessu sambandi má geta þess að nauðsynlegt er að semja bækl- ing með mörgum og góðum mynd um ástamt stuttri lýsingu á afla og verkun skreiðarinnar, allt frá því að togarinn eðá fiskibáturinn leggur úr höfn og þar til skreið inni er skipað ism borð tíl út- flutnings. Hefir Skreiðarsamlag- ið nú þegar til alhugunar að gefa slíkt rít út. HÖFÐU ENGA MUGMYND UM ÍSLAND, NE3VIA AÐ ÞAÐAN KOM SKREIÐ — Hvað geturðu svo sagt okkur fleira um Nígeríu og dVöl þína þar? — Nígeríumenn vissu ekkert, hvar ísland var, og þekktu það ekki nema af því einu, að skreið er framleidd þar. Einna helzt gat ég komið þeim í skilning um til- veru þess með því að segja, að þangað væri fjögurra klst. flug frá Skotlandi í norður. Landsmenn eru mjög vin- gjarnlegir og góðir heim að sækja. Einn höfðingi þeirra bauð mér heim til sín. Hann átti sér sex konur og þrjátín börn. Konufjöldl etnstakra manna virðist fara eftir vel- megun þeirra. Ríkir menn eiga oft fleiri en eina. konn. Á ölium hótelum var viður- gjörningur góður. Landslagið fannst mér frámunalega tilbreyt- ingarlaust, endalaus frumskógur og flatlendi. Vegir eru yfirleitt ómalbikaðir, allir eins, og þrot- laus röð kvenna á gangi méðfram þeim, berandi þungar birgðar á höfðinu að og frá markaðstorg- unum. Nigeríumaður í þjóðbúningi. Laun verkamanna éru um 4 skildingar á dag. Skrifstofumað- ur fær £ 1Ó á mánuði og gjald- keri £ 20. Verð á vörum er lágt og lítið þurfa menn til fatakauþa. JÓL í AFRÍKU — Þú dvaldist meðal Afrikubúa á jólunum. Hvernig var það? Úm jólin dvaldist ég í Calabar og var svo lánsamur að írsk hjón skreiðin er vinsœl ■? sem sáu um hótelið, sem ég bjó á, buðu mér til miðnæturmessu hjá kaþólskum á aðfangadags- kvöld. Fannst mér ég því síður sakna jólanna heima. Eftir mess- uiia buðu prestarnir írsku hjón- unum og mér og fleiri gestum heim og veittu vel, dýr vín og aðrar veitingar. Ég gat sagt þeim frá hinu forna sambandi íra og íslendinga og höfðu þeir mjög gáman af því. í Calabar héldu menn jól, jafn- vel þótt ekki væru þeir kristnir, og virtist mér ekkert trúarlegt við hátíðahöld þéirra Afríkubúá. Þeir komu saman þarna í borg- inni og héldu almenna hátíð. Trumbusláttur var tíður og þjóð- dansar dansaðir á götum úti. Kkeddist fólk í þjóðbúninga ætt- bálks síns. Meðal þeirra, sem kristnir eru. virðist mér kaþólska kirkjan sterkust. Einn Nfgeríu- maður, sém var bílstjórf minn, sagðist því miður ekki-geta átt nema eina konu, því að hann væri kaþólskur. ÞRÆLASALA STUNDUÐ ENN í DAG Eitt get ég sagt þér enn, sem Nígeríu-skipstjóri einn sagði mér, er hann flutti mig frá Tiko til Douala í frönsku Cameroon. Haim sagði, að enn tíðkaðist þrælasala eða man- sal þar í landi og væri það aðallega til eyjarinnar Fern- andö Po. Er þetta að sjálf- sögðu bamiað, og því hreint smygl. En þetta léttir á heim- ilunum, en það eru fyrst og fremst unglingar, sem seldir eru, og svo sækjast eyjar- skeggjar mjög eftir ódýrum vínnukrafti. Þetta mansal fei'S frasi að næturlagi og aðaliegaA frá eyjunum í mynni Níger- fljótsins. Það er erfitt að haidai uppi lögum og reglum. Ós- hólmar Niger ná yfir um 2® þús. ferkm. svæði, srvo érfMtj mun að hindra þetta. n; BRAXZAVILLE Um árámótin dvaídist ég 11 Brazzaville á bökkum Kongó- 1 fljótsins. Boffg sú ér höfúðhorg í Conga Moýén eða fröhsktu Kongo. Á annan í nýjári fór þar fram kosning á einum þingmannl til fransk.a þingsins. Mifcill ' vai kosningahitinn óg létu 2 kjósend ur lífið þann dág í óeirðúm. Enn fremur brunnU jta riótt nokkur hús. TVEIR ÞRIBJU SKREIÐAR- INNAR FARA TIL AFRÍKU — Að lustu aðeins Iþetta. Hve mikil var skreiðarsalá Samlags Skreiðarfrariileiðenda t. d. árið, 1954? — Við seldum 85.300 kg. tií Finniands, 93.495 kg. til Sví- þjóðar, 17.000 kg. til Banda- ríkjanna, 1.262.000 kg. t,B Ítalíu og til Afríku 3.380,58® kg. Af þessu má sjá að Afrku- búar erm langstærstu viðskipt® vinir okkar og þvi ekki að ófyrirsynju að heimsækja þá og kanna, hvernig þeim líkar vara sú. er þeir kattpa af okk- ur. segir Bragí Eíríkssön að síðustu. vig. Forn kastali frá dögum þrælasölu Evrópumanna. Fvrirframgreiðsla nppí íiúsaleign ei ,,svartur markaður44 í Noregi 25% NorðiManna foiía í IhisiiíIk sem byggð eru eftir stríð Ræff við Gunnar Hansen forsfjóra frá Hamar UNDANFARNA daga hefur dvalizt hér á landi norskur maður, Gunnar Hansen að nafni, en hann er framkvæmdastjóri fyrir- tækis eins við Hamar í Noregi, sem framleiðir m. a. einangrunar- plötur úr vélspónum og öðrum trjáviðarúrgangi, sem til fellur við trésmíðar — svokölluð trésteypa. Hansen kom hingað til þess að leiðbeina um starfrækslu slíks fyrirtækis hér. Fréttamaður Mbl. hitti hann að máli um helgina — og innti hann eftir fréttum af byggingarmálum í Noregi. 25% NORDMANNA í NÝBYGGINGUM Fyrirtæki Hansens framleiðir bæði einangrunarefni og hús — en þó aðallega timburhús. Norð- menn byggja mikið af slíkum húsum, enda eru þau tiltölulega ódýr og handhæg til samansetn- ingar. Gunnar Hansen hefur að und- anförnu selt hluta af framleiðslu sinni til Þýzkalands og fsraels — og ráðgerir hann nú að gera tilraun með sölu til Kanada. Við spyrjum Hansen fyrst- hvernig byggingaarmálum sé nú háttað í Noregi. Einn af frumkvöðlum þess að riú eru byggð ódýr og góð tré- hús í.Noregi er verkfræðingur- inn Olav Selvág. Hugmyndir hans og áætlanir hafa á síðustu árum fengið hljómgrunn í Nor- 'egi og Svíþjóð. — Það hefur mikið verið byggt í Noregi frá stríðslokum. Óhætt er að fullyrða, að 25% Norð- manna búi nú í húsum, sem byggð hafa verið eftir að stríð- inu lauk, Byrjað var að byggja upp Norður-Noreg, enda voru eyðileggingar af völdum styrj- aldarlnnar mestar þar. Við höf- um því bætt áð fullu fyrir það, sem þar eyðilagðist. Ekkert lát hefur samt orðið á byggingar- framkvæmdum annars staðar í landinu, og áætlað er að endur- nýja mikið af húsakosti þjóðar- innar á næstu 10 árum. Mörg undanfarin ár hafa verið byggð- ar 20 þús. íbúðir árlega í Noregi. VAXTALAUS LÁN —. Hvernig byggja norskar fjölskyldur yfirleitt? — Mikill hluti nýbyggðra íbúð- arhúsa eru tvíbýlis- og einbýlis- hús. Venjuleg stærð einbýlis- húsa er um 80 fermetrar. Fólk vinnur yfirleitt mjög mikið að húsum sínum sjálft, enda hefur tekizt að halda byggingarkóstn- aðinum niðri. — Veitir ríkisvaldið ekki lán til nýbygginga þar í landi? — Jú. Einstaklingar eiga kost á mjög hagkvæmutn. lánum til nýbygginga. Hluti af lánunum er í mörgum tilfellum Vaxtalaus. GÓÐ ÍBÉÐ — 90 ÞÚS. KR. — Hvað er hyggingarkostnaður algengra einbýlishúsá mikill í Nóregi? — Tölúyerður mismunúr er á kostnaðinum við byggingu í sveitum og kaupstöðum. Láta mun nærri, að hann sé 10—20% hærri í káupstöðunúm. Einnar hæðar hús í sveit, sem er um 70 férm. að flatarmáli — og með kjallara og risi, kostar uíh 38 þús. norskra króna, eða næstum 90 þús. íslénzkra króna. — En hvað er þá kaup vinn- andi fólks í Norégi hátt, svo að við höfum eitthvað til sariian- burðar? — Kaup trésmiða og múrara. er t. d. um kr. 3.40 á timann- Mjög algengt er í Noregi, að þessar stéttir vinni verk sitt I ákvæðisvinnu — og eru launin þá yfirleitt 25—30% hærri, eða tímakaupið að meðaltali einni krónu hærra, sem sé um 10 kr. ísl. í ákvæðisvinnu. ENDURBVGGJAST Á 30 ÁRA FRESTI —’ Hvaða einangrunarefni not- ið þið helzt í hús ykkár? — Seínustu árin aðallega ýmisst konar stein- og glerullarmoííur.. Einnig svonefnda trésteýpu, en framleiðsla á henni er úm þéss- ar muridir að hefjast hér á landi. Trésteypa þessi er líká , rnikið notuð sem þilplotur vi# innrétt- ingu húsa. — Er ekki dýrara að bvggja hús úr stéini 'en tré í Norégi? — Nei. Kostnaðurimöiér mjög; svipaður. Við Norðmeij|i b'yggj- um samt yfirleitt úr t|e, því að við álítum þau hús fuTftr eins góð. Mér virðist sú sköðuft ríkja héj' á Iándi, að timburhús séu end- ingarminni en steinhús. Timbur- hús okkar Norðmanna standa hins vegar eins lengi og nauð- syrilegt er, því að við álítum, að endurbyggja þurfi allar ibúðii eftir 40 ára notkun. — Hvað vilduð þér segja sámanburð á húsbyggingum ís- lendinga og Norðmanna? ENGIN LÁN FYRIR „LUXUS“ — Ég hef ekki vérið hér nema þriggja vikna tíma, en ég þykist samt sjá, að þið íslendingar bygg ið óhóflega dýrt í samanburði við okkur Norðmenn. Mér virðist ís- lendingar kappkosta að hafa húsakynni sín íburðarmikil og glæsileg fram úr hófi, sem at- vinnulífið naumast getur borið. í Noregi gætir ríkið þess, að viðf höldum okkur inrian ákveðirma takmarka í efnahagslegu tilliti -— og lögð er megin áherzla á, að byggð séu ódýr, þægileg og vist- leg hús. Rikið veitir t. d. ekkfc Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.